Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Miklar framkvæmdir
hjá Búlandstindi hf.
Djúpavogi - Framkvæmdum við
fyrsta áfanga stækkunar loðnuverk-
smiðju Búlandstinds hf. á Djúj)avogi
lauk nú fyrir loðnuvertíð. I þeim
áfanga jókst afkastageta verksmiðj-
unnar úr um 120 tonnum í 350-400
tonn á sólarhring. Kostnaður við
framkvæmdirnar varð um 135 millj-
ónir króna.
Allt rafkerfí verksmiðjunnar hefur
verið endurnýjað og soðkjarnatæki
tekið í notkun. Einnig var bætt við
sjóðara og settar upp þrjár nýjar
lýsis- og soðskilvindur og ný mjölskil-
vinda. I samtali við Jóhann Þór Hall-
dórsson, framkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, kom fram að áætlað er að
hefjast handa við næsta áfanga við
stækkun verksmiðjunnar innan
skamms en í þeim áfanga verður
m.a. byggð ný mjölskemma, gufu-
þurrkarar settir upp og starfsmanna-
aðstaða bætt.
Ýmsar aðrar framkvæmdir hafa
átt sér stað undanfarið, m.a. hafa
frystigeymslur fyrirtækisins verið
stækkaðar verulega, frystigetan
aukin og er hún nú yfir 200 tonn á
sólarhring. Einnig er lokið við að
setja upp 380 tonna hráefnisgeyma
á bryggju sem eru nýttir til geymslu
á hráefni til manneldis.
Þann 24. febrúar var búið að landa
um 8.500 tonnum af loðnu hjá Bú-
landstindi hf. Af því var lokið við
að bræða um 6.500 tonn og frysta
2.000 tonn. Uppistaða í hráefni hefur
komið af Þórshamri GK 75 og Arney
KE 50.
Morgunblaðið/ómar Bogason
LOÐNUVERKSMIÐJA Búlandstinds á Djúpavogi eftir breytingarnar.
Batnandi hagiir
Gerðahrepps
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
GUNNAR Magnússon, for-
stöðumaður Stólpa, endur-
vinnslunnar á Egilsstöðum
tekur við fyrsta pappírspok-
anum úr hendi Guðmundar
Pálssonar bæjartæknifræð-
ings Egilsstaða.
Pappír í end-
urvinnslu
Egilsstöðum - Sorpsamiag Miðhér-
aðs hefur gert samning við Endur-
vinnsluna á Akureyri um móttöku á
pappír og femum undan mjólk og
safa. Úr þessu hráefni eru síðan
framleiddir svokallaðir brettakubbar,
þ.e. burðarstykki á vörubretti.
Um er að ræða tilraun sem tekur
3 mánuði, en áframhald veltur á
undirtektum íbúanna. Pappírnum er
komið fyrir í sérmerktum pokum, en
það er allur hreinn og hvítur pappír,
dagblöð, tímarit og fernur, umslög
o.þ.h. sem nota má til endurvinnsl-
unnar. Ekki er tekið við pappaköss-
um, bylgjupappa (t.d. pökkum undan
matvöru, pizzukössum o.þ.h.). Glans-
pappír er einnig óæskilegur.
Verði almenn þátttaka í þessu
verkefni er gert ráð fyrir að það
sorp sem fer til urðunar minnki um
a.m.k. fimmtung.
-----»-»■ ♦----
Sjúkrahúsi
Þingeyinga
gefnar gjafir
Húsavík - Styrktarfélag Sjúkrahúss
Þingeyinga á Húsavík var stofnað á
síðasta ári og er markmið þess að
styðja við sjúkrahúsið í ýmsum mál-
um er varðar aðbúnað sjúklinga og
aðstöðu starfsfólks.
Nú þegar hefur félagið stutt
sjúkrahúsið á margvíslegan hátt og
gaf nýlega lyflækningadeild raf-
knúna sjúklingalyftu að verðmæti
um 300 þúsund krónur.
Þegar þarf að spara í heilbrigðis-
þjónustu er mikilsvert fyrir sjúkra-
húsið að eiga félag sem þetta því
oft vilja kaup á tækjabúnaði til
sjúkrahússins sitja á hakanum.
Garði - Tekjur Gerðahrepps hækka
um 55 milljónir kr. milli ára ef
marka má tölur sem fram komu á
almennum fundi hreppsnefndar sl.
miðvikudag. Útsvarstekjurnar
hækka mest, eða um 30 milljónir.
Það sem ræður þessum miklu
hækkunum er hækkun útsvars-
tekna vegna yfirtöku hreppsins á
rekstri grunnskólans, en sá rekstr-
arliður hækkar um 34 milljónir frá
því í fyrra.
Af öðrum liðum ijárhagsáætlun-
arinnar eru litlar breytingar frá
fyrra ári. Hreppurinn keppist við
að borga niður byggingu íþrótta-
hússins og hefir orðið nokkuð
ágengt en þó munu enn vera 12-13
ár þar til greiðslum af lánunum
ísafirði - Veiðifélag Langadalsár
hefur gengið frá samningi um leigu
árinnar í sumar til hins kunna lax-
veiðimanns Áma Baldurssonar.
Fimm aðilar buðu í ána og átti Ámi
hæsta tilboð, 2,4 milljónir króna stað-
greitt. Stangveiðifélag ísfirðinga
bauð 2,2 milljónir króna fyrir ána
en missti af hnossinu til laxveiði-
mannsins. Samkvæmt upplýsingum
blaðsins mun júlímánuður þegar hafa
verið leigður erlendum veiðimönnum
og stendur nú yfir sala á veiðileyfum
lýkur. Sigurður Ingvarsson oddviti
vitnaði í endurskoðanda hreppsins
á fundinum, þar sem hann lýsir
miklum bata í rekstri hreppsins á
síðasta ári, en heildarskuldir lækk-
uðu um 25,4 milljónir og eru nú
um 185 þúsund kr. á íbúa.
Þá kom m.a. fram á fundinum
að tekist hefur að sannfæra þá hjá
Vita- og hafnamálastofnun um að
veruleg hætta sé á ferð í stór-
streymi í Mið-Garðinum, þ.e. frá
Nesfiski og út að Útskálakirkju.
Þessi spotti er nú kominn í A-
áhættuflokk og verður væntanlega
tekið á málinu innan tíðar.
Fundurinn var fámennur. Síðari
umræða um áætlunina verður 5.
marz.
á öðrum tímum til innlendra veiði-
manna.
Að sögn Jóns Arngrímssonar,
stjórnarmanns í Veiðifélagi Langa-
dalsár, mun verð á veiðileyfum yfir
besta veiðitímann hækka frá síðasta
sumri, en verð á öðrum tímum lækka
frá því sem var. Sigurjón Samúelsson
á Hrafnbjörgum, sem séð hefur um
sölu veiðileyfa í Laugardalsá, sagði
að ekki hefði komið til álita að leigja
ána út í sumar þar sem mun minna
væri upp úr því að hafa.
Morgunblaðið/Amór
FRA almennum borgarafundi hreppsnefndar Gerðahrepps sl. mið-
vikudagskvöld. Sigurður Ingvarsson oddviti er í pontu en aðrir
fulltrúar hreppsnefndar eru, talið frá vinstri: Ágústa Hansen, rit-
ari fundarins, Jón Hjálmarsson, Brynja Benediktsdóttir, Ingimund-
ur Guðnason, Sigurður Jónsson, sveitarstjóri, María Anna Eiríks-
dóttir, Viggó Benediktsson og Ólafur Kjartansson.
Árni leigir Langadalsá
VIÐSKIPTI
Morgunblaðið/Golli
Páll Sigurjónsson, formaður Útflutningsráðs, afhenti Ólafi Daða-
syni, framkvæmdastjóra Hugvits, nýsköpunarverðlaun Rannsóknar-
ráðs íslands og Útflutningsráðs Islands.
Hugyit hlýt-
ur nýsköpun-
arverðlaun
HUGVIT hf. hlaut nýsköpunar-
verðlaun Rannsóknarráðs Islands
og Útflutningsráðs íslands 1997
sem afhent voru á nýsköpunar-
þingi sem Rannsóknarráð og Út-
flutningsráð stóðu fyrir í samvinnu
við iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
ið í Loftkastalanum í gær.
Hugvit hf. er hugbúnaðarfyrir-
tæki sem stofnað var árið 1993
af tveimur einstaklingum og hefur
einbeitt sér að þróun svonefndra
„hópvinnukerfa" fyrir þjónustu-
fyrirtæki og opinberar stofnanir.
Að mati starfsliðs ráðanna
tveggja þykir þetta Hugvit hafa
sýnt sérlega vel hvernig megi þróa
hugmynd farsællega og koma af
stað framleiðslu og sölu á „vöru“
sem markaðurinn tekur vel og er
líkleg til vaxtar. Fyrirtækið hefur
vaxið úr 10 mkr. veltu á fyrsta
starfsári 1993 í um 65 mkr veltu
árið 1996 og stefnir í tæplega 150
mkr. veltu á þessu ári. Fyrirtækið
hefur ávallt skilað hagnaði og
greitt þróunarkostnað sinn að
mestu sjálft svo og styrkjum að
hluta. Starfsmenn voru 14 í árslok
en fjölgar um 14-15 á þessu ári.
Meðal átta fremstu
í niðurstöðu dómnefndar kemur
fram að Hugvit hafi selt búnað
sinn til flestra ráðuneyta stjórnar-
ráðsins, fjölmörgum stærstu fyrir-
tækjum landsins, sérstaklega í
þjónustugeiranum. „Hugbúnaður-
inn, sem fyrirtækið selur undir
nafninu GoPro, er byggður á Lot-
us Notes kerfinu og fékk á síð-
astliðnu ári æðstu viðurkenningu
Lotus hugbúnaðarrisans, svo-
nefnda EURO-BEACON AWARD
1996 sem „áhrifamesti hugbúnað-
ur ársins fyrir viðskiptavini Lotus-
fjölskyldunnar". Jafnframt var
Páll Gíslason
til Moskvu
• PÁLL Gíslason, verkfræðingur,
hefur verið ráðinn forstöðumaður
söluskrifstofu SH í Moskvu. Áætlað
er að söluskrifstofan taki til starfa
í byijun sumars. Auk Páls er ráð-
gert að ráða rússneskumælandi
starfsmenn.
Páll Gíslason er fæddur 1953.
Hann lauk námi frá Vélskóla ís-
lands 1975, vélaverkfræði frá Há-
fyrirtækið Hugvit hf. valið eitt af
átta fremstu samstarfsfyrirtækj-
um Lotus fyrirtækisins úr hópi
3.100 fyrirtækja í Evrópu á sviði
hópvinnukerfa. Sala er byijuð í
Danmörku og fyrirhuguð er út-
víkkun til annarra Norðurlanda. I
árslok 1996 náðust samningar við
IBM í Danmörku um dreifingu
GoPro kerfisins í gegnum sölu-
kerfi IBM undir IBM-merkinu.
Könnunarstyrkur
Þess má geta að Hugvit hf.
hefur fengið könnunarstyrk (Expl-
oratory Award) úr rammaáætlun
Evrópusambandsins sem veittir
eru smáfyrirtækjum til að und-
irbúa evrópsk samvinnuverkefni
og leita að heppilegum samstarfs-
aðilum í öðrum Evrópulöndum. Á
grundvelli þess könnunarstyrks
hefur Hugvit hf., nú í félagi við
franskt fyrirtæki, lagt fram um-
sókn í upplýsingatækniáætluna
sem komin er í gegnum sérfræði-
legt mat og fengið hæstu einkunn.
Vonir standa því til að fyrirtækið
fái myndarlegan stuðning frá ESB
til að þróa mikilvægan nýjan þátt
í hugbúnað sinn. Er þar um að
ræða hugbúnaðarþátt sem reynst
getur mjög afkastaaukandi fyrir
stofnanir og fyrirtæki sem af-
greiða þurfa mikinn fjölda sam-
kynja skjala, framkvæma villuleit
og innbyrðis samanburð sam-
kvæmt settum reglum.
Viðskiptavinir Hugvits bera
mikið lof á frammistöðu og þjón-
ustu fyrirtækisins í hvívetna. Okk-
ur er því sönn ánægja að veita
Hugviti og starfsmönnum fyrir-
tækisins þessa viðurkenningu okk-
ar, Nýsköpunarverðlaun Rannókn-
arráðs og Útflutningsráðs árið
1997.“
skóla íslands árið
1981 og iðnaðar-
verkfræði frá Há-
skólanum í Ála-
borg 1984. Páll
starfaði sem fram-
kvæmdastjóri Icec-
on á árunum
1986-1994. Frá
1994-1996 stýrði
Páll vinnslu og sölu afurða fyrir-
tækisins Goodmans Shipping Ltd.
er stundaði útgerð á túnfiski við
strendur Afríku. Síðan 1996 hefur
hann sinnt fjölþættum verkefnum
fyrir SH.
Páll er giftur Arnfríði Gísladóttur
og eiga þau tvö böm.