Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 25
Selur íslenskt bútasaums-
blað til Bandaríkjanna
ÍSLENSKA bútasaumsblaðið hefur
nú verið þýtt á ensku og ber nafnið
The Icelandic Patchwork Magazine.
Stendur til að seija það í Bandaríkj-
unum og víðar.
„Til að byrja með læt ég prenta
blaðið á ensku í um 5.000 eintökum.
Það verður prentað hjá Gutenberg
og flutt út til New York þar sem
dreifíngu annast Melissa Bishop.
Hún dreifír því í verslanir og til ein-
staklinga sem hafa áhuga“, segir
Vigdís Stefánsdóttir eigandi og rit-
stjóri blaðsins. „Ég hef þegar fengið
pantanir í gegnum alnetið og blaðið
verður síðan auglýst í öðrum búta-
saumsblöðum og á alnetinu", segir
hún.
Vigdísi datt í hug að selja blaðið
í Bandaríkjunum eftir að hún hafði
sent nokkrum vinkonum sínum blað-
ið. „Þetta eru konur sem ég hef
kynnst í gegnum alnetið og þær búa
á ýmsum stöðum í heiminum s.s. í
Jerúsalem, Ástralíu, Frakklandi,
Bandaríkjunum, Kanada og Noregi.
Allar eigum við það sameiginlegt að
vera í bútasaumsklúbbi á alnetinu
en við erum um 600 talsins í honum.
Þessar konur hafa lýst ánægju sinni
með blaðið, það er öðruvísi en önnur
bútasaumsblöð.“
Vigdís segir að þar sem hún fram-
kvæmi yfirleitt það sem henni dettur
í hug byijaði hún að skrifa á ensku
um leið og hún var búin að_ skrifa
texta í blaðið á íslensku. „Ég bað
eina úr klúbbnum sem vinnur við að
búa til uppskriftir að snara uppskrift-
unum yfir á tæknimál og fara yfir
þær. Síðan fékk ég sendar hugmynd-
ir í blaðið frá Ástralíu, íslandi og
Bandaríkjunum og fyrsta blaðið
kemur væntanlega út núna í apríl.“
Hún segir að efnið sé fjölbreytt, þar
er viðtal við 84 ára gamlan mann
sem stundar bútasaum, upplýsingar
um hópa hérlendis sem hittast og
sauma og um 15 bútasaumsupp-
skriftir. Þá er umfjöllun um sauma-
vélar og myndir af sýningu. “
Hún segist einnig vera að kanna
möguleika á að erlendar konur komi
hingað til að skoða landið og sauma
í nokkra daga því nokkur áhugi virð-
ist fyrir slíku. „Þetta eru konur sem
hafa góðar tekjur og geta leyft sér
að ferðast. Það er nefnilega fátt sem
stoppar áhugamanneskju um búta-
saum í að hafa sam-
band við aðrar kon-
ur á því sviði.“
Sem dæmi því til
sönnunar nefnir hún
að um síðustu helgi
hafi 43 konur alls-
staðar að af landinu
og einnig af Kefla-
víkurflugvelli farið í
Vindáshlíð til að
sauma og skemmta
sér á vegum Frú
Bóthildar. „Við
komum á föstu-
dagskvöldið á stað-
inn og byijuðum
strax að sauma og þær síðustu fóru
að sofa um hálfþrjú. Þær sem voru
fyrstar á fætur byijuðu klukkan sjö
á laugardagsmorgun að sauma og
saumuðu fram að kvöldmat um níu-
leytið. Þá urðum við að rýma til fyrir
kvöldmat og horfa á heimatilbúin
skemmtiatriði. Eftir kvöldvökuna
voru það nokkrar sem héldu áfram
að sauma og á sunnudagsmorguninn
voru þær alhressustu byijaðar að
sauma klukkan hálfsjö um morgun-
inn. Við vorum að þangað til við vor-
um reknar út í rútu.“
- Hvað er svona skemmtilegt við
bútasaum?
„Þetta er mjög skapandi, alltaf
eitthvað nýtt að prófa, hægt að
spjalla í rólegheitum á meðan um
saumaskapinn og hvað sem er og
veistu, líðanin er bara engu lík.“
Það eru ekki allir einsl
Sófasett og hornsófar eru eins og mannfólkið,
-mismunandi eins og þeir er margir. Joker er
gott dæmi um sófa fyrir þá sem kjósa að eiga
vandaðan og fallegan sófa. Hátt bak, góður
stuðningur og þægilegur, nautsterkt leður á
slitflötum og margir leðurlitir eru í boði.
2ja sæta sófi kr. 56.660,- 3ja sæta sófi kr. 71.860,-
Sófasett 3-1-1 kr. 154.780,- 3-2-1 kr. 169.980,-
6 sæta homsófi kr. 159.980,-
-sendum hvert á land sem er-
Komdu til okkar og
þú gerirfrábær kaup.
Staðgreiðsluafsláttur eða
góð greiðslukjör mn
til margra mánaða. v*
HÚSGAGNAHÖLLIN
Bildshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000
■
V . .2-
SISB
0ff
. feí; ■
Stór og ríkulega búinn fjölskyl
Éám
i> v l m m i
ABS hemlalæsivörn 1 Fjórir líknarbelgir f Ný fjölliða fíöðrun f Forstrekkjarar (Rafdrifnar rúðuvindurf Ryðvöm með sinkhúðunf
VW PASSAT kostar aðeins frá kr.
■
HEKLA
Komið og reynsluakið!
Volkswagen
Öruggur á aila vegui