Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 14

Morgunblaðið - 11.03.1997, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÍSARFELL SEKKUR Eigiiatjón um 1.650 milljónir UM BORÐ í Dísarfelli voru um 420 gámaeiningar, en skipið gat borið alls 592 gámaeiningar. Farmurinn var 4.100 tonn af sjávarafurðum af ýmsu tagi og er verðmæti hans laus- lega áætlað 800 milljónir króna, sam- kvæmt upplýsingum frá Samskipum hf. Húftryggingarverðmæti skipsins sjálfs er rúmlega 600 milljónir og verðmæti gámanna um 250 milljón- ir, en í skipinu voru aðallega frysti- gámar. Stór hluti frystigámanna mun hafa verið í eigu erlendra skipa- félaga. Eignatjón í þessu sjóslysi gæti því numið nálægt 1.650 milljón- um króna. Dísarfell var eina skipið í eigu Samskipa, samkvæmt skrá Sambands íslenskra kaupskipaútgerða frá 1. jan- úar síðastliðnum. Skipið var tryggt í Noregi og Englandi, en gámamir og farmurinn að miklu leyti hér innan- lands. Að sögn Axels Gíslasonar, for- stjóra Vátryggingafélags íslands hf. (VÍS), tryggja Samskip hf. alla sína gáma hjá VÍS. Eins var töluvert af farminum tiyggt hjá félaginu. Í gær voru ekki fyrirliggjandi upp- lýsingar hjá VÍS um farmtjónið sem lendir á félaginu eða verðmæti gá- manna sem töpuðust með Dísarfelli. Axel Gíslason sagði þó ljóst að tjón- ið næmi hundruðum milljóna króna. Eftir var að fá upplýsingar úr farm- skrá skipsins og yfírlit yfír hvers konar gámar og hve margir töpuð- ust. VÍS endurtryggir gáma og farm erlendis og er þeim tryggingum dreift víða um heim. Samskip telja að missir Dísarfells muni ekki raska flutningum og áframhaldandi þjónustu við við- skiptavini félagsins. í frétt sem fé- lagið sendi frá sér í harmar félagið það tjón og þá röskun sem eigendur farms hafa orðið fyrir. Að lokinni þessari ferð átti að leigja Dísarfell í önnur verkefni og var búið að leigja tímabundið annað skip í þess stað. Leiguskipið Arctic Moming mun sigla fyrir Samskip þar til félagið fær afhent systurskip Am- arfells, Heidi, þann 8. apríl næstkom- andi. Viðskiptavinum er bent á að leita sér nánari upplýsinga hjá Samskip- um. FULLLESTAÐ bar Dísarfell 592 gámaeiningar, en um 420 gámaeiningar voru í skipinu er það fórst á sunnudag. M/S Dísarfell var byggt í Rickmers skipasmíðastöðinni í Bremerhaven og afhent í júní 1982. Samskip keyptu skipið frá Þýskalandi í ársbyrjun 1996. Heimahöfn: St. John's, Antigua. Mesta lengd: 127,5 metrar. Breidd: 20 metrar. Brúttórúmlestir: 5.967. Nettórúmlestir: 3.431. Dauðavikt: 8.020 tonn. .Fjöldi dekkja: 2. Gámageta: 582. Gámar á dekki: 384. Gámar í lestTtSS::---- Ganghraði: 15,2 hnútar á klukkustund. 60° halli Þeir sem björguðust af Dísar- fellinu TÓLF manns voru í áhöfn Dísar- fellsins og komust tíu þeirra lífs af en tveir skipveijar fórust. Þegar á sunnudag er ljóst var um afdrif skips og skipveija sendu Samskip frá sér tilkynningu þar sem að- standendum þeirra sem létust er vottuð samúð og áhöfn Dísarfells eru þökkuð frábær störf við afar erfiðar aðstæður. Þeir sem björguðust voru: Karl Arason skipstjóri, Steinn Ó. Steins- son 2. stýrimaður, Ingjaldur Haf- steinsson yfirvélstjóri, Trausti Ing- ólfsson 1. vélstjóri, Ingvi Hall- grímsson, dagmaður í vél, Gunnar Bragi Kjartanssn háseti, Eiríkur Eiríksson háseti, Karl Ágúst Ólafs- son bátsmaður, Gunnar Hilmars- son háseti, og Valdimar H. Sig- þórsson háseti. I I ) I * > i I > i l I Gunnar Bragi Kjartansson segir að lokaður björgunarbátur hefði átt að vera á Dísarfelli Sé lífíð í nýju ljósi Morgunblaðið/Árni Sæberg GUNNAR Bragi Kjarfansson ásamt eiginkonu sinni, Hugrúnu Auði Jónsdóttur, og dótturinni Aðalheiði Björk, sem er á fyrsta ári. „ÉG HEF annað mat á lífinu eftir svona lífsreynslu. Maður sér lífið í nýju ljósi,“ sagði Gunnar Bragi Kjartansson, háseti á Dísarfelli, en honum var bjargað eftir tæp- Iega tveggja tíma veru í sjónum. Gunnar Bragi sagði að ef lokaður björgunarbátur hefði verið á skip- inu, eins og er á nýrri skipum, væru miklar líkur á að allir úr áhöfn hefðu bjargast. Gunnar Bragi sagðist hafa ver- ið í koju þegar hann hefði fengið kall um að koma niður í reykher- bergi þar sem hætta steðjaði að skipinu. Þá hefði skipið verið far- ið að hallast talsvert. Hann sagð- ist hafa myndað sér skoðun á því hvað hefði komið fyrir skipið en vildi ekki tjá sig um hana fyrir en við sjóprófin. Dreymdi fyrir óhappinu „Það var fljótlega gefin fyrir- skipun um að allir ættu að fara í björgunargalla. Ég hafði aldrei áður farið í svona galla en kvöld- ið fyrir slysið tók ég gallann fram og las yfir leiðbeiningar um með- ferð á honum. Ástæðan fyrir því var sú að mig dreymdi illa um nóttina. Mér fannst í draumnum eins og skipið snerist og hafði því á tilfinningunni að eitthvað gæti gerst.“ Gunnar Bragi sagði að skipverj- arnir hefðu verið í reykherberginu í tæpa tvo klukkutíma. Um fjögur- leytið hefðu þeir farið út og losað þá björgunarbáta sem þeir náðu til. Þeir hefðu staðið úti á þilfari í rúma hálfa klukkustund. „Við vorum að undirbúa okkur undir að stökkva í sjóinn þegar brot kom yfir skipið og hreif okk- ur með sér. Það má segja að það hafi verið lán fyrir okkur því að brotið henti okkur talsvert langt frá skipinu og frá gámunum og brakinu sem okkur stafaði mikil hætta af. Við náðum fljótlega saman í sjónum og kræktum okk- ur saman." Gunnar Bragi sagði að sem betur fer hefði enginn gámur komið nálægt þeim. Alls kyns smádrasl hefði hins vegar verið á floti í kringum þá, m.a. mikið af einangrun úr frystigámunum. Skipið hefði verið á hvolfi 150-200 metra frá þeim. Var ekki kalt „Áður en við fórum í sjóinn sáum við ljós í fjarska sem líklega hefur verið frá Hegranesinu. Við vissum hins vegar ekki hvað var langt í þyrluna. Við vissum bara að hún var á leiðinni. Við sáum í björgunarbát innan um gámana, en það var ekki viðlit að komast í hann og alls ekki skynsamlegt að reyna það. Það fór ekkert illa um mig i sjónum. Mér var ekki kalt. Eg var i þurrgalla og svitnaði inni í hon- um þannig að það fór ágætlega um mig. Það var hins vegar mik- il olia í sjónum en ég losnaði sem betur fer að mestu leyti við hana því að ég sneri undan öldunni." Gunnar Bragi sagði að það hefði verið gott að sjá þyrluna koma. Áhöfn hennar hefði staðið einstaklega vel að málum og björgun gengið mjög vel. Allt skipulag við björgunina jafnt af hálfu Landhelgisgæslunnar og skipstjóra og stýrimanns hefði verið gott. Skipstjóri og stýrimað- ur hefðu gert allt sem hægt var að gera til bjargar áhöfninni. Vélstjórarnir hefðu einnig staðið sig mjög vel og um tíma hefðu þeir haldið að þeir myndu ná tök- um á ástandinu. Hann sagði að reynsla þeirra skipveija, sem far- ið höfðu á slysavarnaskóla sjó- manna, hefði komið að góðum notum. Lokaður björgunarbátur Gunnar Bragi sagði að á Dísar- fellið hefði vantað lokaðan björg- unarbát, en slíkir bátar eru á flestum nýjum skipum. M.a. var slíkur bátur á Vikartindi, sem strandaði í síðustu viku. Skip- brotsmenn geta farið í þessa báta, lokað þeim, ólað sig niður og los- að þá frá skipinu innan frá. Þess- ir bátar eru staðsettir á miðskip- inu, en Gunnar Bragi sagði það skipta talsverðu máli því að þegar slagsíða væri komin á skip væri mjög erfitt að komast. að bátum sem staðsettir væru á sitt hvorri hlið þess. „Ef þessi bátur hefði verið í Disarfellinu tel ég miklar líkur á að við væru hér allir tólf á lífi í dag.“ I t I I í I I í I i \ »

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.