Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ _____________________MANNBJÖRG ViÐ KRÍSUVÍKURBERG TF-LÍF bjargaði 10 manna áhöfn Þorsteins GK undir Krísuvíkurbergi Hafnartjörður Kleifar- vatn & y/Kleifar- W vatn/„ Grind^iijsy:x^~ Krísuvíkurbcrg Geitahlíð Herdísarvíkur- hraun Krísuvíkur- hraun HihvlÉ^^^^KefUivik Þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-LÍF, bjargaði tíu manna áhöfn neta- bátsins Þorsteins frá Grindavík í gær þegar skipið rak vélarvana að landi undir Krísuvíkur- bergi. Skip komu til aðstoðar um það leyti sem síðustu mennirnir fóru frá borði. Skipið rak síðan upp í klettana. Það er tryggt fyrir NETABÁTURINN Þorsteinn GK- 16 frá Grindavík fékk net í skrúf- una og varð vélarvana þegar skip- veijarnir tíu voru að leggja netin skammt undan Krísuvíkurbergi um miðjan dag í gær. Skipstjórinn hafði samband við Loftskeytastöð- ina í Reykjavík um klukkan 14.40 og lét vita um atburðinn en þá var báturinn um 0,8 sjómflur undan bjarginu. Veður var vestsuðvestan 6-7 vindstig og rak bátinn að landi. Tilkynningunni var umsvifalaust komið til stjórnstöðvar Landhelgis- gæslunnar og björgunarmiðstöðvar Slysavamafélags Islands um sam- tengdan síma þessara þriggja aðila. Skipstjórinn var beðinn um að láta akkerin falla til öryggis. í erfiðleikum með akkerin Þegar var hafinn undirbúningur björgunar. Stjórnstöð Landhelgis- gæslunnar setti áhöfn björgunar- þyrlunnar TF-LÍF í viðbragðsgtöðu. Björgunarmiðstöð Slysavarnafé- lagsins kallaði út björgunarsveit- irnar á svæðinu. Félagar úr Þor- birni í Grindavík og Mannbjörgu í Þorlákshöfn héldu af stað á bílum og síðar Fiskaklettur í Hafnarfirði. Félagar úr björgunarsveitinni Sig- urvon úr Sandgerði héldu af stað á björgunarbátnum Hannesi Þ. Hafstein. Loftskeytastöðvarnar í Reykjavík og Vestmannaeyjum kölluðu upp skip sem voru á svæð- inu og beindu þeim að slysstað en talið var að þau sem næst voru ættu um klukkustundar siglingu á staðinn. Rétt fyrir klukkan þijú kom fram að Þorsteinn ætti í erfiðleikum með akkerin og ákvað Landhelgisgæsl- an að senda þyrluna á staðinn og þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins var jafnframt sett í viðbragðsstöðu. Báturinn var á um 20 faðma dýpi og þó vind lægði heldur tók enn mikið í akkerisfestar. Þyrlan kom að bátnum um klukkan 15.30, sam- kvæmt upplýsingum stjórnstöðvar. Áhöfn þyrlunnar ræddi við skip- stjóra Þorsteins GK og varð að ráði að þyrlan biði átekta uppi á bjarginu. Fram kom að skipveijar voru í björgunargöllum og allir í brú skipsins. Klukkan 15.39 var frá því skýrt að annað ekkerið væri slitið og var þá ákveðið að flytja áhöfn Þorsteins frá borði. Skömmu síðar höfðu sex menn verið hífðir um borð í þyrluna en skipstjórinn og þrír til viðbótar vildu bíða um borð í skipinu og ■ / Uw/,rl ; ' // Ögmundar- hraun Steindór GK strandaði litlu vestarþann 20. febrúar árið 1991 Þorsteinn GK fékk netin ískrúfuna út af Krísuvíkurbergi og eftirað TF-LÍF bjargaði 10 manna áhöfn rak skipið upp í bergið skammt fyrir austan vita 85 milljónir. Morgunblaðið/Jón Svavarsson * Ahöfn Þorsteins bjargað SKIPSHÖFNIN á Þorsteini GK komin heilu og Helgason matsveinn og hásetarnir Daníel Eyjólfs- höldnu í stöðvar Landhelgisgæslunnar á Reykjavík- son,Þórarinn Sigvaldason, Vilhelm Arason, Krist- urflugvelli. Skipstjóri er Ásgeir Magnússon, Sveinn ján Ásgeirsson og Ólafur Vilberg Sveinsson. Með Arnarsson fyrsti stýrimaður, Gunnar Einarsson þeim á myndinni eru Páll Halldórsson flugsljóri yfirvélstjóri, Helgi Hrafnsson 2. vélsljóri, Árni og Jakob Ólafsson flugmaður. freista þess að bjarga því með að- stoð Freys GK sem þá átti 4 sjómíl- ur í Þorstein GK. Þyrlan fylgdist með skipinu en um klukkan 16 sá þyrluáhöfnin að seinna akkerið var slitið og var þá hafist handa við að hífa upp þá fjóra sem eftir voru. Björgunarþyrlur varnarliðsins komu á vettvang um það leyti. Vel gekk að hífa skipveijana og lenti þyrlan með þá við flugskýli Land- helgisgæslunnar á Reykjavíkur- flugvelli klukkan 16.23. Ekki forsvaranlegt að setja mann um borð „Þeir síðustu voru að fara upp þegar við komum að, sigmaðurinn einn um borð. Við áttum aðeins eftir tvær til þijár bátslengdir þeg- ar síðasti maðurinn var hífður,“ sagði Gísli Jónsson, skipstjóri á Frey GK-157. „Ég taldi ekki for- svaranlegt að setja mann um borð til að festa línu fyrst áhöfnin var búin að yfirgefa skipið. En það var sorglegt að sjá á eftir síripinu," sagði Gísli. Þorsteinn GK er systur- skip Freys GK. Freyr var á veiðum um 11 sjómíl- ur frá Þorsteini GK þegar tilkynn- ing barst um óhappið og var keyrt á fullri ferð í áttina að skipinu. Freyr kom á staðinn um klukkan fjögur, Oddeyrin EA um svipað leyti en Friðrik Sigurðsson ÁR og Hafsúlan HF skömmu síðar. „Þeg- ar ég kom að átti það eftir um það bil 150 metra í bergið og rak á 1,5 sjómflna ferð með fram því og fór svo skáhallt upp í klettana. Það tók hraustlega niðri að framan og svo nokkrum sinnum til viðbótar þar til það lagðist á hliðina. Þá var kominn sjór í það, við sáum stórt gat á botninum," sagði Gísli. Hann áætlaði að skipið hafi rekið upp í fjöru hálftíma eftir að mennirnir voru hífðir frá borði og að það hafi síðan verið í tíu mínútur að veltast í fjörunni þangað til það lagðist á hliðina. Gísli sagðist hafa orðið hissa á því hvað lítið braut á Morgunblaðið/Snorri Snorrason ÞORSTEINN GK-16 í innsiglingunni til Grindavíkur. skipinu þegar það var strandað en taldi engar líkur á að því yrði bjarg- að. Hannes fékk á sig hnút Þegar fréttir bárust um björgun skipveijanna af Þorsteini GK og að skipið væri strandað var megin- Iiði björgunarsveitanna snúið við. Þó fóru menn úr sveitunum alla leið á Krísuvíkurberg og fylgdust með skipinu fram í myrkur. Oskar Nokkrar bátslengdir í fyrsta bj örgunarskip Sævarsson, varaformaður Þor- bjarnar í Grindavík, er einn þeirra. Hann sagði í gærkvöldi að vonlaust væri að ætla að bjarga neinu úr skipinu. Hann sagði að það væri á hreyfingu og brimið gengi yfir það og upp á miðja kletta. Sagðist hann sjá að brúin væri farin að skemm- ast. Taldi Óskar að 50 metra þver- hnípi væri þar sem skipið væri undir berginu og óframkvæman- legt að síga niður í það eins og aðstæður voru í gærkvöldi. Félagar úr Fiskakletti í Hafnarfirði ætla á líta á aðstæður á strandstað í dag og meta það í samráði við trygg- ingafélag skipsins hvort rétt sé að síga niður í það til að reyna að bjarga einhveijum verðmætum. Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein, sem sendur var frá Sand- gerði, fékk á sig hnút suður af Hafnabergi. Kristinn Guðmunds- son skipstjóri segir að ekki hafí orðið stórvægilegar skemmdir á bátnum, rekkverk hefði bognað inn og festingar gúmbjörgunarbáts losnað. Því hafi orðið að stoppa til að koma gúmbjörgunarbátnum aft- ur fyrir. Stuttu síðar hafí frést af björgun áhafnarinnar. Var þá hald- ið til hafnar í Sandgerði og gert klárt fyrir næsta útkall. „Ekki veit- ir af í þessum hörmungum," segir skipstjórinn. Slysavarnafélagið er með minni björgunarbát í Grindavík en Páll Ægir Pálsson, deildarstjóri björg- unardeildar SVFÍ, segir að ekki hafi veri vit í að senda hann af stað vegna aðstæðna í innsigling- unni til Grindavíkur. Hann hefði heldur ekki ráðið við að draga Þor- stein. Kristinn Guðmundsson telur að ef bátur á stærð við Hannes Þ. Hafstein hefði verið í Grindavík, eins og er á stefnuskrá Slysavarna- félagsins, hefði hann náð á vett- vang í tæka tíð til að bjarga Þor- steini. Steindór fórst fyrir 6 árum Sjóslys eru tíð við suðurströnd Reykjanesskagans. Ekki hafa þó orðið mörg slys við Krísuvíkurberg, þau hafa flest orðið vestar, í ná- grenni Grindavíkur. Þó strandaði Steindór GK-101 undir berginu 20. febrúar 1991, nokkru vestan við þann stað sem Þorsteinn liggur nú. Allri áhöfninni, 8 mönnum, var bjargað af eldri þyrlu Landhelgis- gæslunnar, TF-SIF. Skipið var lagst á hliðina þegar þyrlan kom á staðinn og gekk sjór yfír það. Þurfti þyrlan að selflytja skipveijana í þremur ferðum í land og gekk það vel. Netabáturinn Þorsteinn GK-16 er 179 brúttórúmlesta stálbátur, smíðaður í Molde í Noregi 1963. Skipið hét fyrst Lómur KE og var smíðað fyrir Brynjólf hf. í Keflavík. Þar var síðar gert út frá Reykjavík og hét þá Kópur en var keypt til Grindavíkur 1977. Núverandi út- gerð, Hóp hf., hefur átt það lengst af þessum tíma. Skipið hefur verið lengt og yfirbyggt. Fyrir mestu að ná mannskapnum heilum í land Tryggingamat skipsins er 84,6 milljónir kr. og segir útgerðarmað- urinn, Guðmundur Þorsteinsson, að tryggingin sé allt of lág miðað við verðmæti skipsins sem ávallt hafi verið haldið vel við. „En það hvarflar ekki að manni að tala um tjón á járni, timbri eða veiðarfærum þegar mannskapurinn kemst heill í land. Það skiptir mestu máli og á áhöfn þyrlunnar og Landhelgis-; gæslan miklar þakkir skildar fyrir það,“ segir Guðmundur. Hóp hf. er með fiskvinnslu í Grindavík og hefur aflinn af Þor- steini verið undirstaða hráefnisöfl- unar fyrirtækisins. Guðmundur á hlut í öðrum bát, Kóp GK, með skipstjóranum og er með þriðja bátinn í viðskiptum. Tuttugu manns vinna í landi. Guðmundur segir ljóst að einhveijum bregði við ef ekki takist að finna eitthvað í staðinn fyrir Þorstein en segist ekki vera farinn að meta stöðuna. I l » 6 ft 1 > f. I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.