Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Hagnaður Marel minni en áætlanir gerðu ráð fyrir Útflutningiirjókst um 51 % milli ára REKSTRARTEKJUR Marel hf. jukust um 67,6% á árinu 1996 frá árinu áður og námu 1.872,9 milljón- um króna. Hagnaður eftir skatta var 62,5 milljónir króna samanborið við 55,9 milljónir króna árið áður. Hagnaður fyrir skatta var 96,6 milljónir króna samanborið við 79,8 milljónir áður og arðsemi eig- in fjár var 27,2%, en var 32,9% árið 1995. Vörusala var 1.723 milljónir í heild á árinu og nam útflutningur 1.368 milljónum og jókst um 51% milli ára. Skuldir án tekjuskatts- skuldbindingar námu 824,4 milljón- um króna og hækkuðu um 94% á milli ára. Eigið fé félagsins í árslok 1996 var 288,4 milljónir króna og hafði það aukist um 30% á árinu. Hlutafé er 132 milljónir króna að nafnverði. Starfsmenn Marel voru í árslok 185 alls. 20 manns starfa hjá dótt- urfyrirtækjum erlendis, en þau eru Marel Seattle Inc. og Marel USA Inc. í Bandaríkjunum, Marel Equip- ment Inc. í Kanada, Marel Europe A/S í Danmörku og Marel Trading ehf. á íslandi. Starfsmönnum fjölg- aði um 59 á árinu. í frétt frá Marel segir að starf- semin á árinu 1996 hafi einkennst af miklum vexti og veltuaukning verið veruleg umfram áætlun. Hagnaður ársins sé undir áætlun og sé helst skýringa að leita í því að framlegð af vörusölu hafi verið lægri en áætlun gerði ráð fyrir og lægri en árið áður. Fyrirtækið varð einnig fyrir verulegum kostnaði vegna stofnunar dótturfyrirtækja í Bandaríkjunum og Danmörku, sem hófu rekstur síðari hluta árs._ Þrátt fyrir að starfsmönnum á íslandi hafí fjölgað um 47 hafi álag á starfsmenn verið mjög mikið og yfírvinna meiri en æskilegt geti talist. Veldur vonbrigðum Geir Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, sagði að það ylli vissum vonbrigðum að afkoman á síðasta ári skyldi ekki verða betri en þetta, en í því sambandi yrði að hafa í huga að fyrirtækið hefði vaxið mikið á skömmum tíma og svona mikill vöxtur væri dýr. Fyrir- tækið hefði vaxið hraðar en gert hefði verið ráð fyrir og það hefði í för með sér að kostnaður við fram- leiðslu og ýmislegt annað yrði meiri en ef vöxturinn væri jafnari og hægari. „Við munum á þessu ári leggja meiri áherslu á að bæta afkomuna en að auka umsvifin og vera ekki að taka að okkur verkefni nema að þau gefí okkur eitthvað í aðra hönd,“ sagði Geir. Vaxandi eftirspurn Hann sagði að áfram væri gert ráð fyrir vaxandi eftirspurn á mörk- uðum fyrirtækisins. Ekki væri að sjá annað en umsvif þess myndu halda áfram að vaxa. Það gilti um alla þá markaði sem fyritækið hefði starfað á til þessa auk þess sem fyrirtækið væri að fara inn á nýja ,7^ Úr árseikningum árið 1996 UUUJJJ KzUJ Milljónir kr. 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 1.873,0 1.117,3 +67,6% Rekstrargjöld 1.751,5 1.018,5 +72,0% Rekstrarhagnaður 121,5 98,8 +23,0% Fjárm.gj. umfram fjármunatekjur (19,8) (18,6) Hagnaður af reglulegri starfsemi 101,7 80,1 +27,0% Hagnaður fyrir skatta 96,6 79,8 +21,1% Hagnaður ársins 62,5 55,9 +11,8% Veltufjármunir 806,7 519,4 +55,3% Fastafjármunir 349,7 152,0 +130,1% Eignir samtals 1.156,4 671,4 +72,2% Skammtímaskuldir 583,7 295,1 +97,8% Lanqtímaskuldir 240,7 130,1 +85.0% Skuldir samtals 824,4 425.3 +93,8% Eigiðfé 288,4 222,1 +29,9% Veltufé frá rekstri X EIGINFJÁRHLUTFALL 22,9% markaði með nýjar vörutegundir. Fyrirsjáanlegar væru miklar fjár- festingar á árinu hér á landi en bæði væri um að ræða ný vinnslu- kerfi í fiskiðnaði og ný vinnslukerfi fyrir lax, sem þeir teldu að hefðu mikla möguleika. Aðalfundur félagsins verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 15 í húsnæði félagsins. Á fundinum verður lagt til að greiða 10% arð af nafnverði hlutafjár og hækka hlutafé um 20% með útgáfu jöfnun- arhlutabréfa. Jafnframt er lagt til að stjórn fyrirtækisins hafi heimild til að auka hlutafé fyrirtækisins um allt að 40 milljónir króna að nafn- virði. I \ > l > Þ ! I Hlutafjárútboð Vinnslustöðvarinnar hf. Líkur á að hlut- hafarkaupi bréfin Morgunblaðið/Ásdís MARGRÉT Sigurðardóttir, markaðsstjóri Morgunblaðsins, af- hendir Söru Lind Þorsteinsdóttur, auglýsingastjóra Vífilfells, og Jóni Árnasyni hjá Hinu opinbera verðlaun fyrir athyglisverð- ustu dagblaðaauglýsinguna. Gott fólk hf. fékk flest verðlaun ÚTLIT er fyrir að nánast öll hluta- bréf í útboði Vinnslustöðvarinnar hf. verði seld til hluthafa þannig að lítið sem ekkert verði í boði í almennri sölu. Félagið bauð út hlutabréf að nafnvirði 200 milljónir króna á genginu 2,79 og höfðu hlut- hafar forkaupsrétt að bréfunum fram til kl. 17. í gær. Áætlaður hagnaður 150 milljónir Nánar mun liggja fyrir í næstu viku hveijar niðurstöður útboðsins urðu og hvort eitthvað af hlutafénu fer á almennan markað. Tilgangur útboðsins er að íjármagna kaup á nóta- og togveiðiskipinu Hersi ÁR 4, en söluandvirði bréfanna nemur samtals 558 milljónum króna. Þá er útboðinu ennfremur ætlað að styrkja eiginfjárstöðu fyrirtækisins en að lokinni sameiningu Vinnslu- stöðvarinnar og Meitilsins er eig- iníjárhlutfallið um 30%. REKSTUR Landsbréfa gekk vel á árinu 1996 og varð mikill vöxtur í starfsemi fyrirtækisins. Hagnaður- inn varð sá mesti frá upphafi eða 61,5 milljón kr. eftir skatta saman- borið við 10,3 milljónir árið áður og 30,1 milljón kr. árið 1994. Verðbréfaviðskipti fyrirtækisins námu samtals 130 milljörðum kr. og nemur aukningin um 60% á milli ára. Heildareignir í umsýslu og sjóðastjórnun hjá Landsbréfum í árs- lok 1996 námu samtals 40,1 millj- arði kr. og jukust um 62% á milli ára. Heildareignir íslenska hluta- bréfasjóðsins hf., íslenska fjársjóðs- ins hf., íslenska lífeyrissjóðsins og Landssjóðs hf., sem spannar verð- bréfasjóði Landsbréfa, hækkuðu í 9.329 milljónir kr. úr 5.421 milljón- um kr. í árslok 1995 eða um 72% á í útboðslýsingu kemur fram að ætlunin sé að lækka skuldir og þar með verði vaxta- og greiðslubyrði fyrirtækisins minnkuð og rekstrin- um gert mögulegt að skila auknum hagnaði. Fjármagnskostnaður hef- ur verið félaginu þungur á liðnum árum og gert það að verkum að arðsemi þess hefur verið óviðun- andi, segir ennfremur. Rekstraráætlun yfirstandandi rekstrarárs sem lýkur þann 31. ágúst gerir ráð fyrir að rekstrar- tekjur verði um 4.580 milljónir og rekstrarhagnaður um 150 milljónir. Ekki er tekið tillit til væntanlegrar hlutafjáraukningar og áhrifa henn- ar í rekstraráætlun þessari. Áætlað- ur hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsgjöld nemur 768 milljónum. Þá er tekið fram að ekki komi til skattgreiðslu á næstu árum þar sem uppsafnað rekstrartap félagsins er verulegt. milli ára. íslenski lífeyrissjóðurinn er undir daglegri stjórn Landsbréfa en Landsvaki ehf., dótturfélag Lands- bréfa, rekur hins vegar hina_ sjóðina þijá, þ.e. Landssjóð hf., íslenska hlutabréfasjóðinn hf., og íslenska fjársjóðinn hf. Landsbréf eru vörslu- aðili fyrir alla framangreinda sjóði. Fjármunir í fjárvörslu fyrir einstakl- inga og aðra sjóði í árslok námu sam- tals 30,8 milljörðum kr. samanborið við 19,4 milljarða árið áður. 1 árslok 1996 voru starfsmenn Landsbréfa 36. Heildareignir voru samtals 2.657 milljónir kr., eigið fé 212 milljónir kr. en hlutafé í Lands- bréfum var aukið um 7,5 milljónir kr. á árinu 1996. Arðsemi eigin fjár eftir skatta reyndist 42%. Á aðal- fundi Landsbréfa 1997 var sam- þykkt að greiða hluthöfum 10% arð. NÍU aðilar fengu verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar nýliðins árs í dagskrá í tilefni af íslenska markaðsdeginum, sem ÍMARK, félag íslensks mark- aðsfólks, hélt hátíðlegan í gær. Gott fólk hf. fékk verðlaun fyrir þijár auglýsingar, sem allar voru framleiddar fyrir Vátrygginga- félag íslands og íslenska auglýs- ingastofan hf. og Hið opinbera fengu tvenn hvor um sig. Verð- laun voru veitt í ellefu flokkum. Auglýsingastofan Gott fólk hf. hlaut verðlaun í flokki útvarps- auglýsinga fyrir auglýsinguna „Símsvarann" fyrir Vátrygg- ingafélag íslands. Með auglýs- ingunni er hvatt til aðgæslu í umferðinni. Auglýsingin um Leitz bréfa- bindi frá Pennanum fékk verð- laun í kvikmynduðum auglýsing- um. Framleiðendur eru Hið opin- bera og Þröngsýni, kvikmynda- gerð. Snakkauglýsingin „OLWaður" frá Vífilfelli ehf. fékk verðlaun í flokki dagblaðaauglýsinga. Já hjá Hinu opinbera framleiddi. í gær voru í fyrsta sinn veitt verðlaun fyrir besta alnetsvef fyrirtækis. Hugbúnaðarfyrir- tækið Oz hf. hreppti hnossið fyr- ir heimasíðu sína. Eureka og Hið opinbera fengu verðlaun fyrir umhverfisgrafík. Verðlaunin voru veitt fyrir aug- lýsingarnar „Er okkur sama?“ fyrir Friðarland en þær vöktu athygli almennings á styrjöldum og hungursneyð í heiminum. I flokki vöru- og firmamerkja fékk íslenska auglýsingastofan verðlaun fyrir eigið vörumerki. íslenska auglýsingastofan fékk einnig verðlaun í flokki mark- pósts fyrir auglýsinguna „Sneið af nítjándu holu“ sem framleidd var fyrir Opin kerfi hf. Myndasmiðja austurbæjar fékk verðlaun fyrir kynningar- efni, annað en markpóst en það var efnið „Edda og Kogga í Nor- ræna húsinu" sem framleitt var fyrir Kolbrúnu Björgólfsdóttur og Eddu Jónsdóttur. í flokki auglýsingaherferða fékk herferðin „Lifðu lífinu - aktu hægar“ verðlaun. Vátrygg- ingafélag íslands stóð fyrir henni en framleiðandi var Gott fólk. Hvíta húsið fék verðlaun fyrir óvenjulegustu auglýsinguna en það var auglýsingin „Lífið er frumskógur" fyrir Kreditkort hf. Landsbréf sexföld uðu hagnaðinn Endanlega » gengiðfrá » kaupumá Trekneti GENGIÐ var endanlega frá kaup- ^ um íslenska útvarpsfélagsins hf. á alnetsfyrirtækinu Trekneti í gær, samkvæmt upplýsingum Hallgríms k Thorsteinssonar sem sér um þessi mál fyrir hönd IÚ. ÍÚ sendi frá sér fréttatilkynn- ingu um kaupin á fyrirtækinu og fyrirtækinu Islandia, sem er á sama markaði, á þriðjudaginn var. Sigurbergur Baldursson, fram- kvæmdastjóri Treknets, bar þetta til baka í frétt í Morgunblaðinu á [& fimmtudag og sagði að viðræður hefðu átt sér stað við ÍÚ, en ekki hefði verið gengið frá einu eða ^ neinu. Útfærsluatriði Hallgrímur sagði að það hefðu verið útfærsluatriði sem hefðu ver- ið ófrágengin en nú væri búið að ganga frá þeim og kaupin því end- anlega í höfn. Hann bætti því við að liður í kaupunum_ væri sam- || starfssamningur sem íslenska út- g varpsfélagið gerði við Tölvuskóla ^ Reykjavíkur, fyrrverandi eiganda W Treknets. Hann fæli meðal annars í sér að áskrifendum að hinu nýja alnetsfyrirtæki byðust alnetsnáms- skeið í Tölvuskóla Reykjavíkur. ------» ♦ 4---- Nýrgrunnur • vísitölu » neysluverðs NÝR grunnur fyrir vísitölu neyslu- verðs verður tekinn í notkun í mars- mánuði og verður vísitala á nýjum grunni í fyrsta sinn birt um miðjan aprílmánuð. Nýi grunnurinn er byggður á nýrri neyslukönnun og verður hann £ kynntur almenningi áður en vísital- ^ an samkvæmt nýja grunninum W verður birt. .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.