Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 51 ár). Þar með verða þeir samvirkir í mestu framfaramálum Hafnarfjarð- ar: vatnsveitu-, hitaveitu-, gatna-, skipulags-, samfélags- og mennta- málum og ekki síst við að treysta fjárhagsstöðu bæjarins. Árna og fastafylgjendum hans er ljós þörf þess að treysta innviði félagsins og það gera þeir með skemmtikvöldum og hinum rómuðu sumarferðum. Var sú fyrsta farin í ágúst 1971. Urðu þessar ferðir árvissar eftir það. Tíunda ferðin var fjölmennust fram að þeim tíma, 115 manns voru í tveim stórrútum. Hún var farin 16. ágúst 1980 og var hún fyrsta ferð okkar hjóna með Flokki óháðra borgara. Ferð sú var dæmigerð fyrir þær ein- stæðu ferðir sem við áttum eftir að njóta til hinnar síðustu. Þær báru allar vitni um nákvæma nið- urröðun, vel valdar leiðir og hefð sem Árni mótaði og tengdi samein- ingu og samfagnaði. Þetta skýrist nánar í nefndri sumarferð: Á ráðhústorgi Hafnar- fjarðar stóðu árla morguns tveir veglegir stórbílar. Við inngang þeirra fagnaði Árni velbúnu ferða- fólki og þegar öll sæti voru setin bauð hann gesti velkomna til sam- ferðar á fögrum degi og kynnti leið- sögumenn. Eftir Þingvallavegi var I sameining iðkuð af kappi á vængj- . um söngsins. Eftir áningu í kjarri * vöxnum hlíðum Ármannsfells og för I yfír hálendi, um Uxahryggi og eftir fögrum Lundarreykjardal, var sam- eining hópsins efld með sálmasöng við orgelspil í sögufrægri kirkju nafnkenndri hinum fagra dal. Sókn- arprestur stiklaði á stóru í kirkjunn- ar sögu. Sálmur var sunginn og prestur vitnaði í heilaga ritningu. Lokasálmur var svo sunginn. Arni ) kvað sér hljóðs og þakkaði fyrir I hönd viðstaddra hugljúfa helgi- stund. Hann óskaði kirkju og stað, I presti og búendum blessunar hins hæsta höfuðsmiðs. Eftir heimsóknir í stórmerkar stofnanir í byggðum Borgarfjarðar var sest að kvöldverðarborði að Hótel Akranesi og ríkti þar mikill samfagnaður. Árni þakkaði þar leiðsögumönnum og minntist á til- urð sumarferða og veitti þremur ) viðurkenningu fyrir góða þátttöku | í þeim. Harmoníka var tekin fram L og nokkur dansspor stigin. Heim- " leiðin fyrir blálygnan Hvalfjörð und- ir lággeislum kvöldsólar var hámark yndis í för. Heimabæjarmörkum var fagnað með héraðssöng. Ferðafé- lagar voru léttir í skapi við ferðalok og nokkrir pöntuðu far í næstu ferð sem varð reyndar sú fjölmennasta með þátttöku um 150 manns. Sam- tengd sumarferðinni var kvöldvaka ) í Gúttó þann 18. október með fé- a lagsvist, sýningu litskyggna úr L ferðinni, almennum söng, kaffi og 9 veitingum. Að lokum var stiginn dans við undirleik harmoníku. Var húsfyllir sem endranær og gleði sumarferðamanna framlengd. Nú er komið að þvi að minnast á hinn stórmerka afrakstur starfs- UNGBARNASUNDFOT Sængurgjafir - fyrirburaföt - rósir á skírnarkjóla & Skólagerði 5, Kópavogi, sími 554 2718. Opið kl. 13-18. Ert þú EINN í heiminum Hefurðu engan að tala við? VINALÍNAN 561 6464 • 800 6464 $(JmB öll kvöld 20 - 23 viv ■ Sa?J Morgunblaðið/Ámi Sæberg ÞAU þijú mynda framkvæmdastjórn keppninnar, f.v. Gunnar Kristinsson, Dominique P. Jónsson og Þorsteinn Gunnarsson. Vínþjónn ársins valinn í kvöld ferils Árna, en það er ritsafnið „Fólkið í Firðinum". Er það safn 750 æviágripa ýmissa samborgara og 612 ljósmynda sem Árni tók af af þeim á förnum vegi. Ritið kom út í þremur vönduðum bindum á árunum 1984, 1985 og 1992. Að taka saman og búa undir prentun verk af þessari gerð með fullum vinnudegi í einkarekstri er eins- dæmi og mun halda uppi merki höfundar í áranna rás. Síðast er komið að þeim þætti sem er ríkastur í persónugerð Árna en það er söng- og hljómlistar- hneigð sem hann sjálfur tengir móður sinni. En hún var gædd góðri söngrödd og var einkar söngelsk. Hún söng í kirkjukór frá 13 ára aldri og lék vel á heimilisorgel sitt. Hún var í sjöunda ættlið komin frá Jórunni Steinsdóttur biskups, Jóns- sonar, sem átti vitnisburð um fagra söngrödd sína. Þau mæðgin áttu sameiginlega þörf fyrir daglega útrás í söng og ljóði. Árni söng í kórum og tvöföldum kvartett. Hann stundaði roskinn einsöngsnám í 5 ár. Nám hans í hljóðfæraleik var stutt vegna langskólanáms en kom þó að notum þegar hann árið 1965 þurfti að fá aðstoð lærðra manna við að tónsetja lög þau sem leituðu upp á yfirborð úr hugans djúpi. Afrakstur þessa voru lagasöfnin „Þú fagra vor“, 24 lög sem Árni gaf út út 1988 og „Lát sönginn óma“, 20 lög sem hann gaf út árið 1991. Lög Áma eru söngrænar laglínur samstiga ljóðmáli hans sjálfs og annarra er til hans höfða. En hann á sjálfur 20 ljóð við lög sín. Þar sannast að ljóðmál leikur Árna létt á tungu, enda skammt að sækja í erfðasjóð ættar sinnar. Nokkur laga hans hafa verið flutt opinberlega, einkum „Móðurminning". Mörg laga Árna eru í hinni smækkuðu þríund mollhljómsins og koma þeim mun betur til móts við ljóðmálið. Lögin hafa hlotið velþóknun söngv- ara. Ekki verður gengið framhjá framlagi Árna á eigin vegum í þágu listmenningar svo sem með fjár- söfnun hjá 68 einstaklingum og 14 félögum til kaupa á slaghörpuhljóð- færi í þágu elsta samkomuhúss bæjarins, Gúttó. Var það vígt af hinum landskunna píanóleikara Carl Billich 1979 í Gúttó. Þá hafði gefendum verið stefnt til samfagn- aðar sem þeir vel nutu í hljómlist og veitingum. Sex árum síðar stóð Árni fyrir fjársöfnun til kaupa á sérvöldu rafmagnsharmóníum handa Karmelssystrum. Ómældrar aðstoðar frá Árna hafa hinar inni- lokuðu klausturssystur fýrr og síðar notið. Starfsdagur Árna er fastmótaður góðreglum og stundvísi. Heill þér góðvinur sjötugum með ósk um að þér megi vel endast heilsteyptur og virkur persónuleiki með þökk fyrir drengskap og ljúfar stundir við hljóðfæri á liðnum árum. Konráð Bjarnason. PÉTUR PÉTURSSON I.JÓSMYNDASTÚDÍÓ LAUGAVEGI 24 • SÍMI 552 0624 resttaukÉafltu Fundur um menntamál í Hveragerði FORELDRAR, nemendur og kenn- arar í Grunnskólanum í Hveragerði hafa undirbúið almennan borgara- fund þar sem borin verður fram spurningin: „Erum við afskiptalaus um menntun barnanna okkar?“ Fundað verður í Hótel Hveragerði miðvikudaginn 12. mars kl. 20. Tilgangur fundarins er að kalla saman foreldra skólabarna og nem- endur til að ræða ýmis skólamál sem hafa verið ofarlega á baugi. Má þar nefna birtingu niðurstaðna samræmdra prófa, menntun og hæfí kennara, þátttöku foreldra í skójastarfinu og aga í skólum. Á fundinum verða flutt stutt framsöguerindi og síðan verða al- mennar umræður. Framsögumenn verða: Jónína Bjarmarz, formaður Heimilis og skóla, um reynslu af foreldrastarfí og menntun kennara, Helga Sveinsdóttir, nemandi og for- maður nemendaráðs, um rétt nem- enda til vinnufriðar, Ágústa Gísla- dóttir, íþróttakennari, um íþróttir og skólastarf, Stefán Jónsson, fyrr- verandi nemandi, um reynslu sína af Grunnskólanum í Hveragerði, Helga Hannesdóttir, geðlæknir, um aga og sjálfsstjórn og Aldís Haf- steinsdóttir, formaður skólanefnd- ar, sem hugleiðir spurninguna: Hvað gerir skólann okkar sér- stakan? -----» ♦ «--- Þjóðsögur V-Islendinga FUNDUR á vegum Vináttufélags íslands og Kanada verður haldinn miðvikudagskvöldið 12. mars kl. 20.30 í stofu 201 í Árnagarði, HÍ. Á fundinum mun dr. Guðrún Pétursdóttir, lífeðlisfræðingur, ræða um „Sjö eyja verkefnið", víð- tækt samstarf eyþjóða í Norður- Atlantshafi, þar á meðal Kanada. Síðan mun Hallfreður Örn Eiríks- son, þjóðsagnafræðingur, rabba um söfnun Vestur-íslenskra þjóðsagna. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. VÍNÞJÓNN ársins verður útnefndur á galakvöldverði sem haldinn verður í Grillinu á Hótel Sögu í kvöld. Keppnin hófst í gær með því að keppendur fengu afhentan spurn- ingalista um frönsk vín. Þessum lista þurfa þeir að svara innan sólar- hrings. Þá fór einnig fram í gær blindsmökkun á tveimur vínum. Klukkan 17 í dag tilkynnir dómnefnd úrslitin og velur 5 keppendur í úr- slitakeppni. Úrslitakeppnin er umfangsmikil og felst í blindsmökkun á 5 vínum, umhellingu, vali á vínum með ákveðnum matseðli og framreiðslu. STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands og Félag háskólakennara standa- fyrir fundi miðvikudaginn 12. mars kl. 12 í sal 3 í Háskólabíói. Tilefni fundarins er rektorskjör í Háskóla íslands en á fundinum flytja þeir prófessorar sem hafa opinberlega lýst yfír áhuga á starfinu stuttar framsögur og svara spurningum fundargesta. Á föstudaginn fer svo fram próf- kjör fyrir komandi rektorskjör en í prófkjörinu eru allir prófessorar við Háskóla íslands kjörgengir. Mönn- um er síðan í sjálfvald sett hvort Sigurvegarinn fær að launum ferð til Parísar um miðjan júní til að vera viðstaddur Sopexa vínkeppnina, þar sem er valinn besti vínþjónn í frönsk- um vínum. Framkvæmdaráð keppninnar skipa Gunnar Kristinsson frá fræðsluráði hótel- og veitingagreina, Dominique Plédel Jónsson, verslun- arfulltrúi franska sendiráðsins og Þorsteinn Gunnarsson formaður Fé- lags framreiðslumanna. Dómnefnd skipa Karl Arne Berg frá Noregi, Baldur Sæmundsson, Jón Páll Har- aldsson, Steingrímur Sigurgeirsson og Þorfinnur Guttormsson. þeir haldi áfram í síðari umferð rekt- orskjörs þann 16. apríl en þar verð- ur að ná hreinum meirihluta vilji menn ná kjöri sem rektor. Framsögumenn verða: Jón Torfi Jónasson, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði, Páll Skúlason, pró- fessor í heimspeki, Vésteinn Ólason, prófessor í íslenskum bókmenntum, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í eðlisfræði og Þórólfur Þórlindsson, prófessor í félagsfræði. Fundarstjóri verður Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, formaður Stúd- entaráðs. -fáðu þér góðatolvu! O TÆKIFÆRIÐ er ódýr fjármognunarleið á vegum Námsmanna- þjónustu Sparisjóðsins. til tölvukaupa D m SPARISJOÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS gggÍ^ www.spar.is/spron Skólavörðustíg 11 • sími 550 1200 Álfabakka 14 • sími 567 0500 Kringlunni 5 • sími 568 6310 Skeifunni 11 • simi 588 5600 Austurströnd 3 • sími 562 5966 Hátúni 2b • sími 562 2522 Fundur með rektors- efnum í Háskólanum Hringdu og kynntu þér málið hjá Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.