Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
BINDINDISSVEITIN Alsæla.
Bindindi
og poppmúsík
VÍMUEFNAVANDINN var eitt
sinn til umræðu í spjallþætti Eiríks
Jónssonar í Stöð 2. Eiríkur bað
viðmælandann að nefna sér bind-
indisrokkstjörnu. Hinn misskildi
spurninguna og þuldi
upp nöfn poppara sem
hafa dópað sig til
dauða: Hendrix, Jim
Morrison, Presley,
Janis Joplin... Eiríkur
áréttaði spurninguna.
Þá gat viðmælandinn
ekki bent á neinn
bindindisrokkara. Var
það nema von? Bind-
indi þykir ekki frétt.
Þegar drukknir og
dópaðir unglingar
liggja ósjálfbjarga á
útihátíðum eða slást,
rupla og nauðga þá
er það uppsláttarfrétt.
Sömuleiðis er rokk-
stjarnan Kurt Cobain gafst upp í
heróínmeðferð og svipti sig lífi.
En þegar ungmenni skemmta sér
óhappalaust á bindindismóti þá
vantar fréttapunkt. Og hvað er
fréttnæmt við að forsprakkar
rokksveitarinnar Rage Against the
Machine hafi alla tíð verið bindind-
ismenn á áfengi og aðra vímu-
gjafa, rétt eins og söngkonurnar
Tína Turner, Madonna og Cher,
tölvu-pönktríóið Atari Teenage
Riot, kántrý-sveitin Rednex og
sálar-rappbararnir Arrested Deve-
lopment og Spearhead?
Bindindisviðhorf Ingimars Eyd-
al og Hauks Morthens eru kunn.
Þeir voru stúkumenn. Ómar Ragn-
arsson er líka þekktur sem bind-
indismaður. Færri vita að söngvar-
amir Anna Mjöll Ólafsdóttir og
Páll Óskar eru bindindismenn.
Fyrir hálfu öðru ári var mikið
rætt um eiturlyfið ecstasy. Eitur-
lyfjasalamir kölluðu það gleðipill-
una alsælu. Fjölmiðlar átu nafn-
giftina eftir. Þegar neytendur eit-
urlyfsins fóru að svipta sig lífi
tóku bindindisunglingar til sinna
ráða. Þeir ýttu úr vör Gleðisveit-
inni alsælu, rapp-metal rokksveit.
Jafnframt var haft samband -
ýmist bréflega eða símleiðis - við
hátt í 100 fjölmiðlamenn. Þeir
voru beðnir um að nota alsælu-
nafnið einvörðungu um Gleðisveit-
ina alsælu en kalla eiturlyfið e-pill-
una. Allir - nema ein útvarpsstöð
- hlýddu kallinu.
í árslok átti bind-
indissveitin Alsæla
frumsamið lag við
kvæði Kristjáns
Fjallaskálds, Þorra-
þrælinn, á safnplöt-
unni Músíkblöndu 1 -
Rymur. Lagið hefur
notið mikilla vin-
sælda, einkum í Rás
2, sem er móttækileg-
ust útvarpsstöðva fyr-
ir nýskapandi íslenska
músík. Myndband við
Þorraþrælinn hefur
vakið athygli. Þar er
kvæðið látið túlka
vímuefnavandann.
Fíkniefnaneytendur kalla amfet-
amín, kókaín o.þ.h. snjó. Ef menn
taka of stóran skammt (óverdósa)
kallast það að frjósa. Ljóðlínurnar
Þegar neytendur eitur-
lyfsins fóru að svipta sig
lífi, segir Jens Guð-
mundsson, tóku bind-
indisunglingar til sinna
ráða. Þeir ýttu úr vör
Gleðisveitinni alsælu.
„Nú er frost á Fróni, frýs í æðum
blóð ...“ fá því margþætta merk-
ingu.
I niðurlagi ljóðsins eru menn
hvattir til að veija sitt bú betur.
Aðeins þannig, þ.e. með öflugri
forvörnum og meðferðarstarfi,
geti menn linað þraut og komist
á ný út í sól og sumaryl.
Höfundur er skrautskriftar-
kennari og á sæti í framkvæmda-
nefnd stórstúku íslands.
Jens
Guðmundsson
Eftirsóknarvert að
vera bindindismaður
ÞJÓÐFÉLAGSUMRÆÐAN er um
vímuvarnir. Gott og vel, vissulega
þarf að byrgja brunninn áður en bam-
ið er dottið í hann. Ég hef þó af því
nokkrar áhyggjur að mér finnst um-
ræðan snúast mest um ólöglegu
vímuefnin, en skaðsemi áfengis ekki
haldið svo mjög á lofti. Ég vona samt
að mér hafi yfirsést og ekki verði
lögð minni áhersla á að koma í veg
fyrir áfengisneyslu en önnur hættu-
leg efni.
Fyrir skömmu var ég á ráðstefnu
í Gautaborg þar sem rætt var um
nauðsyn þess að börn fengju að alast
upp í vímulausu umhverfi. Þar var
m.a. skýrt frá rannsókn sem hefur
staðið yfir í nokkur ár á vímuefna-
vanda unglinga í ýmsum hverfum
Óslóborgar. Fylgst hefur verið með
hópi unglinga í gegn um unglingsár-
in. Það var athyglisvert að þeir ungl-
ingar sem áttu í mestum vanda varð-
andi áfengisdrykkju og neyslu ann-
arra vímuefna búa í hverfi þar sem
flestir foreldrarnir eru vel menntaðir
og búa við góða fjárhagsafkomu.
Margir unglinganna byijuðu drykkju
ungir og oft var fyrsti sopinn borðvín
eða bjór heima hjá foreldrunum, sem
væntanlega hafa ætlað að kenna
börnum sínum „góða vínmenningu".
Á ráðstefnunni kom einnig fram að
leið vímuefnaneytandans er oftast á
þessa leið.
Stúlkur: 1. áfengi 2. sígarettur 3.
hass 4. önnur vímuefni.
Piltar: 1. áfengi 2. sígarettur 3.
sniff 4. hass 5. önnur vímuefni.
Áður var talið að tóbakið kæmi
fyrst og síðan áfengi o.s.frv., en nú
virðist sú breyting hafa orðið að síg-
arettan er komin í annað sæti. Áróð-
ur gegn tóbaki hefur trúlega haft þau
áhrif að unglingarnir byrja ekki að
reykja fyrr en þeir eru
undir áhrifum vímuefna.
Þessar upplýsingar ættu
að vera okkur umhugs-
unarefni, það er ekkert
eðlilegt við þáð að
12-14 ára börn séu
byijuð að drekka áfengi.
Þau eiga eftir að taka
út þroska bæði andlega
og líkamlega, sem okkur
ætti að vera kappsmál
að takist sem best.
Það er einnig upplýst
í gegnum rannsóknir að
þeir sem byija að drekka
13 ára drekka yfirleitt
miklu meira magn í einu
þegar þeir eru orðnir 23
ára, en t.d. sá sem ekki
bragðaði áfengi fyrr en 17-18 ára.
Afengi er skaðlegt öllum _og ekki
síst börnum og unglingum. Ég vona
Áfengi er skaðlegt
öllum, segir Katrín
Eyjólfsdóttir, og ekki
síst börnum og
unglingum.
sannarlega að öll sú umræða sem er
og hefur verið um vímuvarnir verði
til þess að foreldrar og aðrir uppal-
endur verði sér meðvitaðir um ábyrgð
sína gagnvart baminu. Fullorðna
fólkið verður að sýna af sér ábyrgð
og siðferði, sem getur verið barninu
fyrirmynd og þroskað siðferðiskennd
þess og ábyrgðartilfinningu og gert
það fært um að taka sjálfstæðar
ákvarðanir á grundvelli þess. Börn
þurfa líka að fræðast
um réttindi sín og skyld-
ur og ekki síst þarf að
gera þeim ljóst að lög
og reglur era ekki settar
til höfuðs þeim heldur
verndar og að slíkar
reglur á að virða.
Margir fögnuðu þeg-
ar sterkur bjór var
leyfður hér, meðan aðrir
báru ugg í bijósti. Því
miður hefur flest farið
á verri veg í áfengismál-
um þjóðarinnar á þess-
um árum og lítið farið j
fyrir menningarauka af '
hans völdum. Það skýt-
ur skökku við að á sama
tíma og hrópað er upp
vegna vanda unglinganna okkar era
ráðamenn þjóðarinnar á fullri ferð
að einkavæða áfengissöluna og auð-
velda aðgengi sem mest að veigunum.
Því má heldur ekki gleyma að
vandinn er ekki unglinganna einna,
ótal margir fullorðnir beijast við
áfengissýkina og reynist það erfitt, ’
sumum tekst að komast úr klóm |
Bakkusar en öðrum gengur það iila.
Ég tel ekki eftir að fólk fái alla þá
aðstoð sem hugsast getur til að losna
úr viðjum þessa böls, en hve miklu
farsælla hefði ekki verið að drekka
aldrei fyrsta sopann?
Það er eftirsóknarvert að vera
bindindismaður, það er ekkert
hallærislegt við það og ég hvet alla
unga og eldri til að hugleiða hvort
það sé ekki einmitt sú ákvörðun sem (
þeir ættu að taka í dag. i
Höfundur er ritari Stórstúku
íslands, I.O.G.T.
Katrín
Eyjólfsdóttir
Svik á svik ofan
(
Stefna stjórnvalda í áfengismálum 1
FYRIR stuttu hlustaði
ég á þátt í Ríkisútvarp-
inu, þar sem útlendingar
lýstu íslendingum. Þjóð-
veiji sagði: Islendingar
drekka ekki í vinnunni
og yfirleitt ekki nema
um helgar. Þeir drekka
mun minna en við.“ Mér
fundust þetta réttar og
skarplegar athuganir og
í allt öðrum dúr en sum-
ir erlendir fjölmiðlafugl-
ar hafa lýst áfengis-
ástandi á íslandi. Með
þessum orðum er ég ekki
að draga úr fréttum af
villimennsku og mikilli
vínneyslu um helgar í
höfuðborginni og annars
staðar.
Staðreyndin er samt sú, að áfeng-
isástand á íslandi, í Noregi og Sví-
þjóð er á allt öðra róli en í Danmörku
og Mið- og Suður-Evrópu, þar sem
neyslan er um og yfír 10 lítrar á
mann á ári á móti u.þ.b. 5 lítram hjá
okkur og norskum og sænskum
frændum okkar. Ástæðan: Frá Mið-
og Suður-Evrópu koma 2/s hlutar af
vínframleiðslu heimsins og í Dan-
mörku eru Carlsberg-verksmiðjumar
einn stærsti atvinnurekandinn. Það
er með öðrum orðum áfengisauð-
magnið, sem hefur lykilstöðu í þess-
um heimshluta. Ég hrökk í kút þegar
ég sá ástandið í Danmörku, en þar
dvöldum við hjónin í eitt ár fýrir
skömmu: Flestar víntegundir á boð-
stólum í matvöruverslunum, vínbúllur
á öðru hveiju götuhorni, ungir sem
aldnir drekkandi bjór á götum úti,
reykjandi og drekkandi fólk í beinum
sjónvarpsútsendingum, mjög vara-
samt að vera einn á ferð í lestum
eftir kl. 10 á kvöldin, vín haft um
hönd á vinnustöðum, jafnvel í skólum.
Og þetta gerist í landi þar sem al-
mennt siðferði er á mun hærra plani
en á íslandi. Það er af ótta við þetta
Danmekur- og Mið-Evr-
ópuástand í áfengismál-
um sem andstaða
margra Norðmanna og
Svía við inngöngu í
Efnahagsbandalag Evr-
ópu byggðist að stóram
hluta á. Samkvæmt
reglum EB er áfengi
ekki eitur heldur vara
sem skal fijáls. Þess
vegna skal það selt
óhindrað. Burt með vín-
sölur ríkisins, segja
þeir. Og vissulega heyr-
um við íslendingar
enduróm af þessum
„frelsis“kröfum hér. Er
það ekki heitasta ósk
núverandi fjármálaráð-
herra að leggja einkasölu á áfengi
niður? Þá gætu umboðsmenn vínsal-
anna leikið lausum hala og þeir gera
Það er einmitt um æsk-
una, segir Hilmar
Jónsson, sem slagurinn
stendur.
það raunar nú þegar. Fyrir síðustu
kosningar rigndi t.d. yfir í mínu
byggðarlagi tilboðum til stjómmála-
flokkanna frá hinum og þessum vín-
umboðssölum um ókeypis vín, einkum
til ungra og óvissra kjósenda. Það
hétu kynningar.
En það er einmitt um æskuna, sem
slagurinn stendur. Sumir segja að
hún sé spillt. Slíkar fullyrðingar má
styðja með fréttum af barsmíðum og
eiturlyfjaneyslu unglinga. En hvaðan
fá unglingar sínar fyrirmyndir? Hinn
7. janúar sl. sagði DV að ísfirskir
foreldrar keyptu vín handa 14 og 16
ára bömum sínum. Ástæðan: Þau fá
það hvort eð er.
Og erum við þá komin að hinum
Hilmar
Jónsson
uggvænlegu tölum í skýrslu Ásu
Guðmundsdóttur, sálfræðings, um
stóraukinn drykkjuskap unglinga eft-
ir að bjórinn kom. Kannanirnar vora
gerðar 1988 og 1992 og leiddu í ljós
að piltar á aldrinum 13-15 ára hafa
tvöfaldað neyslu sína svo og stúlkur
og það sama gildir um pilta á aldrin-
um 16-19 ára. Hið eina jákvæða í I
skýrslunni er „að neysla stúlkna á
þessum aldri (16-19) hefur staðið í .
stað. Ása segir: „Síðustu ár hefur '
svonefnd heilsubylgja gengið yfir.
Henni er ætlað að leiða af sér nýjan
lífsstíl, þar sem einstaklingurinn lifir
í sátt við sjálfan sig og þarf ekki á
vímugjöfum að halda ... Enn sem
komið er virðist áróður hennar
(heilsubylgjunnar) ekki höfða til
hraustra ungra pilta, en það er sá
markhópur, sem beina þarf athygli
að.“ Og í lok skýrslunnar segir Ása:
„Forvamarstarf verður að vera stöð-
ugt vegna þess að sífellt vaxa upp (
nýjar kynslóðir." Einmitt hér hefur
hið stóra slys skeð. Af hálfu ríkis-
valdsins era aliar áfengisvarnir og
öll bindindisstarfsemi svelt. Á árinu
1993 var til dæmis ríkisstyrkur til
Stórstúku íslands felldur niður. Þetta
era efndir ráðamanna um að auka
og styrkja forvamir í áfengismáium,
hátíðleg loforð, sem þeir gáfu þegar
bjórinn var samþykktur. íslenskir '
stjómmálamenn álíta að áfengis- 1
vandinn verði helst læknaður með |
meðferðarheimilum. í byggingu og
rekstur meðferðarheimila er sett
ógrynni fjár. Samt er árangurinn þar
ekki betri en að 55% fá nokkra bót
en 45% litla sem enga. (Upplýsingar
frá Guðmundi Jóhannssyni stofnanda
Bláa bandsins.) Til þess að snúa þess-
ari þróun við þarf sterka bindindis-
hreyfingu og liðsmenn hennar eiga
að vera óragir við að bera boðskap (
sinn á torg. i
(
Höfundur er rithöfundur.