Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 43 ÓLAFUR ÁRNASON + Ólafur Árnason fæddist í Vest- mannaeyjum 31. júlí 1917. Hann lést í Vestmannaeyjum 26. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Árni Jónsson verslunar- maður, f. 12.4. 1889 á Helgusön- dum, d. 21.6. 1963 í Vestmannaeyjum, og kona hans Soff- ía Katrín Þor- steinsdóttir, hús- móðir og verka- kona, f. 31.7. 1895 í Vallarhjá- leigu, d. 21.5. 1978 í Vest- mannaeyjum. Systir Ólafs sam- feðra var Júlía Árnadóttir, f. 4.7. 1914, d. 19.2. 1971. Tví- burasystir Ólafs var: Gyðríður Árnadóttir, f. 31.7. 1917, lést í frumbernsku. Hinn 13. apríl 1941 kvæntist Ólafur Þorsteinu Sigurbjörgu Ólafsdóttur, f. 4.9. 1920, frá Oddhól í Vestmannaeyjum. Foreldrar hennar voru Ölafur Andrés Guðmundsson, f. 14.10. 1888, d. 23.3. 1955, og kona hans Sigurbjörg Hjálmarsdótt- ir, f. 7.9. 1884, d. 15.8. 1953. Börn Ólafs og Þorsteinu eru: 1) Gunnar, f. 12.12. 1940, bif- reiðarsljóri í Vest- mannaeyjum, kvæntur Erlu Sig- urðardóttur. 2) Sig- urbjörg, f. 29.5. 1943, matráðskona í Hveragerði, gift Birgi Pálssyni. 3) Sigurður, sund- laugarvörður á Ak- ureyri, f. 7.10. 1946, kona hans var Margrét Jóns- dóttir er lést 31.12. 1982, sambýliskona hans er Birna Jó- hannsdóttir. 4) Guðbjörg, húsmóðir í Kópa- vogi, f. 17.7. 1949, gift Eiríki Bogasyni. 5) Sesselja, leikskóla- kennari í Hveragerði, f. 15.9. 1951, sambýlismaður Gunnar Berg Sigurjónsson. 6) Ólöf Erla, býr í Svíþjóð, f. 18.5.1957. Ólafur starfaði meðal annars sem netamaður hjá Tanganum í Vestmannaeyjum. Hann tók að sér akstur fyrsta oliubíls Olíuverslunar íslands í Vest- mannaeyjum. Hann starfaði sem bílstjóri hjá Olíuverslun- inni meðan heilsa hans leyfði, til ársins 1986. Útförin fór fram í kyrrþey, að ósk Ólafs, laugardaginn 8. mars. Nú er komið að vistaskiptum hjá honum tengdaföður mínum eftir farsæla jarðvist í nær átta áratugi. Eftir sitja syrgjendur og trega ástvin, félaga, nágranna og góðan Eyjamann. Huggun syrgj- enda er vitneskja um góðar mót- tökur í nýju vistinni og ylurinn af góðum minningum um ljúfan dreng. Ólafur, eða Óli eins og hann jafnan var kallaður, var Vest- mannaeyingur í húð og hár - sál og líkama. Hann átti einnig sterk- ar rætur í Þykkvabænum, þar sem hann ólst upp að miklu leyti frá átta ára aldri fram undir tvítugt, fyrst hjá hjónunum Sigurði og Sesselju í Hábæ, síðan hjá Agli og Friðbjörgu í Skarði. Þykkvabæjar- árin hafa ætíð verið Óla ofarlega í huga og eitt er víst að þar hefur honum liðið vel. Margar eru sög- umar sem hann hefur sagt mér frá þessum tíma lífs síns, skemmti- legum atburðum og eftirminnilegu samferðafólki. Þarna eignaðist hann marga af sínum bestu vinum, til lífstíðar. Okkur Eyjamönnum finnst það forréttindi að fá að alast upp í því umhverfi og því samfélagi sem Eyjarnar hafa að geyma. Eg geri ráð fyrir að uppvaxtarár Óla hafi verið svipuð og hjá öðrum Eyja- strákum. Ég sé hann fyrir mér á æskuárum, myndarlegan, glað- væran, ærslafullan strák. Óla fannst það líka forréttindi að fá að alast upp í Þykkvabænum, þar voru hestar, þar var víðáttan og þar var fólkið sem honum þótti svo vænt um. Vart er hægt að hugsa sér ólíkari staði, þvílíkar andstæð- ur, Vestmannaeyjar hömrum girt- ar og sléttur Þykkvabæjar. Það hlýtur að hafa verið notalegt fyrir ungan dreng að eiga góða heim- komu á þeim báðum. Þegar uppvaxtarárum lýkur verða kaflaskipti og lífið fær á sig alvarlegri blæ. Spor æskunnar breytast og verða markvissari, það verður tilgangur í öllu sem gert er. Pyrstu sporin á þessu tímabili eru grunnurinn að mótun framtíð- arinnar. Þarna steig hann Óli sín mestu hamingjuspor, er hann gift- ist eiginkonu sinni Þorsteinu, sem einnig er borinn og barnfæddur Vestmannaeyingur. Hjónaband þeirra og hamingja hefur staðið í rúman hálfan sjötta áratug. Börn þeirra komust öll til fullorðinsára og eru hið mesta mannkostafólk. Barnabörnin eru orðin 18 og barnabarnabörn 13. Þau byrjuðu sinn búskap í for- eldrahúsum Óla, í Odda við Vest- mannabraut, árið 1940. Fljótlega varð þröngt um vaxandi fjölskyldu í þessum húsakynnum. Þau byggðu sér framtíðarheimili við Hólagötu. Á þessum árum byggðu menn húsin sín sjálfir og tók það oft mörg ár. Oft minntist hann Óli þessa tíma og þá hve erfitt var um alla aðdrætti. Þá þurfti leyfi fyrir hveijum nagla, hverri spýtu sem og reyndar öllum hlutum. Þau fluttu í nýja húsið árið 1950 og hafa búið þar allan sinn búskap. Reyndar varð fjölskyldan að yfír- gefa Eyjarnar í eldgosinu 1973 og dveljast í nokkra mánuði í höfuð- borginni, en vart er hægt að segja að Oli hafi flutt sína búsetu á þeim tíma, því hann sinnti allan tímann sínum störfum úti í Eyjum. Að vera olíubílstjóri í Vest- mannaeyjum hefur oft á tíðum verið erfitt. Þegar bátaflotinn taldi á annað hundrað skip á vetrar- vertíðum og allir þurftu á fá af- greiðslu, í hvernig veðri sem var. Þegar þannig háttaði til að bátarn- ir lágu hver utan á öðrum, þurfti að draga þunga slönguna frá báti yfir í bát. Bílarnir voru í fyrstu þungir og erfiðir viðureignar. I þessum störfum sínum eignaðist hann marga vini og kunningja í vélstjórastétt, sem kunnu vel að meta trúmennsku og áreiðanleika. Hvert einasta hús í bænum var hitað upp með olíu, fram til þess tíma er hitaveitan tók til starfa. Það var líka eitt af hlutverkum olíubílstjóranna að sjá til þess að allir hefðu næga olíu, alla tíð. Oft minntist hann þess hve erfitt var á köldum vetrardögum að hafna afgreiðslu til fátæks bamafólks, sem ekki hafði getað staðið skilvís- lega að greiðslum. Oftar en ekki kom það fyrir að hann hafði „óvart“ sett nokkra lítra á tankinn er hann sneri til baka. Mín fyrstu kynni af Óla hafa eflaust verið á uppvaxtarárum mínum í Eyjum. Þá voru bflar fátíð- ir, jafnvel svo að bílstjórum var skipað í hóp kvikmyndastjarna hvað vinsældir varðaði. Svo maður tali nú ekki um bílstjóra á stórum olíubílum. Síðar lágu leiðir okkar saman er ég var sendur til að gera við rafmagnsbilanir í oh'ubílnum hans. Þegar ég kalla þessar minn- ingar fram er ekki laust við að fyrir vit mín slái daufri olíulykt. Éiginleg kynni okkar hófust er ég gekk að eiga dóttur hans Guð- björgu. Það tókst strax með okkur gagnkvæm virðing og vinátta. Ég minnist fyrstu viðræðna okkar, hann kominn á sextugs aldurinn en ég ég rétt skriðinn yfir tvítugt. Hann, svolítið íbygginn er hann íhugaði framtíð dóttur sinnar. Ég, ekkert nema bjartsýnin að takast á við framtíðina, sem ég vissi ekk- ert um en leit reyndar mjög alvar- legum augum. Þetta samtal endaði með glettni og saklausri stríðni, sem reyndar einkenndi Óla alla tíð. Mörg samtölin höfum við átt, sem urðu reyndar alvörugefnari í seinni tíð, en þó var alltaf stutt í brosið. Það eru margar minningarnar sem ég á og mun ylja mér við. Ég minnist þess er hann bauð mér til veislu á nýjársdag. Aðalréttur- inn var hrossabjúgu úr Þykkva- bænum. Mér fannst þetta svolítið sérkennilegt, þar sem ég hafði ekki litið á þessa afurð sem sér- stakan hátíðarmat. Mér var það hins vegar fljótlega ljóst að hús- bóndinn var að bjóða mér að deila með sér uppáhaldsmatnum sínum, sem hann hafði fengið sendan, með ærinni fyrirhöfn, frá vinum sínum í Þykkvabænum. Getur nokkur boðið betur en það besta sem hann á? Síðar átti ég eftir að lenda í mörgum svona veislum hjá Óla. Ég mun verða honum ævinlega þakklátur fyrir að hafa kennt mér að meta og taka tillit til skoðana annarra. Framvegis munum við ætíð setjast saman að borðum í svona veislum, þegar ég næri mig mig af hinum veraldlegu veigum, mun minningin um hann sjá um næringu sálarinnar. Eitt tómstundagaman hafði hann Óli öðrum fremur, kartöflu- rækt. Þetta hefur eflaust verið arfur frá uppvaxtarárunum í Þykkvabænum. Það var sama hvernig heilsan var, alltaf voru settar niður kartöflur. Ekki bara settar niður, það var talað um kartöflur, það var fylgst með upp- komu grasanna, það var kíkt und- ir í byijun ágúst, það var tekið upp og það var gengið frá fyrir vetur- inn. Þetta var ekki bara tóm- stundagaman. Þetta var lífsstíll. Hann Óli hafði reyndar einnig annað áhugamál, tónlist. Hann var tónlistarmaður af guðs náð og spil- aði nánast á öll hljóðfæri. Á sínum yngri árum spilaði hann fyrir dansi, á harmoniku. Hann átti fyrstu píanóharmonikuna sem kom til Eyja. Harmónikutónlistin var hon- um ákaflega hugleikin alla tíð. Veikindi Óla voru löng og ströng. Þá kom vel í ljós hve mik- ill styrkur er að góðum og tryggum lífsförunaut. Hún Steina annaðist manninn sinn af ótrúlegri natni og tilfinningu allan tímann. Eftir erfiðan lokakafla er hann eflaust hvíldinni feginn. Söknuður þeirra sem eftir sitja snýst ekki um endalokin, frekar um vel gengna ævitíð. Ég vil að endingu þakka honum Óla allt sem hann hefur verið mér og mínum. Þakka honum fyrir þann fjársjóð minn- inga sem hann skilur eftir handa okkur. Ég bið allar góðar vættir að styrkja alla ástvini Óla og þá ekki síst að vera henni Steinu inn- an handar á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Eiríkur Bogason. TOkumflþ oflflUA flo yfl um ÍMIWMHHUIHÍ flÖTíl flOflC MiTiiyMhT • (líí Upplýsingar í s: 551 1247 HALLGRIMUR KRISTJÁNSSON + Hallgrímur Kristjánsson fæddist á ísafirði 20. ágúst 1923. Hann lést á Borgar- spítalanum 3. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Herdís Samúels- dóttir frá Skjaldar- bjarnarvík á Ströndum, f. 30.9. 1895, d. 5.9. 1957, og Krislján Al- bertsson frá ísafirði, f. 20.10. 1892, d. 25.2. 1925. Hallgrímur var annar í röð þriggja systkina. Elstur er Al- bert, f. 3.10. 1920, og Jóhanna yngst, f. 20.12. 1924. Hallgrím- ur var eitt ár á Isafirði eftir lát föður síns. Þá fór hann með móður sinni og systur inn í Hraundal við ísafjarðardjúp en Albert fer í Furufjörð til Olafs bróður Herdísar. Arið 1931 fer Herdís með Jóhönnu í Furu- fjörð, en Hallgrímur fer að Melgraseyri til Jóns Fjalldals og er þar til tvítugsaldurs. Á Melgraseyri kynntist Hallgrím- ur konu sinni, Þóru Guðnadótt- ur frá ísafirði, f. 14.7. 1922, d. 2.5. 1990. Árið 1943 fluttust þau til Reykjavíkur. Börn Hall- gríms og Þóru eru: 1) Hörður, f. 1946, kvæntur Oddnýju Guð- mundsdóttur, f. 1947. Þeirra börn: Guðmundur, f. 1970, Hallgrímur, f. 1973, og Hugrún, f. 1977. 2) Kristján, f. 1949, kvæntur Steinhildi Sigurð- ardóttur, f. 1953. Þeirra börn: Sig- urður, f. 1973, og Edda Björk, f. 1976, sambýlismað- ur hennar Orvar Helgason, f. 1975, þeirra barn Dilja Björk, f. 1996. 3) Herdís, f. 1953, gift Guðna Pálssyni, f. 1950. Þeirra börn: Hrefna Kolbrún, f. 1988, og Þóra Tinna, f. 1992. 4) Svava Ragna, f. 1960, gift Magnúsi Vilhjálmssyni, f. 1958. Þeirra börn: Sigríður Halla, f. 1977, sambýlismaður hennar Hafþór Helgason, f. 1973, þeirra barn Alexander, f. 1994. Þóra Berg- lind, f. 1979, sambýlismaður Sveinn E. Óskarsson, f. 1972. Anna Kristín, f. 1983. Helga Rós, f. 1985. Hólmfríður Guð- rún, f. 1988. Vilhjálmur Sveinn, f. 1990 og Margrét Ósk, f. 1994. Hallgrímur lærði pípulagnir í Reykjavík og starfaði sem pípulagningameistari í um 40 ár. Síðustu ár starfsævi sinnar starfaði hann hjá Skeljungi og í versluninni Burstafelli. Hallgrímur verður jarðsung- inn frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku besti pabbi minn. Þá ertu farinn frá okkur, farinn til mömmu. Þú fórst skyndilega, enginn átti von á þessu þótt þú hefðir verið lasinn í nokkrar vikur. Það var erfítt að taka þessum frétt- um hingað til Danmerkur. Ég verð sjálfsagt lengi að átta mig á því að nú fæ ég ekki lengur bréf og símhringingar frá þér, en því mið- ur ræður enginn sínum næturstað. Þú ætlaðir að koma í heimsókn til mín um síðustu jól en þú veiktist af flensu og treystir þér ekki. Ég hafði ekki séð þig í 16 mánuði, en ég fylgdist með þér og hugsaði til þín á hveijum degi, ég saknaði þín, saknaði þess að geta ekki faðmað þig og kysst. Margar ljúfar minningar á ég um pabba sem ég á eftir að ylja mér við um ókomin ár. Pabbi naut þess að fara í veiðiferðir og var Arnarvatnsheiðin þar í uppáhaldi. Flest sumur var farið einu sinni til tvisvar inn á heiði, og þar var hann í essinu sínu. Hann fór líka margar ferðir um landið með okk- ur. Fyrir níu árum fórum við öll systkinin vestur í Djúp með pabba. Fengum við Vonarland að láni í fjóra daga. Þetta voru yndislegir fyórir dagar. Við keyrðum um Djúpið og það var alveg sama hvað pabbi var spurður um, hann vissi nöfnin á öllum fjöllum, hólum, hæðum og bæjum. Það var greini- Crfisdrykkjur 'VeitlAQohiwié cflFi-mn Sími 555-4477 legt að þarna hafði honum liðið vel. Hann var mjög stoltur af upp- runa sínum og talaði oft um lífíð ' í Djúpinu. Pabbi hætti að vinna fyrir sex árum vegna veikinda. Hann fór í hjartaaðgerð fyrir þremur og hálfu ári og náði hann sér nokkuð vel eftir þá aðgerð. Nú síðustu árin var pabbi mjög virkur í félags- starfí aldraðra í Hraunbæ 105. Hann var mikill spilamaður og var oft haft á orði að hann þyrfti að hafa viðtalstíma, svo mikið var að gera hjá honum. Pabbi og mamma giftust 3. nóvember 1945. Þau fengu 45 ár saman og fjögur börn sem öll eru gift. Hann átti 14 barnabörn og tvö barnabarnaböm ogvarhannmjögstolturafþessum ^ stóra barnahópi. Söknuður okkar er mikill en eins og átta ára dóttir mín sagði: „Mamma, nú þegar afi minn er dáinn og farinn til Guðs getur hann alltaf hjálpað okkur, og mamma, veistu að hann er hérna í hjartanu þínu.“ Og það voru orð að sönnu. Guð gefí okkur styrk til að standast þessa raun. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín dóttir Herdís. E R F1 DRYKKJIJU Látið okkur annast erfidrykkjuna. Fyrstaflokks þjónusta og veitingar. Rúmgóð og þœgileg salarkynni. Upplýsingar í síma 552-9900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.