Morgunblaðið - 01.03.1997, Blaðsíða 61
' MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 1. MARZ 1997 61
MYNDBOIMD/KVIKMYNDIR/UTVARP - SJONVARP
MYNDBOND
Konungur
illmennanna
Rikharður þriðji
(Richard III)
D r a
m a
★ ★ ★ ‘A
Leikstjóri: Richard Lonecraine.
Handrit: Sir Ian McKellen og Ric-
hard Lonecraine, byggt á sviðsetn-
q ingfu Richards Eyre á verki Will-
iams Shakespeare. Kvikmynda-
tökustjóri: Peter Biziou. Tónlist:
Trevor Jones. Aðalhlutverk: Sir Ian
KcKelIen, Annette Bening, Jim Bro-
adbent, Robert Downey jr., Nigel
Hawthorne. 100 mín. Bresk. Mayfa-
(i ir Entertainment/Sam-myndbönd.
Bönnuð börnum yngri en 16 ára.
Útgáfudagur 25. febrúar.
ÞRÁTT fyrir að Shakespeare fjalli
> verki sínu um pólitíska valdabaráttu
i; um bresku krúnuna á 16. öld er inn-
tak Ríkharðs
þriðja ekki hið
sögulega sam-
hengi heldur sjálf
valdabaráttan og
hin sjúklega illska
sem henni getur
fylgt. Því er í raun
fátt sem mælir
gegn því að verkið
sé fært í nýtt
sögusvið. Richard Eyre brá á þetta
ráð og bjó verkinu nýja og vitsmuna-
lega sviðsetningu er á sér stað í Bret-
landi 4. áratugarins þar sem Ríkharð-
ur hinn illi hefur verið gæddur fasísku
yfirbragði, sem er tímans tákn.
Sjálf söguframvinda Shakespeares
fær í grófum dráttum að njóta sín.
Eftir að Jórvíkingar hrifsa til sín völd-
in sest Játvarður í konungsstólinn.
Yngri bróðir hans Ríkharður fer með
stjóm hersins í landinu en þráir ekk-
ert minna en sjálft sæti bróður síns.
Til þess að uppfylla draum sinn beit-
ir hann miklum pólitískum klækjum
og ólýsanlegri illsku. Hann lætur líta
út sem morð á þriðja bróðumum, sem
hann sjálfur bar ábyrgð á, hafi verið
fyrirskipun frá hans hátign, fréttir
sem drógu hann einnig i gröfína. í
kjölfarið brýtur Ríkharður á bak aftur
hveija þá hindrun sem er í veginum
og lætur ekki staðar numið fyrr en
konungsdæmið er hans.
Það hefur tekist snilldarlega að
færa verk Shakespeares í þennan
nýja og óhugnanlega búning. Leik-
stjórinn Richard Loncraine bregður á
það ráð að gera úr verkinu spennu-
mynd fremur en drama, með því að
hnitmiða textann (ásamt McKellan),
beita hröðum klippingum í anda has-
armyndanna og leggja ríka áherslu á
hina hreinræktuðu illsku sem er drif-
krafturinn í verknaði Ríkharðs. Fyrir
vikið er myndin óvenju grípandi og
tormelt af Shakespeare-verki að vera
en glatar hinsvegar nokkurri dýpt og
stíganda. Það er aftur á móti unun
að horfa á frammistöðu leikaranna,
sem allir sýna framúrskarandi tilþrif
en enginn þó frekar en sjálfur McKell-
an, sem hið bæklaða ómenni. Slík
snilld verður lengi í minnum höfð.
Skarphéðinn Guðmundsson
KteCD D®
VERÐLAUN
Verðlaunaðu þig
Kauptu þér geisladisk, farðu
í nudd, fáðu þér uppáhalds
matinn þinn eða sjáðu góða
bfómynd eftir ákveðinn
dagafjölda i líkamsræktinni.
APOTEK
OPIB ÖLL KVOLD
VIKUNNARTIL KL 21,00
HRINGBRAUT 1 19, -VIP |L HÚSIÐ,
Faxafeni • Langarima • Skipholti
Safnaóu 5 hollráóum og þú færó 1000 kr.
afslátt af þriggja mánaóa kórtum i Mætti
og Gatorade brúsa og duft frá Sól hf.
VERÐHRUN
Allt á útsölunni
á kr. 5.000
Úlpur — kápur
— ullarjakkar
— Blazerjakkar
Opið laugardaga
kl. 10-16
•WHI/I5ID
Mörkinni 6, sími 588 5518.
Bílastæði v/Búðarvegginn.
Hundelt af
morðingja
og lögreglu
BANDARÍSKA leikkonan Halle
Berry sem ieikur aðalhlutverk í
spennumyndinni „The Rich Man’s
Wife“ sem frum-
sýnd var í Sam bíó-
unum í vikunni, var
valin í hlutverkið án
þess að hún þyrfti
að fara sérstaklega
í áheyrnarpróf. „Eg
var efíns í fyrstu
þegar ég vissi að ég
væri efst á óskalista
fyrir hlutverkið.
Síðan fór ég að lesa
handritið og eftir
örfáar síður hugsaði
ég með mér: Bíddu
aðeins, þetta er
mjög gott,“ segir Berry sem varð
þekkt leikkona eftir að hún lék á
móti Eddie Murphy í myndinni „Boo-
merang".
„The Rich Man’s Wife“ fjallar um
konu (Halle Beny) sem er gift ríkum
manni. Hún kynnist öðrum manni
sem síðan myrðir eiginmann hennar.
í kjölfarið er hún ákærð um morðið
og er hundelt bæði af morðingjanum
og lögreglunni. Ríka manninn leikur
Cristopher McDonald, sem leikið hef-
ur meðal annars í „Quiz Show“ og
„Thelma and Louis“ og Peter Green
leikur morðingjann, en hann hefur
meðal annars leikið í „Usual
Suspects" og „Pulp Fiction".
V#'-
Skipholti 50b -105 - Reykjavík
S. 55 100 90
Sími 565-5522
CARE POUS FOUNDATION
Meikið frá MARBERT sem verndar húðina
og helst matt allan daginn.
Einstakt meik sem inniheldur A, C
og E vítamín, og það nýjasta „soft
focus", þannig að fínar línur og
minniháttar ör sjást síður.
Húðin fær eðlilega og matta áferð.
MARBERT
- og þú lítur vel út
Komdu og prófaðu:
Brá, Laugavegi. Evíta, Kringlunni. Holtsapótek,
Glæsibæ. Hygea, Kringlunni. Libia, Mjódd.
Nana, Hólagarði. Spes, HáaleitisbrauL Bylgjan,
Kópavogi. Snyrithöllin, Garðabæ. Sandra,
Hafnarfirði. Gallery Förðun, Keflavík. Krisma,
ísafiröi. Tara, Akureyri. Apótekið Húsavík. Ámes
apótek, Selfoss. Apótek Vestmannaeyja.
LAÐSINS
Ferminmr
Sunnudaginn 9. mars gefur Morgunblaðið út hinn árlega blaðauka Fermingar, en um
4 þúsund ungmenni verða fermd nú í lok marsmánaðar og í aprílmánuði.
Er þetta í áttunda sinn sem slOcur blaðauki er gefinn út með upplýsingum á einum
stað um allt það sem viðkemur undirbúningi fermingardagsins.
í blaðaukanum verður m.a. rætt við fermingarbörn og foreldra um undirbúninginn og
fermingardaginn. Fjallað verður um fatnað, hárgreiðslu,
veisluna ásamt uppskriftum af mat og kökum, skreytingar á fermingarborðið, fermingargjafir og
gefnir minnispunktar varðandi fermingarundirbúninginn.
Auk þess verður fjallað um fermingar íslenskra barna erlendis, tekin verða tali fermingarböm
fyrr og nú, skoðaðar gamlar fermingarmyndir ásamt fleiru.
Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn auglgsingadeildar
í síma 569 1171 eða með símbréfi 569 1110.
Skilafrestur auglýsingapantana
er til kl. 12.00 mánudaginn 3. mars.
plnrjpmMsxfoiiií*
- kjarni málsins!