Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Miklar framkvæmdir hjá Búlandstindi hf. Djúpavogi - Framkvæmdum við fyrsta áfanga stækkunar loðnuverk- smiðju Búlandstinds hf. á Djúj)avogi lauk nú fyrir loðnuvertíð. I þeim áfanga jókst afkastageta verksmiðj- unnar úr um 120 tonnum í 350-400 tonn á sólarhring. Kostnaður við framkvæmdirnar varð um 135 millj- ónir króna. Allt rafkerfí verksmiðjunnar hefur verið endurnýjað og soðkjarnatæki tekið í notkun. Einnig var bætt við sjóðara og settar upp þrjár nýjar lýsis- og soðskilvindur og ný mjölskil- vinda. I samtali við Jóhann Þór Hall- dórsson, framkvæmdastjóra fyrir- tækisins, kom fram að áætlað er að hefjast handa við næsta áfanga við stækkun verksmiðjunnar innan skamms en í þeim áfanga verður m.a. byggð ný mjölskemma, gufu- þurrkarar settir upp og starfsmanna- aðstaða bætt. Ýmsar aðrar framkvæmdir hafa átt sér stað undanfarið, m.a. hafa frystigeymslur fyrirtækisins verið stækkaðar verulega, frystigetan aukin og er hún nú yfir 200 tonn á sólarhring. Einnig er lokið við að setja upp 380 tonna hráefnisgeyma á bryggju sem eru nýttir til geymslu á hráefni til manneldis. Þann 24. febrúar var búið að landa um 8.500 tonnum af loðnu hjá Bú- landstindi hf. Af því var lokið við að bræða um 6.500 tonn og frysta 2.000 tonn. Uppistaða í hráefni hefur komið af Þórshamri GK 75 og Arney KE 50. Morgunblaðið/ómar Bogason LOÐNUVERKSMIÐJA Búlandstinds á Djúpavogi eftir breytingarnar. Batnandi hagiir Gerðahrepps Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir GUNNAR Magnússon, for- stöðumaður Stólpa, endur- vinnslunnar á Egilsstöðum tekur við fyrsta pappírspok- anum úr hendi Guðmundar Pálssonar bæjartæknifræð- ings Egilsstaða. Pappír í end- urvinnslu Egilsstöðum - Sorpsamiag Miðhér- aðs hefur gert samning við Endur- vinnsluna á Akureyri um móttöku á pappír og femum undan mjólk og safa. Úr þessu hráefni eru síðan framleiddir svokallaðir brettakubbar, þ.e. burðarstykki á vörubretti. Um er að ræða tilraun sem tekur 3 mánuði, en áframhald veltur á undirtektum íbúanna. Pappírnum er komið fyrir í sérmerktum pokum, en það er allur hreinn og hvítur pappír, dagblöð, tímarit og fernur, umslög o.þ.h. sem nota má til endurvinnsl- unnar. Ekki er tekið við pappaköss- um, bylgjupappa (t.d. pökkum undan matvöru, pizzukössum o.þ.h.). Glans- pappír er einnig óæskilegur. Verði almenn þátttaka í þessu verkefni er gert ráð fyrir að það sorp sem fer til urðunar minnki um a.m.k. fimmtung. -----»-»■ ♦---- Sjúkrahúsi Þingeyinga gefnar gjafir Húsavík - Styrktarfélag Sjúkrahúss Þingeyinga á Húsavík var stofnað á síðasta ári og er markmið þess að styðja við sjúkrahúsið í ýmsum mál- um er varðar aðbúnað sjúklinga og aðstöðu starfsfólks. Nú þegar hefur félagið stutt sjúkrahúsið á margvíslegan hátt og gaf nýlega lyflækningadeild raf- knúna sjúklingalyftu að verðmæti um 300 þúsund krónur. Þegar þarf að spara í heilbrigðis- þjónustu er mikilsvert fyrir sjúkra- húsið að eiga félag sem þetta því oft vilja kaup á tækjabúnaði til sjúkrahússins sitja á hakanum. Garði - Tekjur Gerðahrepps hækka um 55 milljónir kr. milli ára ef marka má tölur sem fram komu á almennum fundi hreppsnefndar sl. miðvikudag. Útsvarstekjurnar hækka mest, eða um 30 milljónir. Það sem ræður þessum miklu hækkunum er hækkun útsvars- tekna vegna yfirtöku hreppsins á rekstri grunnskólans, en sá rekstr- arliður hækkar um 34 milljónir frá því í fyrra. Af öðrum liðum ijárhagsáætlun- arinnar eru litlar breytingar frá fyrra ári. Hreppurinn keppist við að borga niður byggingu íþrótta- hússins og hefir orðið nokkuð ágengt en þó munu enn vera 12-13 ár þar til greiðslum af lánunum ísafirði - Veiðifélag Langadalsár hefur gengið frá samningi um leigu árinnar í sumar til hins kunna lax- veiðimanns Áma Baldurssonar. Fimm aðilar buðu í ána og átti Ámi hæsta tilboð, 2,4 milljónir króna stað- greitt. Stangveiðifélag ísfirðinga bauð 2,2 milljónir króna fyrir ána en missti af hnossinu til laxveiði- mannsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins mun júlímánuður þegar hafa verið leigður erlendum veiðimönnum og stendur nú yfir sala á veiðileyfum lýkur. Sigurður Ingvarsson oddviti vitnaði í endurskoðanda hreppsins á fundinum, þar sem hann lýsir miklum bata í rekstri hreppsins á síðasta ári, en heildarskuldir lækk- uðu um 25,4 milljónir og eru nú um 185 þúsund kr. á íbúa. Þá kom m.a. fram á fundinum að tekist hefur að sannfæra þá hjá Vita- og hafnamálastofnun um að veruleg hætta sé á ferð í stór- streymi í Mið-Garðinum, þ.e. frá Nesfiski og út að Útskálakirkju. Þessi spotti er nú kominn í A- áhættuflokk og verður væntanlega tekið á málinu innan tíðar. Fundurinn var fámennur. Síðari umræða um áætlunina verður 5. marz. á öðrum tímum til innlendra veiði- manna. Að sögn Jóns Arngrímssonar, stjórnarmanns í Veiðifélagi Langa- dalsár, mun verð á veiðileyfum yfir besta veiðitímann hækka frá síðasta sumri, en verð á öðrum tímum lækka frá því sem var. Sigurjón Samúelsson á Hrafnbjörgum, sem séð hefur um sölu veiðileyfa í Laugardalsá, sagði að ekki hefði komið til álita að leigja ána út í sumar þar sem mun minna væri upp úr því að hafa. Morgunblaðið/Amór FRA almennum borgarafundi hreppsnefndar Gerðahrepps sl. mið- vikudagskvöld. Sigurður Ingvarsson oddviti er í pontu en aðrir fulltrúar hreppsnefndar eru, talið frá vinstri: Ágústa Hansen, rit- ari fundarins, Jón Hjálmarsson, Brynja Benediktsdóttir, Ingimund- ur Guðnason, Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, María Anna Eiríks- dóttir, Viggó Benediktsson og Ólafur Kjartansson. Árni leigir Langadalsá VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Golli Páll Sigurjónsson, formaður Útflutningsráðs, afhenti Ólafi Daða- syni, framkvæmdastjóra Hugvits, nýsköpunarverðlaun Rannsóknar- ráðs íslands og Útflutningsráðs Islands. Hugyit hlýt- ur nýsköpun- arverðlaun HUGVIT hf. hlaut nýsköpunar- verðlaun Rannsóknarráðs Islands og Útflutningsráðs íslands 1997 sem afhent voru á nýsköpunar- þingi sem Rannsóknarráð og Út- flutningsráð stóðu fyrir í samvinnu við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt- ið í Loftkastalanum í gær. Hugvit hf. er hugbúnaðarfyrir- tæki sem stofnað var árið 1993 af tveimur einstaklingum og hefur einbeitt sér að þróun svonefndra „hópvinnukerfa" fyrir þjónustu- fyrirtæki og opinberar stofnanir. Að mati starfsliðs ráðanna tveggja þykir þetta Hugvit hafa sýnt sérlega vel hvernig megi þróa hugmynd farsællega og koma af stað framleiðslu og sölu á „vöru“ sem markaðurinn tekur vel og er líkleg til vaxtar. Fyrirtækið hefur vaxið úr 10 mkr. veltu á fyrsta starfsári 1993 í um 65 mkr veltu árið 1996 og stefnir í tæplega 150 mkr. veltu á þessu ári. Fyrirtækið hefur ávallt skilað hagnaði og greitt þróunarkostnað sinn að mestu sjálft svo og styrkjum að hluta. Starfsmenn voru 14 í árslok en fjölgar um 14-15 á þessu ári. Meðal átta fremstu í niðurstöðu dómnefndar kemur fram að Hugvit hafi selt búnað sinn til flestra ráðuneyta stjórnar- ráðsins, fjölmörgum stærstu fyrir- tækjum landsins, sérstaklega í þjónustugeiranum. „Hugbúnaður- inn, sem fyrirtækið selur undir nafninu GoPro, er byggður á Lot- us Notes kerfinu og fékk á síð- astliðnu ári æðstu viðurkenningu Lotus hugbúnaðarrisans, svo- nefnda EURO-BEACON AWARD 1996 sem „áhrifamesti hugbúnað- ur ársins fyrir viðskiptavini Lotus- fjölskyldunnar". Jafnframt var Páll Gíslason til Moskvu • PÁLL Gíslason, verkfræðingur, hefur verið ráðinn forstöðumaður söluskrifstofu SH í Moskvu. Áætlað er að söluskrifstofan taki til starfa í byijun sumars. Auk Páls er ráð- gert að ráða rússneskumælandi starfsmenn. Páll Gíslason er fæddur 1953. Hann lauk námi frá Vélskóla ís- lands 1975, vélaverkfræði frá Há- fyrirtækið Hugvit hf. valið eitt af átta fremstu samstarfsfyrirtækj- um Lotus fyrirtækisins úr hópi 3.100 fyrirtækja í Evrópu á sviði hópvinnukerfa. Sala er byijuð í Danmörku og fyrirhuguð er út- víkkun til annarra Norðurlanda. I árslok 1996 náðust samningar við IBM í Danmörku um dreifingu GoPro kerfisins í gegnum sölu- kerfi IBM undir IBM-merkinu. Könnunarstyrkur Þess má geta að Hugvit hf. hefur fengið könnunarstyrk (Expl- oratory Award) úr rammaáætlun Evrópusambandsins sem veittir eru smáfyrirtækjum til að und- irbúa evrópsk samvinnuverkefni og leita að heppilegum samstarfs- aðilum í öðrum Evrópulöndum. Á grundvelli þess könnunarstyrks hefur Hugvit hf., nú í félagi við franskt fyrirtæki, lagt fram um- sókn í upplýsingatækniáætluna sem komin er í gegnum sérfræði- legt mat og fengið hæstu einkunn. Vonir standa því til að fyrirtækið fái myndarlegan stuðning frá ESB til að þróa mikilvægan nýjan þátt í hugbúnað sinn. Er þar um að ræða hugbúnaðarþátt sem reynst getur mjög afkastaaukandi fyrir stofnanir og fyrirtæki sem af- greiða þurfa mikinn fjölda sam- kynja skjala, framkvæma villuleit og innbyrðis samanburð sam- kvæmt settum reglum. Viðskiptavinir Hugvits bera mikið lof á frammistöðu og þjón- ustu fyrirtækisins í hvívetna. Okk- ur er því sönn ánægja að veita Hugviti og starfsmönnum fyrir- tækisins þessa viðurkenningu okk- ar, Nýsköpunarverðlaun Rannókn- arráðs og Útflutningsráðs árið 1997.“ skóla íslands árið 1981 og iðnaðar- verkfræði frá Há- skólanum í Ála- borg 1984. Páll starfaði sem fram- kvæmdastjóri Icec- on á árunum 1986-1994. Frá 1994-1996 stýrði Páll vinnslu og sölu afurða fyrir- tækisins Goodmans Shipping Ltd. er stundaði útgerð á túnfiski við strendur Afríku. Síðan 1996 hefur hann sinnt fjölþættum verkefnum fyrir SH. Páll er giftur Arnfríði Gísladóttur og eiga þau tvö böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.