Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 1. MARS 1997 V IK ;u MORGUNBLAÐIÐ
U 3 I
Ég hef varðveitt gledina, einlægnina
og barnið í mér og án þess vildi
ég ekki vera
GHITA N0RBY
POUL Reumert og Ghita Norby í MEÐ leikstjóranum Bille August
uppfærslu Konung lega leik- við upptökur á sjón varpsmynd-
hússins á “Den dode Dronning" inni „Den gode vilje“ í Stokk-
árið 1957. hólmi 1990.
GHITA og Ingmar Bergman á æfingu á verki Moliérs „Nirfillinn“ í
Konunglega leikhúsinu árið 1973. „Það er ekki flókið að vinna
með honum eins og kannski mætti halda,“ segir hún um sam-
starfið við þennan umtalaða leikstjóra.
sem ► betur fer ekki. Hún lék svo
í Húsi andannaán þess að þora og ár-
angurinn varð eins og hann varð.“
Leikkonana rifjar upp með glettni
þegar hópurinn fór svo með Den
gode vilje til Cannes „og ég var auð-
vitað í Cannes-fotum með stæl.
Enginn tengdi mig við gömlu kon-
una í myndinni og allir héldu að ég
væri ritari. Þetta var spaugilegt í
aðra röndina, en líka svolítið skekj-
andi reynsla, því það er nú einu
sinni til það sem heitir leikLIST. Ef
ég hefði haldið fast við að vera alltaf
sæt og mittismjó stelpa, þá hefði ég
aldrei orðið sú sem ég er. Ég get al-
veg viðurkennt að það var ekki án
feimni sem ég stikaði yfir akurinn
sem Marie í upphafi myndarinnar
og allt hristist á mér. Auðvitað sé ég
að það er svolítið rosaleg sjón, en
það verður að koma fram að hún er
þar í miklu uppnámi.“
í upphafi leikferils síns var Ghita
Nprby gjarnan sæta stelpan með
brosið og spékoppana og hefur síðan
elst með hlutverkum sínum og verk-
efnum. Hvernig leggst þá aldurinn í
leikkonu, sem óhjákvæmilega hlýtur
að eiga mikið undir útlitinu? „Það er
svosem bæði gott og vont, en það er
bara gagnslaust að streitast á móti.
Auðvitað er dapurlegt að missa það
sem maður hefur haft, en ég hef nú
samt hvorki látið strekkja mig né
sjúga. Ekki veit ég hvað ég gerði ef
ég væri ekki leikkona, en ég nota
líkamann og langar ekki til að hann
verði á einhvern hátt falskur. Ég
reyni eftir bestu getu að grotna ekki
niður, en við göngum óhjákvæmi-
lega í áttina að hnignun. Eg stunda
líkamsrækt og svo sjóböð á veturna
og það er alveg sérstök nautn. Ég
geng reyndar ekki svo langt að-
brjóta valdr á ísinn, það er aftur
þetta að ég gæti mín vel og er
hrædd við að meiða mig. En mér líð-
ur vel í vatni, það er mitt rétta um-
hverfi."
Jafnvægi ag hiá
áhregfáa
trgggingarfé
Jafnvel mesta aðgát dugir ekki
endilega gegn sjúkdómum og fyrir
nokkrum árum fékk leikkonan
krabbamein, sem hún hefur síðan
fengið bót á. Eftir þá reynslu segist
hún fyrst hafa skilið það, sem oft
heyrist, að eftir svo erfiða reynslu
geti lífið orðið enn betra en áður.
„Ég veit ekki hvort þetta eru bara
sjálfkrafa viðbrögð við erfiðri
reynslu. Ég get ekki sagt að lífið
hafi orðið mér kærara á eftir, því ég
hef alltaf elskað að lifa og hugsunin
um dauðann er mér ekki í huga dag-
lega. Þessi reynsla var fremur eins
og ég hefði verið hrist til og hún
fylgir mér sem vitund um eitthvað,
sem ég hef lagt að baki. Við kvik-
myndaleik er maður tryggður í bak
og fyrir og fram að Hamsun-mynd-
inni gat ég bara farið í gegnum
plöggin og merkt nei við alla sjúk-
dóma. Það get ég ekki lengur og
mun heldur aldrei geta.“
Ghita Norbv er sannfærð um að
það var engin tilviljun að hún veikt-
ist og trúir á samhengi sjúkdóma og
lifnaðarhátta. „Ég glímdi á þessum
tíma bæði við hjónabandsörðugleika
og verkefni, sem var mér of erfitt.
Mig hafði lengi langað að leikstýra
og fyrir valinu varð Othello, sem
aldrei skyldi verið hafa. Það sem átti
bara að vera lítil sýning í litlu húsi
endaði sem risasýning í risaleikhúsi
og ég hafði ekki vit á að segja: Hing-
að og ekki Iengra. Það sem skiptir
máli er ekki endilega hversu erfitt
verkefnið er, heldur að ég neitaði að
horfast í augu við að það hæfði mér
engan veginn.
Ætli við séum ekki almennt dug-
leg að bæla niður það sem okkur
finnst óþægilegt, en á stundum
göngum við of langt. Læknarnir
segja vísast að þetta sé nú meira
ruglið, en ef maður gengur á ónæm-
iskerfið og á undirstöðukraftana í
okkur sjálfum, sem eiga helst að lig-
gja sem óhreyft tryggingarfé, þá á
maður á hættu að fara illa með
sjálfan sig, þó auðvitað endi það
ekki endilega með krabbameini. Ég
gekk á minn eiginn hlut og það fór
sem fór. Ég hafði ekki hugrekki til
að fylgja eingöngu óhefðbundnum
lækningaaðferðum, eins og maður-
inn minn hafði búist við, heldur
fylgdi ég líka ráðum læknanna.
Lækningin gengur nærri manni og
því álít ég að ekki veiti af að styrkja
sig og það gerði ég með bætiefnum,
matarræði og naut handleiðslu til
að berjast andlega gegn sjúkdómn-
um, til að hugsa mér hvað gengi á í
líkamanum. Ég var alveg nógu
langt leidd, þótt það sé engin
ástæða til að gera meira úr þessu en
efni standa til, því ég fékk ekki ban-
vænt krabbamein og mér dugði að
fara fjórum sinnum í „kemóter-
apíu“.“
Hún sæta Ehita
Þegar Ghita Nprby nefnir bæl-
ingu reikar hugurinn aftur til barn-
æskunnar, sem hún gerir grein fyrir
bæði á fallegan en jafnframt ógnar-
legan hátt í viðtalsbókinni. Á ytra
borðinu átti hún hina fullkomnu
barnæsku, en innra með henni
bærðust hugsanir, sem aldrei fengu
útrás. Hún lýsir uppeldi, sem var
laust við skilning á hugarheimi
barnsins og þetta skilningsleysi hef-
ur hún glímt við fram á fullorðinsár,
ekki síst sambandið við móður sína.
„Nú er mamma 93 ára og býr enn á
4. hæð í Nýhöfninni, þar sem ég ólst
upp, og er orðin mjög sjóndöpur.
Hún er dugleg að nýta hljóðbækur
blindrafélagsins, fer í leikhús og
kvikmyndahús og hlustar á tónlist.
Hún fylgist vel með og það er sann-
arlega stórkostlega aðdáunarvert,
en ég get ekki annað sagt en að það
hefur verið svolítið annað að vera
barn hennar.
Hún vildi aðeins sjá mig sem hana
sætu Ghitu og þannig get ég einfald-
lega ekki alltaf verið, svo ég held
mig í hæfilegri fjarlægð. Ég held
hún muni aldrei nokkurn tímann
skilja mig. Mamma treysti mér
aldrei, heldur tók af mér alla
ábyrgð. Ég var óskaplega sein-
þroska og lengi að fullorðnast. Og
það er enn þannig að ef mamma seg-
ir eitthvað og ég segist ósammála,
þá svarai- hún snögg upp á lagið:
„Nú, þá á ég ekkert fleira vantalað
við þig.“ Þar með er það útrætt mál,
en ef ég tek undir með henni, þá fæ
ég að heyra að nú sé hún Ghita sæt í
dag.“
Leikkonan tekur hugsi undir að
hún hafi haldið í barnslegt yfir-
bragð, einhverja barnslega ein-
lægni, sem á ekki neitt skylt við
flónsku. „Ég sé svo mikið af
ákveðnum og einbeittum ungum
stúlkum nú til dags. Sjálf var ég
aldrei þannig og er heldur ekkert
leið yfir því. Ég hef varðveitt gleð-
ina, einlægnina og bamið í mér og
án þess vildi ég ekki vera. Maðurinn
minn er þyngri í lund, svo við bæt-
um hvort annað upp. Hann hefur
þörf fyrir ljósið í mér og ég fyrir
myrkrið í honum. Við elskum hvort
annað og þurfum hvort á öðru að
halda. Eg er tólf árum eldri en
hann, en þegar aldursmuninn ber á
góma skilur hann alls ekki að ég sé
eldri og það er nú ósköp notalegt að
heyra.“
Ghita Nprby á soninn Giacomo,
sem er 32 ára og hefur fetað sig inn í
leiklistina, því hann er leikstjóri.
„Auðvitað hef ég gert mín mistök
sem móðir og það finn ég ekki síst nú
þegar ég á barnabamið August. Ég
segi iðulega við Giacomo, að ég hafi
aldrei verið eins góð við hann og ég
get verið við August. Þegar Giacomo
var lítill var ég upptekin af sjálfri
mér og þótt ég hafi auðvitað líka ver-
ið upptekin af honum var margt sem
keppti um athygli mína þá.“
August á greinilega drjúgan hluta
í ömmu sinni, sem gleðst yfir að
segja frá öllu því skemmtilega, sem
þau tvö taki sér fyrir hendur. Heima
fyrir eru það líka stóru hundamir
þrír, bráðum fjórir, sem krefjast at-
hygli og umhirðu og einnig húsið og
garðurinn í Holte, þar sem þau
Ghita og Svend hafa komið sér fyr
ir. „Við byrjuðum sambúðina á að
hann flutti inn í íbúðina mína í mið-
bænum, en það er örugglega betra
fyrir hjón að koma sér upp sameig-
inlegu heimili.“
Af hverju ekhi
til ísiands aftur?
Undanfarnar vikur hefur Ghita
Norby leikið í Húmur hægt að kvel-
di, sem að hennar mati er eitt besta
leikrit, sem til er. Svo er hún á leið-
inni til Noregs með manni sínum,
því ásamt tveimur öðram tónlistar-
mönnum hafa þau sett saman dag-
skrá, meðal annars með upplestri úr
verkum H.C. Andersen. Hún er al-
sæl við tilhugsunina um samvinnu
þeirra og segist njóta þess að vinna
með manni sínum. Aðspurð segist
hún gjaman vilja koma með þessa
dagskrá til íslands, því hana langar
aftur þangað og þá ekki síst til að
sjá Borgarleikhúsið, sem var í bygg-
ingu þegar hún var þar síðast.
Þegar við kveðjumst er henni Is-
land aftur efst í huga og hún er svo
dreymin á svip, þegar hún gengur
út í bílinn að hún hlýtur að hafa
hófadyn eldhestanna í eyranum.
Spurning: Að undanfómu hef ég
fundið fyrir verkjum í fótleggjum,
bæði í kálfum og eins í jöðram ilj-
anna, og oft er eins og neðri hluti
fótleggjanna séu blóðlitlir og kald-
ir. Fyrir tilviljun fann ég út að
þegar ég ýti á ákveðna bletti á
lærunum linast verkurinn neðar í
fótunum, en þessir blettir á lær-
unum era þá eins og bólgnir og
viðkvæmir viðkomu. Er ástæða til
að hafa áhyggjur af þessu?
Svar: Verkir í fótum og fótleggj-
um geta átt sér fjölmargar orsak-
ir sem geta tengst beinum, liðum,
sinum, sinaslíðram, vöðvum, taug-
um eða æðakerfi. Ef fætur virðast
blóðlitlir og kaldir vekur það
grunsemdir um að blóðrásin sé
ekki í lagi. Verkir sem stafa frá
beinum, liðum eða sinum tengjast
venjulega vissum hreyfingum
þannig að ákveðnar hreyfingar
valda sársauka og oft era einnig
eymsli ef þrýst er á staðinn. Lýs-
ing bréfritara bendir einna helst
til blóðrásartruflana sem oftast
stafa af æðakölkun. Ef blóðrás í
einhverjum vöðva er ófullnægj-
Verkir og doði í fótum ?
MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR
Verkir
andi, fær hann ekki nægjanlegt
súrefni og afleiðing þess er verk-
ur. Þetta gildir jafnt um hjarta-
vöðvann og beinagrindarvöðva. Ef
hjartavöðvinn fær ekki nægjan-
legt súrefni, fær sjúklingurinn
hjartaverk eða öðru nafni hjarta-
öng. Þetta gerist þegar þörf hjart-
ans fyrir súrefni eykst eins og t.d.
við áreynslu eða geðshræringu og
verkurinn lagast venjulega við
hvíld. Verkir vegna lélegrar blóð-
rásar í fótum eru tvenns konar,
verkir sem koma við gang og
verkir sem koma í hvíld. Þessir
verkir era oftst í kálfum eða lær-
um en geta einnig verið annars
staðar. Verkir sem koma við gang
verða oft til þess að viðkomandi
fer að haltra (kallað heltiköst) og
verkirnir lagast við hvíld. Verkir
sem koma í hvíld eru oft merki um
alvarlegri sjúkdóm, þeir geta lag-
ast við að fótum sé dinglað eða ef
SVARAR SPURNINGUM LESENDA
gengið er um gólf. Þegar blóðrás-
artruflanir í fótum hafa staðið
lengi verða fæturnir viðkvæmir,
húðin dökknar og sár eru mjög
lengi að gróa eða sár detta á húð-
ina af sjálfu sér. Til eru einfaldar,
sársaukalausar aðferðir til að
mæla blóðrás í fótum og þannig er
hægt að fá úr því skorið hvort
um slík vandamál er að ræða. Ef
verkirnir stafa af blóðrásartruflun
vegna æðakölkunar er ýmislegt
hægt að gera til að bæta ástand-
ið, bæði skurðaðgerð og lyf.
Þetta fer þó mikið eftir því hvar
æðakölkunin er staðsett og hver-
su mikil hún er.
Spurning: Ég hef verið með doða
í vinstri fæti sl. hálft ár, byrjar í
ristinni og leggur stundum upp í
fót. Heimilislæknirinn minn sagði
mér að stunda líkamsrækt, sem ég
geri. Síðan fór ég til heilara sem
sagði að ég þyrfti láta athuga mið-
taugakerfið. Getur þessi doði staf-
að af einhverju í sambandi við
miðtaugakerfið? Ef svo er, hvern-
ig er það athugað? Og er þá hægt
að gera eitthvað við því?
Svar: Doði í fæti getur átt sér
margar og margvíslegar orsakir
sem sumar eru upprunnar í taug í
fætinum en aðrar í miðtaugakerf-
inu. Algengasta ástæðan fyrir af-
mörkuðum doða í öðram fæti er
líklega áverki á taug sem getur
verið staðsettur hvar sem er frá
mjóbaki, þar sem taugin gengur
út úr mænunni, og niður að svæð-
inu þar sem doðinn er. Slíkur
áverki getur m.a. verið þrýstingur
(t.d. brjósklos í hrygg), högg,
kuldi eða notkun verkfæra sem
titra mikið. Ein tegund af þrýst-
ingsáverka á taug sem liggur nið-
ur í fót kemur stundum hjá fólki
sem situr mikið með krosslagða
fætur en þá verður þrýstingur á
taug, utanfótar, rétt neðan við
hné. Þetta getur valdið doða og
máttleysi niðri í fæti. Einnig get-
ur verið um að ræða sykursýki,
bandvefssjúkdóm, vanstarfsemi
skjaldkirtils, alnæmi, sýkingu í
eða við taugina, vítamínskort
(einkum B-vítamínskort), áhrif
eiturefna eða lyfja og illkynja
sjúkdóm. Ýmsir sjaldgæfir sjúk-
dómar í miðtaugakerfi, og þá
einkum í mænu, geta lýst sér í
byrjun með doða sem kemur aftur
og aftur. Hér er m.a. um að ræða
mænusigg (MS) og hliðar-
strengjahersli (ALS) sem eru
hættulegir og oftast ólæknandi
sjúkdómar. Doði sem kemur aftur
og aftur og hefur staðið eins lengi
og bréfritari lýsir gefur vissulega
tilefni til læknisrannsóknar til að
fá úr því skorið um hvað er að
ræða. Flestar af þeim ástæðum
sem koma til greina eru læknan-
legar, a.m.k. að einhverju marki,
og það getur einnig létt af tals-
verðum áhyggjum að vita hvað er
að.
•Lesendur Morgunblaðsins geta spurt
lækninn um það sem þeim iiggur d
hjarta. Tekið er á múti spurningum á
virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í
sínui 569 1100 og bréfum eða simbréfum
merkt: Vikulok, Fax 5691222.