Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 53 FRÉTTIR UR DAGBOK LOGREGLUIMNAR I REYKJAVIK 7. til 10. mars 90 ökutæki skemmdust UM HELGINA var tilkynnt um 44 umferðaróhöpp til lögreglunn- ar í Reykjavík. Í þessum óhöppum skemmdust u.þ.b. 90 ökutæki meira og minna, auk þess sem 4 ökumann hlutu meiðsli. Af 345 bókunum á tímabilinu eru 6 lík- amsmeiðingar, 17 innbrot, 13 þjófnaðir, 1 nauðgun og fíkniefni komu við sögu í 4 tilvikum sem lögreglumenn þurftu að hafa af- skipti af. Fáir í miðbæ Þá þurftu lögreglumenn að grípa inn í mál fjörutíu karla og kvenna er ekki kunnu fótum sín- um forráð sökum ölvunar, sex ökumenn, sem stöðvaðir voru í akstri, eru grunaðir um ölvuna- rakstur og ritaðar voru skýrslur á 17 ökutæki sem lagt hafði verið ólöglega, aðallega í miðborginni. Fimmtán sinnum var beðið um aðstoð vegna hávaða innandyra. Fátt fólk var í miðborginni aðfara- nætur laugardags og sunnudags. Lögreglumenn þurftu engin af- skipti að hafa af unglingum eftir að útivistartíma þeirra lauk, hvorki þar né annars staðar í borginni. Um nóttina voru þrjár stúlkur færðar á stöðina eftir að ein þeirra hafði gert sér það að leik að sparka í spegil bifreiðar á Lauga- vegi. Maður með skurð á höfði og áverka á vanga kom inn á miðborgarstöð lögreglunnar og sagðist hafa verið barinn í mið- borginni skömmu áður. Lögreglu- menn óku honum á slysadeild. Á hvolfi utan vegar Stuttu síðar var maður hand- tekinn í Lækjargötu eftir að hafa veist þar að öðrum manni. Snemma á laugardagsmorgun var tilkynnt um líkamsárás í Lækjar- götu við Skólabrú. Þar reyndist vera um minniháttar átök þriggja ölvaðra manna að ræða. Lög- reglumenn stilltu til friðar. Tilkynnt var um bifreið á hvolfi með ökuljós tendruð u.þ.b. 30 metra utan Vesturlandsvegar við Hvammsvík. í ljós kom að öku- maðurinn hafði leitað skjóls í Hvammsvík og síðan fengið far áleiðis til Reykjavíkur. Hann var færður yfir í sjúkrabifreið, en reyndist ósár. Bifreiðin var ijar- lægð með kranabifreið. Fjórar rúður voru brotnar í Breiðagerðisskóla og spjöll unnin þar innan dyra. Á laugardag var tilkynnt um önd fasta í rimlaverki við útfall Tjarnarinnar. Er að var komið reyndist öndin vera dauð og því fátt hægt að gera annað en að vekja athygli viðkomandi á umbúnaði verksins. Um kvöldið var ökumaður mældur á 113 km hraða á Sæ- braut þar sem leyfður hámarks- hraði við bestu aðstæður er 60 km/klst. Hann var færður á lög- reglustöð og sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Maður datt á veit- ingastað við Hafnarstræti. Hon- um var ekið á slysadeild. Bifreið var ekið utan í brúar- handrið á Höfðabakka. Skemmdir hlutust af, bæði á handriðinu og á bifreiðinni. Drykkjurútur fór húsavillt Síðar um nóttina var dyravörð- ur veitingastaðar við Þingholts- stræti sleginn. Hann var fluttur á slysadeild. Undir morgun var kvartað yfir ölvuðum manni, sem lá á dyrabjöllu og barði utan hús við Hjallaveg. Við nánari athugun reyndist viðkomandi hafa farið húsavillt. Oft er kvartað yfír hegðan unglinganna, en eins og dagbók lögreglunnar ber jafnan með sér eru afskipti lögreglunnar nær undantekningalaust af ölvuðu fullorðnu fólki að kvöld- og nætur- lagi um helgar, þ.e. þeim, sem öllu jafnan ættu að vera ungling- unum góð fyrirmynd. Kona datt á hálkunni við Nóa- tún. Hún handleggsbrotnaði og var flutt _á slysadeild með sjúkra- bifreið. Á sunnudag var talsvert um að fólk félli í hálku. Flytja varð sumt af því á slysadeild. Mikið hefur verið um hálkuslys að undanförnu og er fólk hvatt til að fara varlega. Síðdegis var eldur slökktur í vélarhúsi bifreiðar í Hlaðbæ. Eld- ur kom upp í potti eldavélar húss við Fannafold. Litlar skemmdir hlutust af. Kunna ekki á hættuljós Nokkuð hefur borið á því að ökumenn virðast ekki kunna að nota svonefnd hættuljós á bifreið- um sínum. Sést hefur til öku- manna nota slík ljós þegar þeir hafa stöðvað á akbraut til að hleypa út eða taka upp farþega, eða jafnvel þegar þeir leggja ólög- lega á akbraut til að hlaupa rétt sem snöggvast inn í næstu versl- un. Af því tilefni er ástæða til að vekja athygli á ákvæðum reglu- gerðar um gerð og búnað öku- tækja er segir að „hættuljós séu ætluð til notkunar ef ökumaður neyðist til að stöðva ökutækið þannig að hætta skapist skyndi- lega eða ef ökutæki stendur óöku- fært á vegi eftir árekstur, skemmd eða bilun þannig að ann- arri umferð stafi hætta af“. LEIÐRETT „APPELSÍNUÆTAN 1“ eftir Georg Baselitz. Myndin átti að vera á hvolfi VIÐ vinnslu greinar á baksíðu Les- bókar á laugardaginn urðu þau mi- stök, að mynd, sem átti að vera á hvolfi, var það ekki. Greinin bar fyrirsögnina París á hvolfi og var þar m.a. Ijallað um þýzka listmálar- ann og myndhöggvarann Georg Baselitz. Sá er m.a. frægur fyrir að mála flest á hvolfi, þar á meðal verk- ið „Appelsínuætan I“. Myndin, sem birtist með greininni í Lesbók, sneri því miður öfugt og verkið ekki á hvolfi, eins og listamaðurinn ætlað- ist til og texti greinarinnar gekk út á. Morgunblaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. Rangtföðurnafn í frétt af verkum ungra vísinda- manna í Morgunblaðinu á laugardag var ranglega sagt að Birgir R. Arn- þórsson væri Arnórsson. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Beinvernd stofnuð STOFNFUNDUR Beinverndar verð- ur haldinn í Norræna húsinu miðviku- daginn 12. mars nk. kl. 16-17.30. Beinvemd verður félag áhugafólks um beinþynningu, jafnt leikra sem lærðra, og starfar á landsvísu. Markmið Beinverndar eru að vekja athygli almennings og stjórn- valda á beinþynningu sem heilsu- farsvandamáli, að standa að fræðslu meðal almennings og heilbrigðis- stétta á þeirri þekkingu sem á hveij- um tíma er fyrir hendi um beinþynn- ingu og varnir gegn henni, að stuðla að auknum rannsóknum á eðli, or- sökum og afleiðingum beinþynning- ar og forvörnum gegn henni og eiga samskipti við erlend félög á svipuð- um grundvelli. Dagskrá stofnfundar: Ólafur Ól- afsson landlæknir ræðir um hug- myndina að baki stofnun Beinvernd- ar og framtíðarsýn og leggur fram tillögu að stofnun félagsins, Gunnar Sigurðsson læknir ræðir um bein- þynningu - hvað sé vitað og hvað ekki og Anna Björg Aradóttir, verk- efnisstjóri Heilsueflingar, ræðir um fyrirhugaða bæklingaútgáfu. Að lokinni kosningu stjórnar verða svo tekin upp önnur máí. Fundarstjóri er Drífa Hjartardóttir, formaður Kvenfélagasambands ís- lands. Menningarvika sérskólanema BANDALAG íslenskra sérskólanema halda hina árlegu Menningarviku sína dagana 8.-15. mars. Þessa viku mun verða skipulögð dagskrá alla vikuna. Dagskráin er sem hér segir: Dagskráin hófst á laugardag með opnunarhátíð í Kennaraháskóla ís- lands og í dag kl. 13 verður farin skíðaferð á Hengilsvæðið þar sem verður ódýrt í lyftur og rútu. Á mið- vikudag kl. 20.30 verður söngleikja- og óperettukvöld í sal Söngskólans við Hverfisgötu í umsjón Garðars Cortes, Iwona Jagla og Magnúsar Ingimarssonar. Fimmtudaginn 13. mars verður skemmtikvöld í Tækni- skóla íslands, Höfðabakka 9, og hefst það kl. 21. Sýnd verða skemmtiatriði úr sérskólunum og hljómsveitin Sem áður hét Siríus Konsum leikur létta tónlist. Á föstu- daginn 14. mars kl. 14 verður keilu- mót sérskólanema og menningarvik- unni lýkur á Nellýs í Bankastræti þar sem Bjórskemmtun BÍSN verður haldin og hefst hún kl. 21. ------♦ ♦ ♦ ■ ITC DEILDIN Melkorka heldur upp á 15 ára afmæli sitt miðvikudag- inn 12. mars í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, kl. 20 stundvís- lega. Allir eru velkomnir, sérstaklega fyrrverandi aðilar. Stef fundar verð- ur Flest verður glöðum að gamni. Skemmtidagskrá og kaffiveitingar. Kork*o*Plast KORK-gólfflisar með vinyl-plast áferð Kork-o-PIast: i 20 gerðum Kork O Floor er ekkert annað en hið viðurkennda Kork O Plast, límt á þéttpressaðar viðartrefjaplötur, kantar með nót og gróp. UNDIRLAGSKORKIÞREMUR ÞYKKTUM. VEGGTÖFLUKORKPLOTUR IÞREMUR ÞYKKTUM. KORK-PARKETT, VENJULEGTITVEIMUR ÞYKKTUM. | ^ 5 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO FVJtSi ARMULA 29 • PÓSTHOLF 8360 • 128 REYKJAVlK IVWJ SIMI 553 8640 568 6100 t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTJANA JAKOBSDÓTTIR, Aðalgötu 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju ( dag, þriðjudaginn 11. mars, kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Suðurnesja, Keflavík. Jóna Kristín Einarsdóttir, Stefán Einarsson, Inga Helen Pratt, Ingvi Þór Guðjónsson, Birgir Guðjónsson, barnabörn og Helgi Valur Grímsson, Robert Pratt, Sigríður Baldursdóttir, Heiður A. Vigfúsdóttir, barnabarnabörn. t Þökkum innilega vináttu og hlýhug við andát og útför HANS PÉTURS CHRISTENSEN. Jóhannes G. Christensen, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðmundur Helgi Christensen, Jórunn Harðardóttir. t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTÍNAR SIGMARSDÓTTUR, Hátúni 8, Reykjavík. Edvard Júlíusson, Elín Alexandersdóttir, Brynjar Júlíusson, Fríður Björnsdóttir, Hildur Júlíusdóttir, Eiríkur Alexandersson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA ÁLFGEIRSSONAR, Strandaseli 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki Landspítalans fyrir góða aðhlynn- ingu alla tíð. Kristín Kristjánsdóttir, Kristján Benedikt Gíslason, Guðríður Gestsdóttir, Álfgeir Gíslason, Ragnar Gíslason, Valgerður Torfadóttir, Sigfinnur Steinar Gíslason, Sædís Alda Búadóttir, Ásdís Gísladóttir og barnabörn. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og bróður, PÉTURS PÁLSSONAR, trésmiðs, Safamýri 36. Kristín Guðlaugsdóttir, Guðlaug Helga Pétursdóttir, Inga Anna Pétursdóttir, Þorleifur Björgvinsson, Pétur Þorleifsson, Jóhanna Benediktsdóttir, Ólína Þorleifsdóttir, Jón Páll Kristófersson, Kristín Þorleifsdóttir, Halldór Dagur Benediktsson, Áróra Björk Pétursdóttir og systkini hins látna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.