Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
12:00
13:00-13:15
13:15-13:30
13:30-14:00
14:00-14:30
34:30-15:00
15:00-15:15
15:15-15:4$
15:45-16:15
16:15-16:45
*
Afengis- og vímuefna-
notkun unglinga
Ráðstcfna á Hótel KEA, 20. og 21. mars 1997.
Dagskrá
Fimmtudagur 20. mars 1997
Skráning og afhending ráðstefnugagna
Setning-Jakob Bjömsson, bæjarstjóri
Avarp-Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, borgarstjóri í Reykjavík
Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ
Bjöm Jósef Amviðarson, sýslumaður á Akureyri
Páll Tryggvason, bama- og unglingageðlæknir
Kaffihlé
Gísli Ámi Eggertsson, íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur
Snjólaug Stefánsdóttir, verkefnisstjóri, „ísland án eiturefna"
Þurí Björg Björgvinsdóttir & Sigurður Jónsson
Jafningjafræðsla framhaldsskólanema
AKUREYRI
Morgunverðarfundur Yerslunarráðs
Einkavæðing á fjármagns-
markaði og atvinnulífið
EINKAVÆÐING á fjármagns-
markaði - verður atvinnulífínu bet-
ur þjónað, er yfírskrift morgunverð-
arfundar Verslunarráðs íslands sem
haldinn verður á Hótel KEA á
morgun, miðvikudaginn 12. mars.
Fundurinn stendur frá kl. 8 til 9.30
en þar verður fjallað um ríkisbank-
ana og fjárfestingalánasjóði.
Framsögumenn verða Finnur
Ingólfsson, iðnaðar- og viðskipta-
ráðherra, Guðmundur Hauksson,
sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Reykja-
víkur og nágrennis, og Björgólfur
Jóhannsson, framkvæmdastjóri Ný-
sköpunar- og þróunarsviðs Sam-
heija.
Starfsemi opinberra fyrirtækja
er um 70% af ljarmagnsmarkaðn-
um. Viðamiklar breytingar eru fyr-
irhugaðar þar á með frumvarpi um
einkavæðingu ríkisbankanna
tveggja og þriggja íjárfestingalána-
sjóða í Fjárfestingabankann annars
vegar og Nýsköpunarsjóð hins veg-
ar.
Leitast verður við að svara því
hvort opinber starfsemi sé undir það
búin að starfa við krefjandi skilyrði
fijáls markaðar eða hvort hin nýju
hlutafélög verði undir í hinni hörðu
samkeppni, hvort stofnun Fjárfest-
ingabankans stuðli að aukinni hag-
ræðingu á fjarmagnsmarkaðnum
og hvert hlutverk hin nýja Nýsköp-
unarsjóðs verði.
09:00-09:15
09:15-09:30
09:30-10:00
10:00-10:30
10:30-10:45
10:45-11:00
11:00-11:30
11:30-12:00
12:00-13:15
13:15-13:45
13:45-14:15
14:15-14:45
14:45-15:00
15:00-16:00
16:00
Ráðstefnustjórar:
Heifíiriyðtsráöurte yttð
Föstudagur 21. mars 1997
Ávarp-Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðisráðherra
Ávarp-Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ
Sigurður Magnússon, fræðslustjóri ÍSÍ
Valgerður Magnúsdóttir, félagsmálastjóri Akureyrar
Kaffihlé
Kristín Sigfúsdóttir, formaður Áfengis- og vímuvamanefndar
Akureyrar
Steinþór Einarsson, formaður SAMFÉS, Samtaka félagsmiðstöðva
Ólafur H. Oddsson, héraðslæknir Norðurlandshéraðs eystra
Matarhlé
Unnur Halldórsdóttir, framkv.stj. samtakanna Heimili og skóli
Foreldravaktin-Vigdís Steinþórsdóttir, hjúkmnarfræðingur
Elísa Wium, framkvæmdastjóri Vímulausrar æsku
Jóhannes Bergsveinsson, Áfengisvarnaráði, yfirlæknir geð-
deildar Landspítalans
Kaffihlé
Pallborðsumræður, með þátttöku framsögumanna
Ráðstefnu slitið
Þátttakendum gefst kostur á fyrirspumum í lok hvers erindis.
Sigmundur Emir Rúnarsson, aðstoðarfréttastjóri Stöðvar 2
Stefán Jón Hafstein, ritstjóri Dags-Tímans
Ráðstefnugjald er krónur 3.500,-
Þátttaka tilkynnist Upplýsingamiðstöðinni á Akur-
eyri í síma 462 7733 fyrir kl. 12:00, þriðjudaginn 18.
mars 1997.
Sérstök tilboð á flugi og gistingu eru í boði vegna ráðstefn-
unnar. Allar nánari upplýsingar um flug og gistingu veitir
ferðaskrifstofan Úrval-Utsýn á Akureyri í síma 462 5000
BLUriDUGLUGGATJÖLD
Breidd 120 cm til 150 cm
’V.
Z-BRAUTIR OG GLUGGATJOLD,
FAXAFENI 14, SÍMI 533 5333.
••
Olvaður á
ferð með
bamavagn
UM kl. 5 aðfaranótt sunnudags
vakti maður ýtandi barnavagni á
undan sér athygli lögreglumanna
á eftirlitsferð um Þingvallastræti.
Var maðurinn greinilega vel við
skál og þótti lögreglu því ekki
annað fært en að kanna innihald
vagnsins og athuga hvort maður
í þessu ástandi væri virkilega að
viðra hvítvoðung um miðja nótt.
Brást maðurinn ókvæða við þess-
um afskiptum og las lögreglu pist-
ilinn með alls kyns svívirðingum.
Við skoðun á vagninum fannst
ekkert ungbarn en nokkrir per-
sónulegir munir mannsins sem
hann hafði kosið að flytja með
þessum hætti og var honum því
leyft að halda áfram för sinni.
-----------------
Margir aka
of hratt
ÓVENJU margir ökumenn hafa
verið kærðir fyrir að aka of hratt
síðustu daga, eða um tuttugu
manns.
Lögregla hvetur ökumenn til að
fylgjast betur með hraðamæli bif-
reiða sinna, en aðstæður til akst-
urs eru fremur slæmar í bænum
um þessar mundir, hálka, ísing og
háir snjóruðningar sem byrgja
mönnum sýn og því rík ástæða til
að fara varlega.
----» ♦ ♦---
Punkturinn
kynntur
KRISTBJÖRG Magnadóttir kynnir
tómstundamiðstöðina Punktinn á
mömmumorgni í Safnaðarheimili
Akureyrarkirkju á morgun, mið-
vikudaginn 12. mars frá kl. 10 til
12. Leikföng og bækur eru fyrir
bömin.
Morgunblaðið/Hörður Geirsson
Lítið hægt að fljúga um
helgina vegna veðurs
ERFIÐLEGA gekk að halda uppi
flugsamgöngum um helgina og lentu
margir sem ætluðu sér að vera á
ferð og flugi í óþægindum. Ókyrrð
í lofti, ísing og leiðinlegt veður um
land allt gerðu að sögn Bergþórs
Erlingssonar umdæmisstjóra Flug-
leiða á Akureyri að verkum að lítið
var hægt að fljúga.
A fimmtudagskvöld varð ein
Fokkervél innlyksa á Akureyrarflug-
velli og komst ekki suður aftur fyrr
en eftir hádegi á föstudag. Þá um
kvöldið komu um 150 farþegar með
þotu frá Keflavík en um fleiri flug-
ferðir var ekki að ræða þann dag-
Færri um-
ferðarslys
Ólafsfirði. Morgunblaðið.
í SKÝRSLU fyrir árið 1996
sem lögreglan í Ólafsfírði hef-
ur tekið saman kemur fram
að mikil fækkun umferðar-
slysa er milli áranna 1995 og
1996 eða úr 29 í 16. Þakkar
lögregla það einkum góðu
veðri.
Á árinu voru alls skráð hjá
lögreglunni 342 mál, umferð-
arlagabrot voru 142 og þá
voru 22 færðir í fangageymsl-
ur, 66 sinnum þurfti að hafa
afskipti vegna ölvunar og 20
þjófnaðir voru á árinu. Ellefu
mál eru óupplýst eftir árið.
inn. Þá biðu um 150 manns eftir
flugi. Ekkert var hægt að fljúga á
laugardag en á sunnudag var farið
frá Keflavík undir kvöld. Dugði þá
ekkert minna en stærsta vél Flug-
leiða, Boeing 757, auk einnar Fokk-
ervélar, en þær fluttu um 230 far-
þega bæði norður og suður. „Veðrið
setti stórt strik í reikninginn, hér
voru öll hótel full m.a. vegna árshá-
tíðar Landsvirkjunar sem haldin var
um helgina, en því miður komst
ekki nema hluti af fólkinu norður.
Þetta var afskaplega leiðinleg helgi
í fluginu,“ sagði Berþór en í gær,
mánudag, var hið besta veður.
Kvenfélagið
Æskan 80 ára
Leikskólinn
fékk burstabæ
KVENFÉLAGIÐ Æskan í Ólafs-
firði verður 80 ára á þessu ári, eða
17. júní næstkomandi. Félagið mun
minnast þessara tímamót með
margvíslegum hætti.
Nýlega var gefin út uppskriftar-
bók og var hún seld í bænum. Þá
gaf félagið á dögunum leikskólan-
um Leikhólum lítinn burstabæ sem
Hilmar Tryggvason þúsundþjala-
smiður smiðaði. Bærinn ætti að
koma í góðar þarfír fyrir leikskól-
ann til sýningar á því hvernig
krakkar bjuggu og léku sér í gamla
daga.
)
i
)
)
)
I
í
i
l
l
CTADKC<S|, HOTEL KEA
STARFSFOLK 19 4 4
HOTEL KEA ÞAKKAR 1944
FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR Á PÁSKATILBOÐI HÖTELSINS
FYRIR HÖND STARFSFÓLKS HÓTEL KEA
SEM STENDUR ER FULLBOKAÐ FYRIR FJÖLSKYLDUFOLK
NOKKUR HERBERGI ERU LAUS FYRIR EINSTAKLINGA.
i
i
L
I