Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Árni Sæberg
INGIBJÖRGU Sólrúnu varð tíðrætt um umferðarþungann í hverfinu sem menn óttast að fari vaxandi með tilkomu nýrra vegatenginga.
Hverfafundir borgarsljóra
Skeiðarvogur-
inn hættulegur
gangandi fólki
Umferðin, skólamálin og krafa um heilsugæslustöð voru
mál málanna á hverfafundi borgarstjóra, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, með íbúum Laugames-, Lækja-,
Laugarás-, Sunda-, Heima- og Vogahverfís. Hildur
Einarsdóttir segir frá því helsta sem þar bar á góma.
AHVERFAFUNDINUM sem haldinn
var síðastliðið fimmtudagskvöld
kom fram í máli Ingibjargar Sólrún-
ar Gísladóttur að allir skólar þessa
borgarhluta væru nú einsetnir, þó misvel væri
að þeim búið.
Sagði hún að við Langholtsskóla væri gert
ráð fyrir viðbyggingu, sem hýsa myndi fjöl-
notasal. Yrði viðbyggingunni lokið árið 2000,
en þessi áform hefði ekki enn hlotið endanlega
staðfestinu.
Lækjarskóla sagði hún einnig búa við þröng-
an kost og félagsaðstaða væri þar slæm. Hefði
sú hugmynd komið upp að kaupa viðbótarhús-
næði við skólann og væri hús Fósturskólans
nærtækast ef væri það falt.
Um framtíð Langholts- og Vogaskóla sagði
hún að upp hefði komið sú hugmynd að gera
Vogaskóla að skóla fyrir 1.-7. bekk aðeins.
Unglingadeildirnar yrðu þá fluttar annað hvort
í Langholtsskóla sem þá þyrfti að stækka, eða
í Réttarholtsskóla.
Af leikskólamálum væri það að segja, að
af öllum hverfum borgarinnar væri staðan
best í þessum borgarhluta. Eftirspurn úr hverf-
inu væri þegar fullnægt með því að borgin tók
í rekstur leikskólann Hof við Gullteig á síðasta
ári sem rúmaði eitt hundrað börn.
Jafnframt sagði Ingibjörg að verið væri að
leggja niður gæsluvöll við Sæviðarsund vegna
lítillar aðsóknar, en þá yrðu eftir fjórir gæslu-
vellir í hverfinu.
Af íþrótta- og tómstundamálum væri það
fréttnæmast að nú stæðu yfir viðræður milli
íþrótta- og tómstundaráðs og íþróttabandalags
Reykjavíkur, borgaryfirvalda og sundmanna
um gerð yfirbyggðrar sundlaugar.
Smáþjóðaleikarnir svonefndu yrðu haldnir
næsta sumar í Laugardalslauginni og þeirra
vegna stæðu fyrir dyrum ýmsar breytingar og
lagfæringar sem myndu kosta um tuttugu
milljónir króna. Gestafjöldi í lauginni, sagði
Ingibjörg Sólrún, að hefði numið ríflega hálfri
milljón á síðasta ári.
Skautamenn ættu að kætast því samþykkt
hefur verið að ganga til viðræðna við Iþrótta-
bandalag Reykjavíkur um að bandalagið taki
að sér að byggja yfir skautasvellið í Laugar-
dal en gestafjöldi skautasvellsins var rúmlega
fjörtíu og sex þúsund á liðnu ári.
Fjölskyldu- og hús-
dýragarði breytt
Ingibjörg Sólrún sagði að áformaðar væru
breytingar á rekstri Fjölskyldu- og húsdýra-
garðsins í Laugardal. Gert væri ráð fyrir að í
framtíðarstefnumótun- garðsins verði megin-
áhersla lögð á uppeldis- og kynningarstarf, sem
tengdist innlendri matvælaframleiðslu, vist-
vænu umhverfi og endurvinnslu. Samstarfsað-
ilar sem borgin vildi fá að rekstrinum yrðu
valdir með tilliti til þessa.
Markhóparnir væru börn og unglingar í
grunnskólum, leikskólum og á sumamámskeið-
um. „Skipuð hefur verið rekstrarstjórn sem
er ætlað að undirbúa samninga við samstarfs-
aðila borgarinnar og stofnað verður rekstrarfé-
lag sem ætlað er að reka garðinn, helst frá
byijun næsta árs,“ sagði hún. Á síðasta ári
sóttu garðinn heim um eitt hundrað og níutíu
þúsund manns.
Að sögn Ingibjargar Sólrúnar var samþykkt
fyrir nokknim árum að Glímufélagið Ármann
flytti starfsemi sína úr Sigtúni í Borgarholts-
hverfí. Sagði hún að borgaryfirvöld og Ármann
ræddu nú um hvaða mannvirki þetta kalli á
til að aðstaða félagsins verði sambærileg við
önnur íþróttafélög. Samhliða þessum viðræðum
væri einnig til skoðunar tillaga Ármenninga
að félagið fari hvergi og að samvinna verði
milli Þróttar og Ármanns um uppbyggingu
mannvirkja, íþrótta-og félagsstarfs í þessum
hverfum.
Ingibjörg Sólrún sagði að þegar hefði verið
gerður samningur milli borgarinnar og Þróttar
um flutning á starfsemi félagsins frá Sæviðar-
sundi í Laugardal. „í samningnum er gert ráð
fyrir að borgin eignist húsnæði og svæði Þrótt-
ar við Sæviðarsund en að í Laugardalnum
verði komið fyrir knattspymuaðstöðu á þremur
stöðum fyrir Þrótt. Valbjarnarvöllur verði aðal-
völlur félagsins, félagið yfirtaki rekstur gervi-
grasvallarins og fái æfíngatíma í Laugardals-
höll og byggt verði félags-og búningahús í
samvinnu við félagið," sagði hún.
Hvað félagsmiðstöðina Þróttheima varðaði
hefði verið rætt um að flytja starfsemina að
einhveiju leyti út í skólana með því að aðstaða
þar væri bætt, en einnig hefði verið hugleitt
að útvega annað húsnæði.
Síðan ræddi Ingibjörg Sólrún almennt um
hverfið og sagði meðal annars að þegar hefði
verið ákveðið að íbúðarbyggð risi á gamla
Þróttarsvæðinu við Holtaveg. Hvemig skipulag
svæðisins yrði réðist meðal annars af umfangi
umferðarmannvirkja við Sæbraut, ef væntan-
leg Sundabraut tengdist Sæbraut norðan
Holtagarða eins og Aðalskipulagið gerði ráð
fyrir.
Vilja ekki þunga-
flutningabifreiðar
Borgarstjóri fjallaði töluvert um umferðar-
málin í hverfinu og í fyrirspumum að loknu
upphafserindinu kom fram mikill áhugi á þess-
um málaflokki. Ámi Geirsson gerði umferð
um Skeiðarvoginn að umtalsefni og sagði að
mikill fjöldi þungaflutningabíla frá Sundahöfn
færi um Skeiðarvoginn en yfir Skeiðarvoginn
færi fjöldi barna á leið sinni í skóla. Taldi
hann tengibrautarhlutverk Skeiðarvogsins
óþarft og vildi að borgin mjókkaði götuna.
í máli Ingibjargar Sólrúnar kom fram, að
vissulega væri mikil umferð um Skeiðarvoginn
eins og um Álfheima, Holtaveg og Sundlaugar-
veg. Væra þetta gegnumakstursleiðir á milli
hverfa og frá athafnasvæðinu við Sund og
yfir á Miklubrautina. Sagðist hún gjarnan vilja
gera eitthvað til að draga úr umferð þunga-
bíla og taldi æskilegt að beina þeim fremur
upp á Sæbrautina og þaðan á Miklubrautina.
Mislæg gatnamót sem ættu að koma á gatna-
mótum Réttarholtsvegar, Skeiðarvogs og
Miklubrautar myndu létta umferð sem væri
að fara í Grafarvog og Breiðholt.
Ágúst Tómasson tók undir málflutning Áma
og spurði meðal annars hve margir bílar færa
um Skeiðarvoginn núna og hvað væri gert ráð
fyrir að margir bílar færa um Skeiðarvoginn
eftir að opnuð yrði umferð í Grafarvoginn til
austurs eftir Ósabraut í þeim tilgangi að tengja
athafnasvæðið á Ártúnshöfða við Sundahöfn-
ina
Ingibjörg Sólrún sagði að um Skeiðarvoginn
færa nú sex þúsund bílar á sólarhring að
meðaltali. Ekki væri gott að segja hve mikið
umferðin myndi aukast ef af gerð Ósabrautar
yrði, en hún væri ein af stofnbrautunum. Sagði
hún að Ósabrautin væri á gömlu skipulagi og
vildi hún miklu frekar reyna að fá ríkið til að
flýta framkvæmdum við Sundabraut. Sá vegur
tengdi Sæbraut og Kleppsvík jfir í Gufunes
og þaðan yfir í Geldinganes og Álfsnes. Sunda-
brautin væri þjóðbraut milli landshluta en hún
tengdi byggðimar sunnan við, það er á Reykja-
nesi og í Reykjavík, yfír á Kjalames og áfram
í gegnum Hvalfjarðargöngin og kæmi þannig
í staðinn fyrir Vesturlandsveg.
íbúar ekki sammála
Magnús Þór vildi vita hvað borgin hyggðist
gera í hljóðvarnarmálum fyrir íbúabyggð við
Sæbrautina en búast mætti við að um tuttugu
þúsund bílar fari um Sæbrautina eftir að hún
yrði breikkuð.
í svari borgarstjóra kom fram að við breikk-
unina fjarlægðist umferðin frá íbúðarhúsunum.
Stefán Haukur sem býr við Sigtún spurði
hvað liði framkvæmdum í Sigtúni og Gullteigi
til að draga úr umferð frá Blómavali og Ás-
mundarsafni um þessar götur. Gert væri ráð
fyrir framkvæmdum á yfirstandandi ári á Ijár-
hagsáætlun borgarinnar en hveijar þær yrðu
virtist ekki vera búið að ákveða.
Ingbjörg Sólrún sagði að ákveðin óeining
ríkti um framkvæmdirnar hjá íbúum þessara
gatna. Til þess að draga úr umferð um Gullteig-
inn hefði komið til tals að opna Sigtún út á
Kringlumýrarbrautina en íbúar Sigtúns væra
ekki ánægðir með þá lausn. Huga þyrfti vel
að framtíðarskipulagi á svæðinu því um kostn-
aðarsama aðgerð væri að ræða.
Helga Sigrún spurði hvort ekki væri hægt
að flýta fyrir því að kæmi heilsugæslustöð í
þetta rúmlega þrettán þúsund manna hverfi.
I svari Ingibjargar Sólrúnar kom fram að
hún hefði nýlega fengið upplýsingar frá heil-
brigðisráðherra um forgangsröðun á byggingu
heilsugæslustöðva í borginni. Þar væri heilsu-
gæslustöð þessa borgarhluta í fjórða sæti.
Kvaðst hún hafa í hyggju að ræða við heilbrigð-
isráðherra um hvort nýta mætti Þróttheima-
húsið undir heilsugæslu og hvort það gæti flýtt
fyrir málinu.
Lág húsabyggð á Þróttarsvæðinu
Tilvonandi húsabyggð á Þróttarsvæðinu var
nokkuð til umræðu. Ásdís Rósa sagði að íbúar
sem byggju við svæðið gætu aðeins sætt sig
við lága byggð þar. íbúarnir vildu einnig sjá
þar athafnasvæði til leikja og íþrótta. Þeir sem
byggju næst Þróttarsvæðinu hefðu allir sem
einn undirritað skjal þar að lútandi sem hún
færði borgarstjóra. Einnig spurði hún hvort í
býgerð væri stækkun Laugamesskólans.
Ingibjörg Sólrún sagði að hún vildi hafa
samráð við íbúana um skipulagningu Þróttar-
svæðisins. Og þó að ekkert hverfi hefði eins
stórt hlutfall útivistarsvæða og þetta hverfi
vegna Laugardalsins færu yngstu börnin ekki
þangað, svo ekki væri útilokað að verða við
óskum íbúanna.
Hvað varðaði viðbyggingu við Laugarnes-
skóla væri það mál viðkvæmt út frá húsagerð-
arlegu sjónarmiði, því vandi væri að koma þar
við viðbyggingu svo vel færi.
Spurt var hvort ekki mætti hafa heitara
vatn í bamasundlauginni í Laugardalnum því
ómögulegt væri að fara með böm í laugina
vegna þess hve hún væri köld.
Ingibjörg Sólrún sagði að í bígerð væri að
loka á milli fullorðins- og bamalaugarinnar
en þá ætti að verða þar sæmilega hlýtt.
Sveinn Karlsson gerði sundkennslu barna í
Langholtsskóla að umtalsefni og sagði að þeg-
ar börnin væra að fara í skólasund væri þar
samstímis fjöldi sundlaugargesta, hann spurði
hvort ekki væri hægt að koma þar upp sér-
stakri aðstöðu fyrir börnin. Eða hvort þau
gætu fengið aðgang að sundaðstöðu Dvalar-
heimilis aldraðra sjómanna.
Ingibjörg Sólrún sagði að sundlaug DAS
væri endurhæfíngarlaug og hefði verið byggð
fyrir þá sem eiga erfitt með að nýta sér almenn-
ingslaugamar meðal annars út af ys og þys í
bömum. Taldi hún þetta ekki raunhæfa lausn
nema væri þá hægt að aðskilja sundtímana.
Helgi sem býr í Goðheimunum spurði hvort
hægt væri að fá gangbrautarvörð við Álfheim-
ana vegna bama sem væru að fara þar yfir í
Langholtsskólann.
„Það mætti skoða það mál og ef til vill prófa
að gera það að átaksverkefni fyrir atvinnu-
lausa, sagði Ingibjörg Sólrún.
Ýmislegt fleira bar á góma eins og að æski-
legt væri að ganga fljótt og vel frá lóðum í
kringum byggingar fyrir aldraða. Tók borgar-
stjóri undir það.
Á fundinn komu milli fjöratíu og fimmtíu
manns. Næsti hverfafundur borgarstjóra verð-
ur næstkomandi mánudag með íbúum Efra-
Breiðholts.