Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 47.
Gjafírnar eru ómetanlegar sem
góð vinkona skilur eftir í þessum
heimi. Hún skilur okkur hin eftir
með mikilvægt veganesti sem við
munum grípa oft til á lífsleiðinni. í
þeim nestiskassa er kjarkur, hugur
og þor. Þar er líka heiðarleiki og
einlægni og þannig mun traust vin-
kona veita okkur styrk inn í fram-
tíðina.
Margar skemmtilegar stundir eru
að baki, en við höfðum líka lagt á
ráðin um ótal ferðalög og samkom-
ur í framtíðinni. Þannig stóð til að
ganga á hálendið, njóta lífsins í
Borgarfirði og hvíla lúin bein á sól-
arströnd eftir erfiða sjúkralegu. En
nú hefur mín kæra vinkona dregið
tjaldhæla sína úr jörðu. Hún hefur
brotið saman sitt ferðatjald og er
farin ein í langferð. Ég veit þó að
saman munum við einhvern tíma
ganga á fjöll, sóla okkur á gylltum
ströndum og drekka í okkur dýrð-
legt landslag Borgarfjarðar.
Á lífsins gönguför er allra veðra
von. Síðustu mánuðir hafa verið lít-
illi stúlku og fjölskyldu hennar sem
versta illviðri. Það er huggun að
veðrinu hefur slotað og að Dísa
kannar nú ókunnar sveitir í blíð-
viðri og sólskini.
Elsku Arna mín, Guð gefi þér
styrk til þess að takast á við þinn
mikta missi. Guð gefi að þitt góða
skaplyndi, kjarkur og dugnaður sem
móðir þín gaf þér í vöggugjöf veiti
þér kraft til að sigrast á sorginni
og breyta hjartasárum í sætar
minningar með tímans aðstoð.
Fjölskyldu allri og ástvinum votta
ég samúð mína á þessari erfiðu
stundu og bið Guð að gefa ykkur
styrk.
Kristín Helga Gunnars-
dóttir, Helgi Geirharðs-
son og fjölskylda.
Við áttum með henni ógleyman-
legar stundir utan vinnu, stundir
sem nú standa okkur ljóslifandi
fyrir hugskotssjónum, ekki síst í
Dyngjunni okkar. Dísa lýsti enda
upp tilveruna hvar sem hún fór.
Lífsgleðin, ljúfmennskan og traust-
ið munu fylgja okkur hér eftir, þó
geislandi augun hafi lagst aftur.
Þögnin situr eftir, hlaðin beiskju
og söknuði. Lífíð verður seint sagt
sanngjarnt fyrst svo mikinn sárs-
auka þarf að leggja á sjálfa lífsgleð-
ina. Veikindi hennar vörðu í rösk-
lega hálft ár og víst var von okkar
sterk. En það var ekki nóg. Hún
kvaddi rétt undir hádegi lífsins.
Þegar við heimsóttum hana síð-
ast fyrir fáum dögum var hún sjálf
með í höndum tæki sem deyfði sárs-
aukann. Meinið var að reiða til síð-
asta höggs. Samt skein bjartsýni
og umhyggja úr augum þessarar
baráttukonu, sem bar höfuðið hátt,
allt til enda.
Það er auðvelt að heilsa, en erf-
itt að kveðja. Og þökk er að end-
ingu veikt orð handa vini sem var
og verður mikils virði. Mestur er
söknuður traustra foreldra, systk-
ina og Hauks, en einkum Örnu litlu.
Þeim eru hér færðar dýpstu samúð-
arkveðjur.
Og sjáðu hvar himinn heiður
handan við þyngstu ský
er dagur sem dugar á ný
Elín Sveinsdóttir,
Sigmundur Ernir.
Hún barðist hetjulega en það
dugði ekki til. Herdís Birna Arnar-
dóttir lést 3. mars sl. eftir harða
baráttu við hinn illvíga sjúkdóm
krabbameinið. Herdísi Birnu (oftast
kölluð Dísa) kynntist ég í byijun
unglingsáranna og fórum við sam-
ferða í gegnu'm þau í blíðu og stríðu
eins og unglingar gera. Það var
margt sem við brölluðum saman
ásamt vinkonum okkar sem ljúft
er að geyma í minningunni. Nú í
seinni tíð höfum við hlegið mikið
yfír okkar skrautlegu unglingsár-
um. Þegar ég svo flutti til Stykkis-
hólms minnkaði sambandið okkar á
milli um tíma en þó vissum við allt-
af hvor af annarri. Sumarið 1991
ákváðum við gömlu vinkonumar að
eyða saman helgi hér í Hólminum
ásamt börnum okkar og mökum.
Við vorum svo mörg að tjalda þurfti
þremur tjöldum í garðinum svo
pláss væri fyrir alla. Þessi helgi er
alveg ógleymanleg, við urðum eins
og ein stór fjölskylda og við vinkon-
urnar aftur eins og unglingar og
það var svo gott að vita til þess að
Dísa hafði lítið breyst því báða dag-
ana vaknaði hún síðust allra. Þau
eru falleg orðin sem Dísa og Freyja
vinkona okkar skrifuðu í gestabók-
ina okkar Daða.
Ég votta öllum aðstandendum
og vinum Herdísar Birnu innilega
samúð á þessum erfíðu tímum um
leið og ég óska að ljúfar minningar
megi verða öllum ljós í myrkrinu.
Sigríður í Stykkishólmi.
Kveðja til Dísu
í auga þér var kyrrðin
og hugur þinn var ljós
orð þín tárin englanna
og sál þín hugsun Guðs
Hallvarður E. Þórsson.
0 Fleiri minningargreinar um
Herdísi Birnu Arnardóttur bíða
birtingar ogmunu birtast í blað-
inu næstu daga.
GUÐNY RAGNA
GUÐNADÓTTIR <-
+ Guðný Ragna
Guðnadóttir
fæddist í Ólafsvík
18. nóvember 1932.
Hún lést á heimili
sínu í Reykjavík
hinn 4. mars síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru Guðni
Gíslason og Ásta
Vigfúsdóttir, en
hann lést áður en
hún fæddist. Systk-
ini Rögnu voru
Bergur sem lést sl.
sumar, eftirlifandi
eru Guðrún og Sævar.
Árið 1952 eignaðist Guðný
soninn Guðna Guðmundsson.
Ragna giftist Agli Jónssyni, bif-
reiðastjóra á
Hreyfli, árið 1956
og eru börn þeirra:
Ómar Hugi, f. 1955,
Sævar Fjölnir, f.
1956, Ragnar Þór,
f. 1965, og Þóra, f.
1968. Barnabörnin
eru sex.
Eftir nokkurra
ára veikindi lést
Egill árið 1975 og
varð hún því ekkja
aðeins 42 ára gömul
og bjó ein eftir að
börnin voru farin
að heiman.
Utför Rögnu fer fram frá
Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Kallið gerir ekki alltaf boð á
undan sér, og þannig var það hjá
Rögnu. Þetta er svo ótrúlegt, ég
trúi því ekki enn að hún Ragna
sé farin frá okkur. Hún sem var
svo létt á fæti og hress kona.
Daglega hittumst við á kaffistof-
unni á Hreyfli og sátum oftast
smástund saman yfir kaffibolla og
spjölluðum saman.
Hún hafði verið að sauma nýjar
stofugardínur deginum áður og
margt var á döfinni, þar á meðal
Spánarferð í sumar með Kollu
mágkonu sem hún hlakkaði mikið
til. Sem þykir kannski ekki merki-
legt hjá sumum, en fríin hjá Rögnu
voru ekki mörg um ævina. Lífsbar-
áttan hafði verið erfið þar sem
Egill var veikur í nokkur ár áður
en hann lést og árin eftir það ein
með börnin. Það var ekki verið að
hugsa um sjálfan sig heldur aðra,
þannig var Ragna, ósérhlífin og
dugleg.
Það er svo ótrúlegt að eiga ekki
von á að sjá hana á morgun eða
hinn daginn. En hún er farin
aðra ferð, ferðina sem við forum
öll að lokum.
Elsku Ragna mín, ég þakka þér
þær stundir er við áttum saman.
Ég veit að ég á eftir að sakna þín.
Guð gefi þér frið og ró á himnum,
þar sem þú verður umvafin ást
horfínna ástvina.
Þín tengdadóttir,
Unnur Baldursdóttir.
Elsku Herdís Birna.
Það er ekki í mannlegu valdi að
skilja hvers vegna þú ferð úr þess-
um heimi aðeins 33 ára. Við vonuð-
um öll svo heitt og innilega að þú
myndir sigrast á krabbameininu.
Þess eru ótal dæmi vegna þess hve
læknavísindin eru burðug. Fyrst í
stað voru allir bjartsýnir. Ég man
að pabbi þinn sagði við mig að þú
værir ung og hraust og myndir
geta sigrast á þessu. Þessi orð hans
fylltu mig bjartsýni og baráttuhug
fyrir þína hönd.
Allir biðu með óþreyju eftir að
fyrsta lyfjameðferðin skilaði ár-
angri, en ekkert gerðist. Þá var
reynd geislameðferð, en enginn
árangur. Loks ný lyfjameðferð, en
engin batamerki. Það brá aldrei
fyrir birtu þessa níu mánuði. En
hvílíkan styrk þú sýndir þrátt fyrir
allar þessar vondu fréttir. Þegar ég
heimsótti þig síðast fyrir u.þ.b.
tveimur vikum var ekki hægt að
ímynda sér að líkami þinn væri svo
grátt leikinn. Þú sjálf hafðir ekkert
breyst. Sama örugga fasið, sterki
persónuleikinn og hreinlyndi. Það
hreif mig mest í fari þínu. Þegar
ég kom næst varstu dáin.
Þrátt fyrir að við störfuðum sam-
an í átta ár, vorum við aldrei nán-
ar. Það var ekki fyrr en að þú veikt-
ist að ég steig skref í átt til þín og
þú tókst mér opnum örmum. Fyrir
það er ég þér ævinlega þakklát.
Nú ertu komin á annan stað í tilver-
unni. Ég vona að þú fáir að njóta
hvíldar eftir erfiða mánuði, en takir
síðan aftur til starfa með ljósið ei-
lífa til að lýsa þér.
Elín Hirst.
Það er auðvelt að heilsa, einkum
góðu fólki, sem gefur af sér glað-
værð og góðan hug. Það er þeim
mun erfíðara að kveðja og vart
hægt um vini, sem víkja ekki úr
minni, þó kallið komi. Það kom allt-
of fljótt og það var óréttlátt og það
var sárt.
Dísa deildi með okkur vinnustað
um átta ára skeið. Hún var hlýjan
á þeim stað og hún var gleðin. Fjör-
ugri vinnufélagi er vandfundinn, en
aukheldur var hún dugnaðarforkur,
ósérhlífin, nákvæm og natin við störf
sín. Vinnan var henni létt, enda fóru
þar saman fæmi og kraftur.
+
Ástkær móðir mín, amma og langamma,
ÓLÖF EINARSDÓTTIR
frá ívarsseli,
lést á Landspítalanum mánudaginn 10. mars.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 14. mars
kl. 10.30
Helga Pálsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Bróðir okkar og mágur,
SNORRI GUÐJÓNSSON
frá Lækjarbakka,
Glerárhverfi,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri laugardaginn 8. mars.
Bima Guðjónsdóttir, Þóroddur Sæmundsson,
, Bragi Heiðberg.
+
Ástkær móðir okkar,
VALDÍS S. SIGURÐARDÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
lést í sjúkrahúsi Keflavíkur þann 7. mars.
Böm hinnar látnu.
Eiginmaður minn, + TÓMAS KARLSSON
sendifulltrúi,
er látinn. Ása Jónsdóttir.
«
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför
BJARNHEIÐAR HALLDÓRSDÓTTUR
garðyrkjufræðings
frá Skeggjastöðum,
Reynimel 84.
Margrét Halldórsdóttir,
Guðmundur H. Halldórsson,
Gunnar Halldórson, Sigríður Guðjónsdóttir
og aðrir aðstandendur. . (
+
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
OLGEIR ÞÓRÐARSON,
Kleppsvegi 36,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morg-
un, miðvikudaginn 12. mars, kl. 15.00.
Jóhanna Bjarnadóttir,
María Olgeirsdóttir, Hreiðar Albertsson, r
Jóhanna Olga Hreiðarsdóttir.
+
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
STEINAR PÁLSSON,
Hlfð,
lést á heimli sínu 8. mars.
Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar-
daginn 15. mars kl. 13.00.
Jarðsett verður á Stóra-Núpi.
Katrín Árnadóttir,
Páll Steinarsson, Sigfríður Lárusdóttir,
Tryggvi Steinarsson, Anna María Flygenring,
Elfn Steinarsdóttir, Indriði Birgisson
og barnabörn.
I