Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 43 enn fyrir hugskotssjónum þannig að ég held ég ætti auðvelt með að þekkja þau ræki þau á fjörur mínar í dag. Nú löngu seinna skil ég að Jónas var að kenna mér gildi þess að fá ekki alla hluti fyrirhafnarlaust upp í hendurnar. Foreldrar mínir fluttu frá Klaustri 1955 að Klaust- urseli á Jökuldal sem er handan Fljótsdalsheiðar gegnt Skriðu- klaustri. Því fór fjarri að samskiptum mínum við Jónas Pétursson væri lokið. Aðalafrétt og upprekstrarland Skriðukiausturs var í svokölluðum Rana og nær landið að Jökulsá á Dal. Klausturærnar voru reknar í Rana á vorin. Fyrri part sumars var farið í rúningssmalaménnsku í Rana, þangað fékk ég að fara og þessar vorferðir voru ævintýri sem í mínum huga jafnaðist ekki á við neitt ann- að. Þessa daga var ég undir handar- jaðri Jónasar og aðstoðaði hann við að tína út ær og lömb þannig að allt færi rétt á fjall. Hann var góður fjármaður og fjárglöggur með af- brigðum. Þarna fékk ég æfingu í að þekkja einkenni lambanna, sem hafa hvert sín einkenni, rétt eins og mannskepnan. Reglusemi Jónasar var einstök og þegar hann markaði lömbin skráði hann hjá sér einkenni þeirra sem auðveldaði þetta starf. Á Skriðuklaustri nutu einstæðir hæfileikar bóndans Jónasar Péturs- sonar sín vel, jörðin er ein sú besta austan lands og þegar það fór sam- an við dugnað útsjónarsemi og reglusemi hans fór ekki hjá því að árangurinn yrði góður. Þegar Jónas tók við sem tilraunastjóri 1949 var keypt til búsins fé úr ýmsum áttum, ósamstætt og misjafnt eins og geng- ur. Þegar hann hætti þar 1962 var það allra manna mál að Klausturféð væri með því best ræktaða hér aust- anlands og þótt víðar væri leitað. Jónas lagði kapp á að hafa góða reiðhesta til notkunar á búinu og þegar hann hætti hafði hann komið upp góðri hrossaeign þar sem voru margir hestar sem máttu kallast gæðingar. Með þessum hætti var allt sem viðkom Klausturbúinu. Hvert sem litið var blasti við snyrti- mennska og hirðusemi. Árið 1959 valdist Jónas til að leiða framboð sjálfstæðismanna á Austur- landi. Þetta voru fyrstu alþingis- kosningar eftir nýjum kosningalög- um. Mikill ágreiningur varð um framboðið og til Jónasar var leitað til að bera klæði á vopnin. Þegar niðurstaðan varð sú að Jónas tæki að sér að leiða framboðið leiddi það til harkalegra viðbragða og vinslita við samstarfsmenn hans ýmsa og samheija á Héraði. Þetta setti skugga á þing- mennskuár Jónasar og hefur eflaust fallið honum þungt, hinsvegar hafði hann tekið að sér að vinna verk og þegar sú ákvörðun hafði verið tekin fylgdi hann henni eftir af sömu regluseminni og trúmennskunni og öðru sem hann tók sér fyrir hendur. Af verkum Jónasar á Alþingi rís hæst forganga hans við að beisla vötnin á söndum Skaftafellssýslu. Þar hafði Jónas ótvíræða forgöngu þótt öðrum þætti við hæfi að eigna sér afrekið. Jónas var felldur frá þingmennsku af samheijum sínum haustið 1970. Hann gat vafalaust kennt sér um að vera ekki maður sem gumaði af eigin afrekum á torgum eins og hentast þykir nú á dögum. Auk þess var Jónas ekki vígamaður og lá því vel við höggi þegar að honum var sótt úr þeirri átt sem síst skyldi. Eftir að þingmennsku lauk tóku við margvísleg störf. Hann var um- sjónarmaður með byggingu Lag- arfossvirkjunar og seinna fram- kvæmdastjóri Verslunarfélags Aust- urlands. Hvar sem Jónas kom að verki mátti þekkja trúmennsku hans að níðast ekki á því sem honum var trúað fyrir og gæta þess eins og hann best kunni. Hann lét að sér kveða í umræðu um byggðamál og var þar ódeigur baráttumaður hinna dreifðu byggða. Þar lét hann sig varða þá siðferði- legu hnignun sem fylgir auðhyggj- unni. Hann var íhaldsmaður af þeirri gerð sem fór fyrir Sjálfstæðisflokkn- um fram á síðustu áratugi, en skip- aði sér síðar í sveit með fólki sem aðhylltist róttækar stjórnmálastefn- ur. Því fór þó fjarri að hann hefði MINNINGAR hafnað gildum einstaklingshyggj- unnar, en Jónas Pétursson hafnaði auðhyggjunni sem níddist á sam- borgurum sínum og landi og þjóð í krafti auðs og valda. Hann hafði helgað ævistarf sitt baráttunni fyrir því að ísland væri allt byggt. Að þeir sem fengu landið í arf skiiuðu því jafngóðu í hendur eftirkomenda sinna. Hann vitnaði gjarnan í áramótaávarp Kristjáns heitins Eldjárns forseta Islands sem talaði um lífbeltin tvö sem bæri að varðveita. Hafið umhverfis landið með sínum gnægtabúrum væri rétt á haldið og hið gróna land sem væri gott og gjöfult væri gengið um það af virðingu. Hann sá fyrir sér jafnvægi í samskiptum þjóðarinnar og náttúrunnar. Eftir að ég fór að skipta mér af þjóðmálum og lét frá mér fara skoð- anir í rituðu máli eða töluðu hringdi Jónas oft í mig og lét mig vita kost og löst á því sem ég hafði haldið fram. Ávallt var slíkt sett fram af góðvild og í stuttu hnitmiðuðu máli. Þetta hefur verið mér dýrmætur skóli. Jónas Pétursson var trúr þeirri dyggð að orð eru dýr. Hann var enginn málskrafsmaður og texti hans var stuttorður og hnitmiðaður. Ég hefi nú fyrir stuttu rekist á grein sem hann skrifaði í tímaritið Stíg- anda 1947. Þar segir hann á einum stað. „Það sem mjög skortir hjá okkur er, að menn geri kröfur til sjálfs sín, áður en menn gera kröfur til annara. Mér skilst að það sé nauð- synlegt að hafa jafnan nokkurt jafn- vægi um réttindi og skyldur." Mér finnst eins og þessi orð eigi jafnvel við í dag og fyrir 50 árum þegar Jónas Pétursson þá ungur bóndi og ráðunautur í Eyjafírði rit- aðiþau. Ég þakka Jónasi leiðsögnina og alla velgjörð við mig og mitt fólk. Börnum hans og aðstandendum votta ég samúð mína. Hrafnkell A. Jónsson. Jónas Pétursson var heilsteyptur maður sem vann á við kynni. Hann skilaði góðu dagsverki á langri starf- sævi og fylgdist með og lét til sín heyra allt fram undir það síðasta. Hijúf rödd hans var ákveðin, hugs- unin skýr og maðurinn ófeiminn við að andæfa gegn tískustraumum. Ég kynntist honum á kornakri tilraunarstöðvarinnar á Hafursá haustið 1948. Hann hafði fengið okkur bræður til aðstoðar við upp- skerustörfin. Byggið var vel þrosk- að, bleik öxin stinn, og það var ævintýri að safna þeim í knippi og fá tilsögn Jónasar hvernig um skyldi búið. Það var enginn sími þá kominn í Hafursá og Jónas þurfti oft að leita á símstöðina heima á Hallormsstað þau fáu ár sem tilraunabúið var rek- ið á Hafursá. Hann var að jafnaði alvörugefmn, en gat verið glettinn og hreif þá aðra með. Þegar Gunnar Gunnarsson skáld flutti frá Skriðuklaustri varð að ráði að færa tilraunabúið þangað. Þar með var Jónas kominn langt í burtu, bílvegur enginn frá okkur inn_ í Fijótsdal, Jökulsá enn óbrúuð. - Ég hitti Jónas ekki aftur fyrr en á póli- tískum velli í aðdraganda alþingis- kosninga 1967. Þá var ég með á um helmingi framboðsfunda, Jónas þá búinn að sitja á þingi í tvö kjörtíma- bil. Hann gat ekki talist mælskur en naut sín vel á fundum á minni stöðunum þar sem rólegt var yfir sal svo og í persónulegum viðtölum. Hann átti traust fylgi en líka nokkra hælbíta í eigin flokki. Á Alþingi var hann virtur og oft ráðagóður og lét sig heimamál mestu varða. Hann átti góðan hlut að ákvörðunum um lúkningu hringveg- ar sem enginn vill nú án vera. Eftir að þingmennsku lauk 1971 lagði Jónas gjörva hönd á margt heima fyrir, eftirlit með byggingu Lagarfossvirkjunar og síðar versl- unarstörf. Ég lét mig nokkru varða umhverfisáhrif miðlunar í Lagar- fljóti en ekki leiddi það til teljandi árekstra milli okkar Jónasar. Hann skildi um hvað málið snerist og gróð- urvernd sem hluti af búskap var honum hjartfólgin. Síðustu áratugina lagðist Jónas eindregið á sveif með þeim sem vildu efla heimavald. Hann skildi betur en margir aðrir hvað fylgja myndi óheftu streymi fjármagns. Hvatn- ingarorð hans í stuttum en meitluð- um greinum lifa enn í minni margra. Það kom fyrir að hann tók símann og hafði samband þegar honum fannst mikið liggja við. Ég votta Jónasi Péturssyni virð- ingu að leiðarlokum. Börnum hans og öðrum vandamönnum sendi ég samúðarkveðjur. Hjörleifur Guttormsson. Af heimi er genginn sannur heið- ursmaður mikilla og góðra mann- kosta. Honum kynntist ég fyrst síðla á hans ævigöngu og mat manninn því meir sem meiri urðu kynnin. Eðlilega hafði ég fylgzt með fram- göngu hans sem þingmanns sjálf- stæðismanna á Austurlandi um 12 ára skeið og á framboðsfundum höfðum við hitzt. Jónas var þar hinn trúi talsmaður síns flokks en um leið flutti hann ýmsar eigin hug- myndir um hag lands og þjóðar, sem hann af einlægni bar fyrir bijósti. Hann var yfirvegaður vel í ræðu- stól, festa og íhygli voru auðkenni í ræðum hans, hann færði fram vel ígrunduð rök fyrir máli sínu, fullyrð- ingar án frekari raka voru honum ijarri. Auðfundið var að hann lagði alúð mikla að trúnaðarstörfum sínum fyrir sína umbjóðendur, heill og hreinn gekk hann að hveiju verki og varð í mörgu vel ágengt. Jónas átti góða þingsögu að baki og var ærinn málafylgjumaður ef honum þótti þess með þurfa. Gott þótti til hans að leita um erindi sem hann fylgdi fram svo sem frekast var unnt. Við áttum ekki samleið á Al- þingi, en við áttum síðar samleið í svo mörgu, ræddum oft saman og í mörgu fóru skoðanir saman. Jónas var ræktunarmaður í þess orðs merking beztri, mannrækt stóð huga hans og hjarta nærri og í margri athyglisverðri eggjan hans mátti finna ugg vegna ýmissa vá- boða í íslenzku samfélagi. Fáir hafa með skarpari og skýrari hætti heitið á þjóðina að sjá til þess að manngild- ið verði auðgildinu æðra - alltaf. Þar hafa hættumerkin hrannast upp og Jónas var óþreytandi að vekja athygli á vá þeirri sem þar af staf- aði, að allt skyldi fyrir auðsins valdi víkja. Sjálfstæði þjóðarinnar, óskorað án erlendra boða og banna, verð- mæti í mold og á miðum, fossum og fallvötnum í okkar eigin þágu, þetta voru Jónasi sannindi æðst sem ætíð og alltaf skyldu í heiðri höfð. Aðrir munu gera góðri ævigöngu míns góða vinar skil, en ég stend í ærinni þakkarskuld við Jónas Pét- ursson fyrir vekjandi vináttu hans og vizkurík orð hans um svo margt sem okkur ber að varast sem og hvað skuli efst og æðst í allri samfé- lagsbaráttunni, hagur fjöldans fram- ar öllu, þjóðarhagur til lengri tíma litið ofar öðru. Kveðja mín er yljuð alúðarþökk fyrir hin mætu og kæru kynni af þessum hugsjónamanni heiðrar lífs- sýnar. Börnum hans og ástvinum öðrum sendi ég hugheiiar samúðarkveðjur. Það er mikil heiðríkja yfir mætri minningu mannkostadrengs. Helgi Seijan. Oft er til þess vitnað, þegar horft er til lífshlaups genginna manna sem fæddust í upphafi þessarar aldar, að þeir hafi lifað breytingar sem SJÁ NÆSTU SÍÐU t Ástkær eiginmaður minn, ÓLAFUR ÁRNASON frá Odda, Hólagötu 9, Vestmannaeyjum, er látinn. Fyrir hönd vandamanna, Þorsteina Ólafsdóttir. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR INGIBERGSDÓTTUR, Asparfelli 12, áður Selási 8, fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánu- daginn 3. mars kl. 15.00. Árni Steingrímsson, Steinunn Sigurðardóttir, Jón Steingrímsson, Kristín Sigurðardóttir, Ellert Steingrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, EINAR MALMQUIST, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. mars kl. 16.00. Þeim, sem vildu minnast Einars (Malla), er vinsamlegast bent á Blindrafélagið og dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Guðbjörg Malmquist, Ása Malmquist, Einar Fr. Malmquist, Kalla Malmquist, Gunnar Malmquist, Úlfar Malmquist, Gunnar M. Gunnarsson og fjölskyldur. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐLAUGARLOFTSDÓTTUR, Strönd. Loftur Runólfsson, Gunnar Runólfsson, Guðlaug Runólfsdóttir, Magnús Jónsson, LofturOli Magnússon, fris Magnúsdóttir. Lokað Lokað í dag, laugardag, vegna jarðarfarar MAGNEUU GUÐMUNDSDÓTTUR. Fasteignamiðlunin Berg. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (5691115) og í tölvupósti (MBL@CENTRUM.1S). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfi- legri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.