Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Dýraglens
Tommi og Jenni
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329
• Netfang: lauga@mbl.is
Vöragjöld af
skotvopnum
og búnaði
Frá Halldóri Þorvaldssyni:
ÞEGAR mér datt í hug að skrifa
þessa grein minntist ég vísu sem
ég las fyrir mörgum árum og var
hún á þennan veg:
Margir nú starfa að menningu hér,
mikið úr sorpinu grafið
Það vinsældir hlýtur, sem vitlausast er,
því verðmeira kastað í hafið.
Síðan hef ég oftar en einu sinni
haft tilefni til að rifja upp þessa
vísu en væri sennilega búinn að
gleyma henni annars. Tilefni
þessara skrifa minna er fyrir-
spurn á Alþingi frá Kristjáni Páls-
syni alþingismanni til fjálmála-
ráðherra um 25% vörugjald á
byssur, skotfæri og skyldan bún-
að.
íþróttir göfga manninn og eru
útivistarfélög hér á landi nokkuð
mörg og margvísleg. Þegar maður
fær áhuga á ákveðinni útivistar-
iðju þarf maður oftar en ekki að
fjárfesta í einhvers konar búnaði.
I flestum tilfellum rennur viss
upphæð til ríkisins í formi tolla,
vörugjalda og virðisaukaskatts,
svo eitthvað sé nefnt. Menn eru
eðlilega misjafnlega sáttir við
hvers kyns skattlagningu, þótt
oftast sé hún nauðsynleg. Þó er
það æskilegt að samræmi sé í
skattlagningu á skyldum búnaði.
Ymiss konar íþróttabúnaður, s.s.
skíðavörur, golfsett og veiðistang-
ir, eru undanþegin vörugjaldi. Hins
vegar er 25% vörugjald lagt á
byssur, skotfæri og skyldan bún-
að. Nú er það svo að menn, sem
stunda skotveiðar, eru einnig
skyldaðir til að greiða fyrir veiði-
kort. Ekki skal ég ég deila um
réttmæti þeirrar skattlagningar,
en á hinn bóginn vil ég vekja at-
hygli á þeirri grófu mismunun sem
felst í vörugjaldinu. Sá hópur
manna, sem stundar skotfimi og
skotveiðar í frístundum, greiddi
rúmar 30 milljónir króna til ríkis-
sjóðs síðastliðið ár í formi skatta,
sem annað útivistarfólk þarf ekki
að greiða.
Eftir stendur að frístundaiðja
sú sem felur í sér notkun skcjt-
vopna er eina frístundaiðjan á ís-
landi sem er skattlögð sérstaklega.
Ég á ekki von á því að rök séu
til fyrir því að vörugjöld á sport-
vörur, eins og byssur, skot og
skyldar vörur, séu 25% á sama
tíma og vörugjöld á aðrar sport-
vörur, eins og skíði, veiðistangir
og golfsett, séu engin. Ég vil því
fara þess á leit við háttvirtan fjár-
málaráðherra að þetta misræmi og
þessi vörugjöld verði afnumin hið
fyrsta.
HALLDÓR ÞORVALDSSON,
skotveiðimaður og félagi í
Skotveiðifélagi íslands.
Nám í fiskiðn er
á Islandi
Frá Gísia Erlendssyni:
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
og viðtals við skólameistara
Menntaskólans í Kópavogi 25.
febrúar sl., auk fleiri frétta um
málefni menntunar í fiskiðnaði að
undanförnu, langar mig að koma
eftirfarandi á framfæri.
Nám í fiskiðnaði hefur verið
veitt í Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði undanfarin 25 ár.
Skólinn hefur á þessum árum út-
skrifað 375 fiskiðnaðarmenn og
70 físktækna.
Fyrir tæpum tveim árum var
nám við skólan endurskipulagt,
fyrsti hópur fiskiðnaðarmanna eft-
ir þessu nýja skipulagi mun út-
skrifast í vor.
Fiskvinnsluskólinn er í nýlegu
húsnæði í Hafnarfírði. Húsnæðið
er nær 2.000 fermetrar að stærð
og búið flestum þeim tækjabúnaði
sem fiskvinnslustöð hefur yfír að
ráða nú til dags.
Þrátt fyrir verulegan húsa- og
vélakost förum við með hluta af
verklegu kennslunni út fyrir veggi
skólans. Við byggjum þetta þannig
upp að við gerum samning við
fyrirtæki á ýmsum sviðum um
aðstöðu til kennslu og kynningar.
Þetta á við um vinnslu eins og
ýmiskonar fullvinnslu sjávaraf-
urða, rækjuvinnslu og niðurlagn-
ingu.
Samstarfið við atvinnuvegina
lofar góðu hvað þetta varðar. Ég
tel útilokað fyrir sérskóla af þess-
ari stærðargráðu að vera með all-
ar vélar og tæki sem þarf til að
kenna allt það sem atvinnuvegim-
ir þarfnast í eigin eign. Hættan
væri einnig á að erfiðlega gengi
að endurnýja tækjakostinn jöfnum
höndum og breytingar verða.
Verkmenntaskóli verður að
kenna þá tækni sem nýjust er
hverju sinni, nemendur verða að
námi loknu að vera boðberar
nýrrar tækni út í atvinnulífið.
Ef það tekst þá erum við í góðum
málum.
GÍSLI ERLENDSSON,
forstöðumaður Fiskvinnsluskólans
í Hafnarfírði.
Ailt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.