Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
________________________________FRÉTTIR_________________________________ )
Formenn VR, RSÍ og iðnverkafólks eru ánægðir með niðurstöðuna í kjaraviðræðunum 1
Nýtt taxtakerfi en
engar tryggingar
„ÉG er tiltölulega ánægður miðað
við aðstæður. Þessi samningur er
í stórum dráttum í takt við samn-
ing sem við undirrituðum fyrir
rúmri viku við Félag íslenskra
stórkaupmanna," segir Magnús
L. Sveinsson, formaður VR, um
samning félagsins og vinnuveit-
enda, sem náðist í fyrrinótt en
hann var formlega undirritaður
eftir hádegi í gær.
„Þessir samningar eru innan
þeirra marka að stöðugleikinn á
örugglega að geta haldist. Þá á
samningurinn að geta skilað 8 til
10% kaupmáttarauka á samnings-
tímanum,“ segir Magnús. Hann
segist telja víst að nýgerðir samn-
ingar verði forskrift að kjarasamn-
ingum annarra félaga og landssam-
banda ASÍ sem enn eiga ósamið.
Skv. samningnum eiga lægstu
launataxtar að verða komnir í 70
þúsund kr. 1999 og ef ákveðið
verður að gera fyrirtækjasamn-
inga næst það markmið fyrr en
ella en þá er einnig gert ráð fyrir
að sá tími sem unninn er í dag-
vinnu lengist, að sögn Magnúsar.
Engar fastar
tryggingar
„Ég geri ráð fyrir að kauphækk-
anir geti orðið svipaðar hjá þeim
sem eiga eftir að semja en um það
þori ég ekki að fullyrða,“ segir
Guðmundur Þ. Jónsson, formaður
Landssambands iðnverkafólks og
Iðju.
Hann kveðst vera ánægður
með mörg atriði samningsins, sér-
staklega hækkun launaliða, „þótt
hann gildi til lengri tíma en við
höfðum lagt upp með,“ segir
hann. Guðmundur segir að fastar
tryggingar vanti hins vegar í
samninginn. „Við verðum bara
að treysta því að fólkið í landinu
veiti stjórnvöldum aðhald," segir
Guðmundur.
Mestu breytingar
í rúman áratug
Hann segir að samningurinn
feli í sér myndarlegar krónutölu-
hækkanir á lægstu taxta. Þannig
hækki 49 þúsund kr. dagvinnu-
taxtinn um tólf þúsund kr. í upp-
hafi eða í rúmlega 62 þúsund en
þar er einnig um það að ræða að
álags- og aukagreiðslur færast
að hluta til inn í taxtana til hækk-
unar. „Samt sem áður eru þetta
mestu breytingar á kauptöxtum
sem við höfum gert í rúman ára-
tug,“ segir Guðmundur.
Verkfalli rafiðnaðarmanna hjá
Reyjavíkurborg sem hófst á mið-
nætti í fyrrakvöld, var frestað
þegar kjarasamningur RSÍ og
Reykjavíkurborgar var undirritað-
ur um kl. 8 í gærmorgun. Er
vinnustöðvun frestað fram að fé-
lagsfundi kl. 15 í dag þegar samn-
ingar félagsins við Reykjavíkur-
borg og vinnuveitendur verður
borinn upp.
Guðmundur Gunnarsson, for-
maður RSÍ, segist vera mjög
ánægður með nýgerðan kjara-
samninga sambandsins. Guð-
mundur segir að skriður hafi kom-
ist á samningaviðræðumar í kjöl-
far samnings RSÍ og Félags ísl.
stórkaupmanna á laugardag. Þór-
arinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ, hafi lýst yfir
áhuga í fjölmiðlum á að gera ein-
faldan samning með prósentu-
hækkunum. „Ég sagði sáttasemj-
ara að við værum tilbúnir að taka
hann á orðinu og bað hann að
koma þeim skilaboðum til fram-
kvæmdastjóra VSÍ. Á laugardags-
kvöldið sagðist Þórarinn vilja
skoða þetta og við ákváðum að
hittast um hádegi á sunnudag og
voru aðalsamninganefndirnar kall-
aðar saman. Það kom fljótt í Ijós
að grundvöllur væri fyrir sam-
komulagi," segir Guðmundur.
Samningur RSÍ og VSÍ/VMS,
fyrir hönd Landssambands raf-
verktaka, var undirritaður í fyrri-
nótt en erfiðar gekk að ná sam-
komulagi milli RSÍ og Reykjavík-
urborgar þar sem rafiðnaðarmenn
vildu ekki falla frá kröfu um að
gildistími samningsins yrði frá
seinustu áramótum. Að lokum
náðist þó samkomulag og gilda
báðir samningarnir frá undirritun
eins og aðrir samningar sem gerð-
ir hafa verið.
Rafiðnaðarmenn segjast vera
sérstaklega ánægðir með þær
launahækkanir og breytingar á
launaflokkum sem samið var um.
„Við teljum að þessir samningar
séu heldur betri en samningur
okkar við stórkaupmenn,“ segir
Guðmundur. Að sögn hans felur
samningurinn í sér að grunnlaun
hækka úr um 60 þúsund kr. upp
undir 90 þúsund kr. og lágmarks,-
laun rafiðnaðarmanna verði
95.636 í samningslok.
Guðmundur segir að samflot I
landssambanda ASÍ hafi brostið j
25. febrúar því í ljós hafí komið k
að sú tilraun hafi ekki skilað ár-
angri. „Þá vorum við með kröfu
um 85 þúsund króna lágmarkslaun
en nú höfum við samið um 90
þúsund króna lágmark fyrir okkar
félagsmenn. Ég varð undrandi á
vinnuveitendum að stökkva ekki á
tilboð landssambandsformann-
anna og ég held að þeir eigi eftir |
að átta sig á að það hafi verið v
mistök“ segir hann.
Kom ekki *
á óvart
Grétar Þorsteinsson forseti Al-
þýðusambands íslands segir að
ekki hafi komið á óvart við þær
aðstæður sem nú væru, að aðilar
fari að semja.
„Að öðru leyti verða þeir aðrir
að svara, sem eiga ósamið, hvað i
þeim sýnist um stöðuna. Allt hef- ^
ur þetta áhrif á framhaldið," sagði k
Grétar, þegar hann var spurður "
um hvaða áhrif það hefði á Al-
þýðusambandið að tvö landssam-
bönd þess skæru sig úr með þess-
um hætti og gerðu kjarasamn-
inga.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
LÖGREGLUMAÐURINN, sem ekið var á, missti einkennishúfu
sína við áreksturinn en varð ekki fyrir alvarlegum
áverkum að því talið er.
Alþingi |
Eyjólfs Konráðs '
Jónssonar minnst
Bíll kast-
aðist á lög-
reglumann
LÖGREGLUMAÐUR varð fyrir
bifreið á Kringlumýrarbraut
um klukkan níu í gærmorgun
með þeim afleiðingum að hann
hlaut áverka á baki, hálsi og
mjöðm. Hann er þó ekki talinn
alvarlega slasaður.
Lögreglumaðurinn gekk að
bifreið, sem stöðvuð hafði verið
á hægri akrein á norðanverðri
Kringlumýrarbraut, vegna þess
hve mikill snjór var á bifreið-
inni en hann virtist hindra eðli-
legt útsýni ökumanns.
Gasbrúsi í belti sprakk
Ökumaður bíls á akreininni
lengst til vinstri dró úr hraða
er hann varð var við blikkandi
yós lögreglubifreiðarinnar, en
við það lenti næsta bifreið aftan
á honum. Við áreksturinn kast-
aðist fremri bifreiðin áfram, á
lögreglumanninn og síðan á
aðra bifreið sem i sömu svipan
var ekið fram hjá lögreglubif-
reiðinni og beygt áleiðis yfir á
miðakrein.
Við höggið sprakk brúsi með
mace-gasi sem lögreglumaður-
inn bar í belti sér og varð starfs-
félagi hans að fjarlægja leifarn-
ar af brúsanum áður en starfs-
fólk slysadeildar gat nálgast
hann og veitt aðhlynningu.
Sjálfum varð honum ekki meint
af gasinu.
Lögreglumaðurinn fékk að
fara heim að lokinni rannsókn.
Jafnframt því var ökumaður
bifreiðarinnar, sem ekið var
aftan á, fluttur á slysadeild til
skoðunar en hann reyndist ekki
vera með stórvægilega áverka.
Færa þurfti bifreið hans af slys-
stað með dráttarbíl.
Skipstjóri
í farbanni
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úr-
skurðaði á sunnudag, að skipstjóri
þýska flutningaskipsins Vikartinds
skyldi sæta farbanni til 2. apríl.
RLR fór fram á farbannið, en hún
rannsakar nú meint brot skipstjór-
ans, á almennum hegningarlögum,
siglingalögum og lögum um vemdun
gegn mengun sjávar.
EYJÓLFS Konráðs Jónssonar, al-
þingismanns og fyrrverandi rit-
stjóra Morgunblaðsins, sem andaðst
6. mars síðastliðinn, var minnst á
Alþingi í gær. í ræðu Ólafs G. Ein-
arssonar þingforseta var rakinn
æyiferill hans og helstu störf.
í ræðu þingforseta um Eyjólf
sagði m.a.: „Eyjólfur Konráð Jóns-
son hóf ungur að ámm afskipti af
stjórnmálum. Hann var flugmælsk-
ur og vel ritfær, barðist af eldmóði
fyrir stefnumálum flokks síns og
eigin hugðarmálum í ræðu og riti,
meðal annars í fjölda blaðagreina.
Hann var ötull talsmaður einka-
framtaks í atvinnurekstri og stofn-
unar opinna almenningshlutafé-
laga. Lengi var hann stjórnarfor-
tækis.“
„Hann fjallaði um efnahagsmál,
Lundúnaháskóla á árunum 1965-
1966.
Tómas varð blaðamaður við Tím-
ann árið 1959 og var fréttastjóri
frá 1960-1961, fulltrúi ritstjórnar
á árunum 1961-1969 og ritstjóri
árið 1970-1974. Hann var skipaður
var um tíma formaður fjárhags-
nefndar efri deildar. Utanríkismál |
vom eitt af helstu áhugasviðum
hans og var hann um nokkur ár \
formaður utanríkismálanefndar. |
Hann var kosinn í Evrópustefnu-
nefnd 1988, var formaður hennar
frá 1989. I þingmannanefnd Frí-
verslunarsamtaka Evrópu, EFTA,
var hann 1991-’95 og í þingmanna-
nefnd Evrópska efnahagssvæðisins
1994-’95.“
„ Afskipti hafði hann af hafréttar-
málum, átti sæti á hafréttarráð- L
stefnu Sameinuðu þjóðanna á ámn-
um 1976-’82. Hann sótti fast að |
íslendingar gættu fyllsta réttar síns |
til hafsvæðanna á landgmnninu.
Hann var stefnufastur stjórnmála-
maður og drenglyndur hugsjóna-
rnaður."
þess, sem hann átti sæti í fulltrúar-
áði framsóknarfélaga í Reykjavík.
Hann var formaður Blaðamannafé-
lags íslands 1966-1967, sat í Út-
varpsráði á árunum 1971-1974 og
var varaþingmaður í Reykjavík á
árunum 1967-1974.
Andlát
TOMAS KARLSSON |
TÓMAS Karlsson,
fyrrverandi deildar-
stjóri í utanríkisráðu-
neytinu, er látinn, 59
ára að aldri.
Tómas fæddist 20.
mars 1937, sonurhjón-
anna Karls Guðmunds-
sonar rafvélameistara
og Margrétar Tómas-
dóttur. Hann varð
stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík
árið 1958 og hóf nám
! lögfræði við Háskóla
íslands en hætti. Hann
lauk prófi í forspjalls-
vísindum árið 1954 og stundaði síð-
ar nám í alþjóðasamskiptum við
fulltrúi í utanríkisþjón-
ustunni árið 1974 og
deildarstjóri upplýs-
inga- og menntadeild-
ar utanríkisráðuneytis-
ins árið 1981. Gegndi
hann því starfi þar til
fyrir nokkmm ámm að
hann hætti vegna
heilsubrests.
Tómas var _ vara-
fastafulltrúi íslands
hjá Sameinuðu þjóðun-
um 1974-1978 og hjá
Alþjóðastofnunum í
Genf 1978. Hann sat í
stjórn Félags ungra
framsóknarmanna í Reykjavík og
var formaður félagsins um tíma auk