Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Árni Sæberg FORUSTUMENN Alþýðusambands íslands og ráðherrar ríkisstjórnarinnar hittust i Ráðherrabústaðnum i gær þar sem kynntar voru skattalækkanir á næstu fjórum árum. Ríkissljórnin kynnir verkalýðshreyfingunni skattalækkanir Tekjuskattur lækkar um 4% til ársins 2000 FORUSTA Alþýðusambandsins og formenn þeirra landssambanda ASÍ sem gerðu kjarasamninga í gærmorgun gengu á fund ráð- herra ríkisstjórnarinnar í gær þar sem Davíð Oddsson forsætisráð- herra kynnti skattalækkanirnar. Davíð kynnti ákvörðun ríkis- stjórnarinnar fyrir fréttamönnum á eftir og sagði að þegar undir- búningur kjarasamninga hófst á síðasta ári hefði ASÍ óskað eftir að ríkisvaldið kæmi að málum, enda myndu menn leitast við að halda efnahagsmarkmiðum samn- inganna þannig að verðbólga yrði hófleg, og stöðugleiki héldist svo vextir mættu lækka. Davíð sagði að þótt nú hefði ekki verið samið á einu borði við aðila vinnumarkaðar þá teldi ríkisstjórnin að þær vísbendingar, sem komnar væru í kjarasamning- um, væru þess eðlis að líklega yrði hægt að halda efnahagsþró- uninni innan ramma stöðugleik- ans, þótt þar væri teflt á tæpasta vað- ið. Því hefði verið ákveðið að kynna skattalækkanir í gær. Afturvirk skattalækkun Tekjuskattur ríkisins lækkar í áföngum til ársins 2000 um 4%, úr 41,98% í 37,98%. Frá 1. janúar sl. lækkar skattprósentan um 1,1% og kemur sú lækkun til framkvæmda 1. maí næstkom- andi. Skattalækkun vegna mán- aðanna janúar til apríl verður gerð upp á næsta ári við álagn- ingu skatta. Tekjuskattur lækkar síðan um 1,5% til viðbótar 1. janúar 1998 og jafnframt mun ríkisstjórnin beita sér fyrir að útsvar sveitarfé- laganna lækki um 0,4% frá því sem nú er. Sagði Davíð að í gær hefðu hafist könnunarviðræður við Samband íslenskra sveitarfé- laga um þetta. Loks lækkar tekju- Ríkisstiómin kynnti forystu Alþýðusam- * bands Islands í gær skattalækkanir sem fyrirhugaðar em á næstu fjórum ámm. Jafn- framt boðaði ríkisstjómin að bætur til ellilíf- eyrisþega og öryrkja muni hækka í sam- ræmi við launahækkanir kjarasamninga. Skattleysis- mörk hækka um 2,5% á ári næstu þrjú ár skattur ríkisins um 1% frá 1. jan- úar 1999. Skattleysismörk hækka um 2,5% 1. janúar 1998, aftur um 2,5% 1. janúar 1999 og enn aftur um 2,5% 1. janúar 2000. Er þetta í samræmi við þær forsendur sem aðilar vinnumarkaðarins hafa gef- ið sér um verðlagsþróun í kjölfar kjarasamninganna, og eiga skatt- leysismörk þannig að halda í við ætlaða verðbólgu. Sérstakur hátekjuskattur verður hækkaður úr 5% í 7% frá 1. janúar 1998 en jafn- framt verða mörk skattsins hækkuð úr 234 þúsundum hjá einstaklingi og 468 þús- Hátekjuskatt- ur hækkaður úr 5% í 7% 1. jan. nk. undum hjá hjónum í 260 þúsund og 520 þúsund. Dregið úr jaðaráhrifum Þá verða frá og með næstu áramótum gerðar breytingar á barnabótum og vaxtabótum til að draga úr jaðaráhrifum þeirra. Þessar breytingar eiga hins vegar ekki að hafa aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð. Barnabætur og barnabótaauki verða sameinuð í eitt barnabóta- kerfi sem verður alfarið tekju- tengt. Jafnframt verða tekju- skerðingarhlutföll lækkuð úr 6% í 5%, með tveimur börnum úr 11% í 9% og með þremur börnum úr 15% í 11%. Við þetta lækka jaðar- áhrif um 1-4%. Þetta þýðir að þeim fjölgar sem fá tekjutengdar barnabætur og þær hækka hjá fjölskyldum með meðaltekjur eða lægra. Ekki feng- ust nákvæmar upplýsingar í gær- kvöldi um við hvaða tekjumörk barnabætur falla niður. Að auki er ráðgert að hækka barnabætur um 2,5% á ári 1998-2000. Tekjutenging vaxtabóta verður lækkuð úr 6% í 3%, sem þýðir að 3% af tekjum dragast frá vaxta- gjöldum í stað 6%. Þá verður eignatenging afnumin. í staðinn kemur frádráttur frá vaxtagjöldum, sem nemur 1,5% af fast- eignamati. Þá eiga vaxtabætur að hækka um 2,5% á ári 1998- 2000. Fram kom að með þessu væri einkum komið til móts við fólk með miðlungstekur, einstaklinga með allt að um 150 þúsund krónur og fjölskyldur með um 300 þúsund krónur. Þanþol ríkisbúskapar Davíð Oddsson sagði ríkis- stjórnina telja þessa ákvörðun á ystu nöf og reyna á þanþol ríkis- búskaparins. Hins vegar treystu menn því að þær forsendur sem menn hafa gengið út frá, í þeim samningum sem þegar hafa verið gerðir, verði lagðar til grundvallar frekari samningum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að hvert prósent í lækkun tekjuskatts kostaði ríkis- sjóð um 1,3 milljarða króna og því næmi kostnaðurinn alls um 4,5 milljörðum hjá ríkissjóði og um 0,5 milljörðum hjá sveitarfé- lögunum, þegar lækkunin kæmi að fullu til framkvæmda. Þessi skattalækkun þýddi væntanlega að fólk hefði meira fé miili handa og því myndi ríkið fá eitthvað til baka í formi óbeinna skatta. Áfram væri stefnt að jöfn- uði á ríkissjóði, þannig að ef tekj- ur ríkisins rýrnuðu verulega við þetta yrði að mæta því með lækk- un útgjalda. Friðrik minnti á að enn ætti eftir að semja við verulegan hóp launþega, þar á meðal starfsmenn ríkisins og því væri ekki hægt að meta endanlega kostnað ríkisins fyrr en þetta lægi fyrir. ASÍ þarf tíma Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ sagðist ekki vera tilbúinn að meta þær skattalækkanir sem ríkis- stjórnin boðaði í gær og sagði að Alþýðusam- bandið þyrfti að fá tæki- færi til að skoða málið áður en það lýsti opinber- lega skoðun á því að hve miklu leyti stjórnvöld væru að koma til móts við kröfur ASÍ hvað þetta varðaði. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði að óskir ASÍ um nýtt skattþrep í tekjuskatti þýddu umtalsverðar, tímafrekar og kostnaðarsamar breytingar á skattkerfinu. Ef fara ætti að slík- um hugmyndum gætu skatta- lækkanir ekki átt sér stað fyrr en árið 1998. Guðmundur Gunnarsson for- maður Rafiðnaðarsambandsins sagði að sér litist vel á útspil ríkis- stjómarinnar þótt nokkuð vantaði á frekari útfærslu. Þegar Guð- mundur var spurður um áhrif þessa á afgreiðslu nýgerðra kjarasamn- inga Rafiðnaðarsambandsins, sagði hann að skattalækkanirnar myndu án efa greiða fyrir þeim. Hlýtur að hafa um- talsverð áhrif FORUSTA Landssambands versl- unarmanna var síðdegis í gær að fara yfir kjarasamning Verslunar- mannafélags Reykjavíkur og vinnu- veitenda en hafði ekki tekið afstöðu til hans. „Ég veit ekki hvaða áhrif þetta hefur á okkar samningamál en þau hljóta að verða umtalsverð," sagði Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður LV. Hún sagðist ekki sjá annað en samningur VR færi mjög nærri kröfum félagsins. Landssamband verslunarmanna hefur hins vegar lagt aðrar áherslur en VR í samn- ingaviðræðunum vegna ólíkra að- stæðna verslunarmanna í Reykjavík og á landsbyggðinni, þar sem víða er eingöngu greitt samkvæmt laun- atöxtum. Ingibjörg sagði að einkum væru aðrar áherslur á kjör skrifstofufólks í kjarasamningi VR en LV hefur verið með. í VR samningnum væru laun þess samkvæmt töxtum 73-78 þúsund krónur, en krafa LV væri um 85 þúsund króna lágmarkslaun í upphafi. Gagnrýni á vinnubrögð Ingibjörg gagnrýndi vinnubrögð vinnuveitenda um helgina. Hún seg- ir að LV hafi átt fund með Vinnu- veitendasambandinu og Vinnu- málasambandinu á föstudag og ætlað að halda áfram viðræðum á sunnudag. „Við biðum þá eftir þeim í tvo tíma þar til þeir upplýstu að þeir væru að reyna að finna nýjan flöt á sveigjanlegum vinnutíma. Síðan var fundinum frestað til kl. 11 á mánudagsmorgun og svo heyrðum við næst í útvarpinu að búið væri að gera samning," sagði Ingibjörg. Boðaður hefur verið fundur með VSÍ og LV hjá ríkissáttasemjara kl. 10 í dag. ------♦ ♦ ♦----- Kjara- stefna ASI þverbrotin BJÖRN Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambandsins, segir að með kjarasamningum þeim sem VR, Rafiðnaðarsambandið og Iðja annars vegar og vinnuveitendur hins vegar undirrituðu í gær sé þverbrotin sú kjarastefna sem lögð var upp_ á síðasta þingi Alþýðusam- bands Íslands. „Þar var gerð ákveðin samþykkt um krónutöluhækkanir launa og sérstaka hækkun lægstu launa en í þessum nýju samningum er farin prósentuhækkunarleiðin. Síðan eru önnur atriði í þessum samningum sem hefur verið mjög mikil and- staða við hjá okkur en við förum bara yfir þetta i rólegheitunum. Við erum að skoða okkar mál betur í tengslum við þá sem eiga eftir að semja,“ segir Björn Grétar. Hann kveðst telja Verkamanna- sambandið hafa verið komið í mjög sterka stöðu í samningaviðræðun- um en segist viðurkenna það að hún sé ekki eins sterk eftir samninga gærdagsins og áður. Spurður um viðbrögð við þeim skattalækkunarpakka sem ríkis- stjórnin kynnti í gær segist hann enn ekki hafa séð pakkann nema í fréttum, þar sem hann hafi ekki verið á fundinum og því geti hann ekki mikið um hann sagt. „Mér sýndist að þarna hefðu bara verið þeir sem eru búnir að semja, ásamt forsetum Alþýðusambandsins," segir hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.