Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MINIMINGAR
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 41
GUÐNÝ
KRISTJÁNSDÓTTIR
+ Guðný Kristj-
ánsdóttir fædd-
ist í Hólkoti í
Reykjadal 7. febr-
úar 1906. Hún lést
á Sjúkrahúsi Húsa-
víkur 20. febrúar
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Hólmfríður Jakobs-
dóttir húsmóðir og
Kristján Davíðsson
bóndi. Þau bjuggu
mestallan sinn bú-
skap á Bergsstöð-
um i Aðaldal.
Systkini Guðnýjar
voru sjö, bræðurnir Arnbjörn
og Aðalsteinn og systurnar
Björg, Hulda, Kristín, Guð-
björg og Signý.
Guðný giftist Arna Friðf-
innssyni bónda í Rauðaskriðu,
f. 31.7. 1893, d. 21.4. 1961.
Foreldrar Arna voru Guðný
Sigurbjamardóttir
húsmóðir og Frið-
finnur Sigurðsson
bóndi í Rauða-
skriðu. Börn Árna
og Guðnýjar eru
Þóra Karitas, f.
1928, gift Þóri Má
Jónssyni, Hólm-
fríður, f. 1929, gift
Stefáni Yngva
Finnbogasyni, Sig-
ríður, f. 1931, gift
Kristni Jóhanns-
syni, Guðfinna, f.
1933, d. 1985, var
gift Þorbergi
Krisljánssyni, Theodór, f.
1938, kvæntur Sigrúnu Ás-
geirsdóttur, og Hjördís, f.
1943, gift Kristni V. Magnús-
syni.
Utför Guðnýjar fer fram frá
Grenjaðarstaðarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Verð ég einhvern tíma aftur lítið
barn? spurði dreingurinn sjö vetra
gamall.
Og móðir hans, sem hafði súngið
honum undarleg kvæði og útskýrt
honum framandi lönd, hún svaraði
þreytulega þar sem hún lá í rúminu
veik:
Þegar maður er orðinn gamall, þá
verður maður aftur einsog lítið barn.
Og deyr? spurði dreingurinn.
Það var streingur í bijósti hans
sem hrökk, einn af þessum smágervu
streingjum bernskunnar sem
hrökkva áðuren maðurinn hefur gert
sér þess grein að þeir hljómi, og
þessi streingur hljómar aldrei fram-
ar, hann er héaðnífrá minníng ein
frá ótrúlegum dögum.
Við deyum öll.
Seinna um daginn hafði hann vak-
ið máls á því að nýu, í þetta skifti
við ömmu sína:
Ég veit um einn sem aldrei deyr.
Jæa, garmskarnið, sagði hún,
snéri frá honum höfðinu einsog henn-
ar var siður þegar hún leit á fólk,
og rendi til hans auga niðurmeð nef-
inu, - hver er það?
Það er hann pabbi, sagði dreing-
urinn. Og þó var hann alsekki örugg-
ur nema sér kynni að skjátlast í
þessu, því hann hélt áfram að horfa
á ömmu sína spyijandi.
0 hann deyr, sagði gamla konan
meðaumkunarlaust, næstum hlakk-
andi, og blés dálítið útum nefíð.
(Sjálfstætt fólk, bls. 157-158).
Guðný amma var bóndi, eins og
pabbi drengsins, hans Nonna litla.
Bjartur var kóngur í Sumarhúsum
og amma var drottning í Rauða-
skriðu. Amma sem stóð eins og klett-
ur og tókst á við dagana, hvemig
sem viðraði. Amma sem talaði við
börn um alvarleg málefni eins og
Hallbera gamla, amma Nonna.
Amma var hvort tveggja í senn,
Bjartur og Hallbera.
Amma bjó okkur afkomendum sín-
um sérstakan heim í höllinni sinni
Rauðaskriðu, fyrst með afa en með
hjálp Tedda eftir að afi dó. Þar voru
dagarnir langir og hljóðir, eins og
vetrarmorgnarnir i Sumarhúsum.
Það var í sveitinni hjá ömmu sem
ég lærði að skilja Sjálfstætt fólk eða
var það ef til vill Sjálfstætt fólk sem
hjálpaði mér að skilja sjálfstæða
konu eins og ömmu?
Stundum voru jól! Þá kom eplalykt
í gamla þreytta húsið í Reykjavík
og líka stór kassi úr sveitinni, sokkar
og vettlingar sem amma pijónaði og
hangikjötslykt af hangikjötinu sem
amma reykti í reykhúsinu. Það voru
ekki alltaf jól. Það kom líka sumar
með nýrri lykt, nýju bragði og hlýrri
þögn; kúamykja, súrhey, taða, lax,
urriði, bleikja, rabarbari, krækiber,
blábeijaskyr, aðalbláber og ijómi og
ungar í hreiðri. Á morgnana var líka
kakóbragð í eldhúsinu hjá ömmu
fyrir stelpu sem vakti á kvöldin og
hlustaði á fólkið tala saman um lffið
en svaf á morgnana á meðan borðað-
ur var kekkjóttur hafragrautur og
súrt slátur.
Systurnar, Hulda og Guðný amma,
áttu samleið yfir Mánalækinn þegar
þær kvöddu foreldra og yngri systk-
ini á Bergsstöðum og giftust bræðr-
unurn í Rauðaskriðu, þeim Sigurði
og Árna afa. Fjölmennur frændgarð-
ur sem við kynntumst í leik og starfí
að fornum hætti beið okkar borgar-
bamanna í Rauðaskriðu þegar við
komum norður á sumrin. Við bömin
urðum ekki vör við annað en að allt
væri til alls í sveitinni og skildum
ekki hvað margt var erfítt í daglegu
lífí ömmu og afa. Kalt vatn var í
krönum, engin hrærivél, enginn ís-
skápur, enginn fólksbíll sem hægt
var að fara á til Húsavíkur og engin
dráttarvél. Fyrst þegar við komum í
sveitina dró Gráni gamli sláttuvélina
en svo kom þetta allt og lífsbaráttan
varð öðruvísi.
Dráttarvélin. Ég fékk leyfí til að
bjóða vinkonu minni með mér norður
til ömmu haustið 1965. Við vorum
nýlega orðnar 13 ára. Frænka mín
sem var átta ára var í heimsókn hjá
Huldu ömmu sinni. Þetta haust vildi
ég sýna vinkonu minni og frænku
minni hvað ég væri klár. Ég suðaði
í Tedda frænda og bað hann um að
kenna mér á þessa merkilegu drátt-
arvél. Bræður mínir höfðu ungir lært
að stjóma vélinni. Venjulega var lyk-
illinn geymdur í dráttarvélinni. Teddi
lét undan og kenndi mér á vélina en
svo fór Teddi í göngur og dráttarvél-
in beið á túninu eftir því að einhver
þyrfti á henni að halda.
Við vinkonumar og frænka mín
átta ára ætluðum í beijamó þegar
Teddi var farinn. Það var langt að
ganga suður að Steinsstöðum en þar
var mest af beijum. Við sögðum
ömmu að við ætluðum þangað í beij-
amó. Við fómm á bak við hlöðu og
ég setti dráttarvélina í gang. Síðan
ók ég vélinni suður að Steinsstöðum
meðfram skurðum alla leið með vin-
konuna og frænkuna sitjandi á
dekkjahlífunum, lagði vélinni og svo
fórum við að tína ber. Við tíndum
mikið af beijum og það var gott
veður. Við skemmtum okkur vel.
Allt í einu sagði vinkona mín að
amma væri að koma gangandi suður
túnið. Mér fannst nú ekkert undar-
legt að hana langaði til að koma og
tína ber í þessu góða veðri og hélt
áfram að tína þangað til hún var
komin. Mér datt ekki í hug að hún
ætlaði að skipta sér af ferðalagi okk-
ar.
Þegar amma var komin sagði hún
mér hvað hún gerði þegar hún horfði
á eftir vélinni suður túnið. Hún kraup
á eldhúsgólfínu og fór með bæn og
bað góðan guð um að gæta okkar
og síðan ákvað hún að ganga alla
þessa leið til að segja mér að ég
mætti alls ekki snerta vélina aftur,
við yrðum að ganga heim. Síðan
sneri hún við og ég skammaðist mín
dálítið. Frændi minni sem þurfti að
sækja vélina spurði mig hvers vegna
ég hefði ekki boðist til að aka ömmu
heim, þetta væri löng ganga og þá
hefði hann líka losnað við að sækja
vélina. Amma sagði ekki fleiri orð
um beijaferðina en viðbrögð hennar
dugðu til að ég færi eftir fyrirmæl-
um.
Amma stjórnaði öllu og öllum.
Allir hlýddu af því að þeir vissu að
það sem amma sagði var alveg rétt
en samt fannst mér þegar ég var
lítil að hún þyrfti ekki að skipta sér
af öllu. Amma hafði skoðun á öllu
og var alltaf að kenna öllum. Amma
vissi hvemig átti að ná því besta út
úr bömum, hvemig ætti að stjórna
heimilum, hvemig ætti að semja fyr-
ir verkalýðinn, hvemig átti að haga
sér í lífínu og hvernig átti ekki að
haga sér í lífínu, hvað ætti að gera
við eiturlyfjasalana og hvernig átti
að stjóma landinu. Hún vissi þetta
allt og margt fleira og notaði tungu-
málið hiklaust eftir því sem henni
þótti þurfa.
Amma þekkti svo vel hvemig sálin
í fólkinu var. Hún var mikill mann-
þekkjari og talaði oft um hvað fólk
hefði mismunandi lundarfar, hvað
reynsla fólks gæti sett djúp spor í
sálirnar og að það þýddi ekki að fara
eins að öllum. Þegar ég var lítil ætl-
aði ég ekki að verða afskiptasöm
eins og amma en ég er Iöngu búin
að gleyma því og nú langar mig að
geta orðið eins og amma var. Hvem-
ig verður kona til?
Amma var ljóðelsk. Hún raulaði
oft ljóð og sálma og feimin sýndi hún
mér eitt sinn litla bók þar sem hún
hafði skrifað sín eigin ljóð. Amma
var aftur orðin eins og lítið bam síð-
ustu árin en þó svo að skammtíma-
minni hennar væri orðið lélegt gat
hún orðrétt farið með löng ljóð eins
og Gunnarshólma. Langir ljóðrænir
dagar í sveitinni hjá ömmu búa í
mínu innra og hafa létt mér leiðina,
sem hefur stundum verið á fótinn.
Amma hafði alla tíð áhyggjur af
efnahagsástandi þjóðarinnar. Síð-
ustu árin reyndi ég að sannfæra
hana um að ástandið væri ekki eins
slæmt og hún héldi. Hún trúði mér
ekki og sagði að það yrði að skapa
verðmæti, þjóðin gæti ekki séð fyrir
sér með því einu að íjölga þjónustu-
störfum.
Amma skynjaði vel hvemig henni
fór aftur með ámnum og þótti miður
hvað hún var orðin léleg, eins og hún
sagði sjálf. Verst þótti henni minnis-
leysið. Við ræddum ellina þegar við
ókum tvær saman úr Skriðu til Húsa-
víkur eitt fallegt vetrarkvöld fyrir
þremur áram. Hún var döpur og ég
spurði hana hvort við ættum ekki
heldur að reyna að njóta stundarinn-
ar sem við ættum saman en vera í
fýlu við elli kerlingu. Það þurfti ekki
annað en byija að syngja: Þú komst
í hlaðið á hvítum hesti, þú komst
með vor í augum þér... Hún hló
og við sungum ljóðin hans Davíðs
það sem eftir var leiðarinnar því
Davíð var skáldið hennar.
Skömmu síðar var hún óviðbúin
flutt úr Hvammi yfir á legudeild
Sjúkrahúss Húsavíkur. Hún varð
ráðvillt, skildi ekki hvers vegna hún
var ekki lengur í herberginu sínu og
með sambýlisfólki sem hún borðaði
með og spilaði við í Hvammi. Hún
bað mig grátandi um að koma sér í
burtu frá þessum stað, skildi ekki
hvað hún var að gera þarna. Hún
sagðist treysta mér til þess að bjarga
sér. Ég var ekki traustsins verð, réð
ekki við kerfíð sem vildi hagræða í
tíma, kerfíð sem mundi ekki eftir því
að fólk fínnur til. Það var sárt að
geta ekki hjálpað ömmu þegar hún
þurfti á hjálp að halda, ömmu sem
hafði svo oft hjálpað mér.
Ég flyt öllum þeim fjölmörgu sem
annast hafa ömmu mína undanfarin
ár bestu þakkir og bið góðan guð
að blessa störf þeirra.
Guðbjörg Þórisdóttir.
Þegar við sitjum hérna við kerta-
ljósið og horfum á myndina af þér,
elsku amma, er fjarri því að við séum
reið eða sár yfír að þú sért farin.
Þú hefur átt langa og góða ævi
og það er gott til þess að vita að
þetta hafí allt gengið sársaukalaust
fyrir sig. Þvi að þrátt fyrir allt ertu
alls ekki horfin. Þú munt lifa áfram
í hjörtum okkar allra. Við vildum
reyndar óska að við hefðum kynnst
þér aðeins betur.
Samt vitum við að ef allur heim-
urinn hefði til að bera sömu kímni-
gáfu og lífsgleði og þú, væri hann
betri en hann er.
Það er nú svo stutt síðan við fædd-
umst, að við munum bara eftir þér
þegar þú bjóst á elliheimilinu. Samt
varstu stundum með okkur í Gömlu-
Skriðu þegar við hittumst þar, af-
komendur þínir. Við munum hvað
þú hafðir gaman af að spila og gerð-
ir mikið að því.
Þegar við horfum yfír farinn veg
eigum við eingöngu fallegar og góð-
ar minningar um þig. Við eram sátt
við allt sm við áttum saman, og vit-
um að þú munt lifa í hugum okkar
og vaka yfír okkur.
Vertu blessuð, amma, og takk
fyrir allt.
Anna Pála, Sindri og Sunna
Mjöll Sverrisbörn.
Ka'lið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku amma mín. Nú er vera þinni
hér lokið eftir 91 ár og ég veit að
þú varst sjálf tilbúin í þessa hinstu
ferð. Það var alltaf gaman að heim-
sækja þig í Rauðuskriðu og á ég ljúf-
ar minningar þaðan. Þú varst traust
GUÐJÓN JÓNSSON
+ Guðjón Jónsson
fæddist í Höfn-
um 2. apríl 1916.
Hann lést í Keflavík
22. febrúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðríður
Gunnlaugsdóttir og
Jón Ólafsson, en
Guðjón missti móð-
ur sína kornungur
og var tekinn í fóst-
ur af Sigurlaugu
Þórðardóttur og
Guðmundi Salóm-
ónssyni á Ragnheið-
arstöðum í Höfnum.
Guðjón kvæntist
1.12. 1937 febrúar.
Sólveigu Ólafsdótt-
ur, börn þeirra eru
tvö, Guðrún Ólöf,
gift Þorsteini Árna-
syni skipstjóra, og
Jón Ágúst, tölvu- og
kerfisfræðingur,
kvæntur Guðbjörgu
Ragnheiði Óskars-
dóttur og eiga þau
þrjú börn. Barna-
börnin eru sjö og
barnabarnabörnin
sjö.
Útför Guðjóns
fór fram frá Kefla-
víkurkirkju 28.
Það er sumar, sól skín í heiði og
eftirvænting mikil hjá mér eins og
svo oft áður þegar ég sem krakki
er á leið með afa og ömmu austur
í bústað til að dvelja helgina, jafn-
vel vikuna.
Afi keyrði „bjölluna“ hvítu og
það var stoppað í Nesti til að kaupa
ís. Minningamar eru sterkar frá
Heiðarveginum með afa Gauja á
vörubílnum „stóra“ sem þú leyfðir
mér svo oft að sitja í og keyra með
þér.
Elsku afi, ég vil þakka allt sem
þú hefur gefíð mér og veit ég að
þér líður betur nú, en seinustu dag-
ana hér á jörðinni.
Minningin um sterkan mann og
góðan afa lifír hjá mér. Elsku
amma, mamma, Jón og við öll sem
og góð. Gestrisni var þér í blóð bor-
in og eftir að þú fórst á elliheimili
hafðir þú miklar áhyggjur af að geta
ekki boðið gestum veitingar. Af veit-
ingunum sem ég fékk hjá þér man
ég best eftir hafragrautnum, sem ^
alltaf var eldaður í morgunmat. Hann
var sérstakur og hvergi betri, svo-
kallaður Skriðugrautur sem ekki
tókst að elda annars staðar.
Þegar ég varð eldri breyttist sam-
band okkar og við urðum vinkonur.
Þú varst skemmtileg, svolítið stríðin
og við gátum hlegið mikið saman.
Þú fylgdist vel með og hafðir ákveðn-
ar skoðanir á mönnum og málefnum
og fórst ekkert leynt með álit þitt.
Stjórnmálamenn og fleiri fengu það
óþvegið þegar þú varst í ham. Það
vora ófáar stundimar sem við v ^
skemmtum okkur við að spila á spil,
rommý ef við voram tvær en manna
ef við náðum í þriðja mann.
Elsku amma mín, ég sakna þín
en ég veit að þú ert komin á stað
þar sem þú hefur það betra en síð-
ustu árin hér, þvi heilsan var farin
að gefa sig. Ég trúi því að Árni afí,
Guffa og fleiri ástvinir hafí tekið á
móti þér. Því miður kemst ég ekki
til að fylgja þér síðasta spölinn héma
megin grafar en hugur minn verður
hjá þér. Við Gylfí og börnin okkar
kveðjum, elsku amma, og þökkum
þér allar góðar stundir. Guð blessi
minningu þína.
Berglind.
Amma Guðný er látin. Þegar ég
heimsótti hana fyrir nokkram mán-
uðum norður á land átti ég ekki von
á að sá fundur yrði okkar síðasti.
Ekki svo að skilja að ég gerði mér
ekki grein fyrir að 90 ár er hár ald-
ur. Heldur htt að hún bar aldurinn
einstaklega vel.
Ekki gat ég þá á mér setið, amma
mín, frekar en fyrri daginn að at-
huga hvort spaugarinn og stjóm-
málamaðurinn lifðu ekki báðir innra
með þér ennþá. Og viti menn, þegar
ég sagði þér að ég hefði nú aldrei
getað fest mig við einn stjórnmála-
flokk og kosið þá flesta gegnum tíð-
ina vora nú ekki „vöbblumar“ á þeirri
gömlu. „Orðinn „fjeretíu“ ára og
ekki enn orðinn framsóknarmaður.“
„Hvað varstu lengi hjá mér í sveit-
inni, tja ekki nógu lengi, „Guðbrand-
ur biskup“.“ Svo hlóstu og spaugað-
ir og eins og af gömlum vana lagað-
ir á mér jakkann, leist út um
gluggann og bölvaðir „þokuræksn-
inu“ í Kinnarfjöllum. Það var þá sem
ég vissi að þú varst ekki „bara ti!“
heldur sprelllifandi tilfinningavera
eins og þú hafðir alltaf verið.
Því eldri sem ég verð spyr ég mig
oftar hvar rætur mínar liggi og oftar
en ekki verður mér hugsað til gömlu,
góðu Skriðu í því samhengi.
Vertu sæl ævinlega, amma mín,
og þakka þér fyrir allt sem þú gerð-
ir fyrir mig, Helenu og bömin okkar.
Þinn,
Sverrir.
eigum um sárt að binda, Guð gefi
okkur styrk.
Jenny L. Þorsteinsdóttir.
Guðjón Jónsson vélstjóri fæddist í
Höfnum. Eftir fermingu lagði hann
fyrir sig sjómennsku fyrir alvöru og
fljótlega fékk hann vélstjóraréttindi.
Árið 1937 kvæntist Guðjón Sól- ^
veigu Ólafsdóttur og hófu þau bú-
skap í Höfnum og bjuggu þar í sjö 1
ár, en þá fluttu þau til Keflavíkur í
hús, sem þau höfðu byggt þar. Fyrir
fímm árum fluttu þau í nýja íbúð á
Aðalgötu 5 í Keflavík.
Guðjón var til sjós á nokkrum
bátum, en lengst starfaði hann hjá ;
Fiskiðjunni sf., eða í um 30 ár, þar
sem unnið var í fiskimjöl, lýsi og
einnig vélflakað.
Það var gott að vinna með Guð-
jóni, hann var viðbragðsfljótur, fljót-
ur að átta sig á vandamálunum og
koma þeim í lag, enda var hann vel ^
laghentur.
Ég vil koma því að, að hjá Fiskiðj-
unni sf. unnu ágætir menn, sem
hægt var að treysta.
Eg þakka Guðjóni ágætt samstarf
og vináttu og bið honum allrar bless-
unar. Sólveigu, konu Guðjóns, og
ættingjum, sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur. _ ^
Huxley Ólafsson.