Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ Ég datt tvisvar af baki í ferðinni og ég varð einfaldlega hrædd. Ég lifi á því að standa á sviði og það get ég aðeins gert sé hausinn og ég í heilu lagi og ég held að ég þori því miður ekki aftur á bak eftir skellina." En það glaðnar aftur yfir henni, þegar hún minnist frekari kynna af Islandi, nú af Vigdisi Finnbogadótt- ur. ,,Ég þekkti Vigdísi reyndar lítil- lega áður en hún varð forseti, því við vorum að nokkru í sömu grein og ef maður hefur einu sinni hitt hana sit- ur hún í hjarta manns það sem eftir er. Það var alveg sama hvort við hittumst í þröngum hópi eða hjá Margréti drottningu; alltaf var hún eins. Það er gaman að hlusa á hana, en hún er líka svo dugleg að spyrja skemmtilega og er full af áhuga. Hún vakti ótrúlega hrifningu hér og hefur gert mikið iyrir Island.“ Marie ag Knu-hin heillum harfna ást Það er ekki aðeins á íslandi að myndin af Ghitu Nprby er nátengd frú Skjern í Matador, því í viðtals- bók leikkonunnar, Mine egne veje, segir hún frá því að hún var oft ávörpuð sem frú Skjern. Um þessar mundir er það þó einkum myndin af Marie Hamsun, sem tengist leikkon- unni. Það gleður hana mjög að nú í febrúar hlaut hún verðlaun sænsku kvikmyndastofnunarinnar fyrir túlk- un sína á Marie. „Ég hef haft hana í huga í mörg ár. Hún er dularfull vera, sem átti erfitt líf. Þú og ég erum heppnar, en það er til fólk, sem gerir gnmdvallarmistök í lífinu og sýpur seyðið af því æ síðan.“ Marie Hamsun skrifaði tvær bækur, Regn- buen og Under guldregnen, auk barnabóka. Ghita Nprby beitti sér fyrir endurútgáfu þeirrar seinni og hefur víða lesið úr henni, auk þess sem hún las hana í danska útvarpið. Bréf Knut Hamsuns til Marie hafa verið gefin út og eru að sögn leikkonunnar heillandi lesning. „Þau lýsa á hrífandi hátt hvað ást er, lýsa hinu tilfinningalega og kynferðis- lega aðdráttarafli og því að vera heillum horfinn af ást. En þau gátu hvorki verið saman né skilið, heldur voru hlekkjuð saman af undarlegri ást. Knut var eins og fjall, getinn af fjalli. Það eru hann og Dostojevskí. Hann var snillingur og það er ekki auðvelt að elska snilling. Þess vegna var líf þeirra Marie heldur ekki eins og líf okkar hinna og dætur þeirra urðu undir í þessum átökum þeirra. Það var bara sonurinn Tore, sem náði að eignast sitt eigið líf.“ Hrifning leikkonunnar á Marie dugði ekki ein í glímunni við túlkun hennar. „Marie var nasisti, gekk í flokkinn og það var meira en ég fékk skilið. Það kom sannarlega illa við mig að sjá mynd af henni í þjóðbún- ingi við hliðina á hakakrossinum eða með SS-foringjum. Til að geta gert henni skil fannst mér að ég yrði að skilja það skref hennar. Ég reikaði um á frelsissafninu í Osló og spurði sjálfa mig hvort mér hefði nokkru sinni orðið á glapræði af þessu tagi, en gat ekki séð að svo væri. Ekki fyrr en mér varð hugsað til þess að ég var á sínum tíma gift Itala, sem auðvitað var kaþólskur og þá gerðist ég einnig kaþólsk. ítalska fjölskyld- an mín gladdist, en auðvitað hefði henni þótt nákvæmlega jafn vænt um mig þótt ég hefði ekki skipt um trú. Ég gerði þetta ekki af neinni þörf, heldur bara af þeirri kvenlegu áráttu að ganga of langt í nafni ást- arinnar. Mér fannst að gerðir Marie hefðu verið af sama toga. Hún þurfti held- ur ekki að gangast nasismanum á hönd, en hún gerði það í nafni ástar- innar til að sannfæra Knut um að hún þyrði það. Hann lagðist ekki svo lágt að ganga í einhvern flokk. Hún nýtti nasismann á marga vegu. Hún hafði verið leikkona, en Knut tók þessa skapandi vinnu hennar frá henni og það er þungbært, en hún nýtti nasismann til að taka aftur upp leikinn, fór að að lesa upp texta Knuts. Þá komst hún aftur á svið og naut hylli. Þetta er að minnsta kosti minn skilningur á gjörðum Marie og hann færði mér þá ró, sem ég þurfti til að geta leikið hana.“ Vinnan við Hamsun-myndina varð Ghitu Norby líka kærkomin reynsla, því bæði hún og mótleikari hennar, Max von Sydow, fylgdust LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 27 Afgreiðslutfmi Mán.-föstud. 10:00-18:30 Laugardag: 10:00-17:00 Sunnudag: 13:00-17:00 fyrir alla snjalla „Sautján“ eftir Soya árið 1965. „ÞAÐ er dásamlegt að vinna með jafn mikilhæfum og faglegum leikara," segir Ghita um samvinnuna við sænska leikarann Max von Sydow, sem hér er með henni í atriði úr sjónvarpsmyndinni „Den gode Vilje“ frá 1991. með tilurð handritsins, sem sænski rithöfundurinn Per Olof Enquist samdi, og hún rifjar brosandi upp að í þessum karlahópi barðist hún harðlega fyrir að finna sannfærandi mynd af Marie, finna hina réttu Marie. „Ég kom með handritið fullt af litlum gulum seðlum með athuga- semdum mínum. „Af hverju er þetta svona?“ „Þetta kemur ekki til greina“ „Þetta vil ég ekki gera.“ Ekki svo að skilja að ég hafi viljað gera Marie að einhverjum engli, en mér fannst hún dæmd á forsendum karlanna. Ég eignaðist góðan bandamann í Jan Troell, en ekki síst í Tore Hamsun sjálfum. „Knut er góður, en þetta er ekki mamma,“ sagði hann, þegar hann sá handritið. Eg kveið mikið fyrir að hitta Tore Hamsun í fyrsta skiptið. Ég meinaö... það er ekki auðvelt að hitta mann og eiga að leika móður hans. En þegar ég gekk til hans sagði hann strax: „Þú líkist mömmu.“ Það gladdi mig ákaflega. Því miður lést hann um aldur fram í bílslysi á Spáni áður en kvikmynd- uninni lauk. Hann var listmálari og bjó hluta ársins á Spáni.“ Jan Traell, t/an Sydnww Reumert ag Anna Barg Öll vinnan við Hamsun-myndina var Ghitu Norby hin ánægjulegasta, bæði sökum Marie, en einnig sökum góðs samstarfsfólks, ekki síst leik- stjórans sænska, Jans Troells, og landa hans, Max von Sydow. „Það er sérstök og sjaldgæf reynsla að vinna með Jan Troell. Hann er skáldlegur og viðkvæmur, hefur til að bera kvenlega næmni, þótt hann sé ann- ars mjög karlmannlegur. Maður tæki vafalaust ekki eftir honum á götu, en við myndavélina skapar hann alveg sérstakt og mannbæt- inn. í mörg ár fékk hún aldrei svar, en á endanum tók hann til að svara í sama anda og hún skrifaði. Þegar hún er spurð um samstarfið við Bergman þegir hún fyrst drykk- langa stund. „Það er svo innilega einfalt að vinna með þeim, sem álíta að þú sért bara sú besta. Maður verður betri af því. Það er ekki flók- ið að vinna með honum eins og kannski mætti halda. En hið ein- falda er nú oft hið erfiðasta." !M0rhg ag Streep Ghita Nprby hefur bæði áunnið sér frægð sem sviðsleikkona og kvikmyndaleikkona. Einn munurinn á þessu tvennu er að sviðsleikarinn sér ekki sjálfan sig, meðan kvik- myndaleikarinn getur virt árangur vinnu sinnar fyrir sér, en Ghita Nprby segist ekki horfa á myndir sínar. „Ég hoi’fi aldrei á tökur, með- an ég er að leika í mynd. Ég hef gert það einu sinni og geri það ekki aftur. Annaðhvort verður maður að horfa á tökur að loknum hverjum einasta tökudegi eða láta það vera. Ég hef enga þörf fyrir að sjá tökurnar, því mér dugir að hafa mína eigin mynd fyrir hugsskotssjónum. Frammi- staða mín verður ekki betri af að ég fari að rýna í hvernig ég taki mig út, hvort ég virðist of feit eða ljót. A frumsýningunni á Hamsun hitti ég tvær blaðakonur, sem kölluðu upp yfir sig hvað ég væri hræðilega Ijót. „Ljót, sagði ég undrandi og leit niður eftir kjólnum mínum. „Nei, ég lít nú bara ágætlega út held ég.“ „Nei, ekki núna,“ sögðu þær þá, „heldur í myndinni.“ „Nú, í mynd- inniö... Já, en það er ekki ég.“ Þannig finnst mér það vera. Ég lík- ist Marie, það get ég séð af myndum og er í fótum eins og hún gekk í, sem eru kannski ekki mjög vel valin og fara illa, en mér finnst samt að hvor- ki ég né Marie séum Ijótar. Eftir að ég lék í Den gode vilje, mynd Bille August eftir handriti Ingmar Bergmans, þar sem ég lék aldraða konu, hitti ég Meryl Streep, sem þá var að vinna með Bille að Húsi andanna. Þegar hún sá mig ætlaði hún ekki að trúa að þetta væri ég. „En þú ert gömul kona í mynd- inni,“ sagði hún alveg hlessa.„Já, en ég er nú líka leikkona," svaraði ég og bætti við að ég væri ekki upptekin af hvemig ég sjálf liti út á mynd, held- ur að ég gæti umbreytt mér, svo persónan lifnaði í mér. „Það þori ég alls ekki,“ svaraði Streep þá og ég skildi að hún rekur sjálfa sig sem stórfyrirtæki, sem þarf að koma fram á vissan hátt. Þess þarf ég ► Hann bauð mér að pakka nú svefnpokanum og stígvélunum og koma í átta daga útreiðatúr á Islandi Tomine vefnaðarvara 100% bómull, 280 cm 303,- 550.- FYRSTI skóladagurinn, 13. ágúst 1941. andi andrúmsloft og hefur einstakt lag á að segja frá með myndavél- inni.“ í viðtalsbókinni talar Ghita Norby um þá ánægju, sem felst í því að vinna með fólki er tekur starf sitt af alvöru og fagmennsku. Einmitt þan- nig segir hún að Max von Sydow beri sig að. „Það er dásamlegt að vinna með jafn mikilhæfum og faglegum leikara. Hann er mjög sænskur Svíi og framkoma hans er eins kurteisleg og fullkomin eins og best getur ver- ið. Ég kann að meta að hann svo gíf- urlega iðinn, agaður og vinnusamur og tekur vinnu sína af djúpri alvöru." Leikkonan hefur líka sagt frá því að í upphafi leikferils síns lenti hún í að leika á móti Poul Reumert, sem ekki kunni að meta þessa ungu mót- leikkonu sína og gerði henni lífið fjarska erfitt. Seinna segist hún hafa skilið hann, því hana skorti fag- mennsku og reynslu, þótt hann hefði kannski ekki þurft að vera svona óþægilegur. Ónnu Borg kynntist Ghita Norby líka og þegar hún er nefnd brosir hún hlýlega. „Hún var elskuð og dáð af hverri einustu sál í leikhúsinu. Hún var svo indæl, manneskuleg og hlý. En hún lék ekki aðeins, heldur leikstýrði einnig og mig rámar óljóst 1 að hún hafi leikstýrt manni sínum, sem kunni sannarlega ekki að meta hana sem leikstjóra og var næstum niðurlægj- andi við hana. Það breytti því þó ekki að hann dáði hana. Það var hörmulegt að missa hana.“ I viðtalsbókinni segir hún feimn- islega frá aðdáun sinni á Ingmar Bergman, sem hún tók upp á að senda stutt bréf stöku sinnum með athugasemdum um daginn og veg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.