Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ AGUST SIGMUNDSSON + Ágúst Sig- mundsson fædd- ist í Reykjavík 16. nóvember 1937. Hann lézt 3. marz síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Magnea Bjamadóttir, f. 11. nóv. 1900, d. 9. febr. 1980, og Sigmundur Ágústsson, kaup- maður, f. 7. nóv. 1905, d. 9. des. 1972. Ágúst kvæntist ungur Fríði Guðna- dóttur, f. 4. ág. 1938, d. 13. apríl 1986. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: 1) Sigmundur, múrari, f. 24. apr. 1956, maki Rósa Hansdóttir, f. 10. jan. 1967, barn þeirra: Mika- el. Þau slitu samvistir. Dóttir hans og Maríu H. Guðmunds- dóttur er Tinna Björk, f. 10. mai 1980. 2) Guðni, kaupmaður og tónlistarmaður, f. 7. apríl 1960, maki Anna R. Erlends- dóttir, f. 17. des. 1959. Dóttir þeirra: Kristín Erla, f. 11. nóv. 1982. 3) Ragn- hildur, húsmóðir í Bandarikjunum, f. 25. júlí 1962, maki Joe Pischieri, fram- kvæmdasljóri, f. 10. júní 1954. _ Börn þeirra: Jósef Ágúst, f. 20. okt. 1985, og Mary Björg, f. 18. des. 1987. Ágúst lauk prófi í múraraiðn að loknu gagnfræðanámi og stundaði iðn sína um áratuga- skeið hér í borg en vann einnig stöku verkefni út um land. Utför Ágústs Sigmundssonar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í aðventulok árið 1977 fluttist ég búferlum í homstofuna á efri hæð hússins nr. 30 við Hring- braut, þaðan sem er fagurt útsýni til fjarlægra tinda, svo manni finnst sem maður sitji í Hliðskjálf. Þetta var og er gamalt og virðu- legt hús og hafði þegar hér var komið sögu verið um árabil kennt við Framsókn, sem hafði haft þar sína bækistöð um skeið. Tjarnargötumegin bjó í lítilli íbúð miðaldra maður, Agúst Sig- mundsson múrari, maður sem ég hafði ekki áður kynnzt og bjóst ekki við að kynnast meira en brýna nauðsyn bæri til. Annarstaðar í húsinu bjuggu gamalmenni, minnir mig, og þetta var einkar rólegt hús og lítill umferðarhávaði frá Hring- brautinni móts við það sem orðið hefur síðar. Ef einhver var með hávaða þama, þá var það helzt ég, því að fyrir kom að ég stillti tón- list hærra en ég hefði líklega átt að gera því ég vissi ekki hve húsið var hljóðbært; sömuleiðis átti ég það til að vélrita fram á nætur, en ritvélar hafa þann hæfileika að hljóma líkt og hríðskotabyssur í næturkyrrð. Aldrei kvartaði samt neinn, og sízt af öllu Ágúst ná- granni minn; hann virtist hafa ánægju af flestri tónlist, en bað mig þó um að spila ekki mikið af gregórískum munkasöng. Ég stillti mig þá um það, ef ég vissi af hon- um heima. Þarna átti ég viðdvöl hátt á fjórða ár, og það fór ekki hjá því, að ég kynntist þessum nágranna mínum á hæðinni. Ætla mætti, að ólíkur starfsvettvangur okkar hefði ekki gefið tilefni til mikillar um- ræðu, en í ljós kom, að við áttum ýmis sameiginleg áhugamál, og maðurinn var einkar viðræðugóður og þægilegur í umgengni. Hann var mikið snyrtimenni í umhverfi sínu, og þótt hann lyfti stundum glasi var aldrei neinn fyrirgangur á honum eða_ gestagangur um- hverfis hann. í rauninni var varla hægt að hugsa sér þægilegri ná- granna en hann. í áranna rás hafa umræðuefni okkar orðið ærið margbreytileg, eins og nærri má geta, og það er ekki svo lítið sem ég hef fræðzt af honum á þeim sviðum þar sem hann hafði meiri þekkingu og reynslu en ég. Hann var t.d. gam- all frímerkja- og myntsafnari, en hafði þó að mestu hætt þeirri söfn- un, þegar þarna var komið, og reyndar selt megnið af safni sínu. Sjálfur var ég varla frímerkjasafn- ari nema að nafninu til en hélt þó merkjum til haga og keypti mér stöku sinnum slatta. Eitt sinn rétti Gústi að mér þykka innstungubók og sagði ég mætti hirða úr henni það sem ég kærði mig um. Þau skiptu hundruðum, jafnvel þúsund- um, merkin sem hann gaf mér í það skiptið. Steinasafn átti hann líka, en bókum safnaði hann ekki, nema ferðamálabókum; átti t.d. flestar árbækur Ferðafélags ís- lands og kortabækur. Hann var alinn upp á heimili þar sem mikið var um bækur, frímerki og aðra safngripi, svo að hann bar ágætt skynbragð á gildi slíkra hluta. Hann var fæddur og uppalinn í höfuðborginni, enda þótt ættir hans væru að mestu austur í sveit- um og einnig norðanlands; hann var af þeirri kunnu Víkingslækjar- ætt, en hvað sem við lásum okkur til þá gátum við hvergi séð að ættir okkar kæmu saman. Gaman höfðum við samt af þeirri tilviljun, að við skyldum báðir vera fæddir við sömu götuna, Grettisgötu í Austurbænum gamla. En hann var þrettán árum yngri en ég, og ég var löngu fluttur af þeim slóðum um það leyti sem hann var að vaxa úr grasi á stríðsárunum. Hann ólst upp í andrúmslofti sem var ekki þrúgað af krepp- unni, heldur mettað af kostum og göllum skjótfengins gróða. Lík- lega hefur Gústi verið mikill safn- ari í eðli sínu, og honum þótti vænt um söfnin sín á meðan það var, en einu safnaði hann ekki: Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið SK S. HELGASON HF upplýsinga. IISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SÍMI 557 6677 hann virtist aldrei hafa löngun til að safna peningum á bankabók. Slíkir fjármunir tolldu illa við hann. Og verðbólguskeiðið í þjóð- félaginu virkaði heldur ekki hvetj- andi á sinni tíð. Slíkir Reykvíkingar sem við báð- ir vorum, þá áttum við ærið víðan vettvang til að ræða um þar sem var borgin okkar og íbúar hennar bæði í fortíð og nútíð. Hann var nokkuð vel að sér í sögu hennar, og þó einkum sérstakra bygginga, sem hann hafði jafnvel unnið sjálf- ur við meira eða minna. Svo óskylt svið áhugamálum mínum og þekk- ingu sem handverk múrarans gat Gústi stundum gert forvitnilegt og skemmtilegt með lýsingum sínum og frásögum; af þeim mátti sjá, að hann gaf mikið fyrir góða fag- mennsku og vandvirkni. En ekki er nafni fagmannsins þó ætíð á lofti haldið, og fyrir getur komið að verk hans séu falin augum manna, þótt ótrúlegt sé. Ég get ekki stillt mig um að setja hér eina frásögu hans, sem átti sér stað á síðustu árunum sem hann hafði heilsu til að stunda vinnu sína. Það var verið að endurgera Nes- stofu á Seltjamamesi og ekkert til sparað. Hlaða þurfti upp að nýju gamlan skorstein og m.a.s. fluttir inn danskir múrsteinar svo að allt mætti verða ekta. Gústi fékk það hlutverk að hlaða skor- steininn og vandaði verk sitt sem bezt hann gat. Þegar hann hafði lokið verkinu var hann hreykinn yfír því sem við augum blasti. En viti menn - þá var komið með bik- aðar spýtur, eða kannski voru það skífur, og snilldarverk stein- hleðslumannsins hulið allra sjón- um. Það minnir mann á söguna um perlu sem er falin í skel. Af sjálfu leiðir, að starfsvett- vangur hans var þó einkum í nýrri hverfum borgarinnar, og það var mjög fróðlegt að heyra hann segja frá breyttum starfsháttum og tækni, sem hann hafði reynslu af á löngu starfsskeiði sínu. í sum hverfin sem hann var að lýsa fyrir mér hef ég ekki stigið fæti enn þann dag í dag. Ég minntist víst eitthvað á mús- ík áðan. Það var ánægjulegt að hlusta á tónlist með Gústa, því að hann hlustaði, en notaði hana ekki sem undirspil við orðræðu eins og oft er svo títt í heimahúsum. Þeim fór fjölgandi í tímans rás þeim kvöldum sem við hlustuðum á gömlu meistarana, en einnig þá nýrri. Vivaldi, Albinoni, Bach, Beethoven, Brahms að ógleymdum Jóni Leifs; ég held að þetta hafi verið uppáhalds tónskáldin hans, þótt nokkuð séu þau ólík, enda tímarnir tvennir og þrennir. Ein- hverntíma stríddi ég honum á því, að hann hefði mest eftirlæti á Beethoven gamla, því að þeir hefðu haft alveg eins nef. Þá brosti Ág- úst Sigmundsson í kampinn og sagði ekki orð. Varla verður Gústa svo minnzt, að ekki sé getið um það áhugamál hans, sem var honum hvað hjart- fólgnast og hrein lífsfylling, en það voru ferðalögin um landið. Hann gerði ekki víðreist til annarra landa; skrapp aðeins tvisvar sinn- um í stuttar viðskiptaferðir til Skotlands og Þýzkalands. En leiðir hans lágu þeim mun víðar um hans eigið land, allt frá æskuárum og svo lengi sem heilsan leyfði. Hann mun hafa gengið á flestallar jökul- bungur og háfjöll óbyggðanna, en vinsælustu ferðamannastaðir voru honum einnig vel að skapi, og hann var enginn einfari heldur ferðaðist jafnan með hópum og kunni vel að meta góðan félags- skap og mannfagnað, en einnig þá kyrrð og endumæringu sem fæst í samveru við ósnortna náttúr- una. Hann var vel lesinn um ís- lenzka landafræði, og einnig jarð- sagan varð honum smám saman kunn af lesningu um þau efni. Á góðum stundum hafði hann frá mörgu að segja, og framtíð óbyggðanna var honum óþrjótandi umræðuefni, ekki hvað sízt hin síðari árin, þegar svo margir af fegurstu stöðum landsins eru í síaukinni hættu bæði af manna og veðra völdum. Nokkur síðustu árin var hann þó af heilsufarsástæðum ófær um að leggja land undir fót, og það var sem stór hluti lífsgleðinnar væri honum þar með horfinn. í starfsgrein hans varð einnig sam- dráttur, svo að af sjálfu leiddi að allt athafnafrelsi hans heftist til muna og vonargleðin brást. Hægf- ara vöðvarýmun gerði sín vart, og síðustu árin tóku við önnur og verri mein. En hann sagði sem fæstum frá veikindum sínum og bar sig eins og hetja. Kannski var andlegt þrek hans aldrei eins mik- ið og þegar það líkamlega var far- ið að gefa sig. Hann hafði kviðið fyrir því að þurfa að liggja ósjálf- bjarga í langri banalegu, en honum varð að þeirri ósk sinni að hinzta barátta hans varð skammvinn. Hann fékk hægt andlát að morgni þ. 3. marz, í góðri umsjá starfs- fólks Landspítalans. Og ekki verða fTeiri ferðir hans um landið. Hann hefur nú lagt upp í sína hinztu för og hverfur í faðm þeirrar ættjarðar sem hann unni. Elías Mar. KRISTJANA JAKOBSDÓTTIR + Kristjana Jakobsdóttir var fædd í Hringveri á Tjörnesi 21. júní 1917. Hún lést á Sjúkra- húsi Suðumesja 4. mars síðast- liðinn. Foreldrar hennar vom Inga Guðmundsdóttir ættuð úr Grímsey, og Jakob Egilsson ættaður úr Kelduhverfi. Krisljana var tvígift. Seinni maður hennar var Einar Stef- ánsson, f. 13.7. 1920, d. 31.1. 1990, útvarpsvirkjameistari úr Keflavík. Þar bjuggu þau nær allan sinn búskap. Kristjana eignaðist fimm börn. Þau em Birgir, læknir í Reykjavík, Ingvi Þór, málarameistari, bú- settur á Blönduósi, Inga Helen, húsmóðir í Bandaríkjunum, Stefán, bifreiðarsljóri í Noregi, og Jóna Kristín, húsmóðir í Oxarfirði. Afkomendur hennar eru orðnir 30. Útför Kristjönu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. í dag kveðjum við hinstu kveðju Kristjönu Jakobsdóttur. Kynni okkar hófust fyrir rúmum fjörutíu árum og sú vinátta sem þá mynd- aðist hefur aldrei síðan slitnað. Kristjana var með eindæmum greiðvikin og taldi ekki eftir sér að gera öðrum greiða á meðan heilsa og aldur leyfðu. Á heimili okkar gekk hún ætíð undir nafninu „amma“ Kristjana vegna þess að hún annaðist drengina okkar, hve- nær sem þeir þurftu á því að halda, þegar þeir voru ungir. Kristjana var ætíð mjög áhugasöm um upp- vöxt þeirra og var boðin og búin til að hjálpa við fermingar og ann- að sem til féll og mundi alltaf eft- ir afmælisdögum þeirra. Amma Kristjana hafði gaman af kapp- leikjum og fylgdist vel með, hvort sem um var að ræða fótbolta eða handbolta. Enda stundaði hún handbolta á sínum yngri árum með Völsungum á Húsavík og hélst sá íþróttaáhugi fram á efri ár. Þegar heilsan versnaði varð hún þó að láta sér nægja að fylgjast með í gegnum sjónvarpið en skemmtunin var þó engu minni. Strákarnir okkar minnast margra góðra stunda með ömmu Kristjönu og kveðja hana með söknuði. Kristjana var mjög félagslynd og starfaði mikið að félagsmálum, einkum í Kvenfélagi Keflavíkur en þar gegndi hún trúnaðarstörf- um til fjölda ára, meðal annars í orlofsnefnd félagsins. Kristjana var einn af stofnendum Lionessu- klúbbs Keflavíkur og starfaði þar eins og í öðru félagsstarfi af dugn- aði og einlægni. Við sem þekkjum starf hennar að félagsmálum kunnum henni þakkir fyrir fórn- fúst starf. Þegar heilsa Kristjönu versnaði og hún varð að draga sig í hlé frá félagsstörfum kom berlega í ljós hversu sterka skapgerð hún hafði að bera. Kristjana bar veikindi sín af einstöku æðruleysi og þrátt fyr- ir langa og erfiða sjúkdómslegu var aldrei langt í góða skapið sem var aðalsmerki hennar í gegnum tíðina. Um leið og við vottum fjölskyldu hennar, börnum og barnabörnum dýpstu samúð, þökkum við fyrir þær stundir og góðu minningar sem Kristjana gaf okkur. Þorbjörg Pálsdóttir, Eyjólfur Eysteinsson, Ingi Valur Jóhannsson, Eysteinn Eyjólfsson og Jón Páll Eyjólfsson. Hún Kristjana okkar, eins og hún var kölluð í okkar hóp, hefur nú lagt af stað i sína hinstu för. Eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm hefur hún kvatt þessa jarðvist. Allar viljum við trúa því að vel hafi verið tekið á móti henni „hinum megin“ og að þar hafi Einar með sitt yfirvegaða og hlýja viðmót beðið komu hennar. Kristjana Jakobsdóttir var einn af stofnfélögum Lionessuklúbbs Keflavíkur sem nú hefur starfað í næstum 15 ár. Einar Stefánsson, maðurinn hennar, var mikill og einlægur Lionsmaður og hafði í allmörg ár hvatt til stofnunar kvennaklúbbs. Það fór því svo að með sinni rólegu ýtni kom Einar því til leiðar að eiginkonur félaga í Lionsklúbbi Keflavíkur komu saman og stofnuðu Lionessuklúbb í maímánuði 1982. Einar var svo tengiliður okkar við föðurklúbbinn á meðan hann lifði, en hann lést fyrir um það bil sjö árum. Krist- jana sagði í upphafi að hún vildi endilega vera með sem almennur félagi, en að stjórnarstörf væru engan veginn fyrir hana. Okkur tókst nú samt að fá hana til að gegna gjaldkerastarfi eitt ár og hún starfaði ötullega með okkur á meðan heilsan leyfði og í raun lengur, því við vitum að hugur hennar var með okkur fram undir það síðasta. Við sem bárum gæfu til að kynn- ast þeim hjónum og starfa með þeim hrifumst óhjákvæmilega með. Einar rólegur, yfirvegaður og fylginn sér, þegar á þurfti að halda, og Kristjana með sitt létta skap og sinn smitandi hlátur sem lifir svo sterkt í minningunni. Kristjana átti í öll þessi ár í erfiðri baráttu við lungnasjúkdóm og hún lagði oft mikið á sig bara til þess að geta mætt á fund með okkur. Nú er liðið rúmt ár frá því hún var með okkur síðast, en þá hófst lokakaflinn í þessu erfiða sjúk- dómsstríði hennar. Á þessu ári höfum við oft saknað hennar á fundum okkar og komum örugg- lega til með að gera það í framtíð- inni. En það er einu sinni svo að þeg- ar við minnumst Kristjönu okkar, þá er það gleðin og kátínan sem fyrst koma upp í hugann. En hún lagði líka sitt af mörkum í starfi sínu með okkur. Um leið og við þökkum Kristjönu Jakobsdóttur samfylgdina, þá sendum við fjöl- skyldu hennar hugheilar samúðar- kveðjur. Félagar í Lionessu- klúbbi Keflavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.