Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Aðalsamningamaður PLO segir af sér Jerúsalem. Reuter. Flugrán í Tæwan Taipei. Reuter. BOBING 757-þotu flugfélags- ins Far East Air Transport, sem var í áætlunarflugi frá Kaohsi- ung á Suður-Tævan áleiðis til höfuðborgarinnar Taipei, var rænt í gærmorgun, með um 160 manns innanborðs. Ungur Tæi- wan-búi, sem starfað hefur sem blaðamaður þar í landi, þving- aði áhöfn vélarinnar til að fljúga henni til suður-kínversku borg- arinnar Xiamen með því að hóta að kveikja í sér, eftir að hafa hellt yfir sig benzíni. Flugvélin lenti heilu á húfi í Xiamen, þar sem flugræninginn bað um pólitískt hæli. Sagði hann sig hafa þurft að þola pólitískar ofsóknir á Tævan. Kínverska lög- reglan handtók manninn. Um kvöldið fékk vélin að snúa til baka til Tævan, með alla farþega innanborðs. ÖLL spjót standa á Benjamin Net- anyahu, forsætisráðherra ísraels, vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að afhenda Palestínu- mönnum 9% landssvæðis á Vestur- bakkanum. Hægrimenn í ísrael eru æfír vegna þessa og hóta að fella ríkisstjórn Netanyahus og Palestínumenn hafa sakað hann um að svíkja gerða samninga og sagði aðalsamningamaður Palest- ínumanna, Mahmoud Abbas, af sér í gær til að mótmæla fram- ferði Israela, þar sem þeir ætluðu aðeins að afenda 9% af þeim 30 hundraðshlutum lands sem þeir hefðu skuldbundið sig til sam- kvæmt samningum. Sjálfur hélt Netanyahu til Moskvu í gær þar Hart deilt á Net- anyahu vegna af- hendingar lands- svæða á Vestur- bakkanum sem hann hyggst reyna að fá yfir- völd til að fallast á að selja írönum ekki vopn. Til harðra átaka kom í gær á Vesturbakkanum vegna ákvörðunar um brottflutning ísra- elshers. Mótmæltu um 100 Palest- ínumenn því sem þeir segja svik á friðarsamkomulaginu og að sögn vitna réðust um 150 ísraelskir hermenn gegn þeim, vopnaðir kylfum. Abbas afhenti Yasser Arafat, leiðtoga sjálfsstjómarsvæða Pal- estínumanna, uppsögn sína í gær og lýsti Arafat áhyggjum sínum vegna ástands mála. Sagði hann kreppu í samskiptum þjóðanna vegna svika ísraela. Abbas var einn af iykilmönnunum í samningavið- ræðunum við ísraela sem leiddu til friðarsamkomulagsins sem undir- ritað var í Washington 1993. Hann átti fund með David Levy, utanrík- isráðherra ísraels, á sunnudag þar sem hann krafðist þess að ísraelar hefðu samráð við Palestínumenn um brottflutning herliðs af svæð- inu. Prinsinn fermdur ÞAÐ þótti tíðindum sæta að Karl Bretaprins og Díana prinsessa hittust við fermingu eldri sonar þeirra, Vil- hjálms, á sunnudag. Vilhjálmur var ekki fermdur með jafnöldrum sínum, og fór athöfnin fram í kirkju heil- ags Georgs í Windsor. Auk foreldranna voru Elísabet Englandsdrottning og um fjörutíu aðrir gestir, flestir úr konungsfjölskyldunni, viðstaddir athöfnina. Barn- fóstra prinsins og Harry, yngri bróður hans, Tiggy Legg-Bourke, var hins vegar ekki á meðal gesta, að því er talið er vegna þess hve Díönu prinsessu er á móti skapi hve náin tengsl hennar við prinsana eru. Reuter Gaf Olof Palme Ólafi Jóhannessyni ráð um veru varnarliðsins? Sagður hafa þrýst á um endur- nýjun Keflavíkursamning’sins Höfundur nýrrar bókar um samskipti Svía og Bandaríkjamanna segir í samtali við Auðun Arn- órsson rangt eftir sér haft að kjarnorkuvopn hafí verið geymd á Islandi 1973. Olof Palme Ólafur Jóhannesson Magnús Torfi lafsson OLOF Palme, forsætisráðherra Svía til margra ára, á haust- ið 1973 að hafa ráðlagt Ól- afi Jóhannessyni, þáverandi forsæt- isráðherra, að Keflavíkursamningur- inn skyldi endurnýjaður, jafnvel þótt hann vissi að kjarnorkuvopn yrðu flutt um völlinn ef til stríðsátaka kæmi milli risaveldanna. Fór þetta forsætisráðherrunum í milli á Norð- urlandaráðsþingi í Stokkhólmi í lok október 1973. Samningaviðræður um endurnýjun varnarsamnings ís- lendinga við Bandaríkin áttu að hefj- ast síðar sama haust. Þetta kemur fram í nýrri bók sem kemur út í Svíþjóð síðar í þessum mánuði. Bókin ber titilinn „Frostár" (Frost- ens ár) og fjallar um deilur Svía og Bandaríkjamanna á árunum 1972- 1974, þegar Víetnam-stríðið stóð enn sem hæst og Richard Nixon var for- seti Bandaríkjanna. Palme hafði gert sig óvinsælan hjá bandarískum ráða- mönnum með opinberri gagmýni sinni á stríðsrekstur þeirra í Víetnam eftir gegndarlausar sprengjuárásir úr lofti á Hanoi jólin 1972, sem leiddi til þess að stjómmálasamband ríkj- anna lá nær niðri á tímabili. Höfundur bókarinnar, Leif Leif- land, á að baki langan feril í sænsku utanríkisþjónustunni og var sjálfur þátttakandi í hinni diplómatísku deilu Svía og Bandaríkjamanna sem næstæðsti maður í sendiráði Svíþjóð- ar í Washington, þar sem hann um eins og hálfs árs skeið gegndi störf- um sendiherra í fjarveru hans. Stílbrot í stefnu Palmes Það þykir tíðindum sæta að Palme hafí á þessum tíma gerzt talsmaður veru bandaríska hersins á íslandi, við sjálfan íslenzka forsætisráðherr- ann. Það var yfirlýst stefna Palmes að á friðartímum mætti ekki koma fyrir erlendum hersveitum og alls ekki kjamorkuvopnum í Skandin- avíu. Hann rak áróður fyrir því að þessu yrði framfylgt í NATO-löndun- um Danmörku og Noregi, og studdi hugmyndir vinstrimanna um að Norðurlöndin yrðu öll lýst „kjarn- orkuvopnalaust svæði“. Það þykir því skjóta nokkuð skökku við að hann skyldi reka áróður fyrir því að á íslandi hefðu Bandaríkin áfram öflugan herstyrk, í herstöð sem við- urkennt var að þjóna myndi a.m.k. sem millilendingarstaður flugvéla sem bæru kjarnorkuvopn. Leifland byggir þessi skrif sín á bandarískum skjölum, sem ieynd hefur nýlega verið létt af. í bréfí, dagsettu 16. nóvember 1973, sem Walter Stoessel, þáverandi yfirmað- ur Evrópudeildar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, og sendimaður þess í Svíþjóð, John Owens, skrifuðu fyrir Henry Kissinger, þáverandi utanríkisráðherra, kemur fram að Palme hafi á Norðurlandaráðsþingi í Stokkhólmi hitt Ólaf Jóhannesson að máli, einslega. Lýsa bandarísku embættismennimir velþóknun sinni á því hvernig Palme hafi í samtali þessu lagt áherzlu á mikilvægi Keflavíkurstöðvarinnar fyrir öryggi Vesturlanda. Þessi „afskipti" Palmes segja þeir vera einkar mikilvæg í ljósi þess að 13. nóvember sama ár áttu að hefjast í Reykjavík viðræður um endumýjun varnarsamningsins. Leif Leifland staðfesti í samtali við Morgunblaðið að þetta bandaríska skjal er það eina, þar sem þessar upplýsingar koma fram. í gögnum Norðurlandaráðsþingsins kemur ekk- ert fram um að Palme og Ólafur hafí rætt þetta mál. „Menn ræða hins vegar ýmislegt utan hinna opin- bem fundahalda," segir Leifland. Sænska dagblaðið Dagens Nyhet- er birti nýlega grein um bókina þar sem haft er eftir Leifland að Palme hafi þrýst á piaf þrátt fyrir að hann vissi að „á íslandi væru kjarnorku- vopn“. Segir Leifland að rangt hafí verið eftir sér haft í sænska blaðinu. Þegar hér var komið sögu höfðu stjórnmálatengsl Svía við Banda- ríkjamenn legið í láginni í tæpt ár. Þetta var ástand, sem Palme líkaði ekki. 31. október stokkaði hann upp í stjórn sinni. Nýi utanríkisráðherr- ann, Sven Andersson, þótti mun hlið- hollari Bandaríkjunum en sá fyrri. Nokkru síðar tókst að koma stjórn- málatengslum ríkjanna í eðlilegt horf, með skiptum á nýjum sendi- herrum. Ekki flugufótur Magnús Torfi Ólafsson, sem var menntamálaráðherra í samsteypu- stjóm Ólafs Jóhannessonar, segir að fyrir um ári hafi verið til sín leit- að um hvort hann gæti borið eitt- hvað um sannleiksgildi nefndra heimilda. „Ég hef aldrei heyrt á þetta minnzt," segir Magnús. „Þess varð aldrei hið minnsta vart, að Olof Palme skyldi hafa verið með einhver tilmæli til Ólafs Jóhannessonar um meðferð herstöðvarmálsins. (...) Við vorum þrír _sem um það ijölluðum; ég, Einar Ágústsson utanríkisráð- herra og Magnús Kjartansson af hálfu Alþýðubandalagsins." í stjómarsáttmála ríkisstjórnar- innar vom ákvæði um meðferð her- stöðvamálsins, sem flokkarnir höfðu komið sér saman um. Áður en til þess kom, að gengið yrði frá nýjum samningum um herstöðina fór vinst- ristjórn Ólafs Jóhannessonar frá, en ástæður þess voru aðrar. Leysist deilan um Hwang’ senn? SUÐUR-kóreskir embættis- menn sögðust í gær vongóðir um að nú í vikunni leystist deilan um norður-kóreska hugmyndafræðinginn Hwang Jang-yop, sem leitaði hælis í sendiráði S-Kóreu í Peking. Gert er ráð fyrir að hann fái að fara til Seoul eins og hann hefur óskað. Hægir á fjölgnn í Kína KÍNVERJUM fjölgaði ekki jafnhratt í fyrra og hittið- fyrra, eða um 10,42 manns fyrir hvert þúsund, miðað við 0,13% fjölgun 1995. Fjölgun- in er þó mun örari í dreifbýli og vanþróuðum svæðum og hefur stjórnin þar verk að vinna, að sögn Jiangs Zemins forseta. Samkvæmt skrám kinversku hagstofunnar fjölgaði Kínveijum í fyrra um 12,68 milljónir og voru íbúar landsins því alls 1.224 millj- ónir. Leitað vegna tilræðis í Oklahóma ÞRIÐJA mannsins er leitað í tengslum við rannsókn á sprengjutilræðinu í Oklahóma fyrir tveimur árum, þar sem 168 manns biðu bana, að sögn vikuritsins Time. Hann heitir Robert Jacques og er talinn hafa verið í slagtogi með meintum tilræðismönnum, Ti- mothy McVeigh og Terry Nic- hols. Er hann ungur og vöðva- stæltur og dökkur yfirlitum. Hefur alríkislögreglan FBI leitað hans í rúmt ár. Börnin snúa baki við kjöti ÞRJÁTÍU og átta prósent breskra barna á aldrinum 4-11 ára forðast nautakjöt og 25% flestar tegundir kjöts, samkvæmt niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar sem kynntar voru í Bretlandi í gær. Ástæð- an er sögð ótti við kúariðusm- it. Haldi börnin uppteknum hætti til fullorðinsára myndi það leiða til æ stærra hlut- falls grænmetisætna í Bret- Iandi þegar fram í sækir. Hingað til hafa flestir þeirra, sem hallað hafa sér að græn- metisfæði, borðað kjöt fram undir tvítugt eða lengur. 13 myrtir í fjallaþorpi VOPNAÐIR menn myrtu 13 manns og særðu a.m.k. átta til viðbótar í tveimur árásum í héraðinu Antioquia í norð- vesturhluta Kólumbíu á sunnudagskvöld. Tilræðis- mennirnir eru liðsmenn hryðjuverkasamtaka vinstri- sinnaðra stjómarandstæðinga sem ganga undir nafninu Vopnaðar byltingarsveitir Kólumbíu (FARC).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.