Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 17
DISARFELL SEKKUR
Hafsteinn Hafsteinsson, forsljóri Landhelgisgæslunnar, um árangursríkar björgunaraðgerðir
Byggist á traust-
um mannskap og
góðum tækjum
Hafsteinn
Hafsteinsson
FYRSTU upplýsingar
um að Dísarfellið ætti
í vandræðum bárust
Landhelgisgæslunni
kl. 3.45 aðfaranótt
sunnudagsins en þá
var skipið komið með
20-30° halla og voru
skipverjar þá að dæla
olíu á milli tanka í
skipinu til að reyna að
rétta það af. Að sögn
Hafsteins Hafsteins-
sonar, forstjóra Land-
helgisgæslunnar, var
varðskip þá strax upp-
lýst um hvemig ástatt
var með Dísarfellið og
kannað var hvaða skip
væru nærstödd og haft samband
við þau.
Klukkan 4.51 kom svo tilkynn-
ing frá Reykjavíkurradíói um að
skipið væri komið með 60° halla
og það væri líklega að sökkva.
Þrem mínútum síðan var áhöfnin
á TF-LÍF kölluð út í neyðarútkall
og kl. 4.57 bað Dísarfellið um
neyðaraðstoð. Klukkan 5.07 lagði
varðskipið af stað áleiðis að Dísar-
felli og togararnir Hegranes SK
og Gullver NS héldu einnig af stað
eftir að neyðarkall barst frá skip-
inu.
TF-LÍF fór í loftið frá Reykja-
víkurflugvelli kl. 5.28
og áætlaði áhöfnin þá
að vera komin á slys-
stað kl. 7.30, en
skömmu eftir flugtak
TF-LÍF lagði varðskip-
ið af stað áleiðis að
Dísarfelli. Þá var jafn-
framt upplýst að
Dettifoss og Reykja-
foss væru á siglingu
um 30 sjómílur suður
frá Dísarfellinu og
haft var samband við
þau skip jafnframt.
Óskað eftir aðstoð
varnarliðsins
Hafsteinn sagði að
í stjómstöð Landhelgisgæslunnar
hefði verið fylgst með björgunarað-
gerðum, en auk gæslumanna voru
staddir þar yfírmenn frá Samskip-
um, sem gerðu allar nauðsynlegar
ráðstafanir og veittu þær upplýs-
ingar um Dísarfellið sem þeir gátu.
„Klukkan 6.55 var haft sam-
band við áhöfnina á TF-SÝN, Fok-
ker-vél Landhelgisgæslunnar, og
fór hún í loftið klukkan 8.12. Við
fengum svo upplýsingar frá varð-
skipinu kl. 7.09 að LÍF sé komin
á svæðið og farin að leita að áhöfn-
inni.
Samskipsmenn í stjórnstöðinni
gátu gefið okkur upplýsingar um
fjarskiptabúnað og allt annað sem
viðkom skipinu, sem Hka var mjög
mikilsvert. Við fengum líka fjóra
flugbjörgunarsveitarmenn til þess
að vera með í Fokkernum og vera
á útkíkki ef ekki myndi takast að
fínna alla skipbrotsmennina,“
sagði Hafsteinn.
Klukkan 5.08 óskaði Land-
helgisgæslan eftir því við varnar-
liðið á Keflavíkurflugvelli að þyria
yrði send til aðstoðar Dísarfellinu,
en jafnframt var varnarliðsmönn-
um tilkynnt að búið væri að kalla
út TF-LÍF. Það var hins vegar
ekki fýrr en kl. 8.13 sem ein þyria
frá varnarliðinu fór í loftið og tók
stefnuna á Homafjörð til að taka
eldsneyti. Þegar búið var að þjarga
mannskapnum um borð í LIF kl.
8.40 var þyrlu vamarliðsins snúið
til baka nokkram mínútum síðar.
„Þegar búið var að ná mönnun-
um 11 um borð í LÍF, þar af einum
látnum, fór þyrlan til Hornaijarðar
til að taka eldsneyti og skilja eftir
hinn látna skipverja sem náðst
hafði. LÍF lenti þar kl. 9.20 og í
Reykjavík lenti hún svo um tólf-
leytið með þá 10 úr áhöfninni sem
bjargað var á lífi. Þar tóku á móti
þeim ættingjar og vinir en síðan
var farið með skipbrotsmennina á
slysadeild Sjúkrahúss Reykjavík-
ur,“ sagði Hafsteinn.
Eins og einn maður
Hafsteinn segir að ástæða þess
hve giftusamlega hafi tekist til
með björgun áhafnarinnar á Dísar-
felli, áhafnarinnar á Vikartindi í
síðustu viku og Þorsteini GK í gær
sé traustur mannskapur hjá Land-
helgisgæslunni og góður búnaður
sem stofnunin hafí yfír að ráða.
„Mannskapurinn er reyndar fyr-
ir löngu búinn að sanna sig, en
þessi þyrla er núna búin að sanna
sig líka og hún hefur svo sannar-
lega gert það í þessum síðustu
skiptum. Þetta eru hins vegar ekki
einu skiptin sem hún hefur sýnt
gildi sitt því það hefur hún gert
oft áður. Þótt þetta séu fjölmenn-
ustu björgunaraðgerðirnar hefur
hún svo sannarlega farið langt út
í haf áður og bjargað mannslífum,
þessi stóra þyrla. Þótt við hefðum
getað bjargað hluta áhafnarinnar
á Dísarfellinu á TF-SIF þá hefði
verið erfitt að skilja þá menn eftir
í hafinu sem ekki hefðu komist
með. Ég held því að það sé alveg
Ijóst að ákvörðunin um að kaupa
þessa þyrlu svona vel búna hafi
verið rétt,“ sagði Hafsteinn.
Hann sagðist vera mjög stoltur
af starfsmönnum Landhelgisgæsl-
unnar á öllum sviðum og hann
teldi þá alla sem einn standa sig
mjög vel.
„Andinn í stofnuninni er geysi-
lega góður og við eram eins og
einn maður og það skilar sér svo
sannarlega þegar svona reynir á,“
sagði Hafsteinn Hafsteinsson.
f
LSi vél búin:
1.3 lítra rúmmáli
12 ventlum
Fjölinnsprautun
84 hestöflum
Vökva- og veltistýri
ÚtvVsegulb. meö 4 hátölurum
Stafræn klukka
Fjarstýrö opnun á bensinloki
Dagljósabúnaöur
Litaö gler
Tveggja hraöa þurrkur meö
biörofa og rúðusprautu
Afturrúöuhitari meö tímarofa
Samlitir stuöarar
Heilir hjólkoppar
Tveir styrktarbitar í huröum
Krumpusvæöi
Barnalæsingar
o.m.fl.
lítið þið ekki á samanburðartöfluna
rennið yfir staðalbúnaðinn
skoðið fjölbreyttu lánakjörin
kíkið á aukapakkana
og gaumgæfið verðið
00
—J
cc
3
<0
<
z
■3
CQ
<
o
£
00
cc
UJ
i~
LU
J2L
Samanburðurinn hjálpar þér að velja rétt
3 dyra bílar HYUNDÁ1 ÁtíOnt LSt vw GolfCL TOYOTA Corolla XU OPEL Astra GL NISSAN Almera IX
Rúmtak vélar sm2 1341 1398 1330 1389 1392
Hestöfl 84 60 75 60 87
Lengd 4103 4020 4095 4051 4120
Breidd 1620 1696 1685 1691 1690
Vökva- og veltístýri J J J J/N J
Utvarp + segulb. J J N J/N J
Metallakk InnifaliS 18.000 Innifalið 21.000 InnitaliiS
VERÐ Q&S.0OÖ 1.220.000 1.164.000 1.199.000 1.248.000
9.742 kr. á mánuði
með kaupleigu í 36 mánuði.
Kaupverð 995.000 kr.
Útborgun(bíll/pen.) 275.000 kr.
Lokaafborgun 547.000 kr.
Heildarkostnaður 1.172.712 kr.
Komið svo
við hjá
okkur, veljið
bíl og takið
einn góðan
hring í
rólegheitum.
Þá ættuð þið
að hafa
sannfærst
um að þeir
sem eignast
Accent fá
fólksbíl
á verði
smábíls.
Xtra pakkar
- veldu þér einn
l
Altelgur
VetrardekK, mottur,
hliöarlistar, bónpakki.
? Vindskeið
vetrardekk, mottur,
hliðarlistar, bónpakki.
-V GSM sími |
i / vetrardekk, mottur,
hliðarlistar, bónpakki.
I Geislaspilari
■Sff * vetrardekk, mottur,
hliöarlistar, bónpakki.
Meöalverömæti pakkanna er um 80.000 kr.
en þelr fást fyrir aöeins 25.000 kr. á
PAKKADÖGUM viö kaup á Hyundai bifreiö.
Verð frá
995.000
HYunoni
til framtíðar
ÁRMÚLA 13, S(MI: 568 1200 - BEINN SÍMI: 553 1236