Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 49 Dagur tónlistarskólanna DAGUR tónjistarskólanna verður haldinn hátíðlegur um allt land í dag og á morgun 2. mars, til að vekja athygli almennings og stjórn- valda á því mikla starfi sem fram fer í tÖnlistarskólum. 4 Tónlistarskóla ísafjarðar verð- ur boðið til eins konar „tónlistarhá- tíðar æskunnar" og verða árlegir miðsvetartónleikar Tónlistarskól- ans í hátíðarsal Grunnskóla Isa- fjarðar og kl. 17 báða dagana. Hátt á annað hundrað nemend- ur koma fram í samleik af ýmsu tagi. Ýmsir hljófærahópar og hljómsveitir koma fram. Strengja- sveit skólans leikur á báðum tón- leikunum og flytur tvo konserta eftir Vivaldi með einleikurum á fiðlu og gítar. Veitingar verða seldar í hléum á tónleikunum og rennur ágóðu þeirra í ferðasjóð strengjasveitar skólans. Aðgangur er ókeypis. Tónskóli Eddu Borg í Reykjavík notar alla næstu viku til að koma nemendum sínum á framfæri, með tónleikahöldum og hljóðfærakynn- ingu. Þessi „Opna vika“ hefst 1. mars með tónleikum í Seljakirkju kl. 14, 15 og 16. og 2. mars leika nemend- ur við messur í Seljakirkju kl. 11 og 14. Kvikmynda- sýning í Nor- ræna húsinu KVIKMYNDASÝNINGAR fyrir börn og unglinga eru í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Nú á sunnudag verður norska kvik- myndin Herman sýnd. Myndin gerist árið 1961 þegar Zorro er aðalhetjan í kvikmynda- húsunum og klipping hjá rakaran- um Tjukken kostar 3 kr. Herman er 11 ára gamall strákur sem á mömmu sem vinnur í búð og pabba sem keyrir vörubíl. Dag einn breyt- ist líf hans skyndilega því hann veikist og missir hárið. Krakkarnir í skólanum stríða honum en hann lætur það ekki á sig fá því hún Ruby með rauða hárið brosir svo fallega til hans og það er alveg nóg fyrir hann. Myndin er frá árinu 1990 og er 102 mínútur að lengd. Hún er byggð á samnefndri sögu eftir Lars Saabye Christiansen. Allir eru vel- komnir og aðgangur er ókeypis. ■ Á FJÖLMENNUM félagsfundi Sjálfsbjargar á höfuðborgar- svæðinu þriðjudaginn 25. febrúar var m.a. fjallað um kjaramál og voru eftirfarandi ályktanir sam- þykktar: „Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, haldinn þriðjudaginn 25. febrúar 1997, skorar á þá aðila sem eru þessa dagana að semja um kaup og kjör að gleyma ekki öryrkjum og þeim sem eiga erfitt með að gæta hags- muna sinna vegna fötlunar. Fund- urinn skorar á samninganefndir að setja það sem algjört skilyrði fyrir undirskrift samninga að örorkubæt- ur fylgi launaþróuninni.“ Háir jaðarskattar öryrkja „Félagsfundur Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu haldinn þriðju- daginn 25. febrúar 1997, skorar á nefnd er fjallar um jaðarskatta að hafa í huga að öryrkjar eru með mjög háa jaðarskatta. Viljum við eindregið fara fram á að nefndin taki alvarlega til athugunar mál þeirra er fá greiddar örorkubætur." Komust í úrslit FJÖGUR íslensk pör komust í úr- slit á Opna Kaupmannahafnarmót- inu í samkvæmisdönsum á dögun- um. Birtar hafa verið myndir af þremur paranna hér í blaðinu og hér birtist mynd af fjórða parinu. þau heita Gunnar Hrafn Gunnars- son og Ragnheiður Eiríksdóttir og komust í úrslit í suður-amerískum dönsum, þar sem þau höfnuðu í 6. sæti. Poppmessa í Grafarvogs- kirkju á æsku- lýðsdaginn POPPMESSA verður flutt á æsku- lýðsdaginn, sunnudaginn 2. marz klukkan 20.30, í aðalsal Grafar- vogskirkju. Unglingakór Grafarvogskirkju syngur undir stjórn Áslaugar Berg- steinsdóttur, Bubbi Morthens syng- ur og hugleiðir lífið og tilveruna, gospelhljómsveitin Hringir leikur og æskulýðsfélagar koma fram. Félagar úr öðrum æskulýðsfélögum sem eru innan vébanda ÆSKR taka þátt í guðsþjónustunni. Tískan 1997 á Hótel íslandi KEPPNIN Tískan verður haldin sunnudaginn 2. mars á Hótel ís- landi. Slagorð keppninnar í ár er: Hreint vatn fyrir alla; til að vekja fólk til umhugsunar um að stór hluti jarðarbúa hefur ekki aðgang að hreinu vatni, segir í fréttatil- kynningu. Þessi keppni hefur verið haldin árlega sl. 11 ár og það er tímarit- ið Hár og fegurð sem stendur fyr- ir henni. Keppt verður í fimm iðn- greinum, samtals fjórtán keppnir og verða veittir 30 bikarar í fyrsta sæti. Fatagerðarfólk verður með tískusýningu á þeim fatnaði sem er í keppninni og Félag íslenskra gullsmiða verður með sýningu á keppnisskartgripum á sýningar- básum og á sviðinu um kvöldið. Sönghópurinn Snörurnar kynnir geisladisk sinn, samtökin „komið og dansið“ kenna fólki létta dans- sveiflu. Á sýningarbásunum verða ýmis fyrirtæki með kynningu á vörum sem varða tísku og útlit og fatahönnuðir verða með kynning- arbás þar sem kynnast má nánar þeirra vinnu. Kynnir á keppninni verður Gunnlaugur Helgason. Minnsta tröll í heimi í Ævin- týra-Kringlunni SÖGU S VUNTAN verður með brúðuleiksýninguna Minnsta tröll í heimi í dag kl. 14.30 í Ævintýra- Kringlunni. Það er Hallveig Thorlacius sem samdi þáttinn og stjórnar brúðunum. Leikstjóri er Helga Arnalds. Hallveig hefur ferðast víða með þessa sýningu jafnt innan lands sem utan. Sýningartími er rúmar 30 mínútur og er miðaverð 500 kr. Ævintýra-Kringlan er bama- gæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni og þar geta viðskiptavinir Kringlunnar skilið börnin eftir á meðan þeir versla. Ævintýra-Kringlan er opin 14-18.30 virka daga og kl. 10-16 laugardaga. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Val- geiri Magnússyni framkvæmda- stjóra auglýsingastofunnar Haus- verks vegna fréttar sl. fimmtudag um áfengiskynningu. „í fréttinni er vitnað í eftirlits- menn veitingahúsa og lögreglu. í fréttinni er sagt frá afskiptum eftirlitsmanna af Finlandiakynn- ingu. Talað er um að gestir veitinga- húss, þar sem flestir væru undir tvítugu hefðu fengið að smakka. Ekki var farið inn á neina slíka staði með kynningarnar. Talað er um að stúlkurnar hefðu ekki haft fyrir því að spyrja um skilríki áður en þær byðu fólki að smakka, að sögn lögreglu. Þar sem eingöngu var gefið áfengi inni á Athuga- semd við frétt stöðum þar sem aldurstakmark var 20 ár eða hærra, þá gerist slíks ekki þörf. Engin afskipti lög- reglu voru af málinu. Talað er um að stúlkurnar hefðu gefið ungmennum áfengi úti á götu. Aldrei var slíkt viðhaft enda fóru stúlkurnar milli staða í bif- reið og héldu umsjónarmenn á kútunum út af veitingastöðunum. Talað er um að stúlkurnar hefðu neitað að framvísa skilríkjum. Það er ekki rétt, en þær gátu ekki framvísað þeim sökum þess að ekki er gert ráð fyrir aukahlutum eins og skilríkjum í þeim búning- um sem þær voru í. Umsjón með verkefninu hafði Hausverk auglýsingastofa. Allar kynningarnar fóru fram inni á veitingastöðum í samráði við veit- ingamenn. Aldrei var áfengi veitt gangandi vegfarendum. Afskipti voru höfð af kynningunni í Óperu- kjallaranum sem hefur 25 ára ald- urstakmark og sáu eftirlitsmenn að löglega var að kynningunni staðið og höfðu ekki frekari af- skipti það kvöldið en kynningarnar fóru einnig fram í Þjóðleikhúskjall- aranum sama kvöld og með þeirra vitneskju." Fyrirlestrar um uppbyggingu og þróun Alnetsins RANNSÓKNAÞJÓNUSTA Háskól- ans efnir mánudaginn 3. mars kl. 13.30 til ráðstefnu um uppbyggingu og þróun Alnetsins í Ársal Hótels Sögu. Fyrirlestrana flytja tveir brasilískir sérfræðingar um tölvu- væðingu í heimalandinu. Dr. Carlos Lucena, prófessor, flytur fyrirlestur sem ber yfirskriftina „The Internet Project in Brazil", en fyrirlestur dr. Maisa Lucena, verkefnisstjóra kall- ast „The Kidlink Project of Brazil“. Dr. Carols Lucena er prófessor í tölvunarfræðum, yfirmaður mið- stöðvar vísinda og tækni ásamt því að vera aðstoðarrektor PUC-Rio í Rio de Janeiro í Brasilíu. Hann er ennfremur aðjúnkt við háskólann í Waterloo í Kanada, sem hann heim- sækir reglulega. Dr. Lucena hefur um aldarfjórðungs reynslu af tölvu- málum í háskólanum hefur setið í fagráði um tölvunarfræði hjá brasil- íska rannsóknaráðinu og stýrihóp um sömu mál á vegum menntamála- ráðuneytisins. Hann hefur tekið þátt í samstarfi milli heimalandsins og Þýskalands um uppiýsingatækni og situr nú í stjórn „Internet í Brasilíu" og yfirstjórn landsins um vísindi og upplýsingatækni. Marisa Lucena hefur nýlokið doktorsverkefni um tölvusamskipti barna. Hún leiðir tölvusamskipta: verkefni fyrir börn 10-15 ára. í Brasilíu hefur átt sér stað markverð uppbygging á Kidlink verkefninu m.a. fyrir börn sem minna mega sín. Frá því Kidlink verkefnið hóf göngu sína árið 1990, hafa um 80.000 börn, frá 97 þjóðlöndum, tekið þátt í því. Öllu áhugafólki um uppbyggingu Alnetsins og notkunarmöguleika þess í námi og kennslu er boðið að koma og hlýða á fyrirlestrana. Fuglaskoðun í Skerjafirði í TILEFNI af æskulýðsdeginum mun Fuglaverndarfélag íslands standa fyrir fuglafræðslu við Skelj- ungsstöðina í Skeijafirði sunnudag- inn 2. mars kl. 14.30-16.30 og hvetur félagið yngri kynslóðina sér- staklega til að mæta, segir í frétta- tilkynningu. Þaulvanir fuglaskoðarar verða á staðnum og sýna gestum og gang- andi hvernig greina má hinar ýmsu fuglategundir í sundur. Rúmlega 20 tegundir sjást daglega í Skeija- firðinum og er það með því mesta sem hægt er að sjá á Innnesjum að vetrarlagi. Að undanförnu hafa auk þess haldið sig þarna ljóshöfða- önd og lappajaðrakan en báðar teg- undirnar eru flækingsfuglar hér- lendis. Iðja furðar sig á seinagangi IÐJA, félag verksmiðjufólks, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. „Almennur félagsfundur í Iðju, félagi verksmiðjufólks, haldinn mið- vikudaginn 26. febrúar 1997, lýsir furðu sinni á þeim seinagangi sem er í samningaviðræðum við atvinnu- rekendur og því skilningsleysi á kjörum starfsmanna sinna sem kemur fram í viðbrögðum þeirra við hóflegum og vel rökstuddum kröfum félagsins. Fundurinn telur að verði ekki breyting á gangi samninganna til hins betra á allra næstu dögum sé óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða til að knýja fram lausn í deilunni. Fundurinn felur því samninganefnd félagsins að undirbúa nú þegar atkvæðagreiðslu um verkfall og felur henni að ákveða dagsetningar í því sam- bandi.“ LEIÐRÉTT Matskeið varð að teskeið I ÞÆTTINUM Matur og matgerð sl. fimmtudag slæddist villa inn í báðar uppskriftirnar. Sagt er að við*'1 langa lyftingu eigi að nota hálfa teskeið af þurrgeri. Þarna átti að standa í textanum hálfa matskeið við langa lyftingu. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessari klaufa- legu misritun. Var ekki að afplána refsidóm í FRÉTT á baksíðu Morgunblaðsins 28. febrúar sl. sem ber fyrirsögnina „Strokufangi handtekinn“, er rang- lega greint frá því að maðurimr hafi verið „að afplána refsidóm“. Hið rétta er að maðurinn var í haldi lögreglu þegar hann strauk. Er þetta leiðrétt hér með. Lína féll niður í AÐSENDRI grein Jóns Þórarins- sonar, sem birtist í Morgunblaðinu í gær, féll niður lína, sem brenglaði málsgrein. Hún átti að vera svo- hljóðandi: „Allt er þetta gott og blessað, og einskis óska ég þessari starfsemi og öllum sem að henni standa nema góðs eins. Það eina, sem ég hef við þetta að athuga er notkun orðanna (íslensk) „tónlist" og „tónlistarlíf" í þessu sambandi. Hér þrífst nefni- lega önnur tónlist og annað tónlist- arlíf, sem ekki kemur til álita, þeg- ar „íslensku tónlistarverðlaunun- um“ er úthlutað, enda heyrir það á engan hátt undir iðnaðarráðuneyt- ið, en er þó að margra dómi ekki síður mikilsvert en músíkiðnaður- inn.“ Nafn féll niður 1 FRÉTT um leiksýningu mennt- skælinga að Laugarvatni í gær féll niður nafn eins tónlistar- og söng- stjórnandans, Hreiðars Inga Þor- steinssonar. Beðist er velvirðingar á því. LANCOME kynning á vorlitunum í dag. Glœsilegur kaupauki Sama verð og í Evrópu G! H Y G E A jnyrti vöru vcrdlun Austurstrati 16, simi 511 4511 snyrtivöruverslun Strandgötu 32, Hatnarfirði, sími 555 2615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.