Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hverfjall við Mývatn Kristján Þorlákur Þórhallsson Jónasson SIGFÚS Illugason frá Bjargi í Mývatns- sveit ritar grein í Les- bók Morgunblaðsins 18. janúar sl. Nefnir hann grein sína Hverfell við Mývatn. Það er ekki í fyrsta skipti sem Sigfús ritar ranglega nafn þessa fjalls. Búið er að fá Hverfjails-nafnið staðfest og á Sigfúsi að vera það kunnugt. Hann hefur undanfarin ár unnið að nafnbreyt- ingu á Hveríjalti. Ekk- ert umboð né Ieyfí hefur hann haft frá eigendum íjallsins til slíkra verka. Vitað er að Hverfjalls- nafnið hefur verið skráð á kortum frá árinu 1844, og því búið að vinna sér margfaldan hefðarrétt. Sigfús vitnar í eldri heimildir, þ.á m. sóknar- lýsingu séra Jóns Þorsteinssonar. Þar segir Jón m.a.: „Suður af Leirhnjúki liggur ijallshryggur til suðvesturs og suðurs og endar á Lúdentarhæðum. Vestur af suðurenda þessa hryggs er Hverfell, einstakt fjall næstum kringlótt, gamalt eldfjall, með djúpri skál í mitt fjallið." Þarna er fjalls- nafnið honum sýnilega ofarlega í huga. Sigfús getur um íslandskort Bjöms jGunnlaugssonar frá árinu 1844. Á umræddu korti stendur Hverfjail. Sigfús segir: „Ómögulegt er að segja til um hvaðan Bjöm hef- ur orðmyndina Hveríjall. Gæti hér verið um ónákvæmni að ræða. Björn Gunnlaugsson getur ekki talist traust heimild hvað örnefni varðar." Um ferðabók Þorvalds Thoroddsen, sem eru skýrslur um rannsóknir á íslandi 1882-98 og kom út 1913, segir Sig- fús: „Hann ritar ranglega um ör- nefni á Mývatnssvæðinu og af óná- kvæmni.“ Sigfús nefnir nokkur þess- ara ömefna og segir síðan: „Á þess- ari upptalningu sést að Þorvaldur getur ekki talist traust heimild." Þá vitnar Sigfús í árbók Ferðafélags Islands 1934. Þar ritar Steindór Steindórsson frá Hlöðum kafia um Eigendur j arðarinnar Voga í Mývatnssveit svo og ættingjar og vensla- fólk, á milii 80-90 manns, segja Kristján Þórhallsson og Þor- lákur Jónasson, mót- mæla harðlega nafn- breytingu á Hverfjalli. Mývatnssveit. Sigfús segir: „Þar fer hann nokkuð fijálslega með örnefni og málvenjur heimamanna. Hann vitnar nokkrum sinnum í Þorvald Thoroddsen og nefnir auk þess sum af þeim örnefnum sem hann fer rang- lega _með.“ Ritverkið Ódáðahraun eftir Ólaf Jónsson kom út árið 1945. Þar ritar hann Hverfjall. Árið 1952 ritar dr. Sigurður Þórarinsson langa grein í Náttúrufræðinginn um Hver- §all en ekki Hverfell, eins og Sigfús fer ranglega með í grein sinni. Árið 1995 fór Sigfús Illugason þess á leit við Landmælingar Islands að nafni Hverfjalls yrði breytt í Hverfell á kortum. Þessu var hafnað. Á yfirlits- mynd af Bjarnarflagi og nágrenni, Kortagrannur LMÍ 1988, stendur m.a. Hverfjall, Hverljallssandur, Hverfjallsbrani. Það sannar að mál- flutningur Sigfúsar Illugasonar um þetta efni er rangur. Eigendur jarðarinnar Voga í Mý- vatnssveit svo og ættingjar og venslafólk, á milli 80-90 manns, mótmæla harðlega nafnbreytingu á Hverflalli. Teija þeir að hún muni aðeins valda rugiingi. Þá leggja þeir áherslu á að LMÍ haldi áfram að rita hið rétta nafn Hverfjall eins og gert hefur verið á öllum kortum frá árinu 1844 til síðustu ára. Sigfús Illugason reynir í skrifum sínum að gera hlut virtustu vísindamanna sem allra minnstan. Hann vænir þá um óná- kvæmni og rangfærslur. Þetta á einkum við um þá sem hafa eftir sinni sannfæringu ritað nafnið Hver- fjall á undanförnum áratugum. Þetta er Sigfúsi á engan hátt til sóma. Slík skrif dæma sig sjálf. Eigendur Voga leituðu álits Jóns Steinars Gunnlaugssonar hrl. og Kristins Bjarnasonar hdl. varðandi Hverfjallsnafnið. Jón Stejnar ritar: „Tilvísun Landmælinga íslands til úrskurðar Örnefnanefndar virðist þýðingarlaus, enda verður ekki séð að nefndin hafi haft úrskurðarvald um málefnið né að hún hafi nokkurn tíma komið saman til að úrskurða né taka nokkra aðra ákvörðun um það. Hvað sem öllu öðru líður, hlýtur HVERFJALL, Búrfell I baksýn. að vera óheimilt af stofnunum hins opinbera að ákveða örnefni án þess að gefa landeiganda kost á að gæta hagsmuna sinna, skv. ákvæðum stjómsýsiulaga og neyta andmæla- réttar. Niðurstaða þessara hugleið- inga er sú að Landmælingum islands sé skylt að nota nafnið Hverljall eins og eigendur þess vilja.“ Kristinn Bjarnason sendi umhverf- isráðuneytinu stjórnsýslukæru 28. júní 1996, þar sem kærð er ákvörðun Landmælinga íslands dags. 11. apríl 1995 um að breyta nafnsetningu á kortum á vegum ríkisins úr Hver- fjall í Hverfell. Kristinn ritar m.a.: „Verði ekki fallist á kröfur um- bjóðenda minna, er á því byggt að Landmælingar íslands hafí ekki efn- islegan rétt til að breyta nöfnum á náttúruvættum á kortum á vegum ríkisins sem eiga sér margra áratuga hefð, í andstöðu við landeigendur. Þá er lögð fram bókun af fundi sveit- arstjórnar Skútustaðahrepps 13. júní 1996 svohljóðandi: Sveitarstjórn samþykkti samhljóða með 3 atkvæð- um að ekki væri ástæða til að breyta rithætti umræddrar nafngiftar úr Hveríjall i Hverfell. Umbjóðendur mínir telja samkvæmt ofangreindu að þeir hafi lögvarinna hagsmuna að gæta í málinu og eigi því aðild að því í skilningi stjórnsýsiulaga." 12. ágúst 1996 ritar umhverfis- ráðuneytið LMÍ bréf, þar kemur fram eftirfarandi: „Með bréfi dags. 28. júní 1996 barst ráðuneytinu stjórn- sýslukæra Kristins Bjarnasonar hdl., f.h eigenda jarðarinnar Voga I, II,III.IV og Bjarkar. Þar er þess krafist að sú ákvörðun LMÍ dags. II. apríl 1995 um að breyta nafnsetn- ingu á kortum á vegum ríkisins úr Hverijall í Hverfell verði ómerkt, og lagt verði fyrir stofnunina að nota örnefnið Hveríjall sem aðalnafn við kortagerð . Engin ákvæði er að finna um Örnefnastofnun í lögum önnur en áður er getið skv. lögum nr. 351 1953 um Landmælingar íslands. Jafnvel þótt fallist verði á að Ör- nefnastofnun hafí tekið yfir hlutverk Örnefnanefndar, verður ekki fallist á að það sé hlutverk LMÍ og Örnefna- nefndar að ákveða örnefni hvorki ný né gömui. Því geta Landmælingar fslands ekki vísað til úrskurðar Ör- nefnastofnunnar í þessu máli. Fyrir liggur að eigendur fjallsins vilja nota orðið Hverfjall, eins og það hefur verið skráð á landakortum ti! þessa, og verður því að telja að þeir einir geti veitt heimild til breytinga á ör- nefninu, enda hlýtur eignarréttur þeirra að fela í sér slíkan rétt. Ráðu- neytið leggur því hér með fyrir Land- mælingar Islands að tekið verði aftur upp ömefnið Hverfjali" Þessari deilu er lokið, með úr- skurði Umhverfisráðuneytisins. Höfundar eru bændur í Vogum í Mývatnssveit. Mmningaröldur Sjómannadagsráðs um drukknaða og týnda sæfarendur Á ÚTMÁNUÐUM fyrir 56 áram gerðust þeir atburðir á Norður-Atl- antshafi sem markað hafa djúp spor í íslenska sjóslysasögu en þá hófust mikil styijaldarátök hér í kring um landið. ís- lendingar hafa orðið að horfa á eftir mörgu góðu skipinu og heilu áhöfnunum í hafið í glí- munni við Ægi konung. Það hefur verið sið- venja annarra þjóða að koma upp grafskrift týndra manna þar sem ættingjar hafa getað vitjað nafna þeirra. Listaverkið Sjómannadagsráð hefur með myndarleg- um hætti reist listaverk við Fossvogskapellu, sem ber nafnið Minn- ingaröldur um drukknaða og týnda sæfarendur. Listaverkið stendur vestan undir kapellunni með vitann um óþekkta sjómanninn í bak- grunni. Þetta framtak ber svo sann- arlega að þakka. Málið var meira en löngu tímabært. Einkunnarorð listaverksins eru „Óttast þú eigi, því ég kalla á þig með nafni, þú ert rninn." Jes. 43:1. Ættingjar eru að koma nöfnum týndra sæfarenda upp sem sumir hveijir hafa verið týndir í rúmlega 50 ár, en eru nú í raun að skila sér til ættlandsins. Er mjög fróðlegt að fylgjast með því hvernig nöfnin raðast upp, jafnvel heilu áhafnirnar. Þetta sýnir hversu nauð- synlegt þetta verk var. Ætla má að Minningaröldurnar muni í framtíð- inni verða almenningi mjög kærar og minna á sögu og baráttu þjóðar- innar. Það má segja að það það sé tákn- rænt að fyrsta áhöfnin sem festir sess á Minningaröldunum var áhöfn- in á vitaskipinu Hermóði, forustu- skipinu sem gætti vitanna kringum landið og lýsti sjófarendum. Heimsstyrjöldin seinni Baráttusaga þjóðar- innar er baráttusaga sjómannastéttarinnar frá einu tímabili til ann- ars. Hildarleikurinn mikii, heimsstyijöldin seinni, reyndist íslend- ingum þung í skauti. íslendingar tóku ekki formlega þátt í seinni heimsstyijöldinni en gerðu það þó með óbeinum hætti, þ.e. með áhættusiglingum ís- lenskra farmanna og fiskimanna á styij- aldartímanum. Þessar siglingar, sem færðu björg í bú til bandamanna réðu í raun því að heimsstyijöldinni seinni lauk með sigri þeirra. Þessi söguskýring þarf að vera þjóðinni og umheiminum ljós. Því hefur ekki mjög verið haldið á lofti hversu gríðarleg blóðtaka það hefur verið fyrir íslensku þjóðina allur sá mannafli og skipakostur sem týndist á stríðstímanum, ýmist skot- in niður vopnlaus, siglt á tundurdufl eða farist með öðrum hætti. Á árun- um 1939-1945 fórust 50 íslensk skip, samtals 9.202 smálestir. Á þessum árum fórust 465 karlmenn og 19 konur, samtals 484 manns. Ætla má að miðað við fólksfjölda hafi íslendingar orðið fyrir mjög miklu mannfalli á styijaldartímanum Og vel að merkja var þetta fólk á besta aldri. Það má því segja með fullum rökum, að þetta séu okkar hetjur, ásamt þeim sjómönnum sem Tímabært er að gefa erlendum þjóðhöfðingj- um kost á, segir Þor- steinn H. Gunnarsson, að leggja blómsveig við Minningaröldur Sjómannadagsráðs. farist hafa á öðram tímum á sjó við margvísleg skyldustörf. Siðvenjur Eins og kunnugt er hefur sú sið- venja skapast þegar íslenskur þjóð- höfðingi og aðrir forustumenn Is- lendinga hafa verið í opinberum heimsóknum á erlendri grund að þá hafa þeir gjarnan sýnt viðkomandi þjóð virðingu sína með því að leggja blómsveig að ýmsum minnismerkj- um viðkomandi ríkja. Gjarnan hefur þessi athöfn farið fram við minnis- merki sem viðkomandi þjóð er mjög kært, um hetjur, failna hermenn eða persónur sem hafa skarað fram úr. Þá hefur íslenskur almenningur veitt því athygli að íslenskir ráðamenn hafa kannað heiðursverði og/eða lið- sveitir úr her viðkomandi landa. ís- lendingar hafa aldrei haldið her eða liðsveitir sem erlendum ráðamönn- um hefur verið gefið tækifæri til að kanna við opinberar heimsóknir, ef undan er skilinn heiðursvörður lög- reglu og það er ekki viðtekin regla að erlendir ráðamenn leggi blóm- sveig að minnismerkjum sem þjóð- inni eru kær. Tímabært er að koma þeirri hug- mynd á framfæri að sú siðvenja verði tekin upp að erlendum þjóð- iiöíðingjuni og ^prustuniönnum er- MINNINGARSTEINN við Minningaröldu Sjómanna- dagsráðs við Fossvogs- kapellu. lendra ríkja, eftir því sem við á, verði gefinn kostur á, að sýna ís- lensku þjóðinni virðingu með því að þeir leggi blómsveig við þessar Minn- ingaröldur, þegar viðkomandi er í opinberri heimsókn hér á landi. Vel færi á því að fulltrúar Landhelgis- gæslu og lögreglu stæðu heiðursvörð við slíka athöfn og upp væri lesið ijóð og sungið íslenskt lag. Með slíkri athöfn minnti þjóðin á tilveru sína, baráttu og sjálfstæði og menningararfleifð. Hún sýndi sérstöðu sína til friðarmála þar sem viðkomandi hetjur hefðu verið vopn- lausir farmenn og fiskimenn og frið- samir sæfarendur við venjubundin störf. Slík siðvenja sem kæmi í stað- inn fyrir könnun á hersveitum, myndi vekja athygii og efla virðingu og áhrif Islendinga á alþjóðavett- vangi. - : ■ Hér er verðugt verkefni að vinna fyrir þá sem málið varðar. Þakkir Margir hafa komið að því verki að gera þessar Minningaröldur að veruleika, Sjómannadagsráð, Vita- og hafnarmálastofnunin og Kirkju- garðar Reykjavíkur. Verkið er hann- að af Halldóri Guðmundssyni og Ragnari Birgissyni á Teiknistofu Halldórs Guðmundssonar. Minnis- varðann vann Steinsmiðja Sigurðar Helgasonar og sér hún um að koma nöfnum upp. Á engan er hallað, þótt tvö nöfn séu nefnd, sem hafa haft forustu í málinu, þeirra Guð- mundar Hallvarðssonar alþingis- manns og formanns Sjómannadags- ráðs og Halldóru Gunnarsdóttur sjó- mannskonu, Vesturströnd 13, Sel- tjarnarnesi, sem hefur haft frum- kvæði í málinu f.h. ættingja sjó- manna. Hún bjargaðist úr sjávar- háska fyrir margt löngu með son sinn fjögurra ára og þekkir því af eigin raun þær tilfinningalegu að- stæður sem skapast þegar skip ferst. Virkið í norðri Staða Islands gagnvart umheim- inum er um margt sérstök. Landið liggur milli tveggja heimsálfa. Það er mikilvægt vegna siglinga á Norð- ur-Atlantshafi og hér eru auðug fiskimið. ísiand er því mikilvægt og umheimurinn verður því að taka til- lit til Islands. í bók Gunnars M. Magnúss, Virkið í norðri, er sagt frá siglingum á styijaldartímunum á árunum 1939-1945 sem stúðst er við hér í þessari grein. Þar er að finna kvæði sem heitir Dýrfirðinga- skip sem ort er eftir árásarhrinuna á Fróða, Péturseyna og Reykjaborg- ina 11. mars 1941. Einkunnarorð Minningaraldnanna og niðurlag kvæðisins skulu verða lokaorðin. „Því ég kalla á þig með nafni“. Og yfir land og ál ber hið undurbjarta mál, sem í ástúð vorsins mildar harma - rótt. Höfundur er bóndi og á til sjó- manna að tclju. Þorsteinn H. Gunnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.