Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 13
DÍSARFELL SEKKUR
TF-LIF millilenti um kl. 9.20 á
Hornafirði til að taka eldsneyti
Undir hádegi lenti
TF-LÍF í Reykjavík
með skipbrotsmennina
Hegranes SK 2 og Gullver NS12
sem lónuðu um 30 sjómílur NA af
Stokksnes
Reykjavík
garBurinn s|ysstaðnuiT1 sjgjdu þegar á vettvang
Dettifoss og Reykjafoss
voru á siglingu um 30 sjó-
mílur suður af Dísarfellinu
7 00 sjómílur
Sunnudagsmorgunn 9. mars 1997:
Um kl. 3.45 var Dísarfellið komið með slagsíðu, 20-30",
þá statt um 100 sjómílur SSA af Stokksnesi.
Kl. 4.51 Tilkynnt um 60° halla á skipinu.
Kl. 4.54 Áhöfnin á TF-LÍF kölluð út í neyðarútkall.
Kl. 4.57 Dísarfell sendir út neyðarkall.
Kl. 7.07 Varðskip heldur til móts við Dísarfell.
Kl. 5.28 TF-LÍF leggur af stað, áætlar komutíma á slysstað kl. 7.30.
Kl. 6.55 Áhöfn á TF-SÝN, Fokker-vél Landhelgisgæslunnar, kölluð út.
Kl. 7.10 TF-Lif kemur á slysstað. Þá stóð einungis stefni Dísarfellsins upp úr sjónum.
Skömmu síðar sökk það.
Kl. 8.13 Ein þyrla frá varnarliðinu leggur upp.
Þegar Ijóst var að björgunaraðgerðum var lokið var henni snúið til baka.
Kl. 8.40 Lokið er við að ná 11 mönnum upp í þyrluna úr sjónum, einn þeirra var látinn.
Um kl. 9.30 var tólfta skipverjanum náð um borð í Hegranes. Hann var látinn.
í
; ' i 7~
Valdimar Sigþórsson, einn skipveijanna á Dísarfelli
Hefðum farist ef við hefðum
reynt að fara í bj örgunarbáta
VALDIMAR Sigþórsson, háseti á Dísafelli,
sagðist efast um að nokkur hefði bjargast af
Dísarfellinu ef skipverjarnir hefðu reynt að
komast um borð í björgunarbáta. Bátarnir
hefðu verið innan um gáma og annað brak
úr skipinu og af því hefði stafað mikil hætta.
Hann sagðist alla tíð hafa verið sannfærður
um að skipveijunum yrði bjargað.
Dísarfellið fór frá Vestmannaeyjum á laug-
ardagsmorgun. Valdimar sagði að veður hefði
þá verið vont. Skipið hefði verið að sigla frá
landinu í 8-10 vindstigum og 8-15 metra
ölduhæð. Inni á milli hefðu riðið rosalegir
skaflar yfir skipið.
„Ég fann það seint um kvöldið að það var
eitthvað óeðlilegt við skipið. Ég hef verið 27
ár á sjó og veit nokkurn veginn hvernig skip
eru í þungri öldu. Skipið var ekki eins og það
átti að vera. Það var dautt eins og maður
segir. Það datt í stjór og fljótlega datt það
aftur yfir í bak. Það segir manni að það er
eitthvað að,“ sagði Valdimar, en hann vill að
öðru leyti ekki ræða orsakir slyssins.
Sjór í skipinu
„Það var hringt í okkur um kl. 2.15 um
nóttina og við beðnir að koma niður í reykher-
bergi. Við fengum þá þær upplýsingar að
skipið væri í hættu. Menn voru þá að fara í
björgunargalla og ég fór inn á herbergi og
náði mér í galla. Hallinn á skipinu jókst smátt
og smátt og það var fljótlega ljóst að hveiju
stefndi."
Valdimar sagði að þrír menn hefðu verið
sendir niður í skipið til að kanna ástandið.
Þeir hefðu fljótlega séð að það var kominn
sjór í skipið án þess að þeir gætu fullkannað
aðstæður.
„Við vorum mjög yfirvegaðir allan tímann.
Við ákváðum strax í upphafi að allar ákvarð-
anir yrðu teknar af hópnum sameiginlega.
Við gerðum okkur grein fyrir því að það
væri best að vera á skipinu eins lengi og við
gætum. Við vorum að velta því fyrir okkur
að ganga eftir því og fara á kjöl. En við
hættum við það vegna þess að við vorum
hræddir við gámana enda kom það á daginn
þegar skipinu hvolfdi að þá komu gámarnir
upp við skipið líkt og þar væru sprengjur á
ferð.“
Valdimar Sigþórsson,
sem beið í tæplega tvo
klukkut-íma í sjónum
eftir að Dísarfellið fór
á hvolf, segist allan
tímann hafa verið
sannfærður um að
skipbrotsmönnunum
yrði bjargað. Samstillt
áhöfn, björgunarþyrlan
og björgunargallamir
hefðu bjargað lífí þeirra.
Valdimar sagði að skipveijar hefðu losað
alla björgunarbáta sem þeir hefðu náð í. Bát-
arnir hefðu farið aftur með skipinu bakborðs-
megin. Einn þeirra hefði lent á gámi og
sprungið.
Reyndum ekki að
fara í báta
„Sem betur fer reyndum við ekki að kom-
ast í björgunarbátana. Það er mitt mat að
við værum ekki á lífí ef við hefðum reynt
það. Við fórum hlémegin í sjóinn, en ef við
hefðum farið hinum megin, þar sem björgun-
arbátarnir voru, hefðum við lent í gámunum
og öðru braki frá skipinu. Ég held að við
hefðum ekki lifað það af að veltast innan um
brakið.“
Valdimar sagði ekki rétt sem sagt hefur
verið að skipveijarnir hefðu bundið sig sam-
an. „Við sátum í skjóli saman uppi á röri og
biðum þess sem verða vildi. Við töldum ekki
skynsamlegt að binda okkur saman því að
við svona aðstæður getur einn hikað við að
hoppa og þá hefðum við hugsanlega slengst
Morgunblaðið/Golli
VALDIMAR Sigþórsson segir að skip-
verjar á Dísarfellinu hafi staðið þétt
saman og tekið réttar ákvarðanir
allan timann.
utan í skipið. Áður en við fórum frá borði
kom okkur saman um að um leið og við fær-
um í sjóinn myndum við synda í einn hóp og
krækja okkur saman og það gerðum við.“
Skipveijar sópuðust af skipinu þegar brot
reið yfir það. Valdimar sagði að veran í sjón-
um hefði ekki verið svo slæm. Að vísu hefði
olían verið hvimleið. Hún hefði makast um
allt andlit, í vitin og upp í munninn. Hann
sagðist hafa þurft að renna gallanum frá
andlitinu til að geta skyrpt út úr sér olíunni
og við það hefði dálítil! sjór komist í hann.
Valdimar sagði að hópurinn hefði skipt með
sér verkum. Einn hefði fylgst með skipinu
og annar með gámum. Síðan hefði reglulega
verið nafnakall.
„Ég bjóst við að það yrði meira sjokk að
lenda í sjónum. Við vorum hins vegar búnir
að tala mikið saman og stappa í okkur stál-
inu. Þess vegna vorum við rólegir allan tím-
ann. Við gerðum okkur grein fyrir því að eini
möguleikinn á að halda lífi var að halda hóp-
inn og takast sameiginlega á við erfiðleikana."
Skipstjóri og stýrimaður voru í brúnni
meðan hópurinn beið utan á skipinu. Valdi-
mar sagðist ekki hafa séð þá eftir að hann
lenti í sjónum og því hefði hann ekki vitað
um örlög þeirra.
Vissir um að okkur
yrði bjargað
Valdimar sagði að þeir hefðu vitað að þyrl-
an var á leiðinni og sömuleiðis að von var á
Brúarfossi og Hegranesi. „Við voru allan tím-
ann alveg sannfærðir um að okkur yrði bjarg-
að. Það er ekki hægt að lýsa því þegar þyrlan
birtist. Það var eins og aímættið kæmi þarna
og rétti okkur hjálparhönd. Þyrlan er ómetan-
iegt björgunartæki. Hún er lífakkeri okkar
sjómanna og ég skil ekki í stjórnvöldum að
láta sér detta í hug að fara að leggja þyrl-
unni yfir sumartímann. Það er skömm að því
að þessi hugmynd skuli hafa verið sett á blað.
Ég er ekki viss um að skipin, sem voru að
koma á svæðið, hefðu átt möguleika á að
bjarga okkur. Þarna voru gámar á fljúgandi
ferð um allan sjó sem voru stórhættulegir
fyrir skipin."
Valdimar sagði að áhöfn þyrlunnar hefði
staðið sig frábærlega vel. Hann sagðist ekki
eiga nægilega sterk lýsingarorð til að lýsa
aðdáun sinni á störfum þeirra. Hann sagði
að skipveijar á Dísarfelli hefðu allir staðið
sig vel. Þegar hann hugsaði til baka hefðu
þeir allan tíma verið að taka réttar ákvarðan-
ir við þessar erfiðu aðstæður. Skipstjórinn og
stýrimaðurinn hefðu staðið einstaklega vel
að málum.
Valdimar sagði að það væru nokkrir sam-
verkandi þættir sem björguðu lífi þein-a.
Björgunargallarnir væru einn stærsti þáttur-
inn. Hann sagði að þegar flutningaskipið
Suðurlandið fórst fyrir nokkrum árum hefðu
menn betur gert sér grein fyrir þýðingu þess
að björgunargallar væru í öllum skipum. Bróð-
ir Valdimars var um borð í Suðurlandinu þeg-
ar það fórst og bjargaðist. Valdimar beið þá
í nærri sólarhring eftir fréttum af honum.
Sjálfur færði Valdimar konu sinni, Guðrúnu
Sæmundsdóttur, fréttir af örlögum Dísarfells
og björguninni eftir að þyrlan lenti á Höfn í
Hornafirði.
Valdimar og Guðrún eiga ijögur börn á
aldrinum 3-23 ára.