Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTEIMDUR
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 25
kominn í um hundrað þúsund krón-
ur en þá ná áhorfendur ýmsum
stöðvum á Norðurlöndum svo og
öðrum rásum. Ekki er um mánaðar-
áskrift að ræða heldur fylgja forrit-
uð kort, minniskubbar, sem breyta
þarf kóda á af og til. Kódinn er á
alnetinu og við veitum viðskiptavin-
um aðstoð við að breyta honum
þegar þarf.“ Hann segir að ef fólk
vilji fara inn á svokallaðar Sky-rás-
ir hafi verið farin sú leið að gerast
áskrifandi í Bretlandi í gegnum
kunningja en nota kortið hér á
landi.
- Eru þessir afrugiarar ekki
ólöglegir?
„Það er ólöglegt að fjölfalda efni
eða dreifa í fjölbýlishúsum en það
er ekkert sem mælir gegn því að
einstaklingar kaupi áskrift með
þessum hætti. Ég leyfi mér að full-
yrða að ekkert ólöglegt sé við að
ná sendingum sjónvarpsstöðva inni
á heimilum ef fólk hefur aðgangs-
kort og afruglara."
Átta hnettir standa til boða
Halldór Laxdal hjá Radíóbúðinni
selur gervihnattadiska af ýmsum
stærðum, 1,20, 1,50, 1,80 m, og
jafnvel stærri, óski fólk eftir.
„Möguleikarnir eru ótal margir
og þegar fólk veit hvað það vill
reynum við að liðsinna eftir mætti.
Hægt er að velja um átta hnetti,
til dæmis nokkra Astra-hnetti, Eu-
telsat-hnetti og Intelsat."
i - Hvað kostar t.d. viðskiptavin
að kaupa búnað til að ná Intelsat,
sem gefur möguleika á að ná sjón-
varpsstöðvum á Norðurlöndum?
„Viðkomandi ætlar þá líklega að
fara á Intelsat 707-hnöttinn, sem
er á einni gráðu vestur. Á þessum
hnetti nást teiknimyndastöðin
Cartoon Network, TNT, TV Norge,
TV 1000, TV 3 Norge, BBC Prime,
Nrk 1, TV 3 Danmark, Nrk 2, Sup-
er sport, Norsk TV 2, TV 3 Swed-
en, DR2, og MTV. Hann þarf af-
ruglara á allar stöðvar nema eina.
Afruglarinn er á um 24.-25.000
krónur. Ekki er um mánaðarlega
áskrift að ræða heldur eru tveir
möguleikar í stöðunni. Hægt er að
gerast áskrifandi gegnum kunn-
ingja á Norðurlöndum eða nota svo-
kölluð sjóræningjakort sem eru víða
notuð í Evrópu. Þau kosta á bilinu
5-10.000 krónur og duga meirihlut-
ann af árinu. Þessi kort má síðan
opna aftur með kóda sem auðvelt
er að nálgast á alnetinu eða hjá
þeim sem eru að selja þennan bún-
að. Búnaður sem þessi myndi kosta
frá hundrað þúsund krónum. Það
er hægt að fá búnað fyrir lægri
upphæð en það bitnar þá á mynd-
gæðum, sérstaklega í leiðinlegu
veðri.
Ef einhver ætlar að fá sér gervi-
hnattadisk til að ná Astra-hnöttum
myndi ég mæla með stærðinni 1,50
eða 1,80 m þegar talað er um gervi-
hnattastærð. Þá verða myndgæðin
örugglega í lagi.“
3.000 krónur á mánuði I þrjú ár
Halldór bendir á að viðskiptavinur
sem kaupir búnað fyrir hundrað
þúsund geti borgað á raðgreiðslum
og það sé jafnvel ódýrara en að
borga áskrift að Stöð 2. „Ég bendi
viðskiptavinum mínum á að kaupi
þeir búnað fyrir hundrað þúsund og
borgi á raðgreiðslum í þijú ár nemi
upphæðin 3.000 krónum á mánuði.
Að þremur árum liðnum á fólkið
búnaðinn og þarf ekkert að borga
nema nokkur þúsund fyrir að breyta
kóda í afruglara. Fólk getur reiknað
út sjálft hversu lengi það er að vinna
upp áskriftarkostnaðinn."
Langnr
laugardagur
Útsölulok
í dag
ÞAÐ var ös í sumum verslunum við
Laugaveg i gær en í dag, laugar-
dag, lýkur útsölum hjá búðum við
Laugaveg og nágrenni. Afsláttur
er allt að 70-80% og margir verslun-
areigendur hvetja viðskiptavini sína
til að prútta þennan lokadag. Það
er opið til 17 í dag við Laugaveg,
frítt í bílastæði eftir 14 og frítt í
bílastæðahús í allan dag.
,T/n £7raoel d'candinauia/
Heimili
að heiman í
Kaupmannahöfn
„Nokkrar vikur lausar"
Enn eru nokkrar vikur lausar I vönduöum
ferðamannaíbúöum miösvæöis í
Kaupmannahöfn. Allar íbúöimar eru meö
sér baöi og eldhúsl. Haföu samband viö
ferðaskrifstofuna þína eöa
In Travel Scandinavia
Fredriksberggade 34
1459 Kaupmannahöfn K
Sími+45 3312 3330 • Telefax 3312 3103
Hvernig á að velja gervihnattadisk?
Stærð loftnets og suð-
tala það sem máli skiptir
PÁLL Jónsson, forstöðumaður
langlínudeildar hjá Pósti og
síma, segir að í fyrsta lagi
sé stærð á loftneti grundvall-
aratriði þegar velt er fyrir sér kaup-
um á gervihnattadiski. „Því stærra
sem það er því skýrari verður mynd-
in.“ Páll segir að algeng stærð á
þessum loftnetum hérlendis sé á bil-
inu 1-2 metrar. Sé loftnetið undir
einum metra má búast við að veru-
legur hluti af því sem næst sé með
lélegum myndgæðum, þ.e.a.s. mikill
snjór í myndinni.
Suðtalan ekki undir einu
desibeli
„Suðtala (Noise factor) er nokk-
urskonar gæðatala og nauðsynlegt
fyrir fólk að vita hver sú tala er.
Magnarinn er lítið stykki sem er
fremst á loftnetinu og tekur við
merkinu sem fellur á diskinn og
magnar það upp. Suðtala magnarans
segir til um gæðin, því lægri sem
hún er því betri er magninn. Ég álít
að suðtala þurfi að vera í kringum
eða undir einu desibeli til að mynd-
gæðin verði viðunandi.
- Hvaða rásum nær fólk fái það
sér meðalstóran gervihnettadisk?
„Loftnetinu er beint á Eutelsat
Intelsat eða Astra gervitunglin.
Loftnetið getur einungis „séð“ eitt
gervitungl í einu en hægt er að fá
sérstaka tjakka sem færa loftnetið
frá einu tungli til annars.
Á gervihnöttum Astra nást fjöl-
margar rásir. Vandamálið er að ein-
ungis fáar eru opnar (Sky news,
TNT og nokkrar þýskar rásir eru
lokaðar).
Þær sem eru ruglaðar eru eðli
málsins samkvæmt vinsælastar s.s.
Sky movies, Movie channel eða Sky
one. Á Eutelsat eru einnig ruglaðar
rásir. Þá koma til afruglarar sem
hægt er að kaupa og kosta að ég
tel um 20.000 krónur. Ég stend hins-
vegar í þeirri meiningu að afruglar-
arnir séu ólöglegir.
Verslanir hafa fram
til þessa komist upp
með að auglýsa þessa
afruglara og selja
þá.“
- Hvað þarf les-
andi sem ætlar að
kaupa sér gervi-
hnattadisk að kaupa
svo hann nái góðum
myndgæðum?
„Lesandi sem ætl-
ar að tryggja sæmilega góða mynd
þarf að hafa loftnet (disk) sem er
að lágmarki 1,2 metrar í þvermál,
suðtala magnarans (LNB) þarf að
vera 1,2 dB eða lægri. Um aðra hluta
af búnaðinum gilda sömu lög mál
og þegar sjónvarpstæki er valið,
aðgengileg fjarstýring og fleira í
þeim dúr.
Páll segir að ríkissjónvörpin á
Norðurlöndum sendi ekki út á að-
gengilegum rásum fyrir okkur.
„Norðmenn eru til dæmis að senda
NRK á Svalbarða og þá reyna þeir
að hafa útsendingu á gervihnetti
sem þrengsta yfir Noregi til að sem
allra minnst loftnet þurfi þar.
Ég held reyndar að sendingar séu
almennt að þróast í þá átt að geisl-
ar séu þrengdir yfir þau svæði sem
eru markaðssvæði til að sem minnst
loftnet þurfi. Algeng stærð á loft-
netum í Evrópu er um 50 sentimetr-
ar ólíkt þeim 1-2 metra hlemmum
sem við erum með hérlendis og er
orðið byggingarfræðilegt vanda-
mál.“
- Nú hefur verið
rætt um að 500
stöðvar komi til með
að veita íslensku
sjónvarpi samkeppni
í framtíðinni?
„Mér fínnst það
ekíri líklegt. Er lík-
legt að stöðvareig-
endur í Evrópu fari
að dreifa merkjum
yfir Atlantshafið þar
sem fáir notendur
eru þegar þeir geta frekar beint
þeim að þéttbýlum svæðum í Evr-
ópu?
Hvenær munu stafrænar merkingar
(Digitalsendingar) verða að veru-
leika og hvernig munu þær nást hér
á landi?
- „Sky hefur boðað breytingar
yfir í stafræna útsendingu. Ætlun
þeirra er að láta þá notendum í té
búnað sem breytir stáfrænu merki
í hefðbundið PAL-merki og brúa
þannig bilið þar til sjónvarpstæki
verða almennt orðin stafræn.
Vissar líkur eru á að einhverjar
stafrænar sendingar náist á íslandi.
Þetta er framtíðin."
bléfflwdl
‘Nii þavfað imipatta!
Prímúlur - sannur vorboði
KR: 199,-
Túlipanar 10 stk.
KR: 495,-
Gróðurmold
L 12 litrar
Gróðurmold og blóma
áburður samati t poka
KR: 220,-