Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 31 AÐSEIMDAR GREINAR Barnastarfið innan IOGT Víða um land er öflugt barnastarf innan Góðtemplarareglunnar. Hér er mynd, sem nýlega var tekin á grímuballi í Keflavík. Krakkarnir skemmta sér jafnan vel á slíkum samkomum. FYRIR nokkrum dögum var ég að virða tvö veggspjöld fyrir mér. Á þeim báðum voru áletranir, sem vöktu athygli mína. Á öðru þeirra stóð með stórum stöfum: „Áfengi er eitur!“ og var undirrituð af skólayfirlækni. Hitt veggspjaldið var hannað af Sigríði Þorbergsdóttur við Heilbrigðisdeild Há- skólans á Akureyri. Þar var yfirskriftin ,jÖlvun er alvarleg!" Ymsar afleiðingar voru síðan tald- ar upp, m.a ofbeldi, ótímabærar þunganir, slys, kynsjúkdómar, skemmdarverk, deilur o.fl. Þessi veggspjöld og áletranir þeirra verða mér ofarlega í huga þegar ég minnist þess, að í dag eru 8 ár frá því ráðamenn íslensku þjóðarinnar kölluðu þá ógæfu yfir þegna hennar í nútíð og framtíð, að lögleiða áfengan bjór hér á landi. Það var gert undir því yfirsk- ini, að þannig mætti draga úr neyslu sterkra drykkja. En reynsl- an hefir hins vegar orðið sú, eins og við bindindismenn bentum á, að bjórinn varð bara viðbót við það sem fyrir var. Áfengisneysla hefir færst neðar og stóraukist í yngstu aldursflokkunum. Samhliða þess- ari óheillaþróun hefir svo smygl og neysla ólöglegra fíkniefna farið hraðvaxandi síðustu árin. Mikið er rætt um forvarnir og ýmislegt jákvætt unnið á þeim vettvangi. En þó virðist alltof oft, sem þar sé um fálmkenndar að- gerðir, háðar tilviljunum, að ræða. Forvarnir verður að hefja snemma og þar verða bæði orð og athafnir að gilda, ekki síst athafnir, af því að fordæmið hefir máske allra mest að segja, þegar til lengri tíma er litið. Það er gullkorn, sem Al- bert Schweitzer gefur okkur, er hann segir: „Fordæm- ið er ekki einhver besta leiðin til að hafa áhrif á aðra. Það er eina leiðin." Nú fyrir jólin kom út merkileg bók, sem vakti sérstaka athygli mína. Hún heitir „Dansað við dauðann - unglingar og fíkni- efni“, skráð af Ragn- hildi Sverrisdóttur. Þá bók ættu sem allra flestir að lesa, ekki síst þeir sem vilja leggja sitt lóð á vogarskálina við forvamir gegn neyslu áfengis og annarra fíkni- efna. Sérstaka athygli vil ég vekja á vitnisburðum landsþekktra ung- menna, sem skara um þessar mundir fram úr á vettvangi tónlist- Áfengisneysla hefur færst neðar, segir Björn Jónsson, og stóraukist í yngstu aldursflokkunum. ar og íþrótta og frá er greint í nefndri bók. Jón Arnar Magnússon fijálsíþróttamaður segir: „Það verður að efla forvarnir til að forða unglingum frá vímunni. Ég er gjör- samlega á móti öllum vímuefnum og lít svo á, að ég geti lagt mitt af mörkum í baráttunni gegn þeim með því að fá krakka til að velja frekar íþróttir en vímu.“ „Það er ekki hægt að sameina fíkniefnaneyslu og íþróttir og reyndar get ég ekki séð að fíkni- efnaneysla samræmist einu eða neinu,“ segir Vala Flosadóttir fijálsíþróttamaður. Og knatt- spyrnumaðurinn knái, Arnar Gunnlaugsson, kemst svo að orði: „Afstaða mín til fíkniefna er alveg skýr, enda hlýt ég sem íþróttamað- ur að vera algjörlega á móti þeim. Þetta er einhvers konar fiótti frá raunveruleikanum eða misheppnuð tilraun til að skemmta sér.“ Tónlistarfólkið Emilíana Torrini og Páll Óskar Hjálmtýsson tala mjög á sömu nótum. Það for- dæmi, sem þetta unga afreksfólk gefur, er dýrmæt forvörn, sem ekki verður metin svo sem vert væri. En hér verða fleiri að leggjast á árina til þess að stefnubreyting verði í vímuefnamálum okkar ís- lendinga. Ég hugsa einkum til for- eldranna og þá sérstaklega mæðr- anna í því sambandi. Hvenær eiga forvarnir að byija? Þær eiga að byija á meðan barnið er enn í móðurkviði, segja þeir sem best vita. Þetta segir Elmar Þórðarson, kennari Akranesi, í grein sem hann skrifaði í tímaritið Þroskahjálp fyr- ir nokkrum árum. Þar vitnar hann í vísindalega rannsókn sem tímarit- ið National Geographic frá 1992 skýrir frá um greinileg áhrif áfengisneyslu móður á barn henn- ar á meðgöngutíma. Mjög algengt er, segir Elmar, að slík börn hafi við fæðingu líkamlega þyngd undir meðallagi, með lítið höfuð, upp- brett nef, þunna efrivör og lítil augu. Andlega eru þessi börn al- mennt sein, hafa slaka hreyfígetu, litla einbeitingu en oft þokkalega málgefin. Vissulega er það forvörn að koma í veg fyrir slíka fötlun með því að mæður neyti ekki áfengis á meðgöngutíma. Og áfram, eftir fæðinguna og fyrstu ævirárin a.m.k. eru foreldrarnir og þá einkum móðirin, það fordæmi, sem barnið horfir fyrst og fremst til, tekur mest mark á og treystir best. Ég heiti á íslenska foreldra að halda vöku sinni á þeirri varð- stöðu, sem baráttan gegn vímu- efnaneyslu æskunnar kallar þau í. Drögum ekki íjöður yfir þær stað- reyndir að: „Áfengi er eitur“ og „ölvun er alvarleg". Vonandi fær æska íslands á nýrri öld að sannreyna þetta, sem skáldið frá Fagraskógi færði eitt sinn í svofelldan orðabúning: „Þó að margt hafi breyst, síðan byggð var reist, fá börnin þó treyst sinni íslensku móður.“ Höfundur er stórtemplar. Fordæmi og forvarnir Björn Jónsson Askorun til viðsemjenda! Agla Elísabet Hendriksdóttir Auður Guðmundsdóttir Jóhanna Pálsdóttir Rannveig Sigurðardóttir VIÐRÆÐUR laun- þega og vinnuveitenda um kaup og kjör á kom- andi árum standa nú yfir. Þær viðræður byggjast að stórum hluta á kröfugerð sem launþegahreyfíngamar settu fram fyrir nokkru. Sérstaka athygli vekur að í þeirri kröfugerð er hvergi að fínna raun- verulegar áherslur tengdar jafnrétti kynj- anna, hvað þá að reynt sé að leita leiða til að eyða þeim launamun sem til staðar er á milli karla og kvenna. Sjálf- stæðar konur harma að það tækifæri, sem yfir- standandi kjaraviðræður skapa, skuli ekki nýtt til að taka af alvöru á þessu mikilvæga réttlætis- og framfaramáli. Forgangsröðun í þágu jafnréttis Forystumenn laun- þega hafa ítrekað lýst því yfir að launamunur kynjanna sé eitt stærsta vandamálið á íslenskum vinnumarkaði. Þeir sem láta sig jafnrétti varða bundu því miklar vonir við komandi kjarasamn- inga, enda er þar um að ræða kjörinn vettvang til að stíga nauðsynleg framfaraskref í átt til aukins jafnréttis. En reyndin virðist Sjálfstæðar konur, segja þær Agla Elísa- bet Hendriksdóttir, Auður Guðmunds- dóttir, Jóhanna Páls- dóttir og Rannveig Sigurðardóttir, til að tryggja að komandi kjarasamningar feli í sér framfaraskref í átt til jafnréttis kynjanna. ætla að verða önnur. Jafnréttismál eru einfaldlega ekki á þeim forgangs- lista sem forystumenn launþega hafa lagt fram. Þó Sjálfstæðar konur taki að fullu undir þá meginkröfu launþega að hækka beri grunnlaun og fækka yfir- vinnustundum, þá felur sú krafa ein og sér ekki í sér leið að launajafn- rétti karla og kvenna. Þau viðhorf að meta mikilvægi starfa eftir lengd vinnutímans hafa vissulega alltof lengi verið ríkjandi á íslenskum vinnumarkaði, einkum að því er varð- ar stjórnunarstöður. Vinna þarf að viðhorfsbreytingu að þessu leyti, enda er það forsenda þess að bæði kynin hafi sambærilega möguleika á að sameina starf sitt og fjölskyldu- líf. En krafan um hækkun grunn- launa og fækkun yfirvinnustunda mun ein og óstudd ekki tryggja sömu tækfæri karla og kvenna á vinnu- markaði eða eyða þeim mikla launa- mun sem við búum við í dag. Mun meira þarf til. Jafn réttur karla og kvenna til fæðingarorlofs Sjálfstæðar konur hafa ítrekað bent á mikilvægi þess að veita körl- um sama rétt til töku fæðingarorlofs og konum. Fæðingarorlof karla yrði ekki einungis stærsta skrefið í átt til þess að tryggja konum sömu tæki- færi til launa og starfa á vinnumark- aði, heldur er það eina færa leiðin til að veita báðum kynjum tækifæri til að sinna börnum og fjölskyldu. Feður, jafnt og mæður, eiga að hafa tök á að veija tíma með nýfæddum börnum sínum og foreldrum á að vera fijálst að ákveða með hvaða hætti þau skipta þeim tíma á milli sín. Væri alvara á bak við fyrri yfírlýs- ingar forystumanna launþega um mikilvægi þess að jafna stöðu kynj- anna á vinnumarkaði, þá hefði sá vilji verið best sýndur í verki með því að setja fæðingarorlof beggja foreldra ofarlega á forgangslista hreyfingarinnar fyrir yfirstandandi kjarasamningaviðræður. Ábyrgðin er okkar allra Launajafnrétti kynjanna og jafn- rétti almennt verður ekki fengið með því einu að gera kröfu á einhliða að- gerðir ríkisvalds eða stjómmála- manna. Raunverulegu jafnrétti verður ekki náð nema við séum öll meðvituð um hlut okkar í að ná því markmiði. Þar bera bæði launþegar og vinnu- veitendur mikla ábyrgð. Sjálfstæðar konur hvetja viðsemjendur því ein- dregið til að ti-yggja að komandi kjarasamningar feli í sér framfara- skref í átt til aukins jafnréttis kynj- anna. Aðeins þannig er samið fyrir bæði konur og karla til framtíðar! Höfundar starfa með Sjálfstæðum konum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.