Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 39 skurðaðgerðum vegna meðfæddra hjartagalla hjá íslendingum fæddum 1963-1993. í samantekt á helstu niðurstöðum stendur m.a. þetta: - Rannsóknir erlendis sýna að 0,8%-l,0% lifandi fæddra barna hafa meðfæddan hjartagalla og helming- ur þeirra það alvarlegan galla að einhverrar meðferðar er þörf. Rann- sókn sem gerð var hérlendis og náði yfir tímabilið 1985-1989 sýndi fram á ívið hærri tíðni en annars staðar, eða 1,1%. Aðrar faraldsfræðilegar rannsóknir á meðfæddum hjartagöll- um á íslandi hafa ekki verið gerðar. Það er að mörgu leyti kjörið að gera slíkar rannsóknir hérlendis, þar sem greining og meðferð eða ákvörðun meðferðar fyrir allt landið fer fram á sama stað. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hve stór hluti íslenskra barna fer í aðgerð vegna meðfædds hjartagalla. Einnig var athuguð skipting milli einstakra galla, fjöldi aðgerða, aldur við fyrstu aðgerð, dánartölur og dánarorsakir. Rann- sóknin náði til barna sem fædd voru á árunum 1969-1993 og fóru í skurðaðgerð á tímabilinu 1. janúar 1969 til 1. maí 1994. Notuð voru gögn frá Barnaspítala Hringsins, handlækningadeild Landsspítalans og sérfræðingi í hjartasjúkdómum barna. Á þessu 25 ára tímabili gengust 299 börn undir 353 aðgerðir vegna meðfædds hjartagalla og eru það 2,75 af hverjum 1.000 lifandi fædd- um börnum. Meðalaldur barnanna við aðgerð hefur lækkað úr 4,7 árum á tímabilinu 1969-1973 í 0,8 ár 1989-1993. Flestar aðgerðanna voru framkvæmdar í Englandi, eða 260, en 80 aðgerðir fóru fram á íslandi. Af þessum 299 börnum er 31 látið. laus við akkillesarhæl sinn. Fimm ára gamall þarf að draga úr neyslu blóðþynningarlyfja til að geta farið til tannlæknis án þess að honum blæði út. Hann er iðulega á sýkla- lyQum því blóðsýking gæti verið dauðadómur. Hann hefur aldrei fengið að gleyma sársaukanum og nú þarf að undirbúa hann andlega fyrir það sem koma skal. Hann er að byrja í skóla, en er kippt þaðan burt eftir aðeins hálfan mánuð. Hann áttar sig ekki á því að það sé eitthvað að sér. Hann er drifinn til Englands, inn á sjúkrahús þar sem svæfingarlæknir athugar ekki að gefa honum gleymskulyf. Vakn- ar allur tengdur í bak og fyrir, m.a. við öndunarvél, innan um en- skumælandi lækna og hjúkrunar- fólk. „Hann man allt og það var alger óþarfi ef hann hefði fengið gleymskulyf. Áð hans mati var hann heilbrigður en gerður veikur. Hann rukkar okkur um þetta. Hvar voru þið? spyr hann. Við vorum úti í hálfan mánuð í þetta sinn, helmingi skemur en hin skiptin, en það var helmingi erfiðara en áður. Hvað annað varðar þá gekk aðgerðin vel og mikill sigur vannst þar sem hann þurfti ekki að fá gangráð eins og útlit var fyrir. Við vorum reyndar í mikilli óvissu um hvað yrði úr þessari aðgerð. Hvort skipt yrði um loku eða annar tveggja upprunalegu hjartagallanna lag- færður, sem varð ofan á. Andlegu sárin eru hins vegar fyrir hendi og hann reynir stöðugt að taka af okkur loforð um að fara aldrei aftur með sig á „þennan stað“, sem sagt sjúkrahúsið í Lund- únum. Það er átakanlegt að geta ekki tekið utan um hann og lofað honum því. Hann finnur það og segir þá til vara, „allt í lagi mamma, en láttu mig ekki fara þarna niður aftur“, sem sagt á gjörgæsluna þar sem hann vaknaði í haust. Við höfum ástæðu til að óttast um sálarheill barnsins, allt hefur þetta fyllt hann öryggisleysi og við getum aðeins vonað það besta. Það er alltaf einhver að klappa manni á bakið og segja „ofsalega hafið þið verið dugleg, ég gæti aldrei gert svona,“ en sannleikurinn er sá að það er ekki um annað að ræða. Þetta er pakkinn og við verðum einfaldlega að sætta okkur við það.“ HRÓÐMAR Helgason hefur sinnt „börnum með hjarta- vandamál“ síðan hann kom frá Bandaríkjunum fyrir ellefu árum. Hann lauk námi við læknadeild Háskóla íslands og varð fullnuma í barnalækning- um vestan hafs, en þar var hann í þrjú ár við Háskólann í Connecticut og síðan í hálft þriðja ár við Childrens Hospital í Boston. Það hefur mikið mætt á honum og skurðlækninum Bjarna Torfasyni síðustu árin þar sem þeir hafa nánast á eig- in spýtur séð um þjónustu þá sem veitt hefur verið hér á landi. Hróðmar segir að margt í þjónustunni stefni nú til betri vegar. „Þetta er ótrúlegur fjöldi barna sem greinast með hjarta- galla á hverju ári. Þó er þetta ekki meiri tíðni en við þekkjum frá nágrannalöndum okkar. Eg byggi það á því sem ég hef séð í skýrslum Evrópusamtaka barnahjartalækna. En sam- kvæmt þýskum tölum þyrftu að vera þrír sérfræðingar á því sviði sem ég hef séð um einn þessi ár. En ég stend nú ekki lengur einn í þessu því í byrjun febrúar tók hér til starfa Gunn- laugur Sigfússon sem hefur ver- ið við nám og störf í tæp sjö ár í Bandaríkjunum. Við deilum nú álaginu og það munar strax miklu. Tökum sem dæmi, að oft greinist hjartagall- inn strax í börnun- um nýfæddum og þá er ekki spurning um hvort við hlaup- um, heldur hvað við hlaupum hratt þeg- ar gerðar eru þær ráðstafanir sem þurfa að duga í hverju tilviki. Sam- hliða komu Gunn- laugs hefur okkur verið gert kleift að auka þjónustuna og fjölga þeim aðgerð- um sem gerðar eru hér á landi.“ Á hvaða hátt? „Við höfum fengið og erum að fá alls kyns áhöld og tæki, t.d. skurðáhöld, nýja hjarta- og lungnavél sem nota má allt ofan í smábörn, nýja ómsjá sem er aðalgreiningaráhaldið. Þá er það mjög stórt mál ef færri þurfa að leita aðgerða ytra. Það er erfitt fyrir aðra en þá sem þekkja til að setja sig í spor fólks sem hefur beðið þess að fá heilbrigð og glöð börn, að vera skyndilega hrifsað inn í hvirfilbyl vandamála. Að þurfa að fara með kornabarnið til útlanda, á sjúkrahús þar sem erlent tungumál er talað og ást- vinirnir eru víðs fjarri. Þurfa að dvelja þar dögum og vikum saman. Jafnvel lengur í sumum tilvikum. Þá nefni ég nú ekki kostnaðarlið- inn. Við getum ekki leiðrétt tilfinninga- þáttinn, en getum nú styrkt fleiri á áþreif- anlegan hátt.“ Hróðmar segir að algengasti hjarta- kvilli sé „op á milli hvolfa“ og í þann hóp falli um það bil helm- ingur allra sem greinast með hjarta- galla. En þó aðeins fjórðungur þeirra sem greinast með al- varlega hjartagalla. Næst algengast er „op á milli gátta eða forhólfa.“ Síðan er „langur listi“ að sögn Hróðmars, m.a. gallaðar lokur, þröngar æðar, opin fósturæð o.m.fl. Eins og fram kom í máli Hróðmars, er það Bjarni Torfa- son sem sér um skurðaðgerðirn- ar og hafa þeir unnið í náinni samvinnu. Bætist Gunnlaugur nú í hópinn. Hróðmar segir sér- grein sína hafa breyst nyög á þeim rúma áratug sem hann hefur starfað hér á landi. Það sé alltaf meira og meira sem hann getur afgreitt án þess að til komi skurðaðgerð. „Þ«ð hefur margt breyst, tök- um sem dæmi að áður þurfti skurðaðgerð til að lagfæra þröngar lokur. Nú er það gert með hjartaþræðingu og sjúkl- ingurinn getur farið heim dag- inn eftir. Svipaða sögu má segja um kvilla á borð við opna fóstu- ræð. Það er með algengari göll- um. Æðin er opin fyrir fæðingu, en á að lokast að henni afstað- inni. Ef hún gerir það ekki er vandamál fyrir hendi. Áður þurfti stóra skurðaðgerð, en nú er æðinni lokað með hjarta- þræðingu. Sérstökum tappa er komið fyrir. Sjúklingurinn fer heim samdægurs. Þá má nefna, að við getum víkkað út þröngar lungnasla- gæðar og annað sem er í start- holunum er eftirlit og umsjá á heimaslóðum með þeim ein- staklingum sem hafa farið í líf- færaflutninga. Þá tökum við m.a. sýni úr hjartavöðva sem er nýlunda. Þá má ekki gleyma því að einn valkostur til viðbót- ar hefur bæst við. Hann er sá, að við getum nú greint hjarta- galla í fóstrum, jafnvel fyrir miðja meðgöngu. Nú er það svo, að sumir hjartagallar eru þess eðlis að lítið eða ekkert er hægt að gera fyrir sjúklinginn. Ef við finnum galla af því tagi í fóstri, galla sem myndi valda því að barnið ætti fárra lífdaga auðið, þá hefðu foreldrar mögu- leika á fóstureyðingu. Vissulega er um tvo afarkosti að ræða, en annar þó snöggtum skárri.“ LANDSSÖFNUN FYRIR HJARTVEIK BÖRN_ Miklar breytingar á áratug Hróðmar Helgason í. ' - kjarni málsins! ^OSS/o ■ Barnfóstrunámskeiö fyrir börn fædd 1983,1984 og 1985. Kennsluefni: Umönnun ungbama og skyndihjálp. 1. 5., 6., 10. og 11. mars. 2. 12., 13., 17. og 18. mars. 3. 2., 3., 7. og 8. aprfl. 4. 9., 10., 14. og 15. aprfl. 5. 21., 22., 28. og 29. aprfl. 6. 26., 27., 28. og 29. maí. 7. 2., 3., 4. og 5. júní. 8. 9„ 10., 11. og 12. júní. | tölvur ■ Námskeið - starfsmenntun 64 klst. tölvunám. 84 klst. bókhaldstækni. ■ Stutt námskeið: Windows 95. PC grunnnámskeið. Word gmnnur og framhald. Excel gmnnur og framhald. Access gmnnur. PowerPoint. PageMaker. Bamanám. Unglinganám í Windows. Unglinganám í forritun. Intemet námskeið. hagstætt verð og afar veglegar kennslu- bækur fylgja með námskeiðum. Skráning í síma 562 6699, netfang tolskrvik@treknet.is, veffang www.trknet.is/tr. Tölvuskóli Reykiavíkur ‘-■•■-■v.vj.v. B Borgartúni 28, sfmi 91 -616699 myndmennt ■ Bréfaskólanámskeið Gmnnteikning, litameðferð, líkamsteikn- ing, listmálun með myndbandi, skraut- skrift, innanhússarkitektúr, híbýlalræði, garðhúsagerð, teikning og föndur fyrir böm og húsasótt. Fáið sent kynningarrit skólans og hringið í sfma 562 7644 eða sendið okkur línu í pósthóll' 1646, 121 Reykjavík. Ert þú tilbúin aó gera eitthvaó i því núna? Ef svo er, leyfó’u okkur þá aó hjálpa þér. Tímar fyrir konur sem eru aó minnsta kosti 15 kg of þungar. Kvöldtimar - Kennarar: Védís Grönvold, íþróttakennari Guórún Kaldal, íþróttakennari Guórún Þóra Hjaltadóttir, næringarráógj. • 3x í viku • Vigtun • Mælingar • Reglulegir fundir meó næringarráógj. • Markmióssetningar • Frjáls mæting í aðra tima • Verólaun fyrir ástund Nánari upplýsingar og skráning í síma 561-3535 Tímar fyrir konur sem eru alltaf aó tala um aó losa sig vió síóustu 8-10 kg og hafa bara ekki haft tíma til þess, fyrr en nú. Kvöldtímar - Kennari: Birna Björnsdóttir • 3x í viku • Frjáls mæting i aóra tíma • Fitumælingar • Vigtun • Markmióssetningar ...og kilóin fjúka burt i - UKAMSRÆKTAR5T0Ð FROSTASKJÓU 6 - SÍMI: 561 3535 ■ ■ ájÉttL - - skólar/námskeið ýmisfegt____
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.