Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Laun bankastjóra Seölabankans.hafalhækkað um 36 prósent síðustu 2 árin: Hækkunin nemurl30 þúsund krónum á mánuöi ÞAÐ verða engir yfirnagarar við á næstunni, góðir hálsar. Þeir fengu svo háan bílastyrk að þeir verða bara að vera úti að aka lon og don. Ari Teitsson formaður Bændasamtaka íslands Kjör bænda verði bætt með iægri álögum „VIÐ teljum ekki svigrúm til að bæta kjör bænda með því að hækka verð á landbúnaðarvörum umfram aðrar verðlagshækkanir en við telj- um það mögulegt með ýmsum öðr- um aðgerðum," sagði Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands, í samtali við Morgunblaðið á Búnað- arþingi. „Þar erum við að tala um atriði eins og lækkun á álögum ríkisins og sveitarfélaga á landbúnað, að leitað verði leiða til að lækka verð á aðföngum til iandbúnaðar og síð- an að ekki verði um að ræða frek- ari minnkun á stuðningi ríkisins við landbúnaðinn." I drögum að kjaramálaályktun Bændasamtakanna sem rædd var á Búnaðarþingi segir að gera verði þær kröfur að rekstrarskilyrði land- búnaðar verði bætt svo að atvinnu- greinin fái staðist til frambúðar. Auk þess sem Ari Teitsson nefndi hér að framan setur Búnaðarþing þá kröfu fram í ályktuninni að af- urðastöðvar landbúnaðarins haldi áfram hagræðingu með samstarfi og samruna, leita megi útboða á aðföngum til landbúnaðar og minnt er á að efla þurfí upplýsingastarf um málefni landbúnaðar, gæði og hollustu búvara, verðlag og verð- myndun frá bónda til borðs og þá framleiðni og atvinnusköpun sem sé í landbúnaðinum. Þá segir í ályktunardrögunum að menntun og fræðsla fyrir bændur verði aukin, ekki verði dregið úr stuðningi við rannsóknir, leiðbeiningar og fræðslu og talið mikilvægt að sú endurskoðun sem nú standi yfir á skipulagi þessara mála leiði til öfl- ugra fræðslustarfs og betri nýting- ar fjármuna. „Tvennt ræður mestu um versn- andi kjör bænda, sagði Ari ennfrem- ur. „Það er annars vegar hversu mjög hefur dregið úr stuðningi hins opinbera við bændur og hins vegar að verð landbúnaðarvara hefur ekki hækkað í takt við annað verðlag allt frá árinu 1991. Almenn meðal- talshækkun á þessum tíma er milli 10 og 15% en bændur hafa ekkert fengið og það getum við ekki þolað lengur. Bændur vilja sömu kjara- bætur og aðrir í landinu, ég er ekki endilega að tala um að vinna upp allan þennan mismun en að við fáum sömu hækkanir nú og kann að verða samið um á almennum markaði. Óbreytt mjólkurverð Ari sagði að ákveðið hefði verið að halda mjólkurverði óbreyttu á næsta þriggja mánaða verðlags- tímabili sem hefst 1. mars, nefndin hafi ekki talið svigrúm til hækkana. Þá sagði Ari mikilvægt að vinna að bættri ímynd landbúnaðarvara í augum neytenda, að landbúnaðar- vörur séu framleiddar, unnar og settar þannig fram að neytendum líki og að unnið verði að því að mynda stærri heildir og hagkvæm- ari rekstrareiningar í afurðameð- ferð. Sameining sparisjóða á Vestfjörðum Akvörðunar að vænta í vor ísafirði - Fulltrúar sparisjóðanna fjögurra sem að undanförnu hafa verið að skoða möguleika á samein- ingu, þ.e. Sparisjóðs Bolungarvíkur, Sparisjóðs Súðavíkur, Sparisjóðs Önundarfjarðar og Sparisjóðs Þing- eyrarhrepps, komu saman til fundar í síðustu viku. A þeim fundi var ákveðið að ráða Gísla S. Arason frá Stuðli hf., rekstrarráðgjöf í Reykja- vík, til að gera faglega úttekt á kostum og göllum þess að sameina sparisjóðina. „Það verða fundarhöld á vegum sparisjóðanna í landinu í Reykjavík dagana 19.-21. mars. Þar munu fulltrúar sparisjóðanna fjögurra mæta og fara yfír stöðu mála. Það eru ýmis sjónarmið á lofti og það er ekkert í hendinni að af samein- ingu geti orðið. Sparisjóðirnir eru hver um sig með sterka stöðu og það er því ekki erfíð íjárhagsleg staða sem knýr þá til sameiningar. Við höfum ekki óendanlegan tíma til að taka ákvörðun og hjá sumum viðsemjenda gætir óþolinmæði vegna þess hversu langan tíma viðræðumar hafa tekið. Ég held að endanleg ákvörðun verði tekin á aðalfundum sparisjóðanna sem fram fara í maí. Annaðhvort verður sameiningin blás- in af eða gengið til sameiningar fyr- ir vorið,“ sagði Eiríkur Finnur Greipsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Önundaríjarðar, í samtali við blaðið. Eiríkur Finnur sagði ennfremur að Sparisjóður Önundarfjarðar væri að skoða ýmsa möguleika á útvíkk- un starfseminnar, óháð því hvort af sameiningu sparisjóðanna ijög- urra yrði. Jafnræði kynjanna í stjórnmálum Staða kynjanna afar mismunandi eftir svæðum Geir H. Haarde GEIR er nýkominn af ráðstefnu sem Alþjóðaþing- mannasambandið hélt í Nýju-Delhí á Indlandi og fjallaði hún um jafnræði milli kynjanna í stjórn- málum. Geir sat í undir- búningsnefnd ráðstefn- unnar en hana sóttu full- trúar frá 80 þjóðþingum, jafnt konur sem karlar. Sambandið heldur tvö regluleg þing á ári auk ráðstefna, þar sem sér- stök mál eru tekin fyrir. Ásamt Geir sóttu alþing- ismennirnir Jóhanna Sig- urðardóttir og Kristín Haildórsdóttir ráðstefn- una. Vigdísi vel tekið Vigdís Finnbogadótt- ir, fyrrverandi forseti ís- lands, var sérstakur gestur ráðstefnunnar og flutti ræðu við setningu hennar. Segir Geir að ræðan hafi vakið mikla athygli þátttakenda. „Það vakti einnig ánægju meðal þeirra að Vigdís sat sjálfa ráðstefnuna og tók þátt í störfum hennar. Indverjarnir lögðu mikið á sig til að gera ráðstefnuhaldið sem glæsilegast og m.a. tóku forseti og forsætisráðherra Indlands þátt í því. Forsetinn, dr. Sharma, bauð okkur Vigdísi til sín og áttum við fund með honum þar sem við ræddum m.a. um sam- skipti íslendinga og Indveija og jafnréttismál í víðum skilningi." - Hvaða mál voru helst rædd á ráðstefnunni? „Þar var rætt um jafnréttis- mál frá ólíkum sjónarhornum og víðtækar upplýsingar lagðar fram um stöðu þessara mála í ólíkum löndum. Mest var rætt um konur í stjórnmálum og fjöl- miðla, þjálfun kvenna til stjórn- málastarfa og íjármögnun vegna stjórnmála. I mörgum löndum þar sem tekist hefur að tryggja konum jafnrétti eiga þær ekki sambærilega möguleika og karl- ar til að verða sér úti um það íjármagn, sem þarf til að heyja stjórnmálabaráttu. Þetta mál er sérstaklega í brennidepli í Bandaríkjunum um þessar mundir.“ ►Geir H. Haarde er fæddur í Reykjavík 8. apríl 1951. Hann er hagfræðingur að mennt og hefur setið á Alþingi frá 1987. Hann er formaður þingflokks sjálfstæðismanna og formaður utanríkismálanefndar Alþing- is. Geir hefur tekið þátt í störf- um íslandsdeildar Alþjóða- þingmannasambandsins um árabil. Hann var formaður þingmannahóps vestrænna ríkja innan sambandsins frá 1992-1994 og hefur setið í stjórn þess frá 1994. Hann var kjörinn varaforseti sambands- ins fyrir árið 1996 og aftur fyrir þetta ár. Geir var forseti Norðurlandaráðs 1995 oghef- ur verið formaður þingflokks hægri manna í ráðinu frá 1995. Þá er hann formaður alþjóðlegrar þingmanna- nefndar um Norðurskautsmál- efni. Geir er kvæntur Ingu Jónu Þórðardóttur borgarfull- trúa og eiga þau fimm börn. að þingmenn víða um heim líta til Norðurlandanna sem fyrir- myndar í þessum efnum og leita þá gjarnan góðra ráða hjá okk- ur.“ Ekki samstaða um kynjakvóta Konur fá kosningarétt í Kúvæt Slæmt ástand í mörgum þróunarlöndum - Hvernig miðar jafnréttisbar- áttunni í öðrum löndum, t.d. í Arabaheiminum og í Þróunar- löndunum? „Á ráðstefnunni ___________ kom vel í Ijós hve staða kynjanna er mismunandi eftir svæðum. Sums stað- ar hafa konur t.d. ekki kosningarétt og sitja ekki á þingi. Kúvæt hefur verið í þess- um hópi hingað til en á ráðstefn- unni gerðust þau ánægjulegu tíð- indi að kúvætskir þingmenn lýstu því yfir að til stæði að breyta þessu. Þróunarlöndin eru flest aftarlega á merinni hvað varðar jafnræði kynjanna og á ráðstefnunni voru ræddar ýmsar leiðir til að breyta því. Norður- löndin virðast hins vegar vera lengst komin í átt til jafnræðis kynjanna og þótti mér ánægju- legt að sjá það. Það er greinilegt - Að hvaða niðurstöðu komst ráðstefnan? „Hún skilaði ekki beinum til- lögum en í lokayfirlýsingu henn- ar var samantekt á þessum mál- efnum og ýmsar hugmyndir reif- aðar. M.a. annars var töluvert rætt um það á fund- inum hvort réttlæt- anlegt væri að taka upp kynjakvóta í kosningum til þjóð- þinga en ekki var samstaða um það. Árangurinn hefur líklega helst falist í því að þarna hittust fulltrúar fjöl- margra þjóða, sem eru mislangt á veg komnar í jafnréttismálum, og báru saman bækur sínar. Það var mjög fróðlegt að hlýða á þær umræður sem þarna fóru fram og ég er sannfærður um að þær hafa haft djúp áhrif á þingfull- trúa margra þeirra þjóða þar sem enn vantar upp á að skuldbind- ingum mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafn- rétti sé framfylgt.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.