Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.03.1997, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 25 Selur íslenskt bútasaums- blað til Bandaríkjanna ÍSLENSKA bútasaumsblaðið hefur nú verið þýtt á ensku og ber nafnið The Icelandic Patchwork Magazine. Stendur til að seija það í Bandaríkj- unum og víðar. „Til að byrja með læt ég prenta blaðið á ensku í um 5.000 eintökum. Það verður prentað hjá Gutenberg og flutt út til New York þar sem dreifíngu annast Melissa Bishop. Hún dreifír því í verslanir og til ein- staklinga sem hafa áhuga“, segir Vigdís Stefánsdóttir eigandi og rit- stjóri blaðsins. „Ég hef þegar fengið pantanir í gegnum alnetið og blaðið verður síðan auglýst í öðrum búta- saumsblöðum og á alnetinu", segir hún. Vigdísi datt í hug að selja blaðið í Bandaríkjunum eftir að hún hafði sent nokkrum vinkonum sínum blað- ið. „Þetta eru konur sem ég hef kynnst í gegnum alnetið og þær búa á ýmsum stöðum í heiminum s.s. í Jerúsalem, Ástralíu, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kanada og Noregi. Allar eigum við það sameiginlegt að vera í bútasaumsklúbbi á alnetinu en við erum um 600 talsins í honum. Þessar konur hafa lýst ánægju sinni með blaðið, það er öðruvísi en önnur bútasaumsblöð.“ Vigdís segir að þar sem hún fram- kvæmi yfirleitt það sem henni dettur í hug byijaði hún að skrifa á ensku um leið og hún var búin að_ skrifa texta í blaðið á íslensku. „Ég bað eina úr klúbbnum sem vinnur við að búa til uppskriftir að snara uppskrift- unum yfir á tæknimál og fara yfir þær. Síðan fékk ég sendar hugmynd- ir í blaðið frá Ástralíu, íslandi og Bandaríkjunum og fyrsta blaðið kemur væntanlega út núna í apríl.“ Hún segir að efnið sé fjölbreytt, þar er viðtal við 84 ára gamlan mann sem stundar bútasaum, upplýsingar um hópa hérlendis sem hittast og sauma og um 15 bútasaumsupp- skriftir. Þá er umfjöllun um sauma- vélar og myndir af sýningu. “ Hún segist einnig vera að kanna möguleika á að erlendar konur komi hingað til að skoða landið og sauma í nokkra daga því nokkur áhugi virð- ist fyrir slíku. „Þetta eru konur sem hafa góðar tekjur og geta leyft sér að ferðast. Það er nefnilega fátt sem stoppar áhugamanneskju um búta- saum í að hafa sam- band við aðrar kon- ur á því sviði.“ Sem dæmi því til sönnunar nefnir hún að um síðustu helgi hafi 43 konur alls- staðar að af landinu og einnig af Kefla- víkurflugvelli farið í Vindáshlíð til að sauma og skemmta sér á vegum Frú Bóthildar. „Við komum á föstu- dagskvöldið á stað- inn og byijuðum strax að sauma og þær síðustu fóru að sofa um hálfþrjú. Þær sem voru fyrstar á fætur byijuðu klukkan sjö á laugardagsmorgun að sauma og saumuðu fram að kvöldmat um níu- leytið. Þá urðum við að rýma til fyrir kvöldmat og horfa á heimatilbúin skemmtiatriði. Eftir kvöldvökuna voru það nokkrar sem héldu áfram að sauma og á sunnudagsmorguninn voru þær alhressustu byijaðar að sauma klukkan hálfsjö um morgun- inn. Við vorum að þangað til við vor- um reknar út í rútu.“ - Hvað er svona skemmtilegt við bútasaum? „Þetta er mjög skapandi, alltaf eitthvað nýtt að prófa, hægt að spjalla í rólegheitum á meðan um saumaskapinn og hvað sem er og veistu, líðanin er bara engu lík.“ Það eru ekki allir einsl Sófasett og hornsófar eru eins og mannfólkið, -mismunandi eins og þeir er margir. Joker er gott dæmi um sófa fyrir þá sem kjósa að eiga vandaðan og fallegan sófa. Hátt bak, góður stuðningur og þægilegur, nautsterkt leður á slitflötum og margir leðurlitir eru í boði. 2ja sæta sófi kr. 56.660,- 3ja sæta sófi kr. 71.860,- Sófasett 3-1-1 kr. 154.780,- 3-2-1 kr. 169.980,- 6 sæta homsófi kr. 159.980,- -sendum hvert á land sem er- Komdu til okkar og þú gerirfrábær kaup. Staðgreiðsluafsláttur eða góð greiðslukjör mn til margra mánaða. v* HÚSGAGNAHÖLLIN Bildshöfði 20-112 Rvík - S:510 8000 ■ V . .2- SISB 0ff . feí; ■ Stór og ríkulega búinn fjölskyl Éám i> v l m m i ABS hemlalæsivörn 1 Fjórir líknarbelgir f Ný fjölliða fíöðrun f Forstrekkjarar (Rafdrifnar rúðuvindurf Ryðvöm með sinkhúðunf VW PASSAT kostar aðeins frá kr. ■ HEKLA Komið og reynsluakið! Volkswagen Öruggur á aila vegui
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.