Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
ÚR VERIIMU
MORGUNBLAÐIÐ
Hún er orðin bragðdauf vetrarvertíðin í Stykkishólmi. Nú er algeng sjón að sjá bundna við bryggju
báta sem geta ekki sótt sjóinn vegna lítils þorskkvóta.
Skelvertíð að ljúka en illa
gengur með beitukónginn
LÍTILL kraftur er í útgerð vertíðar-
báta frá Stykkishólmi um þessar
mundir, en þaðan eru gerðir út 6
bátar 100-160 tonn á stærð.
Þorskkvóti þessara báta er mjög
takmarkaður. Þeir hafa litla úthlut-
un í þroskkvóta sem setur sitt mark
á útgerð þeirra. Þrír bátar stunda
netaveiðar, en þeir mega lítið fiska
vegna þess hve þorskkvóti þeirra
er takmarkaður. Þeir eru með fá
net í sjó, u.þ.b. 60 net og verða að
taka upp netin og stoppa þegar
aflast vel til að treina þorskinn.
Áður en línutvöföldun var afnum-
in voru 3-4 bátar gerðir út á línu-
veiðar og skapaðist við það mikil
vinna bæði á sjó og í landi yfir
þann tíma er hún var leyfð. Sú
ákvörðun að afnema línutvöföldun-
ina hefur haft mikil áhrif hér. Menn
eru ekki sáttir við þá ákvörðun og
lítt þakklátir þeim sem þá ákvörðun
Afnám línutvö-
földunar hefur
áhrif á atvinnulíf-
ið í Stykkishólmi
tóku. Nú er komin upp sú staða
að erfitt er að finna þessum bátum
verkefni.
Þeir fá úthlutað frá 150-300
þorsktonnum, sem dugar skammt
til að brúa veiðar í nokkra mánuði.
Það virðist sem svokallaðir vertíðar-
bátar hafi orðið útundan í barátt-
unni um kvótann og því farið á
mis við góðærið sem talið er vera
í sjávarútvegi á íslandi í dag. Þess-
um hópi má ekki gleyma og það
þarf að styrkja stöðu hans, því þessi
bátaflokkur er mikilvæg undirstaða
atvinnu í byggðunum á norðan-
verðu Snæfellsnesi. Kapphlaupið
varðandi veiðar og vinnslu loðnu
og síldar hefur alveg farið framhjá
íbúum á Snæfellsnesi.
Skelvertíð er að mestu lokið í
Stykkishólmi. Veiðin hefur verið
góð í vetur og virðist sem jafnvægi
sé komið á veiðar og stofnstærð.
Þá hafa 4 minni bátar stundað veið-
ar á beitukóngi. í haust var veiðin
góð, u.þ.b. 5 kg af beitukóng í
gildru. Um miðjan nóvember datt
veiðin niður og hefur verið mjög
léleg fram til þessa. Nú eru bátam-
ir að fá um 1,5 kg í gildru. Er það
talið stafa af því að beitukóngurinn
er í hrygningarástandi, en þá nær-
ist hann ekki og leitar því ekki í
gildrumar. Ekki er vitað hve lengi
þetta ástand varir en vonast er til
að þessu ástandi fari að ljúka og
að beitukóngurinn fái bráðum lyst-
ina að nýju.
Þingsályktun þriggja þingmanna jafnaðarmanna
Vilja að Island gangi á ný
í Alþjóðahvalveiðiráðið
ÞRÍR Þingmenn jafiiaðarmanna,
þau Svanfríður Jónasdóttir, Jón Bald-
vin Hannialsson og Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir, leggja til í þingsálykt-
unartillögu á Alþingi að fela ríkis-
stjóminni að gera ráðstafanir til að
ísland verði aftur aðili að Alþjóðahval-
Laxeldi
í vanda
FRANSKA fyrirtækið Salmor
tilkynnti í febrúar sl. að það
hefði hætt laxeldi undan strönd-
um Brittaníu en þar hefur fyrir-
tækið alið lax síðastliðin tíu ár.
Gert er ráð fyrir að fyrirtækið
leggi endanlega upp laupana
eftir þijá mánuði og þar með
er talið að franskt laxeldi legg-
ist af á einu bretti.
Þegar Salmor hóf rekstur var
gert ráð fyrir að 77 frankar
fengjust fyrir kflóið af laxi.
Markaðsverðið í dag er um 22
frankar á kfló. Fyrirtækið fram-
leiddi um 500 tonn af laxi á
ári og treysti sér ekki í sam-
keppni við þau 320.000 tonn
sem koma frá Noregi á ári
hveiju.
veiðiráðinu. Mótmæli Alþingis við
banni við hvalveiðum verði hluti þeirra
ráðstafana.
Tillaga þingmannanna þriggja er ann-
ars svo hljóðandi:
★ „Úrsögn íslands úr Alþjóðahval-
veiðiráðinu 1991 hefur ekki orðið til
þess að hvalveiðar væru hafnar hér
við land að nýju. í raun virðast minni
möguleikar á því ef ísland stendur
utan ráðsins.
★ Sé litið til stöðu Norðmanna virðist
einsýnt að hagsmunum okkar væri
betur borgið með að vera einnig innan
ráðsins en þeir hafa nú í skjóli þess
hafið hrefnuveiðar. Japamir stunda
hvalveiðar í vísindaskyni en þær eru
löglegar samkvæmt sáttmálanum. Á
sama tíma hafa íslendingar ekki veitt
neinn hval.
Ekki hægt að sejja
afurðirnar
★ Við gætum ekki selt Japönum
hvalaafurðir þótt við hæfum veiðar á
meðan við stöndum utan ráðsins.
Samþykkt ráðsins frá áttunda ára-
tugnum bannar að lönd innan ráðsins
kaupi hvalaafurðir af ríkjum utan
þess.
★ Við getum lítið aðhafst án þess
að eiga samstarf við Alþjóðahvalveiði-
ráðið því bæði í Hafréttarsáttmála SÞ
og framkvæmdaáætlun Rió-ráðstefti-
unnar er mælt fyrir um skyldu ríkja
til samstarfs í þessum efnum.
★ Ákvarðanir ráðsins hafa áhrif á
ákvarðanir okkar hvort sem við erum
utan þess eða innan. Möguleikar okk-
ar til að hafa áhrif á stefnumótun eru
mestir ef við eigum sæti í ráðinu.
★ Innganga íslands í Alþjóðahval-
veiðiráðið, og þar með í samfélag
þeirra þjóða sem í raun ráða úrslitum
um hvalveiðar í heiminum, mun sýna
vilja okkar til að undirgangast alþjóð-
legar samþykktir í náttúruvemdar-
málum.
★ Að þessu samanlögðu er það mat
flutningsmanna að rétt sé að ganga
aftur í ráðið, þrátt fyrir þá staðreynd
að afstaða ráðsins til hvaleiða sé ekki
einungis byggð á vísindalegum for-
sendum heldur einnig pólitískum.
Mótmæla verður banni við
veiðum
★ Alþingi samþykkti árið 1983 að
nýta ekki rétt landsins til að gera
fyrirvara við samþykkt Alþjóðahval-
veiðiráðsins um tímabundna stöðvun
veiða í atvinnuskyni (núllkvóta). Sem
lið í ráðstöfunum til að ganga í ráðið
yrði Alþingi að samþykkja að gera
slíkan fyrirvara, mótmæla banni við
hvalveiðum."
IMEYTENDUR
Matreiðslumaður ársins
••
Hákon Már Orvarsson
hlaut titilinn í ár
KEPPNI um matreiðslumann árs-
ins fór fram um helgina en for-
keppnin fór fram nokkrum dögum
fyrir úrslitakeppnina. Keppnisrétt
höfðu þeir sem lokið hafa sveins-
prófi í matreiðslu og greitt keppn-
isgjald. Að þessu sinni var grunn-
hráefni í forkeppni lambahryggur,
lambanýru, couscous og eggaldin.
í leyndardómskörfunni var steinbít-
ur, rauðspretta, karfi, tindabikkja
og hörpuskeli í forrétt, í aðalrétt
grísalæri og úrval af grænmeti,
ávöxtum, mjólkurvörum og þurr-
vörum og í eftirrétt dökkt súkkul-
aði og mokka.
Það var síðan Hákon Már Örv-
arsson, matreiðslumaður á Hótel
Holti, sem bar sigur úr býtum og
hlaut titilinn að þessu sinni. í öðru
sæti var Úlfar Finnbjömsson á Jón-
atan Livingstone Mávi og í þriðja
sæti Sæmundur Kristjánsson, mat-
reiðslumaður á Hótel Sögu.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HÁKON Már Örvarsson sem
hlaut titilinn Matreiðslumað-
ur ársins 1997.
Herragarðurinn flytur
á Laugaveg
VERSLUNIN Herragarðurinn verð-
ur opnuð í maí í 170 fermetra hús-
næði þar sem Habitat var áður til
húsa að Laugavegi 13. Siguijón
Þórsson eigandi Herragarðsins segir
að auk úrvals af hefðbundnum herra-
fatnaði verði einnig herraskór.á boð-
stólum. Þá verður veitingastaðurinn
Mirabelle í bakhúsinu og verslunin
Virgin verður einnig þarna til húsa.
NÝTT
Kvenfataverslunin
OASIS í Kringlunni
FIMMTUDAGINN 13. mars verður
kvenfataverslunin OASIS opnuð í
suður Kringlu. OASIS-verslanir voru
fyrst opnaðar árið 1991 í Bretlandi
og hefur síðan fjölgað hratt. Að sögn
Þorbjöms Stefánssonar, fram-
kvæmdastjóra Álfheima ehf., sem
er rekstraraðili OASIS, hafa verslan-
irnar verið kjömar tískuverslanir
ársins í Bretlandi bæði 1995 og
1996.
Alls eru nú starfræktar um 110
OASIS-verslanir, flestar í Bretlandi
og Þýskalandi. Fatnaðurinn er að
sögn Þorbjöms hannaður fyrir konur
á aldrinum 18-35 ára þó viðskipta-
vinirnir séu einnig yngri og eldri.
Hann segir það sérkenni á verslun-
um OASIS að árinu sé skipt í sex
tímabil en ekki fjögur eins og venja
er. Vikulega koma nýjar vörur. Lögð
er áhersla á að fatnaðurinn í hverri
línu passi saman og boðið er upp á
skart og fylgihluti í stfl. Þorbjöm
segir að lögð verði áhersla á að bjóða
upp á alvöru tískufatnað á sann-
gjömu verði og hafa úrvalið fjöl-
breytt.
Verslunin er í um 200 fermetra
húsnæði og búið að koma þar upp
átta mátunarklefum. Verslunarstjóri
er Guðbjörg Friðbjömsdóttir.
Neytendablaðið
Uppþvottavélar og tölvukaup
FYRSTA tölublað Neytendablaðs-
ins á þessu ári er komið út. Þar er
meðal annars að fínna úttekt á
þeim uppþvottavélum sem seldar
eru hérlendis og ráðleggingar fyrir
byijendur í tölvuheiminum. Þá er
að finna í blaðinu niðurstöður gæða-
könnunar á tölvuprenturum. Það
er International testing, sem er
samstarfsvettvangur neytendasam-
taka um gæðakannanir á vörum,
sem stendur að könnuninni. Fjallað
er um orlofshlutdeildir í kjölfar þess
að tvö fyrirtæki hófu sölu á þessu
hér á landi og ráðleggingar lög-
fræðings Neytendasamtakanna um
hvernig ganga á frá kaupum eða
sölu á fasteign. Ennfremur er að
finna í blaðinu umfjöllun um afleið-
ingar dóms í Hæstarétti vegna jöfn-
unargjalds sem lagt var á kartöflur
og Elín Sigrún Jónsdóttir, forstöðu-
maður Ráðgjafarstofu um fjármál
heimilanna, fjallar um mikilvægi
þess að fólk leiti sér aðstoðar í tíma
vegna fjárhagsörðugleika.