Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 KEYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/RAX Járnblendiverksmiðjan ekki stækkuð vegna ágreinings um verðmæti 140 milljónir bar í milli ríkisins og Elkem ÚTLIT er fyrir að ekkert verði af stækkun Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga eftir árangurslaus- an fund fulltrúa íslenska ríkisins og norska fyrirtækisins Eikem, sem á 30% í Járnblendifélaginu. Jón Sveinsson, stjórnarformaður félags- ins, segir að slitnað hafi upp úr við- ræðum vegna ágreinings um verð- mæti verksmiðjunnar. Á endanum hafi 100-140 milljónir borið í milli samningsaðila. Elkem krafðist þess að eignast meirihluta í Járnblendifélaginu og setti það sem skilyrði fyrir stækkun. Jón sagði að forsenda stækkunar hefði því verið samkomulag um verð- mæti fyrirtækisins. Eignaraðilar hefðu orðið ásáttir um að leita til hins virta breska fyrirtækis Saiom- ons Brothers til að fá mat frá óháð- um aðila á verðmæti Járnblendifé- lagsins. Elkem hefði hins vegar ekki fallist á láta þetta mat ráða niður- stöðunni. Jón sagði að fulltrúar íslenska ríksins hefðu reynt að koma til móts við sjónarmið stjórnenda Elkem en þeir hefðu verið afar ósveigjanlegir í viðræðunum. íslensk stjórnvöld hefðu einnig fengið mat frá íslensk- um aðila á félaginu og hefði það verið heldur hærra en mat Salomons Brothers. íslensk stjórnvöld hefðu því ekki treyst sér til að fara niður fyrir ákveðin mörk. „Það má segja að í lokin hafi verð- munurinn milli aðila legið á bilinu 100-140 milljónir króna. Það er ekki mikill munur í heildardæminu, en þegar menn eru búnir að teygja sig langt kemur að því að þeir segja hingað og ekki lengra. I samninga- viðræðum gengur það ekki að ein- ungis annar aðilinn teygi sig. Hinn aðilinn verður líka að sýna sanngirni á móti,“ sagði Jón. Áform um Sultartangavirkjun endurskoðuð Þessi niðurstaða kallar á endur- skoðun áforma Landsvirkjunar um nýjar virkjanir. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði að fyndust ekki aðrir kaupendur að orkunni væri vart raunhæft að virkja strax við Sultartanga. ■ Áform um/6 Þungfært víðaum land NOKKUÐ var um að vegfarendur lentu í erfiðleikum vegna veðurs og ófærðar í gær. Á Vesturlandi, Vestfiörðum, Norðurlandi og Austurlandi var víða orðið mjög þungfært eða ófært í gærkvöldi. Tveir bílar fóru í gærkvöldi út af veginum þar sem farið er upp í Kerlingarskarð að norðanverðu, en þar hafði ökumaður af einhveij- um ástæðum skilið bíl sinn eftir á miðjum veginum. Að sögn lögreglu í Stykkishólmi var blindhríð og myrkur og sáu ökumenn bílanna tveggja því ekki ljóslausan bílinn fyrr en þeir voru komnir nær alveg að honum og rétt náðu að beygja út af veginum. Veður var heldur að ganga niður vestan- og norðanlands í gærkvöld en austanlands var ennþá hvasst. Ef veður leyfir verða þeir vegir sem ekki tókst að halda opnum í gær mokaðir á morgun. Metsala á gervi- hnatta- diskum MIKIL sala hefur verið í gervi- hnattadiskum eftir samruna Stöðar 2 og Stöðvar 3 og að sögn sölumanna anna þeir vart eftirspurn. Kostnaður við að koma sér upp nauðsynlegum búnaði er á bilinu hundrað til hundrað og fimmtíu þúsund krónur. Margir hafa sóst eftir að kaupa með svokallaða sjóræn- ingjaafruglara sem um skeið hafa verið seldir hérlendis og gera fólki kleift að horfa á annars ruglaðar stöðvar. Menn greinir hinsvegar á um lög- mæti þeirra. ■ Sölusprengja/24-25 JÓNA Arnardóttir, starfsmað- ur hjá Kassagerðinni, virðir fyrir sér skemmdir á bíl sínum. Lífeyrsjóður verslunarmanna kaupir hlut Norðurtangans á Isafirði í SH 6,7% eig’narlilutur keypt- ur á 455 milljónir króna Sölumiðstöðin og einstaka hluthafar geta nýtt sér forkaupsrétt Gijót buldi á bílum og þökum GRJÓT dreifðist yfir stórt svæði eftir sprengingu á klettavegg í Sundahöfn í gærmorgun. Grjótið hafnaði á bílum starfsmanna fyrir- tækja í nágrenninu og fór í gegnum þök tveggja fyrirtækja. Mesta mildi er talin að ekki varð slys á fólki. Talið er að tjónið nemi milljónum króna. Að stærstum hluta er það fólgið í lakkskemmdum og dældum á bílum. Vinnueftirlit ríkisins rann- sakar málið en fullvíst er að verk- takinn, Völur hf., byrgði ekki sprengisvæðið með mottu eða á annan fullnægjandi hátt, eins og kveðið er á um í reglugerðum að gert sé. ■ Guðsmildi/4 LÍFEYRISSJ ÓÐUR verslunar- manna hefur keypt hlut Norður- tangans á ísafirði í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og var gengið frá kaupunum í gær. Um er að ræða 6,7% eignarhlut í Sölumið- stöðinni og er kaupverðið 455 millj- ónir króna. Kaupin eru gerð með fyrirvara um forkaupsrétt stjórnar og hlut- hafa Sölumiðstöðvarinnar. Síðla árs í fyrra var tekin ákvörðun um að breyta Sölumiðstöðinni úr sam- vinnufélagi í lokað hlutafélag og hefur bæði félagið sjálft og einstaka hluthafar forkaupsrétt að hlutum séu þeir seldir. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, sagði að þeir teldu að þarna væri um góðan fjárfestingarkost að ræða. „Sölumiðstöðinni var breytt í hlut- afélag frá og með síðustu áramót- um. Félagið er svokallað lokað hlutafélag, en við trúum því að félagið verði opnað fyrr en síðar og hlutabréf þess verði skráð á Verðbréfaþingi Íslands," sagði Þorgeir. Lifeyrissjóður verslunarmanna á hlut í nær tuttugu almenningshluta- félögum og nam eignarhlutur hans í þessum félögum um 2,9 milljörðum króna að markaðsvirði um síðustu áramót, en heildareignir sjóðsins námu þá tæpum 45 milljörðum króna. Síðan um áramót hefur mark- aðsvirði hlutabréfa í eigu sjóðsins hækkað talsvert vegna almennrar hækkunar á gengi hlutabréfa og lætur nærri að hlutafjáreign sjóðsins nemi rúmum 3,5 milljörðum króna eftir kaupin á hlutnum í SH. „Við höfum trú á stjórnendum og starfsmönnum félagsins og telj- um að framtíð þess verði björt og það muni áfram skila góðum og vaxandi hagnaði við það að hafa verið breytt í hlutafélag," sagði Þorgeir Eyjólfsson ennfremur. Hann sagði að nafnverð hlutafjár Sölumiðstöðvarinnar lægi ekki end- anlega fyrir, en niðurstaða varðandi það réðist af uppgjöri félagsins nú um áramót. Ekki væri ólíklegt að nafnverðið yrði á bilinu 1,5 til 1,7 milljarðar króna, en það þýddi að hluturinn hefði verið keyptur á rúm- lega fjórföldu nafnverði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.