Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ DÍSARFELL SEKKUR Fimmtíu þúsund króna flotgallar skipta sköpum ALLT frá árinu 1987 hefur fiskiskipum og farskipum stærri en 12 tonn verið skylt að hafa um borð flotbún- inga fyrir alla áhöfn- ina. Tilgangur þeirra er annars vegar að halda mönnum á floti og hins vegar heitum ef þeir lenda í sjónum. Áhafnir eiga að æfa reglulega notkun bún- inganna og eru mörg dæmi þess að íslenskir sjómenn hafi þurft að grípa til þeirra. Meðal- verð á galla er rúmar 50 þúsund kr. með virðisaukaskatti. Með- al þess sem þjálfað er í Slysavarnaskóla sjómanna er notkun flotbúninga og greinir Hilmar Snorrason skólastjóri hér á eftir frá helstu eiginleikum og notkun búninganna. „Hvert skip hefur sína neyðar- áætlun þar sem mælt er ná- kvæmlega fyrir um viðbrögð við hættuástandi. Skipveijar fara eftir þeim þegar Ijóst er að neyð- arástand er yfirvofandi," segir Hilmar og segir eitt atriði þar að gera björgunartæki klár og að fara í flotbúninga. „Margir sjómenn hafa sótt námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og æft notkun flotgallanna með því að fara í sjóinn og þar með öðl- ast þeir trú á gagnsemi þeirra og séð hvernig þeir geta skipt sköpum." í íslenskum skipum eru aðal- lega tvær gerðir flotbúninga, önnur dönsk og hin norsk sem eru svipaðar að gerð. Ysta byrð- ið er ýmist gúmmí eða nælon og húðað með PVC plasti og er það vatns- ogeldþolið og hrindir frá sér olíu. Á að vera hægt að hlaupa gegnum eldvegg í örfáar sekúndur án þess að eldur læsist i búninginn. Næsta lag er sérstakt flotefni, síðan einangrandi efni og innst kemur slétt fóður svo að sem auðveldast sé að renna sér í gallann. í sumum gerðum er sérstakt fóður eða klæðning fyr- ir hendur og fætur. Þá er renni- Iás vatnsheldur. EKKI færri en fjögur lög eru í flotgöll- um. Yst er gúmmí eða nælonefni húðað með PVC plasti, þá flotefni, síðan ein- angrun og loks slétt fóður svo að sem auðveldast sé að smokra sér í gallann. Félagalínan þýðingarmikil Annar búnaður er: Vasi með öryggisljósi, félagalína sem nota á til að tengja menn saman, flauta, ólar eða axlabönd til að herða búninginn hæfilega að lík- amanum og nokkur endurskins- merki. „Félagalínan er eitt þýðingar- mesta atriði gallanna að mínu mati,“ segir Hilmar. „Bæði er nauðsynlegt að menn óli sig sam- an svo að þeir finnist fyrr því annars er leitin eins og að nál í heystakki. Þegar menn hanga saman geta þeir siðan veitt hver öðrum styrk og uppörvun og vita um leið hvort einhvern vant- ar úr áhöfninni. Ef þeir sakna einhvers reyna þeir að svipast um eftir honum og leita að ljós- inu.“ Yfirleitt fara menn í flotbún- ingana eins og þeir eru klæddir þegar kallið kemur en ef ráðrúm gefst er ekki verra að fara í aukapeysu. „Kröfurnar eru þær að í 0 gráðu heitum sjó verði maður ekki fyrir nema tveggja gráðu varmatapi í skrokknum í allt að sex klukkutíma. Menn verða kannski kaldir og stirðir í fingrum en sú viðmiðun er einnig að menn geti skamm- laust skrifað nafnið sitt eftir klukkustundar veru í 6 gráða heitum sjó,“ segir Hilmar enn- fremur. íil SKPSTJÓRNARMENN MUNID TltKYNNINGASKYUXWA Morgunblaðið/Golli FLOTGALLAR eru ýmist með lokuðum hanska eða með rennilás þannig að hægt er að stinga hendinni út og athafna sig án þess að sjór renni inn i gallann. Alfreð Halldórsson (lengst til vinstri) hefur lokað sínum galla, rennt uppí háls og sett hárið inn fyrir hettuna. Einar Órn Jónsson er í opn- um galla og má þar sjá axlaböndin sem notuð eru til að strekkja gallann að skrokknum og hann getur stungið hönd- unum út um hanskann. Hilmar Snorrason skólastjóri er síð- an með galla í tösku og er hann tilbúinn til notkunar. „Ég hef einnig fréttir af því að í Kanada hafi sjómenn verið 48 tíma í sjónum í svona göllum og haldið meðvitund. Það er í það minnsta alveg ljóst að gallar sem þessir eru alveg nauðsyn- legir og eina lífsbjörg manna hafi þeir ekki komist í björgun- arbát - og reyndar burtséð frá því eru þeir nauðsynlegir til að halda á mönnum hita í hrakning- um og volki þótt þeir séu I björg- unarbáti.“ Flotgallar eru geymdir i sér- stökum töskum eða pokum á þurrum stað í skipum, oft í eða nálægt brúnni. Þeir eru hafðir opnir, þ.e. allir rennilásar og Iæsingar opið til að sem fljótleg- ast sé að skella sér í þá. Mælt er með að áhöfn æfi notkun gallanna mánaðarlega og er það hluti af reglulegri björgunar- æfingu skipa. Flotbúningar eru skoðaðir á fimm ára fresti af viðurkenndum aðilum. 4.100 tonn af sjavarafurðum hurfu í hafið með Dísarfelli Aætlað verðmæti um 800 milljónir UM 4.100 tonn af sjávarafurðum voru um borð í Dísarfelli sem skipið átti að flytja til hafna í Evrópu, og er áætlað verðmæti þeirra um 800 milljónir króna. Um helmingur farmsins var framleiðsla Islenskra sjávarafurða, þar af um um 1.400 tonn af frystri loðnu á leið á markað í Japan en alls voru um 1.850 tonn af frystri loðnu um borð í skipinu. Ekki er talið að óhappið hafi áhrif á markaðsstöðu íslendinga á fískmörk- uðum erlendis. Samskip eru aðal farmflytjandi Islenskra sjávarafurða og voru um 2.000 tonn af sjávarafurðum frá fyr- irtækinu um borð í Dísarfellinu. Þar af voru um 1.400 tonn af frystri loðnu frá framleiðendum víðsvegar af landinu, einkum framleiðsluvara Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og Borgeyjar á Höfn í Horna- fírði. Loðnunni átti að umskipa í Evrópu, áleiðis á Japansmarkað. Auk þess var um borð ýmis önnur fram- leiðsla ÍS, t.d. bolfiskur og rækja, sem fara átti á markaði í Evrópu. Að sögn Sæmundar Guðmunds- sonar, aðstoðarforstjóra ÍS, nemur verðmæti farmsins sem ÍS átti um borð í Dísarfelli um 300 milljónum króna, þar af sé verðmæti loðnunnar um 100 milljónir króna. „Segja má að þarna hafí verið um óvenju verð- mætan farma að ræða, mikið af rækju og ýmiskonar sérvöru. Vegna yfírvofandi verkfalls vildum við birgja okkur upp erlendis,“ sagði Sæmundur. Ekki mikil áhrif á markaðinn Ljóst er að um fimmtungur af loðnuframleiðslu ÍS hefur giatast en heildarframleiðsla IS á þessari vertíð var á milli sex og sjö þúsund tonn. Sæmundur telur að óhappið hafí ekki veruleg áhrif á loðnumarkaðinn í heild en hinsvegar gætu viðkom- andi kaupendur erlendis orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni, þar sem hér sé um tiltölulega verðmæta loðnu að ræða. „Þetta kemur sér sérstaklega illa fyrir minni kaupendur sem hafa jafn- vel misst alla sína loðnu. Það er í sjálfu sér lítið sem við getum gert fyrir kaupendurna í þessari stöðu. Loðnufrystingu er lokið og litlar sem engar birgðir til af frosinni Ioðnu. Það var allt selt fyrirfram sem fram- leitt var. Það er verið að skoða stöð- una en að öllu jöfnu eru allar okkar vörur tryggðar og ákveðnar reglur þar að lútandi," sagði Sæmundur ennfremur. Loðna 45% af þyngd farmsins Að sögn Róberts Wessman, deild- arstjóra útflutningsdeildar Sam- skipa, var stærsti einstaki vöruflokk- urinn í Dísarfelli fryst loðna. Hún var um 45% af þyngd farmsins eða um 1.850 tonn. Þessari loðnu átti að umskipa í Rotterdam til áfram- haldandi flutnings til Japan og Tæv- an. Þá voru um 700 tonn af saltfiski í skipinu sem ætluð voru á markaði fyrir páskana. Ennfremur voru um borð í Dísar- fellinu sjö ferskfiskgámar frá ýmsum útgerðum, þar af sex gámar frá Vestmannaeyjum, á leið á_ markaði í Bretlandi og Þýskalandi. Áætla má að meðalverðmæti ferskfísks í einum gámi sé um tvær milljónir króna. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins er algengt að ekki séu keyptar flutningstryggingar á ferskfisk og bera því útflytjendurnir sjálfír ábyrgð á því tjóni sem þeir kunna að hafa orðið fyrir. Afgangurinn af farmi Dísarfells var freðfískur, skreið, saltsíld og rækja. Þessar vörur voru alls staðar að af landinu. Umskipa átti stærstum hluta farmsins í Rotterdam og dreifa honum áfram um Evrópu með flutn- ingabílum eða með skipum til Asíu. Samúðar- kveðjur og þakkir á Alþingi VIÐ upphaf þingfundar í gær minnt- ist forseti Alþingis, Ólafur G. Einars- son, á þau tvö áföll sem orðið hafa síðustu daga á siglingaleiðum íslend- inga. Flutti hann björgunarliði þakk- ir og aðdáun og aðstandendum þeirra þriggja sjómanna sem fórust samúð- arkveðjur. í ávarpi sínu sagði forseti Alþingis meðal annars: „Síðastliðinn miðvikudag rak þýska farmskipið Vikartind upp í fjöru austan Þjórsáróss og aðfara- nótt sunnudags sökk farmskipið Dís- arfell á leið til Færeyja. Svo hörmu- lega tókst til þegar varðskipið Ægir reyndi að forða Vikartindi frá að reka á land að einn skipverja varð- skipsins tók útbyrðis í hamförum sjávarins. Hins vegar vann áhöfnin á þyrl- unni TF LÍF það afrek að bjarga skipshöfninni á Vikartindi á land til björgunarsveita þar. Áhöfninni á þyrlunni LÍF tókst einnig að bjarga tíu manns af skipshöfninni á Dísar- felli, en harmsefni er að tveir skip- veijanna létust. Við þessa atburði reyndi mikið á björgunarlið á sjó, landi og í lofti. Varðskipsmenn á Ægi lögðu sig í lífshættu við björg- unartilraun. Björgunarsveitir biðu lengi viðbúnar í óveðrinu á strönd- inni. Þyrluáhöfnin hafði farartæki sem dugði til björgunar mannslífa í óveðri og hafði áræði, þrek og kunn- áttu til að bjarga giftusamlega 29 manns úr sjávarháska. Allt þetta björgunarlið á skildar þakkir og að- dáun og aðstandendum hinna þriggja látnu eru sendar samúðarkveðjur.“ Að loknu ávarpi forseta tóku þing- menn undir orð hans með því að rísa úr sætum. ..—..-♦ -------- Yfir 8 vindstig á slysstað VEÐUR var mjög vont suður af land- inu þegar Dísarfellið fórst. Sam- kvæmt veðurskeyti, sem skipið sendi Veðurstofu íslands kl. 21 á laugar- dagskvöld, var þar suðvestan átta vindstig og skúrir. Það gaf ekki upp ölduhæð, en talið er að hún hafí ver- ið a.m.k. 8-10 metrar. Einar Svein- björnsson veðurfræðingur segist engu hafa við þessa veðurlýsingu að bæta. Þama hafí verið mjög vont veður og líklegt mætti telja að vindstyrkur hefði farið upp fyrir átta vindstig um nóttina. Mikið brak úr skipinu flaut á sjón- um þegar Morgunblaðið flaug yfír slysstaðinn skömmu fyrir hádegi á sunnudag. Fleiri tugir gáma voru á floti í sjónum, vörubretti og fleira dót. Ljóst er að sjófarendum stafar hætta af gámunum. Stór olíuflekkur var á sjónum við slysstaðinn. ------»--»■■-♦-- Eimskip Skip leigð vegna skiptapa EIMSKIP er búið að leigja flutninga- skipið Serrina í stað Vikartinds sem strandaði í liðinni viku. Serrina ber 7-800 gámaeiningar og mun byija að lesta í þessari viku, að sögn Harð- ar Sigurgestssonar, forstjóra Eim- j skips. Skipið er væntanlegt til lands- ins í byijun næstu viku. Eimskip var búið að leigja Dísar- fell, til að byija með til sex mánaða, og átti það að koma í stað flutninga- skipsins Altona sem hefur verið í Ameríkusiglingum. Að sögn Harðar á félagið kost á því að framlengja leiguna á Altona sem nemur að minnsta kosti einni ferð. Verið er að gera ráðstafanir til að atburðir lið- inna daga valdi ekki umtalsverðum ( truflunum á siglingaáætlun félagsins og er nú leitað að öðru skipi sem komi í stað Altona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.