Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 29 ERLENT Stasi- menn dæmdir Berlín. Reuter. TVEGGJA ára skilorðsbundnir fangelsisdómar voru á föstudag kveðnir upp yfir þremur fyrrver- andi yfirmönnum austur-þýzku leyniþjónustunnar, STASI, fyrir að hafa komið tíu eftirlýstum hryðjuverkamönnum „Rauðu herdeitdarinnar" (RAF) undan armi laganna og fengið þeim ör- uggt skjól í Austur-Þýzkalandi. Mennirnir þrír, Harry Dahl, yfirmaður þeirrar deildar STASI, öryggismálaráðuneytis austur- þýzka Alþýðulýðveldisins, sem hafði umsjón með aðgerðum gegn hryðjuverkum, og tveir lægra settir yfirmenn, Giinter Jáckel og Gerd Peter Zaumseil, voru fundnir sekir um að hafa Reuter STASI-yfirmennirnir þrír, sem fundnir voru sekir um að hafa brotið lög með því að hjálpa vestur-þýzkum hryðjuverkamönn- um að komast undan armi laganna. Frá vinstri: Harry Dahl, Giinter Jackel og Gerd Peter Zaumseil. hindrað framgang réttvísinnar. Á tíu ára tímabili, 1980-1990, sáu Stasi-mennirnir um að hryðju- verkamennirnir, sem eftiríýstir voru fyrir morð og hryðjuverk í Vestur-Þýzkalandi, komust til Austur-Þýzkalands, þar sem þeim voru gefin ný skilríki undir fölskum nöfnum, íbúðir og venju- leg atvinna, svo þeir hyrfu í fjöld- ann. Þannig voru þeir hólpnir undan tilraunum vestur-þýzkra yfirvalda til að hafa hendur í hári þeirra. Það var fyrst eftir sameiningu þýzku ríkjanna tveggja árið 1990 að hryðju- verkamennirnir fundust. Kjarkur í auglýsingum Hvað þarf til að ná í gegn? Hádegisveröarfundur Félags viðskipta- og hagfræöinga. Fimmtudaginn 13. mars n.k. boðar Félag viðskipta- og hagfræðinga til fundar frá kl. 12:00-13:30 aö Hótel Sögu, Ársal 2. hæð. Framsögumenn á fundinum veröa þeir: Ástþór Jóhannsson hjá auglýsingastofunni Góðu fólki, en Gott fólk hlaut einmitt flest verðlaun nýverið fyrir „Athyglisverðustu auglýsingar ársins". Ásmundur Helgason markaðsstjóri Húsasmiðjunnar, en Húsasmiðjan er einnig marg verðlaunuð fyrir athyglisveröar auglýsingar. Framsögumenn munu m.a. fjalla um: * Hvað þarf til að ná athygli neytandans í síflóknara markaösumhverfi * Hversu langt má ganga við auglýsingagerð * Dæmi tekin um athyglisverðar auglýsingar, innanlands og erlendis * Samskipti auglýsenda og auglýsingastofa Verð er 1.500 kr. fyrir félagsmenn en 1.900 kr. fyrir aðra. Hádegisverðurinn innifalinn. Opinn fundur - gestir velkomnir. FELAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Fundurinn hefst kl. 12:00, stendur til kl. 13:30 og er öllum opinn. Nýr örgjörvi Heyrnar- skertir fá nánast fulla heyrn Malaga. Morgunblaðið. VÍSINDAMENN við Háskólann í Malaga á Suður-Spáni hafa þróað nýja tegund örgjörva, sem vonast er til að geti valdið byltingu í smíði heyrnartækja. Ukur eru taldar á að ný stafræn heyrnartæki búin ör- gjörvanum góða geti tryggt heyrnar- skertum nánast fulla heyrn. Alfonso Gago, yfirmaður þeirrar deildar Háskólans sem unnið hefur að þróun örvgjörvans, segir í viðtali við Andlúsíu-blaðið Sur að líta megi á það framfaraskref sem stigið hafi verið sem meiriháttar árangur. Sniðið að þörfum hvers og eins Tveir góðir í SUZUKIVITARA JLX, 5-dyra: aóeins 1.940.000 KR. BALENO WAGON 4WD fyrir aðeins 14 manns hafa unnið að þróun þessa nýja búnaðar við Háskólann í Malaga undanfarin fimm ár. Búnað- inum hefur verið komið fyrir í nokkr- um heyrnarskertum sjúklingum í til- raunaskyni og segir Alfonso Gago að árangurinn hafi reynst meiri en menn þorðu að vona fyrirfram. Örgjörvinn nýi verður enn um hríð aðeins fáanlegur á sjúkrahúsi háskólans en að sögn Gago hefur franskt fyrirtæki lýst yfir áhuga á að taka þátt í þessu verkefni. Ódýr búnaður Prófessor Gago segir að heppileg- ast væri ef önnur fyrirtæki tækju að sér að framleiða örgjörvann og segir hann að hvert slíkt tæki ætti ekki að kosta meira en sem svarar til 12.000 króna. ígræðslan sjálf mun hins vegar reynast dýrari. Há- skólinn vonast til þess að unnt reyn- ist að setja þessa nýjung á markað sem víðast þannig að hún geti létt sem flestum heyrnarskertum lífið. ÍYITARA Tækið nýja skiptir utanaðkomandi hljóði upp í 64 bylgjulengdir og er þannig unnt að stilla búnaðinn eftir þörfum hvers og eins. Sökum þess hve bylgjulengdirnar eru margar telja vísindamennirnir að unnt verði að tryggja fólki sem glatað hefur allt að 60% af heyrn sinni nánast fulla heyrn. Stærð örgjöivans þykir einnig heyra til tíðinda. Hann er aðeins um fjórðungur úr sentimetra að lengd og verður því unnt að koma honum þannig fyrir að viðkomandi geti sjálfur fjarlægt búnaðinn auk þess sem ekki mun sjást að sá hinn sami noti heyrnartæki. Árangur framar vonum S veitarslj órnarkosningar í Austurríki Hægrimenn vinna á FLOKKUR austurrískra jafnaðar- manna, SPÖ, beið á sunnudaginn allnokkurn fylgishnekki í sveitar- stjórnarkosningum í Kárnten, einu sambandslanda Sambandslýð- veldisins Austurríkis. Flokkur fijálslyndra, FPÖ, sem er frekar langt til hægri, vann aftur á móti á og er nú annar stærsti flokkur í héraðinu. Kosningarnar voru fyrsti próf- steinninn á vinsældir austurrísku ríkisstjórnarflokkanna eftir upp- stokkun í stjóm SPÖ og hins íhalds- sinnaða Þjóðarflokks, ÖVP, sem fylgdi í kjölfar óvæntrar afsagnar Franz Vranitzkys kanzlara, sem í janúar sl. vék úr embætti fyrir flokksbróður sínum Viktor Klima. Jafnaðarmenn hlutu 40,5% at- kvæða og héldu stöðu sinni sem stærsti flokkur í héraðinu, en töp- uðu meira en 5% frá síðustu sveitarstjórnarkosningum fyrir sex árum. FPÖ jók fylgi sitt um nær 5%; hlaut 26,07% greiddra atkvæða. ÖVP hrapaði niður í 22,3% og tap- aði þar með meiru en 2% frá fyrri kosningum. A undan timanum i 100 ár. fyrir steinsteypu. Léttir meöfærilegir viðhaldslitlir. Ávalit fyrirliggjandi. 1 varahlutaþjónusta. Þ. Þ0RGRÍMSSQN & C0 Armúla 29, simi 38640 FYRIRLI6GJANDI: 6ÖLFSLÍPIVÉLAR - RIPPER ÞJÖPPUR - DÆLUR - STEYPUSA6IR - HRJERIVÉLAR - SAGARBLÖ8 - Vönduð framleiðsla. ! BALENO WAGON 4WD Prufukeyrðu Suzuki í dag. Taktu nokkrar beygjur, finndu þœgilegan gír. Mjúkur og léttur - eins og akstur á ao vera. SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf. Laufásqötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bíla og búvélasalan hf. Miðási 19, sími 471 20 11. Keflavík: BG bíiakringlan, Grófinni 8, sími 421 12 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.