Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 31 Dáið þér Beethoven? Morgunblaðið/ Golli SIGURÐUR Halldórsson og Daníel Þorsteinsson TONLIST Gerðuberg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Beethoven. Sigurður Hall- dórsson, selló; Daníel Þorsteinsson, píanó. Gerðubergi, sunnudaginn 9. marz kl. 17. „DÁIÐ þér Beethoven?" stóð kankvíslega slegið upp á vegg í menningarmiðstöðinni Gerðubergi, og var greinilega höfðað til Aimez- vous Brahms? með Ingrid Bergman og Anthony Perkins. Það gera sem kunnugt er margir - bæði Beethov- en og Brahms - enda skartaði mið- stöðin ágætri aðsókn sl. sunnudagss- íðdegi, þegar fyrri tónleikar af tveimur fóru fram sem beina athygl- inni að heildarsmíðum Beethovens fyrir selló og píanó í tilurðarröð (þeir seinni verða 20.apríl). Sem endranær var tónleikaskrá Gerðubergs hin læsilegasta. Höfund- ur hennar, Reynir Axelsson, sem oft er fundvís á eftirtektarverðan fróð- leik og fersk sjónarhorn, rakti í stór- um dráttum uppruna sellósónötunn- ar og tiltók þann meginmun á sónöt- um Beethovens og afurðum helztu fyrirrennara hans í tóngreininni, Vivaldis og Boccherinis, að síðartald- ir sömdu fyrir selló og tölusettan bassa (fylgibassa, basso continuo) að hætti barokktímans, en Beethov- en var fyrstur þekktra tónskálda til að þróa samleik sellós og píanós á jafnræðisgrundvelli. Reyndar var þróunin ekki komin alveg svo langt í fyrstu tveim sónöt- unum er þeir Sigurður og Daníel fluttu nú, Op. 5 nr. 1 & 2 í F-dúr og g-moll frá 1796, því sellóið sveifl- ast þar milli undirleikshlutverks (líkt og fiðlan í snemmklassískum fiðlusó- nötum) og hlutverks „obbligato“- raddar, þ.e. laglínuhljóðfæris næst aðalrödd að mikilvægi - önnur arf- leifð úr barokki sem vandræðaorðið „fylgirödd" á mun betur við en um basso eontinuo - þó að sellóið hafi auðheyranlega sótt í sig veðrið þeg- ar í nr. 2. Sömuleiðis virðist hljóm- borðssatzinn í nr. 2 heldur „píanó- legri“ en í nr. 1, þar sem sembal- áhrifin eru sterkari. Slaghörpur samtímans voru enda miklu hljóm- minni en á seinni árum Beethovens og mynduðu á vissan hátt millistig milli þessara ólíku höfuðhljómborða barokks og rómantíkur. Var gaman að lesa um áhyggjur tónskáldsins af því að sellóið kynni að yfirgnaéfa píanóið, en sú áhætta mun sem kunnugt er löngu fyrir bí. Annars var ójafnvægi lítið vanda- mál í samleik þeirra félaga þrátt fyrir voldugan tón nútíma-Stein- ways Gerðubergs. Knéfiðlunni var komið fyrir þar sem hún sendi bezt út í sal, og yfirleitt heyrðist hver einasti tónn nema í einstaka hröðu undirleiksvíravirki sellósins, þar sem „piano“-fyrirmæli höfundar voru tekin aðeins of bókstaflega, en hefði eflaust skilað sér betur í tómum sal. Fremur þurr akústík Gerðu- bergssalarins gerir annars lítið fyrir strokhljóðfæri, en safaríkur tónn Sigurðar bætti þar nokkuð úr skák. Leikur þeirra félaga var svolítið varfærnislegur framan af og vaðið haft fyrir neðan í hröðum þáttum, en flest gerði sig samt vel. Því skal þó ekki neitað, að allegróin í báðum sónötum hefðu mátt vera nokkru „brilljantari," því músikin gerði meira út á það en í seinni tíma verk- um Beethovens, þar sem tækni tækninnar vegna þokar fyrir tján- ingardýpt. Með aukinni upphitun jafnaðist hins vegar smá óöryggi i tónstöðu á efsta sviði sellósins sem gætti framan af, og píanóið færðist nær ídeali hins „syngjandi allegrós" í forte-spili, sem skilaði sér annars vel á veikum stöðum. Samhæfing spilaranna í dýnamík og rúbatói var víðast hvar mjög góð, eins og t.d. mátti heyra í snörpum andstæðum 9. tilbrigðis í Tólf tilbrigðum um stef úr „Judas Maccabaeus" eftir Hándel (WoO 45), betur þekkt með- al kórsöngvara sem „Canticorum Jubilo.“ í Sjö tilbrigðum um „Bei Mann- ern, welche Liebe fúhlen" úr Töfra- flautu Mozarts söng samleikurinn i moll-tilbrigðinu (nr. 4) mjög fallega, og nr. 5 leiftraði af þokka, en í lokar- ondóinu hefði að ósekju mátt stíga meir á benzínið, þó svo að knúsaður Alberti-bassinn væri efalítið betur til þess fallinn á sembal en píanó. Síðasta verk á dagskrá var g- moll sónatan, Op. 5 nr. 2. í hægum inngangi fyrri þáttar bregður fyrir dýrðlegri „aprés-vu“ stemmningu er vísar fram á miðskeiðs-Beethoven, þegar punkteraður rytminn tekur á sig tignarlegan höfga og vídd með aðstoð raddfærslutækni, og var það eftirminnilegt augnablik í einbeittum samleik þeirra félaga. „Allegro molto piuttosto Presto" hefði mátt vera ögn hraðari, en virkaði engu að síður vel. Miðað við tilurðartíma er hinn þjóðlagainnblásni lokaþáttur (Rondo. Allegro) furðu rómantískur og bregður fyrir allt að því Brahms- legum þéttleika og angurværð, t.d. í moll-kaflanum. Stórhendingamót- un hefði e.t.v. mátt vera markviss- ari og píanótónninn breiðari, þ. á m. á áherzlunótum - kannski var Daní- el fullspar á pedal miðað við aðstæð- ur - en í heild var flutningur þeirra Sigurðar vel samtvinnaður og sann- færandi, og verður spennandi að heyra hvernig til tekst til á seinni tónleikum þeirra næstkomandi april, þegar meistari Beethoven tekur á hinum stóra sínum. Ríkarður Ö. Pálsson Þrek ogtár SÍÐUSTU sýningar á leikriti Ólafs Hauks Símonarsonar, Þrek og tár verða fimmtudaginn 13. mars og sunnudaginn 23. mars. Þrek og tár hefur gengið fyrir fullu húsi síðan í september 1995. Sýningar eru nú orðnar 85 talsins. Þrek og tár verður að víkja vegna plássleysis, því rýma þarf fyrir næstu frumsýningu á Stóra sviðinu sem er Fiðlarinn á þakinu. Á mynd- inni eru Gunnar Eyjólfsson, Ánna Kristín Arngrímsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í Þreki og tárum. „Skært lúðrar hljóma“ HLJ ÓMSKÁLAKVINTETTINN byijar tónleikasyrpu í Reykjanesbæ árdegis í Holtaskóla í Keflavík á vegum verkefnisins Tónlist fyrir alla. I kynningu segir, að kvintettinn muni flytja um 2.500 grunn- og framhaldsskólanemendum fjöl- breytta efnisskrá og kynna þeim um leið hljóðfæri máimblásarakvintetts- ins. Margir nemenda þessara skóla þekkja hljóðfærin af eigin raun og taka nemendur tónlistarskólanna í Keflavík og Njarðvík virkan þátt í tónleikunum, málmblásarakvintett skipaður nemendum Holtaskóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja leikur með á tónleikum þar og í Njarðvíkur- skóla, yngsta deild lúðraveitar Tón- listarskóla Keflavíkur leikur á tón- leikunum í Myllubakkaskóla og Mar- geir Hafsteinsson, trompetnemandi í Tónlistarskóla Njarðvíkur, leikur á öllum tónleikunum. Allir taka svo þátt í fjölskyldutónleikum sem verða í Ytri-Njarvíkurkirkju laugardag 15. mars kl. 16. Á vorönn 1976 komu fimm nemendur Tónlistarskólans í Reykjavík saman til æfinga og tón- leikahalds. Markaði það upphafið að samstarfi félaganna í Hljómskálak- vintettinum, en þeir eru; Ásgeir Steingrímsson og Sveinn Birgisson, sem leika á trompet, Þorkell Jóels- son, horn, Oddur Björnsson, básúan og Bjarni Guðmundsson, túba. „Tiltekt" í Nýlistasafninu NÝLISTASAFNIÐ í Reykjavík á stærsta safn af nútímalist hér á landi en vegna lélegs aðbúnaðar og fjárskorts hefur það lítið verið rann- sakað og engin skrá er til sem nær yfir allt sem þar er að finna. Nú er að heijast allsheijarátak í mál- efnum safndeildar Nýlistasafnsins og klukkan 14 miðvikudaginn 12. mars verður með óformlegum hætti opnuð óvenjuleg sýning í Nýlista- safninu við Vatnsstig. Þá verður hafíst handa við að flytja listaverk safnsins úr gömlu geymslunum sem hýst hafa þau undanfarin ár yfir í betra húsnæði sem safnið hefur tekið á leigu. Nýlistasafnið var stofnað árið 1978 af ungum myndlistarmönnum og var því bæði ætlað að vera vett- vangur fyrir framsækna myndlist og reka listasafn með öllum þeim skyldum sem slíkri stofnun fylgja. í Félagi Nýlistasafnsins eru nú um 140 manns, bæði íslenskir myndlist- armenn og erlendir. Þessi tæplega 20 starfsár hefur sýningahald stað- ið í ágætum blóma. Lengi framan af óx listaverkaeign safnsins jafnt og þétt enda gangast félagsmenn, sem allir eru myndlistarmenn, und- ir það skilyrði að gefa verk í safnið með reglulegu millibili. Undanfarin ár hefur þó ekki verið gengið hart eftir því ákvæði segir í kynningu, bæði vegna þess að ekki var mikið pláss eftir í gömlu listaverka- geymslunni en ekki síður vegna þess að aðstæðurnar til varðveislu voru svo lélegar að verkin voru betur geymd annars staðar. Af þeim sökum á safnið nú mikið af úti- standandi verkum og er stefnt að því að hefja innheimtuna á ný þeg- ar geymslumálin verða komin í betra horf. Skráningum, skrifum, upptökum og útgáfum er varða ís- lenska myndlistarsögu hefur lítið verið hægt að sinna af fjárhagsá- stæðum. Þó er ávallt reynt að gefa út sýningarskrár með stærstu sýn- ingunum sem safnið stendur sjálft fyrir. Nú er ætlunin að gera bragar- bót. Tekið hefur verið á leigu betra húsnæði undir listaverkageymsl- urnar og á næstu tveimur vikum verður listaverkaeignin dregin fram úr myrkrinu. Ástand verkanna verður metið og gert við þau sem verst eru farin. Verkin verða mynd- uð og myndir og aðrar upplýsingar færðar inn í sérstakan gagnagrunn sem hannaður hefur verið fyrir safnið. Að lokum verður svo búið um verkin og þeim komið fyrir á sínum stað í nýju geymslunni. Þeg- ar upp verður staðið verður ekki einungis búið að bæta geymsluað- stöðuna til muna heldur hafa menn einnig greiðan aðgang að lista- verkaeign safnsins í gegnum tölv- una. í kynningunni segir ennfremur, að nákvæmar tölur yfir fjölda verka í Nýlistasafninu séu ekki til en víst er að þau skipta þúsundum. Verkin eru af ýmsu tagi, m.a. stærsta bók- verkasafn á landinu, einnig mál- verk, skúlptúrar, bókverk, hljóð- verk, grafík, teikningar, ljósmyndir, myndbönd o.s.frv. Sum eru bara hugmynd eða heimild um verknað eða athöfn sem ýmist átti sér stað eða hefur aldrei verið framkvæmd- ur. Sú ábyrgð hvílir á Nýlistasafn- inu að færa komandi kynslóðum þau listaverk sem því er trúað fyr- ir. Þau eru hluti af menningararfi framtíðarinnar og mega ekki glat- ast. Gjörningurinn sem nú fer í hönd í Nýlistasafninu undir nafninu „Tiltekt" er þáttur í því að axla þessa ábyrgð. Átak þetta mun að miklu leyti fara fram fyrir opnum dyrum og eru allir áhugamenn um myndlist hvattir til að líta inn í safnið á meðan á því stendur. Safn- ið verður opið 12.-26. mars, þriðju- daga til föstudaga milli kl. 14 og 18. Auk þess er stefnt að því að fá listamenn sem vel þekkja til verk- anna í safninu til að koma saman og rifja upp minningar þeim tengd- ar, segir m.a. í kynningu Nýlista- safnsins.. Tónleikar til heiðurs Þuríði Pálsdóttur í TILEFNI af 70 ára afmæli Þuríðar Pálsdóttur óperusöng- konu, munu Söngskólinn i Reykjavík og Þjóðleikhúsið efna til hátíðartónleika í Þjóð- leikhúsinu á afmælisdegi Þur- íðar 11. mars kl. 20. Samstarfsfólk Þuríðar í Söngskólanum og Þjóðleikhús- inu munu heiðra hana með söng og „óvæntum uppákom- um“, segir í kynningu. Þá koma fram einsöngvarar úr röðum nemenda Þuríðar, nem- endur hennar fyrr og nú syngja saman, nemendur óperudeildar Söngskólans, Ár- nesingakórinn og Kór íslensku óperunnar syngja. Alls koma um 160 listamenn fram og munu í lok hátíðarinnar syngja saman undir stjórn afmælis- bamsins. Söngskólinn í Reykjavík og Þjóðleikhúsið bjóða ættingj- um, vinum, velunnumm og öllum sem til Þuríðar þekkja til þessa afmælisfagnaðar, sem haldinn verður í Þjóðleik- húsinu 11. mars kl. 20. Háskólatón- leikar í Nor- ræna húsinu ÓLÖF Sesselja Óskarsdóttir og Snorri Örn Snorrason leika tónlist frá barokk-tímanum á Háskólatónleikum í Norræna húsinu miðvikudaginn 12. mars kl. 12.30. Tónleikarnir eru um hálftími að lengd. Á efnisskrá er verk eftir Marin Marais, Robert De Visée, Tobias Hume og Marin Marais. Snorri Örn og Ólöf Sesseija hafa leikið saman í Musica Antiqua hópnum frá stofnun hans árið 1981 og tekið þátt í flutningi barokkverka á upp- runaleg hlóðfæri hér heima og erlendis, þau hafa einnig leikið inn á geisladiska. Handhöfum stúdentaskír- teina er boðinn ókeypis að- gangur, en aðgangseyrir fyrir aðra er 400 kr. Skjálist í Hinu húsinu HÓPUR myndlistarnema í Fjöltæknideild við Myndlista- og handíðaskóla íslands opn- uðu sýningu laugardaginn 8. mars sl. í Gallerí Geysi, Hinu húsinu. Viðfangsefnið er skjálist (videolist) sem unnin hefur verið á síðata misseri. Þeir sem sýna eru: Jóhann Pálmason, Marta Valgeirs- dóttir, Margrét Einarsdóttir, María Pétursdóttir, Helga Óskarsdóttir, Sólrún Trausta Auðunsdóttir, Hilmar Bjarna- son, ísak Eldh og Ragna Jorm- ing. Opin æfing á Völundarhúsi OPIN æfíng verður á nýju leik- riti, Völundarhúsi, eftir Sigurð Pálsson í Borgarleikhúsinu miðvikudaginn 12. mars kl. 20. Aðgangseyrir er kr. 900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.