Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR MÖLLER Ingólfur Möller var fæddur í Reykjavík 13. febr- úar 1913. Hann lézt hér laugardaginn 1. marz 1997. Hann var næstelztur fjög- urra sona hjónanna Jakobs Möllers, f. 12. júlí 1880, d. 5. nóvember 1955 síð- ar ráðherra og sendiherra, og Þóru Guðrúnar Guðjohnsen, f. 9. nóvember 1887, d. 25. maí 1922, en eftir lát Þóru eignaðist Jakob dóttur; sjá síðar. Synir Jakobs og Þóru eru: Gunnar Jens, hæstaréttarlögmaður og for- stjóri Sjúkrasamlags Reylqa- víkur, f. 30. nóvember 1911, d. 6. júní 1988, kvæntur Agústu Sigríði f. Johnsen, f. 26. júní 1913; Ingólfur; Baidur, ráðu- neytisstjóri, f. 19. ágúst 1914, kvæntur Sigrúnu Markúsdótt- ur, f. 5. desember 1921; Þórð- ur, yfirlæknir, f. 13. janúar 1917, d. 2. ágúst 1975, kvæntur Kristínu Magnúsdóttur, f. 11. apríl 1926. Systir þeirra bræðra er Helga Möller Thors, f. 18. febrúar 1923, gift Thor R. Thors (látinn). Hinn 19. október 1936 kvænt- ist Ingólfur Brynhildi Skúla- dóttur, f. 19. janúar 1915, d. 10. desember 1995. Böm þeirra em: Skúli, framkvæmdastjóri, f. 20. apríl 1939, kvæntur Krist- ínu Sjöfn Helgadóttur, f. 9. -> nóvember 1943, þau eiga einn son, en í fyrra hjónabandi með Astu Högnadóttur eignaðist Skúli tvö börn; Jakob Ragnar, hæstaréttarlögmaður, f. 7. nóv- ember 1940, ókvæntur; Þóra, f. 7. júní 1942, d. 14. ágúst 1969, gift Jóni Þórhallssyni, f. 11. febrúar 1933, sonur þeirra Ing- ólfur, f. 19. september 1966, kvæntur Hafdísi Hreiðarsdótt- ur, f. 23. desember 1956, Ingólf- ur var að miklu leyti alinn upp hjá Brynhildi og Ingólfi; Elín, húsmóðir og ritari, f. 16. sept- ember 1946, gift Jóni G. Bald- vinssyni, þau eiga fjögur böm; Anna Ragnheiður, fram- -> kvæmdastjóri, f. 18. ágúst 1952, gift Stefáni Hjaltested, f. 22. , desember 1948, þau eiga þijár dætur. Ingólfur starfaði nánast alla starfsævina á sjó og við störf tengd sjóflutningum. Hann fór léttadrengur á varðskip, en var svo háseti á varðskip- um og farskipum frá 1928 - 1934. Hann lauk stýri- mannsprófi frá Stýrimannaskólan- um 1934, varð fyrst stýrimaður á e.s. Brúarfossi elzta, en síðar á es. Heklu frá 1934-1939. Þá sinnti hann um skeið störfum við lagn- ingu hitaveitunnar í Reykjavík, en varð svo hafnsögumaður við Reykja- víkurhöfn frá 1940-1947. Réðst hann þá skipstjóri á ms. Foldina (síðar Drangajökull), sem þá var í smíðum í Svíþjóð. Var hann síðan samfellt skipsljóri, lengst á skipum Jökla hf., til 1966 er hann kom í land og vann til 1969 sem búða- og starfsmannastjóri hjá Foss- kraft við Búrfellsvirkjun. Árið 1969 réðst hann til Hf. Eim- skipafélags íslands og vann þar til loka starfsferils, fyrst til 1972 við hagræðingu við vöru- afgreiðslu Eimskips í Evrópu, en frá 1972 til starfsloka 1983 sem vöruafgreiðslustjóri í Reykjavík, meðal annars við uppbyggingu afgreiðslu Eim- skips í Sundahöfn. Ingólfur var félagi í Skip- sljórafélagi íslands frá 1948 og formaður þess frá 1957 til 1962, heiðursfélagi frá 1985. Hann var formaður sóknarnefndar Nessóknar 1968 - 1970. Félagi í Karlakórnum Fóstbræðrum var Ingólfur, eins og bræður hans Gunnar og Þórður og þeirra frændur margir, frá því á stríðsárunum og. í Gömlum Fóstbræðrum frá stofnun þeirra. Hann söng síðast með hátíðakór Fóstbræðra og Gam- alla Fóstbræðra á 80 ára af- mæli kórsins í nóvember á síð- asta hausti. Ingólfur var félagi í Frímúrarareglunni frá því fljótlega eftir að hann kom í land 1966. Hann var virkur um áratugi í starfi Sjálfstæðis- flokksins og skrifaði greinar um þjóðmál og atvinnumál í blöð, einkum Morgunblaðið. Hann var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslenzku fálka- orðu 1980. Útför Ingólfs Möllers fer fram frá Neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Það var skrið á Drangajökli í hafnarmynninu, engin boðaföll, en ferðin meiri, að sumra mati, en góðu hófí gegndi. Við stóðum nokkrir vinnufélagar á hafnarbakk- anum með hendur í vösum og horfð- um á einkennilega einbeitt stefnið kljúfa hafflötinn og nálgast hratt: „Ferð er á’onum,“ sagði sá, er næstur mér stóð og spýtti í sjóinn, „auðséð að kallinn er í brúnni“. „Hann Ingólfur", bætti annar við, „hann getur stoppað á fimmeyr- ingi.“ Eg roðnaði svolítið og gat ekki á mér setið: „Hann er föður- bróðir minn.“ Einhverra hluta vegna fannst mér máli skipta, að þessi staðreynd væri ljós um leið og skipið stöðvaðist nokkra faðma frá okkur og mjakaðist síðan mjúk- lega uppað, eins og síðan öll væri að gæla við bakkann. Svona átti að leggja skipi. Kallinn í brúnni » kunni sitt fag. Þetta var fyrir um það bil 40 árum. 1 Þeir bræður fjórir, Gunnar, Ing- ólfur, Baldur og Þórður, fæddust á i liðlega fímm árum, frá nóvember- lokum 1911 til janúar 1917, hver á sínum stað í bænum. Gunnar í . Tjarnargötu, Ingólfur á Bókhlöðu- ? stíg 10, Baldur í Sauðagerði vestur ’ á Melum (einnig nefnt Skálholt) og j Þórður í Gamla spítala við Þing- holtsstræti. Fáum árum seinna, árið 1920, byggði Jakob Ragnar Valdi- mar (ritstjóri, alþingismaður, ráð- herra og sendiherra) reisulegt hús að Hólatorgi 2 yfir syni sína og eiginkonu, Þóru Guðrúnu Þórðar- dóttur Guðjohnsens. Nú er Baldur einn til frásagnar um æsku og upp- vöxt þeirra bræðra og ætti að gera reka að slíkri frásögn, en móður sína unga misstu þeir bræður 34 ára gamla innan tveggja ára eftir að fjölskyldan fluttist á Hólatorg 2, sem enn stendur. Hálfsystir þeirra, Helga, fæddist síðar og ólst upp hjá Lúðvíki föðurbróður sínum. Gjafvaxta átti hún sómamann, Thor Richardsson Thors, sem féll frá á besta aldri. Meðal heimilisfólks á Hólatorgi voru föðuramma þeirra bræðra, Ingibjörg Gísladóttir (d. 1942) og fóstra Þóru Guðrúnar, Guðrún Pét- ursdóttir (d. 1939) organista Guð- jónsens, ekkja séra Jens Pálssonar prófasts og alþingismanns í Görðum á Álftanesi. Aðrir, óvandabundnir, frá Görðum áttu þar einnig skjóls- hús. Þau Ingólfur og hans góða kona Brynhildur Skúladóttir hófu búskap 1936 og bjuggu um hríð á Hávalla- götu, Laufásvegi og Reynimel áður en þau fluttust á Hólatorg með sonum sínum ungum, Skúla og Jak- obi R. Þetta var á þeim árum, sem lífið og tilveran snerist um Hóla- velli og næsta nágrenni, bernsku- slóðir okkar frænda, og Geir í Eski- hlíð lét aka út mjólk á hestvagni handa viðskiptavinum lengst vestur í bæ og Palli Stef. keypti í soðið fyrir húsmæður og hélt bókhald með skrautskrift frá Görðum á Álftanesi. Það var skemmtilegt að alast upp í þessu umhverfí, með Ólaf Thors, Pétur Magnússon og Jakob Ragnar Valdimar í einum hnapp, og verða sjálfstæðismaður áreynslulaust, eins og okkur frænd- um var í blóð borið. Mér fannst Hólatorg 2 bera af öðrum húsum og fínna að sitja þar til borðs en annars staðar, á stólum með brún- um leðursetum bóluðum niður með skínandi látúnsbólum. Þar hófust kynni mín af Ingólfi frænda mínum um það bil sem ég var að verða læs. Meira en meðalmaður á velli, fílsterkur, hvassyrtur og svo harð- ákveðinn í fasi að sumum kann að hafa staðið stuggur af. Hann hafði farið ungur til sjós og kom þar ýmislegt til, þar á meðal að þeir áttu ekki skap saman Ágúst H. Bjarnason, skólastjóri í Gagnfræða- skóla Reykvíkinga, og Ingólfur og varð annar frá að hverfa. Sjóaðist og efldist sá síðarnefndi. Það var ólga í kringum bæjar- stjórnarfund í Góðtemplarahúsinu við Vonarstræti 9. nóvember 1932, sem var afmælisdagur Þóru Guð- rúnar, móður þeirra bræðra. Jakob Ragnar Valdimar var framsögu- maður meirihluta bæjarstjórnar í viðkvæmu hitamáli, sem snerist um áform meirihlutans um að lækka kaupgreiðslur í bæjarvinnunni. For- kólfar minnihlutans hleyptu fund- inum upp, en úti stóðu hundruð verkamanna sem biðu úrslita og var heitt í hamsi. Forkólfar minnihlut- ans æstu menn til upphlaups og óeirða og urðu margir sárir, þar á meðal fjöldi lögreglumanna. Jakob Ragnar Valdimar komst af fundar- stað en við Dómkirkjuna náðu hon- um tveir óeirðaseggir, sem höfðu hann undir. Það var lán Jakobs, að Ingólfur, nítján ára, var í landi. Hafði hann fýlgst með því sem fram fór álengdar og hljóp þar til sem árásarmenn gerðu sig líklega til að misþyrma föður hans. Sjónarvottar segja svo frá: Ingólfur kom að þeim í þeim svifum, greip í hálsmál beggja hvorri hendi, hóf þá á loft og laust þeim saman. Skullu saman höfuðin og voru þeir til engrar frá- sögu færir um hríð. Fylgdi Ingólfur síðan föður sínum í var á Hótel Borg. Síðar fór Ingólfur í Stýrimanna- skólann, lauk þaðan prófí og var stýrimaður um árabil, þ.á m. á Heklunni, en kom í land 1939. Var m.a. við verkstjórn hjá Höjgaard & Schultz, þegar hitaveitan var gerð, en Kaj Langvad, yfirverkfræðingur Höjgaard & Sehultz og síðar aðal- eigandi E. Pihl og Sön var kvæntur Selmu, móðursystur þeirra bræðra Jakobssona. Á stríðsárunum var Ingólfur þó lengst hafnsögumaður í Reykjavík. Árið 1947 fór hann aftur til sjós sem skipstjóri Foldar- innar, eftir að hafa haft umsjón með smíði skipsins í Svíþjóð. Seinna seldi Foldarskipafélagið Jöklum hf. skipið, sem upp frá því hét Dranga- jökull. Var Ingólfur enn skipstjóri um langt árabil á skipum þess fé- lags. Á þessum árum varð okkur Skúla og nafna mínum Jakobi R. ljóst, að skyldfólk okkar flest byijaði með Dé-i. Feður okkar og föðurbræður, mæður okkar og móðurbræður og móðursystur voru: Dundi, Dúlli, Dalli og Doddi; Daggi, Dódó, Dæja, Dunna og Dúlla; og Dídó, Dista og Dalli (í sömu röð: Gunnar, Ingólfur, Baldur og Þórður; Theódór, Þor- valdur, Arndís, Guðrún og Bryn- hildur; og Friðþjófur, Ágústa og Rögnvaldur). Þetta kerfi fór ofurlít- ið úr skorðum árið 1949, þegar Baldur kvæntist Sigrúnu Dé-jausri Markúsar á Sólvallagötu 6 Ivars- sonar í Héðni, en réttist við fjórum árum síðar, er Þórður gekk að eiga Diddu, Kristínu séra Magnúsar í Ólafsvík. Árið 1950 byggðu þeir saman bræður, Gunnar og Ingólfur á Ægisíðu 90. Jakobi Ragnari Valdi- mari var ætluð risíbúðin í húsinu, en hann tók ekki í mál að taka sig upp nýkominn heim eftir nokkurra ára útlegð í Kaupmannahöfn. Þótt tilvera yngri kynslóðarinnar færðist um set fannst afa mínum út í hött að flytjast og bjó hann á Hólatorgi til dauðadags, 1955. Borðstofustól- ar hans láta enn lítið á sjá í eldhús- króknum hjá þeim, er þessar línur ritar, í smáþorpi við rætur Júra- fjalla. Þórður og hans indæla kona Didda, höfðu hins vegar stans í ris- inu á Ægisíðu í staðinn þar til þau fluttust í embættisbústað yfírlæknis Kleppsspítala nokkrum árum síðar. Þórður, yngstur þeirra bræðra, lézt fyrstur langt um aldur fram, árið 1975, og harmaðj frændgarður all- ur fráfall hans. Þeir bræður voru samrýmdir all- ir, Gunnar, Ingólfur, Baldur og Þórður. Líkir um sumt, stífir á meiningunni, en ólíkir um annað. Allir höfðu þeir yndi af leiklist og tónlist eins og þeir áttu kyn til. Foreldrar þeirra höfðu verið virkir félagar í nýstofnuðu Leikfélagi Reykjavíkur, en Marta María Pét- ursdóttir, kona Indriða Einarssonar, var föðursystir Þóru Guðrúnar. Þrír bræðranna, Gunnar, Ingólfur og Þórður, sungu um árabil í Fóst- bræðrum undir stjórn náfrænda síns Jóns Halldórssonar og er á engan hallað, þótt hann sé talinn fágaðasti kórstjóri á íslandi fyrr og síðar. Hann var gæddur þeirri fá- gætu hæfni að geta stjórnað með augnaráðinu án handapats. Ingólf- ur reyndist þessum frænda sínum vel til hinzta dags og heimsótti hann reglulega háaldraðan á Grund. Sagði mér bróðursonur Jóns, Óttar Pétur Halldórsson, að gamli maðurinn hefði metið tryggð Ingólfs mikils. Við sambýlið á Ægisíðu 90 urðu samskipti fjölskyldnanna einkar náin. Þau Ingólfur og Brynhildur áttu efri hæðina, foreldrar mínir, Gunnar og Ágústa, þá neðri, en innangengt var milli íbúðanna bak- dyramegin. Vart leið sá dagur, árum saman, að meðlimir íjöl- skyldnanna beggja litu ekki við hjá hinni, og átti það bæði við um yngri kynslóðina og hina eldri. Þeim Ing- ólfí varð fímm barna auðið (Skúli, Jakob Ragnar, Þóra, Elín og Anna Ragnheiður), en við systkinin á neðri hæðinni vorum fjögur (Jakob Þ., Jóhanna, Þóra Guðrún og Helga). Sérstaklega kært var með þeim Þóru Guðrúnu systur minni og Þóru Ingólfsdóttur, en þær nöfn- ur voru jafnaldrar og áttu einkar vel saman. Þóra Ingólfs lézt ung og var nöfnu sinni harmdauði og fjölskyldunni allri. Á meðan Ingólf- ur var á sjó, notaði hann hvert tækifæri í landi til að ráðgast við eldri bróður sinn og eftir að hann kom í land alkominn árið 1966 hitt- ust þeir bræður að máli daglega, ár eftir ár. Aldrei varð þeim sundur- orða. Þeir bræður, Gunnar og Ingólf- ur, áttu annað sameiginlegt áhuga- mál í starfí Frímúrarareglunnar á íslandi, en þá sögu kann ég ekki að segja. Hins er mér ljúft að geta að Ingólfur hélt uppteknum hætti og heimsótti eldri bróður sinn dag- lega, mánuðum saman, hinum síð- ari til yndis í erfiðri sjúkdómslegu, sem dró hann til dauða. Þá ræktar- semi ber að þakka. Ingólfur Möller var röggsamur atorkumaður. Sennilega harður húsbóndi á yngri árum til sjós og lands, en ósérhlífinn og réttsýnn. Hygg ég, að áhöfnin hafi jafnan borið virðingu fyrir skipstjóranum og borið til hans traust. Hann var einskis manns eftirbátur, enda kappsamur hugmaður, sem lét hendur standa fram úr ermum á meðan kraftar leyfðu. í september 1994 héldu nokkur hundruð afkomendur uppá 150 ára fæðingardag móðurafa Ingólfs, Þórðar Guðjohnsens, á Húsavík. Mér er það minnisstætt frá þessari tveggja daga hátíð, að á helgistund í fegurstu kirkju landsins, bæjar- prýði Rögnvalds Olafssonar, hljóm- aði björt söngrödd Ingólfs af krafti og bar af öðrum. Fyrrverandi 1. bassa rödd úr Fóstbræðrum hafði með aldrinum breytzt í 2. tenórs rödd, hljómmikla og örugga sem kæmi hún úr unglingsbarka. Bryn- hildur sat við hlið bónda sínum, áreiðanlega upp með.sér, þótt hún léti ekki á því bera. Ég gladdist fyrir hennar hönd og þeirra beggja, en þetta var í næstsíðasta sinn, sem frændi minn, kominn yfír áttrætt og nokkuð farinn að heilsu, kom mér þægilega á óvart. Nærri má geta, að það var honum mikið áfall að missa Brynhildi í desember 1995, stoð hans og styttu í hartnær 60 ár. Hið síðasta sinni, sem ég var verulega hreykinn af frænda mín- um, eins og á Eyrinni forðum, var á jólagleði fjölskyldunnar, sem hald- in var á Kornhlöðuloftinu á Bem- höftstorfu sunnudaginn 29. desem- ber síðastliðnn. Fjórir ættliðir fjöl- menntu á þessa hátíð. Yngra fólkið sá um skemmtiatriði, söng og hljóð- færaslátt og tókst með ágætum. Hélt ég, að við hin eldri myndum láta við það sitja að drekka kaffi og fá með’ðí. Nú hafði Ingólfur drukkið nóg. Stóð hann þá upp, með nokkrum erfiðismunum þó, gekk við staf að hljóðnemanum og sneri sér að áheyrendum tæplega áttatíu og þriggja ára gamall. Með snjallri röddu og djúpum skilningi á efninu flutti hann utanbókar Pró- lógus Davíðs Stefánssonar að Gullna hliðinu og hreif alla, jafnt unga sem aldna. Þeir voru af gamla skólanum Ingólfur og faðir minn, sem fór með Gunnarshólma hnökralaust á sjúkrabeð skömmu fyrir andlátið. Ætli aðrir skólar gerist betri. Hve margir núlifandi íslendingar kunna að fara með Prólógus Gullna hliðs- ins eða Gunnarshólma blaðlaust? Þau eru fallin frá bæði, Ingólfur og Brynhildur. Blessuð sé minning heiðurshjóna. Jakob Þ. Möller. Komið er að kveðjustund. Oft hef ég velt því fyrir mér, pabbi minn, síðustu 14 mánuði, eða frá því mamma dó, hvað yrði langt þangað til að þú færir líka. Það var mjög gaman að sjá hvað þér tókst að gera á þessum tíma, hluti sem þú vildir svo gjarnan gera, en við héld- um að þú ættir e.t.v. ekki eftir, það var að fara upp í Borgarfjörð, fram að Húsafelli og að fara yfir Kalda- dal. Þetta tókst þér að gera síðasta sumar þegar þið Jakob fóruð í ferðalag. Einnig var mjög skemmti- legt að sjá þegar þú tókst þátt í hátlðartónleikum Fóstbræðra í til- efni af 80 ára afmæli kórsins og söngst með gömlum Fóstbræðrum og tókst þátt í afmælishátíðinni allri, enda þótt það tæki þig nokkra daga að jafna þig á eftir. Elsku pabbi minn, það er ein- kennilegt að hugsa til þess að heim- sóknirnar á Dalbrautina verði ekki fleiri. Ég þakka þér fyrir alla þá hlýju og umhyggju sem ég hef allt- af notið frá þér. Umhyggjan sem þú hefur borið fyrir okkur og þá ekki síst dætrum okkar er ómetan- leg. Stuðningurinn sem þú og þið mamma hafíð veitt okkur fjölskyld- unni verður aldrei fullþakkaður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Anna Ragnheiður og Stefán. Elsku afí. Þá ert þú farinn í þína síðustu ferð. Ferð sem þú ert búinn að bíða eftir að komast í allt frá því að amma dó fyrir rúmu ári. Þið hafíð nú náð saman á ný á himnum. Þótt ég viti að þetta hafi verið þín ósk er söknuðurinn mikill. Það er erfitt fyrir alla og ekki síst fyrir okkur sem yngri erum að þurfa að sjá á bak ástvini og hvað þá þegar maður sér á eftir bróður, ömmu og nú afa á tæpum tveim árum. Þegar við komum í heimsókin á Dalbrautina mátti alltaf finna þig í stólnum þínum og þú leist til manns með þinni einstöku hlýju.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.