Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Aðalsamningamaður
PLO segir af sér
Jerúsalem. Reuter.
Flugrán í
Tæwan
Taipei. Reuter.
BOBING 757-þotu flugfélags-
ins Far East Air Transport, sem
var í áætlunarflugi frá Kaohsi-
ung á Suður-Tævan áleiðis til
höfuðborgarinnar Taipei, var
rænt í gærmorgun, með um 160
manns innanborðs. Ungur Tæi-
wan-búi, sem starfað hefur sem
blaðamaður þar í landi, þving-
aði áhöfn vélarinnar til að fljúga
henni til suður-kínversku borg-
arinnar Xiamen með því að
hóta að kveikja í sér, eftir að
hafa hellt yfir sig benzíni.
Flugvélin lenti heilu á húfi í
Xiamen, þar sem flugræninginn
bað um pólitískt hæli. Sagði hann
sig hafa þurft að þola pólitískar
ofsóknir á Tævan. Kínverska lög-
reglan handtók manninn.
Um kvöldið fékk vélin að
snúa til baka til Tævan, með
alla farþega innanborðs.
ÖLL spjót standa á Benjamin Net-
anyahu, forsætisráðherra ísraels,
vegna ákvörðunar hans í síðustu
viku um að afhenda Palestínu-
mönnum 9% landssvæðis á Vestur-
bakkanum. Hægrimenn í ísrael
eru æfír vegna þessa og hóta að
fella ríkisstjórn Netanyahus og
Palestínumenn hafa sakað hann
um að svíkja gerða samninga og
sagði aðalsamningamaður Palest-
ínumanna, Mahmoud Abbas, af
sér í gær til að mótmæla fram-
ferði Israela, þar sem þeir ætluðu
aðeins að afenda 9% af þeim 30
hundraðshlutum lands sem þeir
hefðu skuldbundið sig til sam-
kvæmt samningum. Sjálfur hélt
Netanyahu til Moskvu í gær þar
Hart deilt á Net-
anyahu vegna af-
hendingar lands-
svæða á Vestur-
bakkanum
sem hann hyggst reyna að fá yfir-
völd til að fallast á að selja írönum
ekki vopn.
Til harðra átaka kom í gær á
Vesturbakkanum vegna
ákvörðunar um brottflutning ísra-
elshers. Mótmæltu um 100 Palest-
ínumenn því sem þeir segja svik
á friðarsamkomulaginu og að sögn
vitna réðust um 150 ísraelskir
hermenn gegn þeim, vopnaðir
kylfum.
Abbas afhenti Yasser Arafat,
leiðtoga sjálfsstjómarsvæða Pal-
estínumanna, uppsögn sína í gær
og lýsti Arafat áhyggjum sínum
vegna ástands mála. Sagði hann
kreppu í samskiptum þjóðanna
vegna svika ísraela. Abbas var einn
af iykilmönnunum í samningavið-
ræðunum við ísraela sem leiddu til
friðarsamkomulagsins sem undir-
ritað var í Washington 1993. Hann
átti fund með David Levy, utanrík-
isráðherra ísraels, á sunnudag þar
sem hann krafðist þess að ísraelar
hefðu samráð við Palestínumenn
um brottflutning herliðs af svæð-
inu.
Prinsinn
fermdur
ÞAÐ þótti tíðindum sæta að Karl Bretaprins og Díana
prinsessa hittust við fermingu eldri sonar þeirra, Vil-
hjálms, á sunnudag. Vilhjálmur var ekki fermdur með
jafnöldrum sínum, og fór athöfnin fram í kirkju heil-
ags Georgs í Windsor. Auk foreldranna voru Elísabet
Englandsdrottning og um fjörutíu aðrir gestir, flestir
úr konungsfjölskyldunni, viðstaddir athöfnina. Barn-
fóstra prinsins og Harry, yngri bróður hans, Tiggy
Legg-Bourke, var hins vegar ekki á meðal gesta, að
því er talið er vegna þess hve Díönu prinsessu er á
móti skapi hve náin tengsl hennar við prinsana eru.
Reuter
Gaf Olof Palme Ólafi Jóhannessyni ráð um veru varnarliðsins?
Sagður hafa þrýst á um endur-
nýjun Keflavíkursamning’sins
Höfundur nýrrar bókar um samskipti Svía og
Bandaríkjamanna segir í samtali við Auðun Arn-
órsson rangt eftir sér haft að kjarnorkuvopn hafí
verið geymd á Islandi 1973.
Olof
Palme
Ólafur
Jóhannesson
Magnús Torfi
lafsson
OLOF Palme, forsætisráðherra
Svía til margra ára, á haust-
ið 1973 að hafa ráðlagt Ól-
afi Jóhannessyni, þáverandi forsæt-
isráðherra, að Keflavíkursamningur-
inn skyldi endurnýjaður, jafnvel þótt
hann vissi að kjarnorkuvopn yrðu
flutt um völlinn ef til stríðsátaka
kæmi milli risaveldanna. Fór þetta
forsætisráðherrunum í milli á Norð-
urlandaráðsþingi í Stokkhólmi í lok
október 1973. Samningaviðræður
um endurnýjun varnarsamnings ís-
lendinga við Bandaríkin áttu að hefj-
ast síðar sama haust. Þetta kemur
fram í nýrri bók sem kemur út í
Svíþjóð síðar í þessum mánuði.
Bókin ber titilinn „Frostár" (Frost-
ens ár) og fjallar um deilur Svía og
Bandaríkjamanna á árunum 1972-
1974, þegar Víetnam-stríðið stóð enn
sem hæst og Richard Nixon var for-
seti Bandaríkjanna. Palme hafði gert
sig óvinsælan hjá bandarískum ráða-
mönnum með opinberri gagmýni
sinni á stríðsrekstur þeirra í Víetnam
eftir gegndarlausar sprengjuárásir
úr lofti á Hanoi jólin 1972, sem leiddi
til þess að stjómmálasamband ríkj-
anna lá nær niðri á tímabili.
Höfundur bókarinnar, Leif Leif-
land, á að baki langan feril í sænsku
utanríkisþjónustunni og var sjálfur
þátttakandi í hinni diplómatísku
deilu Svía og Bandaríkjamanna sem
næstæðsti maður í sendiráði Svíþjóð-
ar í Washington, þar sem hann um
eins og hálfs árs skeið gegndi störf-
um sendiherra í fjarveru hans.
Stílbrot í stefnu Palmes
Það þykir tíðindum sæta að Palme
hafí á þessum tíma gerzt talsmaður
veru bandaríska hersins á íslandi,
við sjálfan íslenzka forsætisráðherr-
ann. Það var yfirlýst stefna Palmes
að á friðartímum mætti ekki koma
fyrir erlendum hersveitum og alls
ekki kjamorkuvopnum í Skandin-
avíu. Hann rak áróður fyrir því að
þessu yrði framfylgt í NATO-löndun-
um Danmörku og Noregi, og studdi
hugmyndir vinstrimanna um að
Norðurlöndin yrðu öll lýst „kjarn-
orkuvopnalaust svæði“. Það þykir
því skjóta nokkuð skökku við að
hann skyldi reka áróður fyrir því að
á íslandi hefðu Bandaríkin áfram
öflugan herstyrk, í herstöð sem við-
urkennt var að þjóna myndi a.m.k.
sem millilendingarstaður flugvéla
sem bæru kjarnorkuvopn.
Leifland byggir þessi skrif sín á
bandarískum skjölum, sem ieynd
hefur nýlega verið létt af. í bréfí,
dagsettu 16. nóvember 1973, sem
Walter Stoessel, þáverandi yfirmað-
ur Evrópudeildar bandaríska utan-
ríkisráðuneytisins, og sendimaður
þess í Svíþjóð, John Owens, skrifuðu
fyrir Henry Kissinger, þáverandi
utanríkisráðherra, kemur fram að
Palme hafi á Norðurlandaráðsþingi
í Stokkhólmi hitt Ólaf Jóhannesson
að máli, einslega. Lýsa bandarísku
embættismennimir velþóknun sinni
á því hvernig Palme hafi í samtali
þessu lagt áherzlu á mikilvægi
Keflavíkurstöðvarinnar fyrir öryggi
Vesturlanda. Þessi „afskipti" Palmes
segja þeir vera einkar mikilvæg í
ljósi þess að 13. nóvember sama ár
áttu að hefjast í Reykjavík viðræður
um endumýjun varnarsamningsins.
Leif Leifland staðfesti í samtali
við Morgunblaðið að þetta bandaríska
skjal er það eina, þar sem þessar
upplýsingar koma fram. í gögnum
Norðurlandaráðsþingsins kemur ekk-
ert fram um að Palme og Ólafur
hafí rætt þetta mál. „Menn ræða
hins vegar ýmislegt utan hinna opin-
bem fundahalda," segir Leifland.
Sænska dagblaðið Dagens Nyhet-
er birti nýlega grein um bókina þar
sem haft er eftir Leifland að Palme
hafi þrýst á piaf þrátt fyrir að hann
vissi að „á íslandi væru kjarnorku-
vopn“. Segir Leifland að rangt hafí
verið eftir sér haft í sænska blaðinu.
Þegar hér var komið sögu höfðu
stjórnmálatengsl Svía við Banda-
ríkjamenn legið í láginni í tæpt ár.
Þetta var ástand, sem Palme líkaði
ekki. 31. október stokkaði hann upp
í stjórn sinni. Nýi utanríkisráðherr-
ann, Sven Andersson, þótti mun hlið-
hollari Bandaríkjunum en sá fyrri.
Nokkru síðar tókst að koma stjórn-
málatengslum ríkjanna í eðlilegt
horf, með skiptum á nýjum sendi-
herrum.
Ekki flugufótur
Magnús Torfi Ólafsson, sem var
menntamálaráðherra í samsteypu-
stjóm Ólafs Jóhannessonar, segir
að fyrir um ári hafi verið til sín leit-
að um hvort hann gæti borið eitt-
hvað um sannleiksgildi nefndra
heimilda. „Ég hef aldrei heyrt á
þetta minnzt," segir Magnús. „Þess
varð aldrei hið minnsta vart, að Olof
Palme skyldi hafa verið með einhver
tilmæli til Ólafs Jóhannessonar um
meðferð herstöðvarmálsins. (...) Við
vorum þrír _sem um það ijölluðum;
ég, Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra og Magnús Kjartansson af
hálfu Alþýðubandalagsins."
í stjómarsáttmála ríkisstjórnar-
innar vom ákvæði um meðferð her-
stöðvamálsins, sem flokkarnir höfðu
komið sér saman um. Áður en til
þess kom, að gengið yrði frá nýjum
samningum um herstöðina fór vinst-
ristjórn Ólafs Jóhannessonar frá, en
ástæður þess voru aðrar.
Leysist
deilan um
Hwang’
senn?
SUÐUR-kóreskir embættis-
menn sögðust í gær vongóðir
um að nú í vikunni leystist
deilan um norður-kóreska
hugmyndafræðinginn Hwang
Jang-yop, sem leitaði hælis í
sendiráði S-Kóreu í Peking.
Gert er ráð fyrir að hann fái
að fara til Seoul eins og hann
hefur óskað.
Hægir á
fjölgnn í Kína
KÍNVERJUM fjölgaði ekki
jafnhratt í fyrra og hittið-
fyrra, eða um 10,42 manns
fyrir hvert þúsund, miðað við
0,13% fjölgun 1995. Fjölgun-
in er þó mun örari í dreifbýli
og vanþróuðum svæðum og
hefur stjórnin þar verk að
vinna, að sögn Jiangs Zemins
forseta. Samkvæmt skrám
kinversku hagstofunnar
fjölgaði Kínveijum í fyrra um
12,68 milljónir og voru íbúar
landsins því alls 1.224 millj-
ónir.
Leitað vegna
tilræðis í
Oklahóma
ÞRIÐJA mannsins er leitað í
tengslum við rannsókn á
sprengjutilræðinu í Oklahóma
fyrir tveimur árum, þar sem
168 manns biðu bana, að sögn
vikuritsins Time. Hann heitir
Robert Jacques og er talinn
hafa verið í slagtogi með
meintum tilræðismönnum, Ti-
mothy McVeigh og Terry Nic-
hols. Er hann ungur og vöðva-
stæltur og dökkur yfirlitum.
Hefur alríkislögreglan FBI
leitað hans í rúmt ár.
Börnin snúa
baki við kjöti
ÞRJÁTÍU og átta prósent
breskra barna á aldrinum
4-11 ára forðast nautakjöt
og 25% flestar tegundir kjöts,
samkvæmt niðurstöðum nýrr-
ar rannsóknar sem kynntar
voru í Bretlandi í gær. Ástæð-
an er sögð ótti við kúariðusm-
it. Haldi börnin uppteknum
hætti til fullorðinsára myndi
það leiða til æ stærra hlut-
falls grænmetisætna í Bret-
Iandi þegar fram í sækir.
Hingað til hafa flestir þeirra,
sem hallað hafa sér að græn-
metisfæði, borðað kjöt fram
undir tvítugt eða lengur.
13 myrtir í
fjallaþorpi
VOPNAÐIR menn myrtu 13
manns og særðu a.m.k. átta
til viðbótar í tveimur árásum
í héraðinu Antioquia í norð-
vesturhluta Kólumbíu á
sunnudagskvöld. Tilræðis-
mennirnir eru liðsmenn
hryðjuverkasamtaka vinstri-
sinnaðra stjómarandstæðinga
sem ganga undir nafninu
Vopnaðar byltingarsveitir
Kólumbíu (FARC).