Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 MORGUNBLAÐIÐ UTI AÐ BORÐA LEIKKONUNNI GHI Hið einfalda er oft hið erfiðasta Danska leikkonan GHITA N0RBY á sér margar ásjónur í huga þeirra er hafa séð hana. Framan af var hún sæta unga leikkonan, síðan frú Skjern í Matador og nú síðast Marie Hamsun. Dags dag- lega er hún barnslega glaðleg, hrein og bein og á ekki til neina prímadonnustæla. Sigrún Davíðs- dóttir mælti sér mót við hana á gömlum og falleg- um veitingastað 1 útjaðri Kaupmannahafnar. SÆL, þetta er Ghita N0r- by. Eg er nú búin að skrúfa fyrir viðtöl, en fyrst beiðnin kemur frá Islandi, þá vil ég gjarnan hitta þig,“ sagði glaðleg og hressileg rödd í símann, sem svar við bréfi með beiðni um viðtal fyrir Morgun- blaðið. Leikkonan Ghita Norby býr á Sjálandi, norðan Kaupmannahafn- ar, svo við mæltum okkur mót á Skovshoved Hotel, sem liggur við Strandvejen, um tuttugu mínútna akstur norður frá miðborginni. Meðan ég beið eftir leikkonunni sagði yfirþjónninn mér, á dönsku með frönskum hreimi, að þarna hefði fyrst verið byggt hótel 1685, en það síðan brunnið og tvílyfta hús- ið, sem nú stendur, hafi verið byggt á síðustu öld. Veitingasalurinn er einn og sér heimsóknarinnar virði, því hann er skreyttur veggmálverk- um af framandi görðum, dyggðug- um konum og páfuglum og fellur vel að aðliggjandi glerskála, skreyttum ódyggðugu kvenfólki hins umdeilda danska listmálara Franz Kannik. Matseðillinn var áhugaverð lesning og vakti fógur fyrirheit. Leikarar eru yfirleitt agað fólk og Ghita Norby er þar engin undan- tekning, svo hún sigldi í salinn á um- sömdum tíma. Hún hefur þetta ómótstæðilega, gáskafulla og stelpulega bros, sem nær alveg til augnanna, hárið í óreiðu og rauðlit- að og öldungis ódömulegt. Röddin er hljómmikil og orðfærið fallegt. Hún var í rauðbleikri síðri og víðri peysu og buxum við og sjal í blóma- litum með óræðu blómamynstri. Okkur kom saman um að panta tvo forrétti hvor, kannski af því að við komumst aldrei lengra í lestrin- um, en líka af því að það er hæfileg- ur hádegisskammtur fyrir dömur. Við byrjuðum á „blini“, rússneskum bókhveitipönnukökum, með kavíar; rússneskum kavíar, sænskum kaví- ar eða urriðahrognum og svo sýrð- um rjóma. Við vorum á því að velja urriðahrognin, en þjónninn líflegi gerði okkur ómótstæðilegt boð um „blini“ með öllum þremur tegundun- um. Ghita Norby valdi sér sneiðar af andabringu með léttri sósu og rif- inni piparrót, en ég fennelpæja með reyktum laxi. Leikkonan kaus hik- laust vatn og þá við báðar og þjónn- inn bauð okkur brosandi að drekka eins og við vildum, því af nógu væri að taka. Skemmst er frá að segja að maturinn var ævintýralega góður og urriðahrognin slógu hiklaust rúss- neska kavíarnum við. íslenskar útreiðar ag frygðarstunur „Þú mátt bóka að ég hef verið á íslandi og það er nú saga að segja frá því,“ segir Ghita Norby þegar talinu víkur frá matnum og að svari hennar við viðtalsbeiðninni. Þegar Matador var sýndur á Islandi heim- sóttu íslenskir blaðamenn hana og hún fræddi þá meðal annars á því að hún hefði stundað útreiðar á ís- lenskum hestum, sem væru þeir bestu í heimi. Skömmu seinna var hringt í hana frá leikarasamband- inu, því þangað hafði borist bréf frá íslenskum manni. „Hann bauð mér að pakka nú svefnpokanum og stíg- vélunum og koma í atta daga út- reiðatúr á íslandi. Ég sagðist nú ekki standa í að þiggja svona boð, en fékk þá að vita að boðið næði líka til mannsins míns og væri frá Eldhest- Ég var óskaplega seinþroska og lengi að fullorðnast. GHITA N 0 R B Y um, svo við hjónin drifum okkur og betri ferð er ekki hægt að ímynda sér. Hugsaðu þér að leggjast í heit- an poll og heyra hestamennina reka upp frygðarstunur af sælu, eftir að hafa setið hest allan daginn! Við höf- um aldrei átt betri daga með hest- um, náttúrunni og matnum ... mat- urinn var dásamlegur. Svend, maðurinn minn, er tónlist- armaður og þegar við gistum í skóla dönsuðum við alla nóttina, því hann spilaði á píanóið og ég eídaði mat, eins og ég hef svo gaman af, og svo var sofið á leikfimidýnum. Enginn hugsaði um að líta vel út, ekkert „pjatt“. Þetta var himneskt... Og svo að sjá þessa íslensku karlmenn sitja hest... Ef það er ekki eggjandi sjón, þegar þeir sitja með fæturna svona þétt upp að hestinum, þá veit ég ekki hvað það er. Og allt þetta fallega Morgunblaðið/Sigrún Davíðsdóttir kvenfólk. Ferðin var stórkostleg feg- urðarupplifún, hvorki meira né minna - en nú verðum við að borða,“ segir Ghita Norby og rekur upp eina af þessum krakkalegu hlátursrokum sínum. „Ég man alveg hvar ég er og missi ekki þráðinn, vertu viss!“ Við einbeitum okkur að rússnesku pönnukökunum, sem framkalla hrifningarhljóð, sem jafnast kannski ekki á við frygðarstunur hesta- manna í heitum polli eftir langan út- reiðardag, en nægja til að yfirþjónn- inn lítur ánægjulega til okkar. Og rétt er það. Leikkonan veit nákvæm- lega hvað hún vill segja meira um Is- land, því að hestunum afgreiddum er röðin komin að mannfólkinu: „Til að endurgjalda útreiðarferð- ina héldum við Svend tónlistarkvöld í Norræna húsinu og þar mætti meðal annars samferðafólk okkar. Ég ætlaði ekki að þekkja það aftur, þegar það var komið úr útreiðagall- anum og í betri fötin!“ Það dregur ögn niður í leikkon- unni, þegar hún hugsar til þessara góðu daga, sem ekki koma aftur. „En ég er víst ekki fædd reiðkona og því miður hef ég ekki riðið síðan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.