Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓNAS PÉTURSSON aldrei fyrr hafi orðið á islandi. Jónas Pétursson var einn þessara manna. Hann fæddist á tíunda ári þessarar aldar. Síðan átti hann æsku- og uppvaxtarár norður í Eyjafirði og sótti sér menntun að Hólum í Hjaltadal. Hann stundaði svo búskap á Hranastöðum og starfaði auk þess að leiðbeiningarstörfum hjá Búnað- arsambandi Eyjaíjarðar til ársins 1946 er hann fluttist til Austurlands. Þroska- og starfsferill Jónasar norður í Eyjafirði var honum mikils virði. Búskaparhættir þar voru með því fremsta á landi hér og umhverf- ið og bemskuslóðimar vom Jónasi afar hugstæðar. í þessa dýrmætu reynslu vitnaði Jónas oft þegar fjall- að var um landbúnaðarmál og bú- skaparhætti. Er Jónas fluttist austur gerðist hann tilraunastjóri, fyrst á Hafursá og síðar á Skriðuklaustri eftir að tilraunastöðin fluttist þangað. For- stöðu tilraunabúanna og tilrauna- störf annaðist Jónas um sextán ára skeið, á þeim tíma sem landbúnaður á íslandi var að breytast til nútíma- horfs. Á þeim vettvangi var Jónas góður liðsmaður. Störf Jónasar ein- kenndust af nákvæmni og hafði hann glöggt auga fyrir fjárhirðu. Á hinu myndarlega sauðíjárbúi á Skriðuklaustri á árum Jónasar náð- ist ágætur árangur í afurðasemi og ræktun, auk þess sem tilraunir af ýmsum toga fóm þar fram. Jónas var ungur að ámm kjörinn í hreppsnefnd Hrafnagilshrepps og þegar til Austurlands kom tók hann enn að sér trúnaðarstörf, m.a. í hreppsnefnd Fljótsdalshrepps. Þann- ig öðlaðist Jónas á þessum ámm góða reynslu í félagsmálum. Jónas hafði jafnan mikinn áhuga á þjóð- málum og var ávallt traustur liðs- maður Sjálfstæðisflokksins. Árið 1959 urðu miklar breytingar á vettvangi stjómmálanna. Um haustið það ár fóru fram kosningar til Alþingis með nýrri og breyttri kjördæmaskipan. í þessum kosning- um skipaði Jónas efsta sæti á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins og þar með var hann kjörinn á Alþingi. Hér réðust mikil örlög í lífi Jónasar. Sjálf- stæðismenn á Austurlandi fengu nú þingmann sem auðvitað varð mikill hvati í pólitísku starfi í hinu nýja og víðfeðma kjördæmi. Það kom af sjálfu sér að starfsemi flokksins þurfti að færa til nýs horfs að hæfi nýrrar kjördæmaskipunar. Hér var mikið verk að vinna og átti Jónas þar dtjúgan hlut að máli. Jónas sinnti kjördæminu af mikilli kost- gæfni, ferðaðist mikið um kjördæm- ið og var jafnan í góðu sambandi við kjósendur sína. Þannig ruddi Jónas brautina fyrir þá sem á eftir komu. Þessara starfa Jónasar Pét- urssonar minnumst við sjálfstæðis- menn á Austurlandi með hlýju og þakklæti. Jónas sat á Alþingi í þrjú kjör- tímabil, þ.e. viðreisnartímann. Þing- störfunum sinnti hann af kostgæfni og samviskusemi. Hann naut þess að sjá góð og stór mál ná fram að ganga sem voru honum sérstaklega hugleikin. Má þar nefna átak í vega- gerð á Austurlandi, virkjun Lagar- foss, að ógleymdum vegafram- kvæmdum á Skeiðarársandi. Störf Jónasar á Alþingi báru merki uppruna hans og starfsferils. Samgöngur og landbúnaðarmál fóru þar fyrir öðru en Jónas var líka traustur liðsmaður hvers konar mála sem til framfara horfðu. Auk þessa sinnti Jónas margháttuðum trúnað- arstörfum sem hann rækti af hinni mestu alúð. í einkalífi átti Jónas miklu láni að fagna. Eiginkonan, Anna Jósa- fatsdóttir, reyndist honum traustur förunautur. Heimilishald bar þess glögg merki að það naut góðrar for- sjár. Vitnisburður hjúa þeirra er á einn veg. Anna lést árið 1984. Jónas og Anna eignuðust þrjú börn, Hrein, Er!u og Pétur Þór, sem hafa reynst hið ágætasta fólk. Við leiðarlok eru Jónasi færðar hlýjar þakkir fyrir margháttuð störf á löngum lífsferli, sem Sjálfstæðis- flokkurinn á Austurlandi virðir og metur. Við Dóra minnumst heim- sókna hans og margháttaðra góðra stunda með þakklæti. Frændliði öllu vottum við innilega samúð. Egill Jónsson. Höfðingi héraðs, hátt þín minning standi, ávaxtist hjá oss þitt ævistarf. Þjóðrækni, manndáð, þol og tryggð í raunum, þitt dæmi gefi oss í arf. (Einar Ben.) Nú, þegar fallinn er í valinn hér- aðshöfðinginn Jónas Pétursson, munu margir hugsa um og minnast starfa hans og baráttu fyrir málstað og málefnum hinna dreifðu byggða til sjávar og sveita, svo sem fjöl- margar blaðagreina hans vitna um. Hann vildi sjálfræði héraðanna í sem flestum málum, svo sem í stjórn- sýslu og raforkumálum, svo nokkuð sé nefnt. En jafnframt var hann eld- heitur þjóðfrelsissinni, sem ásamt þúsundum manna krafðist þjóðarat- kvæðis um EES-samninginn, sem með lagasetningu var þröngvað upp á þjóðina. Samgöngumál voru hon- um hugleikin og munu margir, og þá ekki síst Austur-Skaftfellingar, lengi minnast forgöngu hans við fjármögnun brúargerðar á Skeiðar- ársandi, þó að reynt hafi verið af ýmsum að þegja í hel þátt hans í þeirri framkvæmd. Þó að áhugasvið Jónasar spannaði flest svið þjóðmála, þá hygg ég að líf og störf sveitafólksins hafi verið honum hugleiknust. Ég held, að í innsta eðli sínu hafi hann fyrst og fremst verið bóndi og að árin hans á Skriðuklaustri hafi verið ham- ingjusamasti tíminn í ævi hans. Hann var mikill fjármaður og meist- ari við fóðrun búfjár. Þá var hann og snyrtimenni og þoldi ekki aö sjá draslaralega umgengni við sveitabæi. Á seinni árum sínum undi hann sér löngum í garðinum sínum að Lagarfelli. Ég kynntist Jónasi fyrst, er hann varð alþingismaður, þegar Ólafur Thors skar á óleysanlegan hnút í framboðsmálum flokksins í kjör- dæminu árið 1959 og ákvað að Jón- as tæki fyrsta sæti á listanum. Ég ætla ekki að rifja það upp hér, hvern- ig honum óverðskuldað var ýtt út úr því sæti árið 1971. Var sú ákvörð- un ekki flokknum til framdráttar né fýlgisauka á næstu árum. Allan þennan tíma höfum við Jónas haldið sambandi og oft talað saman i viku hverri og rætt okkar sameiginlegu áhugamál. Að ósk hans heimsótti ég hann í nóvember sl. Hugsun hans var óbrengluð og sami brennandi áhuginn á velferðarmálum þjóðar- innar og alltaf áður, en það var auðséð að starfsþrekið var búið og stutt til loka vegferðar hér. Það er ósk min til íslensku þjóðarinnar, að merkið standi þótt maðurinn falli. Jónas var ákaflega trygglyndur maður. Vinátta okkar var órofin allt til lokadægurs, e.t.v. vegna þess að skoðanir okkar féllu saman á flestum sviðum. Ég kveð þig nú vinur - far vel á braut. Við hjónin þökkum þér tryggð og vináttu um áratugi og fyrir allt það góða sem þú barðist fyrir á meðan þrekið entist. Börnum hans og fjölskyldum sendum við samúðar- kveðjur. Benedikt Stefánsson. Það blés þéttur suðvestan stinn- ingskaldi um Eyjafjörð þriðjudaginn 18. febrúar sl. þegar mér barst sú fregn að föðurbróðir minn, Jónas Pétursson frá Hranastöðum, hefði þá um morguninn kvatt þetta jarð- líf. Maður fann styrk og ákveðni þessa vinds án þess að standa ógn af honum. Veðrið þennan dag minnti mig á skaphöfn Jónasar Péturssonar eins og ég þekkti hana. Þétta og ákveðna og ekki slegið af í ákvörðun- um sem teknar höfðu verið. Jónas var sannur íslendingur, hann trúði á landið, gögn þess og gæði. Það var hans vissa að leiðir til þess að auka hagsæld lands okkar og íbúa þess kæmu ekki erlendis frá heldur fælust þær leiðir í landinu sjálfu og þeim íbúum sem á það trúa. Jónas var traustur málsvari byggðastefnu og var öflugur tals- maður hennar bæði í ræðu og riti. Þessu tengd var trú hans á íslenskan landbúnað. Hann trúði á frelsi og sjálfstæði íslenskra bænda. Hann taldi að með frelsi og sjálfstæði í hinum hefðbundnu búgreinum mundu bændur búa sér þá afkomu sem hveijum og einum hentaði. Jón- as taldi einnig að með samningum við ríkið um framleiðslu á mjólk og sauðfjárafurðum hefðu íslenskir bændur sem þessar framleiðslu- greinar stunda selt sjálfstæði sitt. Jónas ræddi oft um lífbeltin tvö sem framtíð þessa lands byggðist á, þ.e. hafið í kringum landið og gróður þess. Það var hans skoðun að þessi belti þyrftu hvort á öðru að halda. Hann vildi að allur úrgang- ur frá fiskvinnslu yrði notaður sem áburður á landið og með því styrkja gróðurfar þess sem hafið myndi síð- ar njóta góðs af. Þessar skoðanir frænda míns féllu ekki að öllu leyti að stefnu þeirrar peningahyggju sem þjóðfélag okkar byggir nú á. Enda vildi Jónas alltaf setja manngildi ofar auðgildi. Hann trúði á áræði og dugnað einstaklingsins sem með verkum sín- um sýnir trú á landið en hefur ekki auðgildi í fyrirrúmi. Það var mann- bætandi að kynnast skoðunum hans. Islenskt manngildi verður minna og íslenskur mannauður rýrari við frá- fall Jónasar Péturssonar. Honum fylgja hinstu saknaðarkveðjur frá bræðrabörnum hans. Pétur Ó. Helgason, Hranastöðum. Félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði kveðja Jónas Péturs- son með söknuði en jafnframt þakk- látum huga fýrir að hafa kynnst honum og notið ánægjulegra sam- vista við hann á liðnum árum og áratugum. Jónas var meðal stofnfé- laga klúbbsins árið 1970 og átti dijúgan þátt í að móta starf hans sem merkisbera í líknarþjónustu og menningarframtaki á ýmsum sviðum. Það var Jónasi Péturssyni fjarri að hlaupast undan merkjum í nokk- urri fylkingu sem hann hafði gengið til liðs við. Úthald hans til starfa og við að hvetja til dáða var ein- stætt meðan nokkrir kraftar leyfðu. Að innviðir starfsins væru traustir og það reyndist hollt félögunum og öðrum sem nytu var honum fyrir öllu. Mótandi áhrifa Jónasar gætir enn í klúbbstarfinu og mun svo von- andi um langa framtíð. Hann var ósérhlífinn hugsjónamaður, sann- kallaður ræktunarmaður sem sá land og lýð sem jarðveg er yrkja skyldi öllum til farsældar. Til að koma Lionsmönnum í tengsl við ræktun beitti hann sér fyrir út- vegun lands í Eyjólfsstaðaskógi á fyrstu árum klúbbsins. Þar hafa verið gróðursettar tijáplöntur sem hafa dafnað vel og þessi blettur gefið af sér töluverðar nytjar síðari árin og verið til yndisauka. Reiturinn ber heitið Jónasarlundur sem lifandi minnismerki ræktunarmannsins. Að menningarbragur væri á klúbbnum var Jónasi hugleikið, svo sem að hver fundur hæfist á því að risið væri úr sætum og sungið lag, gjarnan eitthvað þjóðlegt. Þannig vildi hann meðal annars varðveita ættjarðarlögin og boðskap þeirra í bijóstum félaganna. Oft stóð hann upp á fundum og dró upp kvæði sem hann flutti eða einhveija ádrepu til brýningar eða umhugsunar, kannski blaðagrein sem hann hafði ritað góðu máli til framdráttar. En þótt honum væri mikið niðri fyrir varðandi hugðarefni varð mál- flutningur hans aldrei leiðigjam. Það fylgdi honum smitandi áhugi og sál- arfjör og tök hans á íslensku máli, sem hann unni, voru svo traust og stutt í gamansemina. í klúbbnum okkar hefur hann lengi skipað heiðurssess sem ævifé- lagi. Það sæti stendur nú autt en verkin tala og minningin yljar og hvetur til dáða. Syrgjandi ástvinum vottum við samúð okkar og biðjum þeim bless- unar Guðs. Félagar í Lionsklúbbnum Múla á Fljótsdalshéraði. + Sigurður Gísla- son fæddist á Eyrarbakka 13. apríl 1916. Hann lést 21. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Aðalbjörg Jakobs- dóttir og Gísli Ólaf- ur Pétursson, hér- aðslæknir á Eyrar- bakka. Aðalbjörg var fædd 30. októ- ber 1879 á Gríms- stöðum í Mývatns- sveit. Hún var dótt- ir Jakobs, stofn- anda Kaupfélags Þingeyinga á Húsavík, Hálfdanarsonar í Brenniási í Bárðardal, Jóakims- sonar og konu hans Petrínar Pétursdóttur bónda í Reykja- hlíð, Jónssonar prests í Reykja- hlíð, Þorsteinssonar. Aðalbjörg andaðist áríð 1962. Gísli var fæddur 1. maí 1867 í Reykja- yík. Hann var sonur Péturs Ólafs Gíslasonar, útvegsbónda og bæjarfulltrúa í Ánanaustum í Reykjavík og seinni konu hans Valgerðar Ólafsdóttur frá Ægissíðu á Rangárvöllum. Gísli andaðist áríð 1939. Börn þeirra voru: Pétur Ólafur Gíslason, cand. phil., bókavörður á Sigurður Gíslason fæddist á Eyrarbakka og ólst þar upp fram yfir fermingaraldur. Hann var ágætur námsmaður og starfaði ýmislegt eins og aðrir unglingar. Einkum voru honum kær sumrin þegar hann var skógarvörður í Þrastarskógi við Álftavatn. Hann var 15 ára þegar hann fór til Reykjavíkur á skóla og lauk þar gagnfræðaprófi árið 1933. Eftir það vann hann skrifstofustörf í Reykjavík uns hann var kominn yfir tvítugt en þá fór hann að kenna vanheilsu sem hann varð aldrei aftur heill af. Um þær mundir lést Gísli, faðir Sigurðar, og árið 1944 flutti Aðal- björg, móðir hans, til Reykjavíkur. Pétur Gíslason, elsti bróðirinn, bjó áfram á Eyrarbakka og tók Sigurð til sín úr sjúkravist í Reykjavík. Pétur annaðist hann æ síðan og undir leiðsögn hans starfaði Sig- urður ýmislegt. Þegar Pétur fór að þijóta krafta og sjón reiddi hann sig æ meira á Sigurð og þannig komust þeir gegnum marg- an vandann. Síðustu árin dvöldu þeir saman á Kumbaravogi. Pétur + Sveinn Guðfinnsson fæddist í Hafnarfirði 20. október 1928. Hann lést á Landspítalan- um 16. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópa- vogskirkju 23. febrúar. Svenni er dáinn. Mig langar í nokkrum orðum að minnast hans. Ég kynntist Svenna þegar ég hóf störf í matsal Kópavogshælis vorið 1990. Hann var heimilismaður á Kópavogsbraut, en þar átti hann gott og fallegt heimili ásamt nokkr- um öðrum heimilismönnum og kett- inum sínum honum Steingrími. Þegar Svenni átti afmæli var mér alltaf boðið að koma í kaffi og þiggja veitingar sem alltaf voru jafn góðar. Ekki var margt hægt að gefa Svenna í afmælisgjöf en honum þótti gott að fá pening eða bjórkippu, sem hann kallaði alltaf sexu. Svenni vann mikið á hælinu, þar sá hann um allt rusl og allan þvott frá öllum deildum, einnig vann hann í matsalnum en þar þurfti hann að bera stóra og þunga kassa Eyrarbakka, f. 8. nóv. 1900, d. 22. des. 1992, Jakob. Gíslason, orkumála- sljóri, f. 10.3. 1902, d. 9.3. 1987, Guð- mundur Gíslason, læknir, f. 25.2. 1907, d. 22.2. 1969, Petrína Kristín Gísladóttir, f. 7.7. 1908, d. 9.7. 1908, Þorvaldur Gíslason, f. 1.9.1909, d. 16.11. 1909, Ketill Gísla- son, lögfræðingur, f. 19.10.1911, d. 6.1. 1994, Ólafur Gíslason, raf- magnstæknifræðingur, f. 14.6. 1913, d. 30.1. 1994, Sigurður Gíslason, gagnfræðingur, f. 13.4. 1916, d. 21.2. 1997, Val- gerður Aðalbjörg Gísladóttir, f. 1.3. 1918, d. 24.1. 1926, Guð- rún Hólmfríður Gísladóttir, bóka- og skjalavörður, f. 5.9. 1920. Uppeldisbörn þeirra Gísla og Aðalbjargar voru: Vigdís Ólafsdóttir, f. 12.9. 1904, d. 11.1. 1926 og Ingibjörg Sig- valdadóttir, húsmóðir og kaup- kona, f. 6.4. 1929, d. 11.7. 1990. Sigurður verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. var þá orðinn blindur en þeir gengu saman úti og Sigurður sá fyrir báða. Pétur og Siggi, frændur okkar á Eyrarbakka, voru fastur punktur í tilveru okkar systkinabamanna þeirra. Þar gekk allt sinn vana gang. Við fóram þangað austur um árabil til að vinna í görðunum á vorin og á haustin. Pétur hafði margvíslegum erindum að sinna. Hann tók veðrið, annaðist bóka- safnið, bar út blöðin og afgreiddi happdrættin auk þess sem hann stjórnaði verkum okkar í garðinum - en þar voram við með Sigga og höfðum styrk hvert af öðru. Siggi var fjarhuga en það munaði um hann. Pétur og Siggi í gamla læknis- húsinu á Eyrarbakka eru horfnir á braut. Guðrún, systir þeirra, Sig- ríður, mágkona þeirra og við, systkinabömin, sem eram dreifð og búum á íslandi, í Færeyjum, Danmörku og Skotlandi, samein- umst öll í hlýjum kveðjuhug til hans Sigga, og þeirra beggja, bræðranna \ Eyrarbakka. Gísli Ólafur Pétursson. fulla af mjólkurvöram og fleira, langa leið út að dyram. Síðan beið hann eftir matarbílnum og fór með honum ásamt öllum kössunum út á deildir. Sölvi á matarbílnum var besti vinur hans, hann var Sölva mikil hjálp og fór með honum upp á Vífilsstaði alla daga til að sækja mat og vörur fyrir hælið. Ég veit að hans er mikið saknað í matsaln- um og ekki síst í matarbílnum hjá Sölva. Sveinni fór alla daga í sund og svo jafnvel í strætó niður í bæ til að gefa öndunum brauð eða bara til að kaupa eina litla kók og prins póló. Stundum fór hann í bíó til að sjá einhveija góða hasarmynd. Svenni hafði góðan húmor en það vora ekki allir sem fengu að njóta hans. Þegar hann var bæði búinn að fara í bíó og skreppa eftir einni sexu fyrir helgi veitti nú ekki af að drífa sig í kirkju á sunnudegi og fá góða púkahreinsun. Með þess- um orðum langar mig að kveðja vin minn Svenna og þakka honum fyrir þessi góðu kynni. Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir. SIGURÐUR GÍSLASON SVEINN GUÐFINNSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.