Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Gerðu sér snjóhús TVEIR nítján ára piltar, sem leitað var af björgunarsveitum í fyrrinótt, fundust um kl. 4.30 aðfaranótt föstudagsins í hlíð- um Hvalfells. Þar höfðu þeir gert sér snjóhús og voru heilir heilsu en þreyttir. Piltarnir höfðu verið í hóp með sjö öðrum í skíðagöngu. Hópurinn áði við skálann í Botnssúlum. Sjö úr hópnum ætluðu að ganga niður og koma í Botnsdal en piltarnir ákváðu að renna sér niður en villtust af leið. Veður var slæmt þegar þeir urðu við- skila við félaga sína. Piltamir stungu skíðum sínum niður á áberandi stað við snjóhúsið og fundu leitar- menn þá um kl. 4.30. Þeir voru þreyttir en ekki mjög kaldir. Þeir voru vel búnir. Morgunblaðið/RAX KLETTAVEGGURINN sem sprengt var úr. Stórir grjóthnullungar lágu á víð og dreif um allt svæðið og nærliggjandi götur. Grjót dreifðist um mörg hundruð metra svæði við sprengingu í Klettagörðum „Guðsmildi að ekki varð slys á mönnum“ Númer klippt af 160 bílum Sektir sam- tals 1,2 milljónir LÖGREGLAN í Reykjavík hefur klippt númerin af um 160 bifreið- um undanfarna viku vegna van- rækslu á aðalskoðun ökutækja og þurfa eigendur þessara bifreiða að greiða 8.000 krónur í sekt til ríkissjóðs, eða samtals rúmlega 1,2 milljónir króna. 26 bifreiðar voru umsvifalaust færðir til aðal- skoðunar og 9 ökumenn fengu tímabundinn frest til að koma málum sínum í rétt horf. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu verður áfram fylgst með ökutækjum og viðeigandi ráðstaf- anir gerðar, komi í ljós að eigend- ur þeirra hafi ekki sinnt aðalskoð- un eða ekki greitt bifreiðagjöld eða tryggingar. Bílum með eina númeraplötu gefinn gaumur Lögreglan hyggst einnig fylgj- ast sérstaklega með ökutækjum sem bera einungis eitt skráningar- númer, en þap er brot á lögum. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir oftast um að ræða ökutæki ungra öku- manna, gjaman sportbíla, og telji eigendur sumra þeirra að númera- spjöld að framanverðu spilli útliti þeirra. STARFSMAÐUR hjá Mata hf. horfir í gegnum gat á útidyrahurð- inni þar sem um tveggja kg steinn fór í gegn. V alt í krapi Morgunblaðið/Ásdís BÍLVELTA varð við Hafnar- fjarðarveg í gærmorgun. Oku- maðurinn var fluttur á slysa- deild en meiðsl hans voru minniháttar. Slysið varð á að- rennsli frá Fífuhvammsvegi inn á Hafnarfjarðarveg. Öku- maðurinn lenti í krapi og missti stjórn á bilnum sem hafnaði á þakinu. Farþegi í bílnum slapp án meiðsla. Bíllinn er talsvert skemmdur. TALIÐ er að eignatjón sem nemi milljónum króna hafi orðið þegar gijót dreifðist um stórt svæði við Sundahöfn í gærmorgun, þar sem verktakafyrirtækið Völur hf. vann við að sprengja lóðréttan kletta- vegg. Engar sprengimottur voru notaðar við verkið. Talið er að þar hafi verið um brot á reglugerðum að ræða sem kveða á um að sprengistjóri skuli byrgja sprengi- svæði með mottum eða á annan fullnægjandi hátt þegar sprengt er í þéttbýli. Heimild er til þess að víkja frá þessu ákvæði þegar sprengt er á víðavangi. Á milli 20 og 30 bílar skemmd- ust á bflastæðum við fyrirtæki í grenndinni svo og þök á fyrirtækj- um. Mesta mildi er talin að ekki hafí orðið slys á fólki. Mistök áttu sér stað Gijótflugið náði alveg frá Klettagörðum, skammt frá Viðeyj- arfeijunni, að Kleppsvegi, sem er um 600 metra leið. Áð sögn sjónar- votts stóðu starfsmenn verktaka- fyrirtækisins á klettabrúninni þeg- ar sprengingin varð. Hann telur óskiljanlegt að þeir hafi sloppið án meiðsla. Samkvæmt upplýsing- um frá Vinnueftiríiti ríkisins er til þess ætlast að notaðar séu mottur við sprengingar í þéttbýli og einn- ig við fyrstu sprengingu á nýjum stað utan þéttbýlis. Klettagarðar, þar sem sprengt var, telst þó vera í þéttbýli. Völur hf. er að sprengja fyrir Reykjavíkurhöfn sem er að stækka athafnasvæði sitt. Fyrirtækið hef- ur sprengt á þessu svæði í tvo mánuði. „Það urðu bara einhver mistök hjá okkur,“ sagði Stefán Guðjóns- son, verkstjóri hjá Veli. „Við erum búnir að sprengja um 20 þúsund rúmmetra á þessu svæði og þar hefur ekki steinn hreyfst. Við erum síðan að færa okkur hér lengra til austurs og þar er greinilega allt annað berg en við höfum verið að sprengja. Það er mun fastara í sér og þá er sprengikrafturinn margfaldur. Við notuðum ekki mottur. Það er álitamál hvort það eigi að nota mottur héma. Þetta er ekki beint í þéttbýli þótt hús séu ekki langt frá. Þetta var bara slys og það Ieikur sér enginn að þessu," sagði Stefán. Eins og jarðskjálfti Jóna Arnardóttir og Ásta Krist- insdóttir, sem starfa hjá Kassa- gerð Reykjavíkur, voru við vinnu sína þegar sprengingin varð. „Það hristust allar rúður og síðan sáum við út um gluggann brúnan reyk. Steinum rigndi á rúðurnar. Seinna sáum við menn koma hingað og tína í burtu stærstu steinana,“ sagði Jóna. Hún átti bíl á bílastæð- inu og skemmdist lakkið á honum talsvert. Göt eru á þakinu á Kassagerð- inni en það er klætt með stáli. Kristinn Guðmundsson, smiður hjá Kassagerðinni, kvaðst hafa séð einn starfsmann Valar ganga um bílastæðið og tína upp stærsta gijótið. „Svo virðist sem þeir hafi verið að sprengja þarna í tvo mánuði án þess að nota mottur. Hérna eru um tuttugu bílar skemmdir svo augljóst er að tjónið er mikið. Það fór steinn hér yfir hús Kassagerð- arinnar og braut framrúðu í bíl sunnan megin við húsið,“ sagði Kristinn. Gísli V. Einarsson, forstjóri Mata, segir að það hafi verið guðs- mildi að engin var á ferli á því augnabliki sem sprengingin varð. Skömmu áður höfðu tveir menn verið við vinnu á svæðinu. Gísli sagði að gijót hafi legið um allt planið við fyrirtækið og síðan buldi gijótið á þaki hússins. Hann telur líklegt að þakið sé skemmt. Gísli sagði að um tveggja kg þungur steinn hefði skotist eins og fallbyssukúla framhjá gámi á planinu og lá leið hans undir skyggni á útidyrunum. Steinninn hafnaði síðan á vírbentum glugga útidyrahurðarinnar og fór í gegn- um hann. „Við erum fjögur sem vinnum við glugga hússins á ann- arri hæð og ef svona steinn hefði farið þar í gegn hefði orðið slys á fólki,“ sagði Gísli. Stóðu á klettabrúninni við sprenginguna Um átta kg gijóthnullungur lenti fyrir framan bíllúguna í Sundanesti við Kleppsveg og gijót skemmdi klæðningu á bensínstöð- inni handan við hornið og rispaði bensíndælur. Þá fór gijóthnullung- ur gegnum þakið á ET flutninga- fyrirtækinu í Klettagörðum. Ragn- ar Aðalsteinsson bílstjóri var að koma inn á bílastæði fyrirtækisins þegar sprengingin varð. „Ég var við norðurendann á húsinu þegar sprengingin varð. Gijótið datt allt í kringum bílinn og það er óskiljanlegt að allir bíl- arnir á planinu skyldu sleppa við skemmdir. Annar strákur var þarna á planinu hlaupandi á milli bíla þegar gijótregnið buldi á því. Þeir sem voru að sprengja stóðu þarna uppi á kantinum, tveir menn að minnsta kosti. Það var óskiljan- legt að sjá að þeir virtust vera í besta skjóli. Ég var mjög óttasleg- inn inni í bílnum því þetta voru allt upp undir 30 kg steinar sem komu þarna niður úr e.t.v. um 100 metra hæð. Ég hélt að einn steinn- inn myndi koma inn um hliðarrúð- una hjá mér. Ég hallaði aftur sætinu til þess að forða höfðinu á mér því það er engin vöm í bílnum gagnvart svona gijótflugi. Hnull- ungurinn lenti síðan í 1-2 metra fjarlægð frá hjóli bílsins," sagði Ragnar. Þúsund manns sóttu um 30 stöður UM þúsund umsóknir bárust um 30 stöður sem íslenska álfélagið í Straumsvík auglýsti nýlega lausar til umsóknar. Um er að ræða framtíð- arstöður og var athygli vakin á að konur væru velkomnar og eins fólk með reynslu í landbúnaðarstörfum. „Við auglýsum einstaka sinnum eftir fólki en það er frekar sjald- gæft,“ sagði Rannveig Rist, forstjóri ISAL. „Nú vita allir að við erum að fara út í stækkun á álverinu þannig að við bjóðum uppá talsvert mörg framtíðarstörf." Reynsla af landbúnaði „Auglýsingin hlaut verðskuldaða athygli því við auglýstum eftir konum og eins var bent á að fólk með reynslu í landbúnaðarstörfum kæmi vel til greina. Slík reynsla mundi nýtast þeim vel,“ sagði Rannveig Rist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.