Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Reuter
Hafíð horfíð
Alþjóðabankinn hyggst veita 380
milljónum doliara tii þess að
reyna að snúa við því mikla um-
hverfissiysi sem átt hefur sér stað
við Aralvatn. Hefur það minnkað
úr 69.000 ferkílómetrum í 30.000
ferkílómetrafrá því á sjöunda
áratugnum. Ástæðan er sú
ákvörðun sovétstjórnarinnar að
veita tveimur stórám, sem runnu
í vatnið, á lélegt akurlendi. Við
það minnkaði árlegt rennsli til
vatnsins úr 60 rúmkílómetrum á
ári í 5. Vísindamenn segja að til
þess að halda í horfinu og stöðva
frekari hnignun Aralvatns þurfi
rennsli til vatnsins að sjöfaldast,
þ.e. úr 5 rúmkílómetrum í 35.
Vegna uppþomunar vatnsins era
fyrrverandi hafnarborgir, t.d.
Muynak, nú jafnvel tugi kíló-
metra frá skipinu á myndinni,
sem liggur á gömlum hafsbotni,
sést ekki lengur til sjávar.
Neita að fram-
selja hryðjuverka-
mann Baska
Málaga. Morgunblaðið.
STJORNVÓLD á Spáni hafa brugð-
ist illa við þeirri ákvörðun hæstarétt-
ar Portúgals að synja beiðni um
framsal manns sem grunaður er um
að hafa starfað með hryðjuverka-
sveitum Baska á Spáni. Spánveijar
segja þessi viðbrögð Portúgala alvar-
legt áfall en mál þetta snertir einnig
Evrópusambandið (ESB) því skiln-
ingur Spánveija er sá að ekkert ríki
sambandsins geti veitt eftirlýstum
glæpamönnum frá öðru aðildarríki
hæii.
Hryðjuverkamaðurinn eftirlýsti
heitir José Luis Teletxea Maia og er
35 ára gamall. Spænsk stjómvöld
segja hann hafa verið liðsmann í
hryðjuverkasamtökum, sem tengdust
aðskilnaðarhreyfíngu Baska, ETA,
og leyst voru upp árið 1994. Þá flúði
Teletxea Maia til Portúgals. Þar var
hann handtekinn í marsmánuði 1996
og fór hann þá fram á að sér yrði
veitt pólitískt hæli.
Fyrri niðurstaða ógilt
Þeirri beiðni höfnuðu yfirvöld í
Portúgal og 3. janúar sl. lýsti áfrýj-
unardómstóll í Portúgal yfír stuðn-
ingi við þá kröfu Spánveija að mað-
urinn yrði framseldur. Nú hefur
hæstiréttur Portúgals hins vegar
ógilt þessa niðurstöðu áfrýjunardóm-
stólsins á þeim forsendum að „sann-
anir skorti sem réttlæti þennan
gjöming".
Þessi niðurstaða var gerð opinber
á fímmtudag og kallaði hún strax
fram hörð viðbrögð á Spáni. Spænsk-
ir embættismenn lýstu ýmist yfir
„áhyggjum", „furðu" og „vandlæt-
ingu“ sinni er þessi tíðindi bárust frá
nágrannaríkinu.
Formleg mótmæli
„Þetta gefur alvarlegt fordæmi í
baráttunni gegn samtökum hryðju-
verkamanna,“ sagði ónefndur hátt-
settur embættismaður í samtali við
spænska dagblaðið El Pais. í gær
hugðust Spánveijar koma mótmæl-
um sínum formlega á framfæri við
portúgölsk yfirvöld með því að kalla
sendiherrann í Madrid á fund í utan-
ríkisráðuneytinu. Slík viðbrögð þykja
sérlega hörð og alvarleg í samskipt-
um Spánveija og Portúgala.
Nokkrir portúgalskir stjómmála-
menn og þekktir menningarvitar þar
í landi höfðu háð skipulagða baráttu
fyrir því að Telletxea Maia yrði ekki
framseldur til Spánar á þeim for-
sendum að upplýsingar um meint
ódæðisverk hans hefðu verið fengnar
fram með þvingunum og pyntingum.
Portúgalar gætu ekki borið ábyrgð
á því að maðurinn sætti „pyntingum
af hálfu spænska ríkisvaldsins".
Ótíðindi fyrir Aznar
Mál þetta er nokkurt áfall fyrir
ríkisstjóm José María Aznar, forsæt-
isráðherra Spánar. Aznar hefur lagt
ríka áherslu á að hvergi megi undan
láta í baráttunni við hiyðjuverkasam-
tök Baska. Samtökin hafa mjög látið
til sín taka að undanförnu og myrt
sex manns á þessu ári. Aznar má
illa við því að svo virðist sem hann
eigi undir högg að sækja í þessu máli.
Þá túlkuðu Aznar og undirsátar
hans niðurstöðu leiðtogafundar Evr-
ópusambandsins í Dublin í haust á
þann veg að samþykkt hefði verið
að menn, sem grunaðir væru um
hermdarverk og ódæði, gætu ekki
fengið hæli í öðra aðildarríki sam-
bandsins. Frá því á leiðtogafundinum
hafa hins vegar komið fram raddir
víða í Evrópu sem halda því fram
að tiltekið stjómvald geti ekki afsal-
að sér þeim rétti að veita útlending-
um hæli.
Spænskir stjómarerindrekar hafa
hins vegar barist fyrir því árum sam-
an að rétturinn til að veita hæli verði
aflagður innan Evrópusambandsins
og töldu Spánveijar sig hafa unnið
fullan sigur í málinu á leiðtogafund-
inum í Dublin í nóvember. Þykir nú
ljóst að taka þurfí málið upp á ný
innan ESB.
NEYTENDUR
Gervihnattadiskar
Kostar um hundrað
þúsund að koma sér
upp viðunandi búnaði
Sölumönnum gervihnattadiska ber saman
um að eftir samruna Stöðvar 2 og Stöðvar
3 hafí orðið sprenging á þessum markaði,
ekki sé hægt að anna eftirspurn. Guðbjörg
R. Guðmundsdóttir kannaði hvað er í boði
o g hvað svona búnaður kostar.
EFTIR AÐ Stöð 3 var lokað
og fólk hafði ekki lengur
ókeypis aðgang að erlend-
um sjónvarpsstöðvum fór
þessi skriða af stað,“ segir Bjami
Ágústsson rafeindatæknifræðingur
hjá Heimilistækjum. Svo virðist sem
til sé nokkuð fjölbreytt úrval gervi-
hnattadiska hér á landi og sumir eru
að selja afraglara líka með kortum
sem gera fólki kleift að horfa á úr-
val stöðva sem annars birtast á
skjánum sem raglaðar. Menn grein-
ir hinsvegar á um lögmæti þessara
afraglara sem ganga undir nafninu
sjóræningjaafraglarar.
Allar stærðir af
gervihnattadiskum
Hjá Heimilistækjum eru seldir
gervihnattadiskar af ýmsum stærð-
um. „Við erum með diska frá 90
sentimetrum og upp í 5-6 metra.
Hinsvegar eru nýjar vörar á leiðinni
og nýr vöralisti og því ómögulegt
að greina nákvæmlega frá verði
fyrr en í næstu viku. Það er þó ljóst
að við verðum með fjölbreytt úrval
og búnað frá 39.900 krónum og
uppúr.“
- Hver er kostnaður fyrir ein-
stakling úti í bæ, ætli hann að koma
sér upp viðunandi búnaði?
„Líklegt er að góður búnaður
með uppsetningu og því sem þarf
kosti á bilinu hundrað til hundrað
og tuttugu þúsund krónur."
- Erað þið líka með afruglara
og kort í þá?
„Heimilistæki bjóða ekki svokall-
aða sjóræningjaafruglara og við
seljum ekki heldur áskriftir. Við-
skiptavinir okkar verða að kaupa
áskriftir annars staðar eins og til
dæmis í gegnum vini og kunningja
erlendis."
Ekkert ólöglegt við
afruglarana
„Vinsælastir hjá okkur hafa verið
diskar sem eru 1,2 metrar", segir
Ómar Guðmundsson framkvæmda-
stjóri hjá Elnet. „Undanfarið höfum
við verið með tilboð á slíkum gervi-
hnattadiski og afruglara fyrir Int-
elsat-tungl á um 69.000 krónur.
Með uppsetningu er búnaðurinn
IMýtt
Barnatann-
burstar
ÞAÐ kostar oft
þolinmæði að fá
smáfólk til að
bursta tennurn-
ar. Nú er hægt
að fá til liðs við
sig risaeðlu,
héra, ref, þvotta-
bjöm eða frosk.
Einnig eru fáan-
legir mörgæsa- og ísbjamartann-
burstar og þá fylgja með litlir boll-
ar sem em eins og snjóhús í lag-
inu. Það er Ásgeir Sigurðsson ehf
sem flytur tannburstana inn til
landsins. Þeir fást í mörgum mat-
vöruverslunum.
Forsoðnar
skyndikartöflur í
kílóa pakkningum
NÝLEGA setti
Kartöfluverk-
smiðja Þykkva-
bæjar á markað
forsoðnar
skyndikartöflur í
eins kílóa pakkn-
ingum. Kartöfl-
umar eru í tvískiptum umbúðum
sem klippa má sundur í miðju ef
ekki er þörf á að nota allt magnið
í einu.
Kartöflumar má hita í skál í ör-
bylgjuofni eða sjóða í 2 mínútur í
potti. Þær er einnig kjörið að brúna
á pönnu eða steikja í smjöri með
kryddi. Umbúðirnar eru stimplaðar
með framleiðsludegi og er síðasti
söludagur sex vikum seinna.
Kalk blandað
magnesíum, zinki
og vítamíni
FÁANLEGT er
nú í mörgum
lyfjaverslunum
Osteocare kalk
frá Vitabiotics
Ltd., í Bretlandi,
sem er blandað
magnesíum,
zinki og D-vítamíni. Hver tafla
inniheldur 400 mg. elemental kals-
íumkarbónat. Töflunum eru
þynnupakkað, 30 stykki í hveijum
pakka. Kalkið hentar öllum aldurs-
hópum, þó sérstaklega konum fyr-
ir og eftir tíðahvörf. í fréttatil-
kynningu frá heildsölunni i&d ehf.,
segir að til að kalknýting verði sem
best í beinum og tönnum sé zinki,
magnesíum og D-vítamíni blandað
saman við kalkið. Innflytjandi er
i&d ehf.
Gott að vita
• í ÝMSUM erlendum tímarit-
um er að finna húsráð. Hér
koma nokkur frá breskum
húsmæðrum en þau birtust
nýlega í timaritinu Prima.
Þurfi að ná tyggjói af fötum
er ágætt að frysta fötin í
nokkrar klukkustundir. Eftir
það er hægt að ná tyggjóinu
af.
• Þegar gróðursetja á rósir
er gott að setja bananahýði
neðst í holuna. Bananahýðið
er ágætis næring fyrir plönt-
una á meðan hún er að koma
til.
• Fyllið tveggja lítra plast-
flöskur með vatni og setjið
víða um garðinn. Óvelkomnir
kettir eru hræddir við eigin
spegilmynd og hypja sig á
brott.
• Soðnar gulrætur verða
miklu lystugri ef appelsínusafa
er bætt í vatnið þegar verið
er að sjóða þær.