Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 35'
AÐSENDAR GREINAR
í upphafi skyldi endirinn skoða
ÞAÐ MÁ segja að allt frá því ég
fór til útlanda í fyrsta sinn fyrir
um það bil 35 árum hafí maður
notað hvert tækifæri sem gafst til
þess að lofa ísland, sérstæða nátt-
úru þess, hreina loftið, tæra vatnið
og einstakt dýralíf.
Þessi landkynning hefur borið
mjög góðan árangur og hafa marg-
ir útlendingar sótt ísland heim á
síðustu árum, m.a. fyrir þá kynn-
ingu á landinu sem fjöldi íslendinga
hefur sinnt eins og ég á ráðstefn-
um, fundum og sýningum sem þeir
hafa sótt á erlendum vettvangi.
Þeir erlendu gestir sem ég þekki
til og hafa komið til landsins á fundi
og ráðstefnur hafa lýst áhuga sín-
um til að kynnast landi og þjóð
betur.
Á síðustu tveimur árum höfum
við hjónin fengið gesti til okkar í
sumarbústað, sem við eigum í Hval-
firði, og þá hafa flestir glott til
okkar um leið og þeir benda á
reykinn frá Járnblendiverksmiðj-
unni sem blasir við sjónum hinum
megin við fjörðinn og spyija: Er
þetta hreina og ómengaða loftið
sem þið hafið alltaf
verið að tala um?
Þetta er því miður
staðreynd.
Ég er minnugur
þess þegar forsvars-
menn þjóðarinnar full-
vissuðu mig um að
engin mengun yrði frá
járnblendinu og bentu
m.a. á hina miklu
mengunarvörn, sem
þar yrði sett upp.
Nú langar mig að
hver einasti íslending-
ur, hvar sem hann er
í þjóðfélagsstiganum,
svari fyrir sig og spyrji:
Af hveiju er verið að
setja upp rándýran búnað til að
koma í veg fyrir mengun, ef hún
er ekki fyrir hendi? Forsjóri járn-
blendisins segir að það sé engin
mengun frá verksmiðjunni, þó að
reykur berist útí loftið. Af hveiju
segir fulltrúi frá Hollustuvernd rík-
isins að verksmiðjan fengi ekki
starfsleyfi ef miðað er við kröfur í
dag? Það var ekki hægt að lagfæra
Ólafur
Jensson
mengunarbúnað Járn-
blendiverksmiðjunnar
af því að það voru ekki
íjármunir til þess, á
ekki ríkið meirihlutann
í Járnblendifélaginu og
samt voru ekki til fjár-
munir til þess að gera
við mengunarbúnað-
inn. Nú á að reisa álver
á Grundartanga og
stækka Járnblendi-
verksmiðjuna og ríkið
á ekki að eiga í þessum
fyrirtækjum eða a.m.k.
ekki meirihlutann;
verður þá frekar til
fjármagn til þess að
gera við þegar meng-
unarbúnaðurinn bilar eða til þess
að halda honum við?
Forsvarsmenn þjóðarinnar sögðu
þegar ég var fullvissaður um ágæti
álversins í Straumsvík á sínum
tíma, að í kjölfarið kæmi allslags
smáiðnaður til að fullvinna og fram-
leiða vöru úr álinu. Hvar er sá
smáiðnaður? Nú segja forsvars-
menn þjóðarinnar það sama og þá
ISLENSKT MAL
Umsjónarmaður Gísli Jónsson
890 þáttur
„Sumir fræðimenn telja að
enskar málleysur séu farnar að
bera dönskuslettur ofurliði í dag-
blöðum okkar og öðrum fjölmiðl-
um. Við lauslega athugun hef
ég komist á þá skoðun að dönsku
málleysurnar haldi enn velli
gagnvart þeim ensku. Athyglis-
vert að enskkynjuðu málleysurn-
ar virðast mestmegnis vera
skólaþýðingar á skrúfuðum
enskum orðaleppum, en dönsku
sletta menn af því þeir eru ber-
sýnilega fákunnandi í dönsku og
fyrir bragðið er þeim ekki ljóst
þegar í pennann hjá þeim flýtur
orðatiltæki úr þessu nágranna-
máli okkar sem var. Blaðamenn
okkar áður fyrri voru, sem enn
er títt í hlutgeingum blöðum
ytra, einhveijir mentuðustu
gáfumenn þjóðar sinnar. Danska
var okkar mönnum svo töm að
þeir kunnu að varast áleitni
hennar er hún sótti í pennann,
enda er viðburður að rekast á
dönskuslettu í blöðum okkar, frá
því um og eftir síðustu alda-
mót. ..“ (Halldór Laxness, Eim-
reiðin 1974).
Ennþá er rík ástæða til að riija
upp þennan merkilega texta.
Dönskusletturnar valda okkur
enn leiðindum, og líklega verða
þær mest vegna vankunnáttu
slettenda (ekki *slettunaraðila).
Ég ætla að nefna fáein atriði:
1) Germynd í stað miðmyndar
(eða afturbeygða fomafninu
sleppt). Sögnin að hvila er áhrifs-
sögn í íslensku. Hún stýrir falli,
þolfalli. Við hvílum okkur. Hann
hvíldi hestinn. Þegar menn eru
reknir af leikvelli, má þrásinnis
heyra að þeir fái nú að „hvíla“.
Ekki er sagt hvað, en væntanlega
er átt við að þeir fái að hvíla sig.
Í miðmynd heitir það að hvílast,
enda hefur þá afturbeygða for-
nafninu verið aukið aftan á sögn-
ina. Því skulum við segja: Hann
fær nú að hvílast eða hvUa sig.
Hitt er danska.
Berum þetta saman við sögn-
ina að þvo. Við segjum ekki við
krakka: Farðu nú inn og þvoðu.
Þau mundu sennilega halda að
þau ættu að þvo þvottinn. Við
segjum því: Farðu nú inn og
þvoðu þér.
2) Ofnotkun eignarfornafns,
einkum í auglýsingum. Dæmi:
Ef þú notar þennan þvottalög,
verður „hárið þitt“ lifandi og
fallegt. Áuðvitað á þarna að vera
hárið á þér. Aragrúa hliðstæðra
dæma mætti taka. Ótækt er að
segja: Hann beit í *tunguna sína.
Annaðhvort bíta menn í tunguna
á sér eða bíta sig í tunguna,
og það er besta orðalagið.
3) „Telja“ í stað vera. Enn
eru menn að baksa við að segja
að Reykvíkingar „telji“ hundrað
og tvö þúsund, eða hvað það er.
En þeir eru þetta. Svona einfalt
er það. Hugsið ykkur, ef þeir
væru alltaf að telja þessi ósköp.
4) „Koma“ í stað vera (sem
reyndar er ekki bara dönsku-
sletta). Sagt var um mann, sem
lengi hafði átt heima í Reykja-
vík: Hann „kemur frá Borgar-
firði“; rétt eins og hann væri
skálmandi nýfæddur til höfuð-
staðarins. Maðurinn er úr Borg-
arfirði.
5) „Búa“ í stað eiga heima.
Þetta á ekki við börn og ungl-
inga. Bændur búa að sjálfsögðu,
og látum vera að fullorðið fólk
búi við Grettisgötu. En það geng-
ur ekki að spyija krakka: *Hvar
býrðu? í stað: Hvar áttu heima?
6) „Grípandi“ er hrá eftirlík-
ing úr dönsku gribende. Einkum
í umsögnum um listaverk af ein-
hveiju tagi. „Grípandi“ sést ekki
í vönduðum orðabókum til að
þýða gribende, síst þeim bókum
sem Jónas frá Hrafnagili, Isa-
foldar-Björn og Freysteinn
Gunnarsson áttu hlut að. Þeir
þýða „gribende“=áhrifamikill,
átakanlegur, hjartnæmur.
7) Svipað er að segja um
„krefjandi", sem er hugarletiþýð-
ing úr dönsku. Krævende merk-
ir t.d. erfiður, vandasamur,
kröfuharður, sá sem reynir á.
Til greina kæmi að búa til nýyrð-
ið kröfull.
8) „Byggir á“ í stað byggist
á. Samningurinn byggist á gagn-
kvæmu trausti. Hann kann ekki
að byggja og byggir því ekki
neitt. En hann er byggður. Og
nú er ekki hægt að kenna ensk-
unni um, eins og svo oft endra-
nær (The contract is based upon
mutual trust). Englendingar
hafa hins vegar glatað miðmynd-
inni, en það skulum við ekki láta
henda okkur.
Brennivínsdrykkja bönnuð
brýtur grið, heiftum flýtir,
skaðar vit, skerðir heiður,
skúfar dyggð, hræsni ljúfust,
ergir lán, eignum fargar,
ærir geð, losta nærir,
deyðir sál, djöfulinn gleður,
drottins réttindi spottar.
(Þorlákur Þórarinsson, 1711-1773).
★
Magnús Ólafsson (1573?-
1636) var einhver lærðasti íslend-
ingur sinnar tíðar, þýddi Snorra-
Eddu á latínu (Laufás-Edda) og
orti af mikilli íþrótt. Hann var
eitthvað breyskur upp á holdið,
en fékk góð prestsembætti.
Sögn er að móðir hans yrði
úti á vergangi, en sveinninn
fyndist með lífsmarki og verið
uppfóstraður af góðum mönnum
annaðhvort í Svarfaðardal eða
Inn-Eyjafirði. Var hann settur
til mennta, t.d. við Kaupmanna-
hafnarháskóla. Hér er erindi úr
Flateyjarrímu:
Hillur allar hrutu niður
úr hrunda búrum;
hröpuðu dallar, kom upp kliður
með kinnaskúrum.
Þetta er ferskeytluætt V, úr-
kast, enda síðlínur stuttar. Mjög
skemmtilegur háttur, eða svo
þótti t.d. Stefáni Olafssyni í
Vallanesi. Augljóst er að þetta
erindi er frumhent, og heitir það
þá léttilag, enda finnið þið
hvernig vísan stiklar, meðal ann-
ars vegna áherslulausra forliða
í síðlínunum. Kinna skúrir eru
náttúrlega tár.
Bjarni úrsmiður hafði mikið
dálæti á úrkasti. Hann kvað:
Að skólanum er skömm og tjón
og skást að flýja ’ann,
ef þaðan komu fleiri flón
en fóru í ’ann.
Auk þess skulum við ekki
steingleyma orðinu ös, þó að ör-
tröð sé gott og gilt. Og skilríkir
menn spyija: Er hægt að vera
„norðvestanstæðari" en norðvest-
an? Tilefni; Fréttaklausa í Degi-
Tímanum, undirr. GG: „Þegar
skipið var út af Skaga var þar
norðvestan átt og 10 vindstig en
spáð var mun norðvestanstæðari
átt og hægari.“ (22. febr.)
Land eins og ísland,
----------------------------
segir Olafur Jensson,
á að hafa ströngustu
kröfur í heimi um
mengun.
en eru samt ekki eins sannfærandi
því að þeir segjast halda eða vona
að ekki verði meiri mengun en gild-
andi lög og reglur segja til um.
Hvaða lög og reglur eru þetta eigin-
lega?
Land eins og ísland á að hafa
ströngustu kröfur í heimi um meng-
un og vera í fararbroddi á því sviði
á veraldarvísu. Við eigum ekki að
vera miða okkur við aðrar þjóðir í
þessum efnum. Við eigum að vera
fyrirmynd annarra þjóða.
Ég er ekki á móti stóriðju til að
efla þjóðarhag eða skapa atvinnu í
landinu. Það á að leggja mun meiri
áherslu á að efla ferðamannaiðnað-
inn í landinu. Orku landsins er hægt
að nýta betur en gert er í dag. Það
eru til dæmis sumarhús um land
allt sem hægt væri að selja rafmagn
til ef það væri ekki svona dýrt og
kostnaðarsamt að fá það heim að
sumarbústöðunum. Raforku væri-
hægt að nýta mun meira, t.d. við
gróðurhúsaræktun, fullvinnslu sjáv-
arafurða svo eitthvað sé nefnt. Það
þarf sölumenn til þess að selja vöru
eins og allt annað.
Einn ágætur og mætur íslend-
ingur hefur í blaðagrein fullyrt að
eitt stórt álver gæfi tæplega meira
í þjóðarbúið en einn til tveir togar-
ar. Er eitthvað til í því?
Nei, þeir eru ekki sannfærandi
ráðherrarnir okkar þegar þeir segja
í einu orði að þeir muni skoða alla
málavexti og athugasemdir sem
fram hafa komið og í hinu orðinu
að þær séu of seint fram komnar.
Áð lokum skal ég upplýsa að ég
hef verið asmaveikur og nýt þess
að vera í sumarhúsi mínu í Hval-
firði hveija einustu stund sem ég
get, en síðustu tvö árin hef ég feng-
ið óþægindi í öndunarfærin þegar
reykurinn frá jámblendinu berst
með vindinum yfir fjörðinn.
Björgum Hvalfirði — Verndum
ísland.
Höfundur er frnmkvæmdastjóri.
„Reykjavíkur- *
hroki“
TILEFNI þess að ég
sest niður og skrifa
þessar línur er það að
fimmtudagsmorgun-
inn 27. febrúar lá ég
í rúmi mínu og hlust-
aði á morgunfréttir
RÚV. Meðal annars
sem þar var frá sagt
var tillöguflutningur
menntamálaráðherra
á Alþingi um breyting-
ar og tilfærslu í stýri-
mannanámi. Vitnað
var í nokkra virðulega
fulltrúa á löggjaf-
arsamkundunni, en Arnar
einhverra hluta vegna Einarsson
sáu menn ástæðu til
að taka hluta úr ræðu varaþing-
manns Reykvíkinga, Guðrúnar
Helgadóttur, og birta hann þar sem
hún sagði, nokurn veginn orðrétt:
„Að nær hefði verið að flytja allt
Það er einkum á þremur
stöðum á landinu, segir
Arnar Einarsson, þar
sem markviss skip-
stjórnarmenntun hefur
farið fram.
skipstjómarnám til hins eina sanna
Stýrimannaskóla í Reykjavík og
viðhalda honum, í stað þess að
taka upp kennslu annars staðar á
landinu.“ Þessi orð röskuðu svo
morgunró minni (engin þörf að
afsaka) að ég gat ekki orða bund-
ist. Sá dæmafái hroki og sjálfs-
ánægja sem kemur fram í orðum
varaþingmannsins eru slík að ég
verð að reikna með að hún hafi
látið þessi orð falla vanhugsuð.
Eftir því sem ég best veit er það
einkum á þremur stöðum á landinu
þar sem markviss skipstjórnar-
menntun hefur farið fram, en þeir
eru „hinn eini sanni“ Stýrimanna-
skóli í Reykjavík, Stýrimannaskól-
inn í Vestmannaeyjum og skip-
stjórnarbraut við Framhaldsskól-
ann á Dalvík. Skipstjómarmenntun
í formi námskeiða (pungapróf) og
heilsvetramám hefur oft farið fram
annarsstaðar á Islandi, enda talin
nauðsyn til þess að viðhalda mönn-
un flota í byggðum landsins sem
og að mikill sparnaður hefur af
hlotist fyrir nemendur
sem geta þá stundað
nám sitt heima. Ein-
mitt í þessu felast
helst þau rök sem
mæla með því að
dreifa skipstjórn-
armenntun sem víðast
um landið, en hafa
einskonar skipstjórn-
arháskóla í Reykjavík
og/eða á fleiri stöðum
á landinu. Það hlýtur
að vera „akkur" að því
að bjóða upp á mögu-
leika á skipstjórnar-
menntun á fleiri stöð-
um en nú er, sérstak-
lega með tilliti til þess
að nemendum í stýrimannaskólum
hefur farið stórlega fækkandi á
undanförnum árum, svo til auðna^*
horfir í stéttinni.
Viðhald bygginga Stýrimanna-
skólans í Reykjavík er svo allt
annar handleggur og á ekkert skylt
við aukna skipstjórnarmenntun í
landinu. Ég bendi hins vegar á
hvar valdið liggur og hvar lög eru
samþykkt og segi því: „Maður líttu
þér nær.“ Og að lokum þetta: Al-
þingismenn Islendinga ættu að sjá
sóma sinn í að viðhalda byggingu
Stýrimannaskólans í Reykjavík, en
ekki á kostnað skipstjórnarmennt-
unar í landinu. Það eru einnig
miklu fleiri skólabyggingar í land-
inu í eigu ríkisins sem þurfa við-
hald. Og ef þeir vilja láta slá sig
til riddara ættu þeir nú að láta
hendur standa fram úr ermum og
„spúla dekkið“, þú líka, Addi.
Höfundur er skólastjóri
Húnavallaskóla.
SLIM-LINE
dömubuxur
frá gardeur
Qhimv
tískuverslun
m V/Nesveg. Seltj.^s. 561 1680
<;
4