Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Hverfafundur ‘ með borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur hverfafund með íbúum í Háaleitis- Smáíbúða- Bústaða- Fossvogs- og Múlahverfi í Réttarholtsskóla fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00. Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundarmanna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu og myndrænu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra. smáskór Mikið úrval af góðum fyrstu skóm. St. 17-25. 6 gerðir með lausum innleggjum. Erum í bláu húsi við Fákafen. Brúðhjón Áliur borðbiínaður Glæsilctj gjafavara Bi líðarhjóna lislar VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. -kjarni málsins! IDAG SKAK Umsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp í 1. deildarkeppni Skáksambands íslands um mán- aðamótin. Bene- dikt Jónasson (2.285), Taflfé- lagi Garðabæjar, hafði hvítt og átti leik, en Jóhannes Jónsson (1.970), Skákfélagi Kópa- vogs, var með svart. lSvartur var að enda við að taka eitrað peð á g5. 19. Dh3! - Dxcl+ 20. Bdl - f6 21. Dh7+ - Kf7 22. Dxg7+ — Ke8 23. Dxg6+ og svartur gafst upp. Eftir 23. - Kd8 24. Dg7 — He8 25. Hh7 er stutt í mátið. HVÍTUR leikur og vinnur. COSPER AF hveiju svaraðu ekki símanum? HOGNIHREKKVISI VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Netfang: elly@mbl.is Þakkir fyrir blaðagrein GUÐRÚN hringdi og vildi hún senda Sveini Indriðasyni þakkir fyrir grein sem hann skrifaði í Mbl. 6. mars, um Jón H. Bjömsson í Alaska. Hún tekur undir það sem Sveinn skrifar. Jón kenndi henni grasafræði í unglingaskóla og áhugasamari og meira lifandi kennara hefur hún aldrei haft. Sá áhugi sem hann vakti með henni á gróðri dafnar enn á 1000 fm húsalóð og 3 hektara skógrækt. Afrek sigmanns þyrlunnar ÁRNI hringdi og vildi hann vekja athygli á afreki áhafnar þyrlu Landhelgisgæslunnar, við björgun áhafnar Vikartinds. Þó vill hann sérstaklega draga fram í dagsljósið afrek sigmanns þyrlunnar. Hann telur að þama fari mjög kjarkaður maður, hann fer einn niður í náttmyrkrið og óveðrið, niður í skipið, stjómar þar aðgerðum og yfirgefur síðan skipið síð- astur ásamt skipstjóra. Telur hann að þama fari mikið hraustmenni. Tapað/fundið Taska fannst í Laugardals- lauginni TASKA fannst í Laugar- dalslauginni, með Nike íþróttaskóm. Taskan er merkt Agnesi. Upplýs- ingar á staðnum. Útsaumur fannst FUNDIST hefur útsaumur, trúlega eftir bam, í Engjahverfi í Grafarvogi. Útsaumurinn er af bleiku svíni með bláa slaufu, á hvítum granni. Myndin er ekki fullgerð. Eigandi getur hringt í 586-1025, Drífa. Ljósmynd Árni Sæberg. AFREK þyrluáhafnar TF-Líf hefur vakið at- hygli þjóðarinnar. Þessi mynd er tekin er sig- maður sígur úr þyrlunni við björgunarstörf. FANNSTU engan sumarleyfisstað, sem ekki var á floti? Víkveiji skrifar... NÚ ER allt á tilboðum. Ferða- lög til útlanda eru á tilboðum. Matvörur eru á tilboðum. Alls kyns heimilistæki eru á tilboðum. Bækur eru á tilboðum. Það vantar bara, að peningar séu á tilboðum. Svo eru afmælisafslættir. Gildir þá einu hvort fyrirtækið á 1 árs afmæli, 5 ára afmæli eða 50 ára afmæli. Viðskiptavinum stendur til boða afmælisafsláttur. Þetta er að sjálf- sögðu allt jákvætt. Eins og málin koma hinum almenna neytanda fyrir sjónir þýða þessi tilboð, að í raun sé verðlag að lækka og stund- um umtalsvert. En svo má spyrja: Hvernig geta kaupmenn og aðrir seljendur vöru og þjónustu boðið svo margt á til- boðum? Eru þeir að selja vöruna með tapi? Hafa þeir efni á því? Ef þeir eru ekki að selja vöruna með tapi, eru tilboðin þá yfirlýsing um það, að álagning þeirra á viðkom- andi vörutegund hafi verið svo mikil, að þeir geti vel leyft sér að lækka hana um skeið? Og svo má líka spyrja: Er hugs- anlegt að vara sé í upphafi boðin á hærra verði til þess að síðar sé hægt að bjóða hana á tilboðsverði? Þessi tilboðaþróun er óneitanlega merkilegt rannsóknarefni fyrir neytendur. xxx VÍKVERJA þótt ein merkileg- asta fréttin í Morgunblaðinu um helgina vera sú, að brezkir vís- indamenn hefðu með DNA-rann- sóknum fundið lifandi ættingja manns, sem uppi var fyrir 9000 árum. Slíkar rannsóknir hljóta að opna óendanlega möguleika. Er hægt að DNA-greina alla íslendinga? Og tengja við DNA-greiningu beinagrinda, sem til eru? Þ.á m. frá Grænlandi og austurströnd Amer- íku? AÐ ER til fyrirmyndar hvað líf- eyrissjóðir leggja nú orðið mikla áherzlu á að veita sjóðfélögum upplýsingar um eigin málefni. Auð- vitað ætti það að vera sjálfsagt, en staðreyndin er sú, að það var ekki talið sjálfsagt. Þáttur í þessari viðleitni lífeyris- sjóða eru auglýsingar í dagblöðum, m.a. hér í Morgunblaðinu. Sl. laug- ardag birtist t.d. auglýsing hér í blaðinu frá Sameinaða lífeyrissjóðn- um. Þar sagði m.a.: „Samtrygging sjóðfélaga tryggir þeim örorkulíf- eyri, sem verða fyrir alvarlegu slysi eða langvinnum veikindum. Með sama hætti er eftirlifandi maka og bömum tryggður fjölskyldulífeyrir við fráfall sjóðfélaga." Nú langar Víkveija til að beina eftirfarandi fyrirspurn til Sameinaða lífeyrissjóðsins: Hversu lengi er eftir- lifandi maka og börnum tryggður slíkur lífeyrir? Sjálfsagt er að birta svarið í þessum dálki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.