Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LÁTTU mig bara hafa eins mörg eintök og þú mögulega getur. Þetta er alveg fundið fé . . .
Rockville ratsjár-
stöðin herminjasafn?
Grindavík. Morgunblaðið.
AÐALSKIPULAG Sandgerðisbæj-
ar var kynnt á miðvikudagskvöld
fyrir bæjarbúum en það mun gilda
til ársins 2017. í greinargerð sem
lögð var fram jafnhliða skipulags-
hugmyndum er gert ráð fyrir að
Sandgerðisbær fái svæði og bygg-
ingar við Rockville ratsjárstöðina
til ráðstöfunar í lok ársins og bent
á að þetta svæði og byggingar
þess þurfí að skoða gaumgæfilega
vegna ákvörðunar um framtíðar-
notkun. Ýmsar hugmyndir eru á
lofti um nýtingu stöðvarinar að
sögn Sigurðar Vals Ásbjarnarson-
ar, bæjarstjóra, og er þá einna
helst nefnt að sett verði upp her-
minjasafn í stöðinni tileinkað
hernáminu.
„Ástæðan fyrir því að við erum
kallaðir til er sú að Rockville stöð-
in er innan landamerkja Sandgerð-
isbæjar og því eðlilegt að haft sé
samráð um ráðstöfun svæðisins í
framtíðinni," sagði Sigurður Valur
í samtali við Morgunblaðið.
„Árið 1993 fóru bæjarfulltrúar
í vettvangskönnun í stöðina, því
verið var að tala um að stöðinni
yrði lokað 1996 en því var svo
frestað. Vegna þeirrar vinnu sem
við erum nú að leggja í aðalskipu-
lag bæjarins sem gilda á til 2017,
fannst okkur nauðsynlegt að
skoða þessar hugmyndir og mun-
um á næstu vikum ræða við Varn-
arliðið og varnarmálaskrifstofuna
um ráðstöfun og framtíðarnýt-
ingu svæðisins. Bæjaryfirvöldum
í Sandgerðisbæ finnst það mikill
ábyrgðarhluti að láta tímann líða
án þess að taka þetta mál til sér-
stakrar skoðunar en nokkrar hug-
myndir hafa komið fram um nýt-
ingu stöðvarinnar og m.a. áhugi
fyrir að gera stöðina að herminja-
safni,“ sagði Sigurður.
Rockville ratsjárstöðin var
byggð á árunum 1952-1953 af
Sameinuðum verktökum sf. fyrir
varnarliðið og hefur þjónað sem
ratsjárstöð þar til fyrir skömmu
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
FRÁ Rockville ratsjárstöðinni.
að tekin var í notkun fullkomin
ratsjárstöð ásamt þeim sem
byggðar voru fyrir vestan og norð-
an. Enn er samt í stöðinni rat-
sjármiðstöðin sem tekur við merkj-
um frá 4 ratsjárstöðvum ásamt
stjórnstöð og má búast við að
búið verði að byggja nýja stjórn-
stöð á Keflavíkurflugvelli í lok
þessa árs og verður þá Rockville
lokað.
í stöðinni eru malbikaðar götur,
góð vatnsveita og frárennsli og
flest húsin í góðu ástandi, enda
voru þau mikið endumýjuð fyrir
nokkrum árum til að standast
núverandi byggingakröfur, en á
þeim tíma var ekki séð að stöðinni
yrði lokað á næstu árum.
Bæjaryfirvöld Sandgerðisbæjar
leggja mikið upp úr nálægð sinni
við flugstöð Leifs Eiríkssonar
vegna farþega sem staldra stutt
við og hyggjast bjóða upp á stutt-
ar ferðir til Sandgerðis, þar sem
innifalin er heimsókn í Fræðasetr-
ið auk viðkomu á veitingahúsi og
því gæti Rockville skapað meiri
breidd í ferðamannaflóru Sand-
gerðisbæjar.
-----444-----
Falsaður
seðill
fannst
FALSAÐUR 2000 króna seðill
fannst hjá söluturni á höfuðborgar-
svæðinu á laugardag, og hafði hann
verið litljósritaður beggja megin
þannig að erfitt var að greina að
um fölsun væri að ræða nema grannt
væri skoðað.
Samkvæmt upplýsingum frá RLR
er málið í rannsókn og verslunum
og öðrum aðilum bent á að vera á
varðbergi.
„Öðru hveiju koma slíkir seðlir til
okkar, og virðist ekki um skipulega
starfsemi að ræða en samt er þetta
hið alvarlegasta mál. í fyrra fundust
t.d. tveir 500 krónu seðlar og fyrir
nokkrum mánuðum einn 5000 krónu
seðill. Þessir seðlar finnast aðallega
þar sem mikið er að gera og lítill
tími til að skoða seðlana, svo sem á
veitingahúsum," segir Hörður Jó-
hannesson, yfirlögregluþjónn hjá
RLR.
Björgunarsveitaæfing við Langjökul
Samhæfaleitá
sleðum og bílum
Davíð Rúnar Gunnarsson
Næsta laugardag
verða Björgunar-
sveitir á suð-
vesturlandi með æfíngu í
leit á vélsleðum og snjóbíl-
um við Langjökul. Það eru
sveitir frá Hellu í austri til
og með Borgarnesi í vestri
sem eiga snjóbíla, vélsleða
og menn á þessari æfíngu.
Á þessu svæði eru 27 sveit-
ir Siysavarnarfélagsins og
12 frá Landsbjörgu. Alls
taka þátt í kringum 200
einstaklinga á 11 snjóbílum
og 80 vélsleðum.
„Þetta er í fimmta sinn
sem svipuð æfing er haldin
og hafa þær verið í umsjón
Björgunarsveitar Slysa-
varnarfélagsins í Mos-
fellsbæ og á Selfossi.“
- Hvernig fer æfingin
fram?
„Allir aðilar æfmgarinnar hitt-
ast við Geysi í Haukadal á föstu-
dagskvöld. Þá verður strax sest
niður og farið yfir helstu atriði
æfíngarinnar á fundi. Leitarsvæð-
inu verður skipt niður í nokkra
hluta á nokkra hópa. I hveijum
hópi verður einn snjóbíll og átta
vélsleðar. Hver hópur á að leita
að „sjúklingum" sem komið hefur
verið fyrir uppi áleitarsvæðunum
og skila þeim til stjórnstöðvar.
Þetta er svokölluð breiðleit þar
sem tækjunum verður stillt upp í
línu og þau keyrð hægt og rólega
yfir leitarsvæðið. Veðrið verður
síðan að ráða því hversu mikið bil
er haft á milli tækja. í verstu veð-
rum þarf að hafa þau hvert upp
við annað. Notað er GPS-staðsetn-
ingarkerfi til þess að miða sig út
og staðsetja önnur tæki á svæð-
inu. Einnig er komið inn á ýmsar
hættur sem menn þurfa að var-
ast. Þessi leit stendur væntanlega
fram eftir degi og að henni lok-
inni koma allir saman á ný í stjórn-
stöð og bera saman bækur sínar.“
- Hver er tilgangurinn?
„Tilgangurinn er að samhæfa
björgunaraðgerðir hjá sveitum og
þá sérstaklega með notkun snjó-
bíla og vélsleða í huga. Þessi æf-
ing er mjög nauðsynlega þar sem
þessar sveitir vinna mikið saman.
Því er mikilvægt að sveitarmenn
hittist með sín tæki og stilli saman
strengina og miðli af reynslu sinni.
- Eru þetta einu reglubundnu
æfingarnar hjá sveitunum?
„Svo er ekki. Það er haldnar
sameiginlegar æfmgar hjá sveitum
á þessum svæðum. Þessi æfíng
tekur aðeins til hluta þess starfs
sem þessar sveitir eru í, það er
leit með snjóbílum og
vélsleðum. Séræfingar
eru fyrir aðra hópa
sveitanna. Ákvörðun
var hins vegar tekin um
að taka bara einn þátt
út núna og æfa hann sérstaklega.“
- Hafa þessar æfingar sannað
gildi sitt?
„Þær hafa tvímælalaust gert
það. Nýlega lentum við í leit þar
sem nær eingöngu var notaður sá
mannskapur og þau tæki sem við
höfum verið að nota á sameigin-
legu æfingunum. Við teljum að
æfingarnar hafi tvímælalaust
sannað sig og menn séu betur
undir það búnir að mæta erfiðleik-
um.
Aukinn áhugi almennings fyrir
ferðum um hálendið kallar einnig
á það að björgunarsveitir um land
allt séu í stakk búnar að aðstoða
fólk er það lendir í vanda.“
- Er mikið um að menn sérhæfi
sig í ákveðnum verkefnum hjá
Björgunarsveitunum?
„Hjá Kyndli í Mosfellsbæ þar
► Davíð Rúnar Gunnarsson er
24 ára gamall félagsmaður
Björgunarsveitarinnar Kyndils
í Mosfellsbæ. Hann og félagar
hans í sveitunum á SV-landi
verða með sameiginlega æfingu
á Langjökli á föstudag og laug-
ardag. Hann er í æfingastjórn
þessarar æfingar. Davíð er
einnig í stjórn Slysavarnafélags
íslands fyrir unglingadeildir og
jafnframt í stjórn Björgunar-
sveitarinnar Kyndils og umsjón-
armaður unglingadeildar.
Hann hefur verið í Slysavarna-
félaginu í 8 ár. Þá er hann með
leiðbeinenda réttindi í snjó-
flóðaleit, rústabjörgun og á
GPS staðsetningarkerfi.
sem ég er félagi höfum við sér-
hæft okkur í leit með snjóbílum
og vélsleðum, en að sjálfsögðu er
sveitin tilbúin í alla leit. Við erum
að reyna að sérhæfa sveitirnar til
að menn verði góðir á sinu sviði.
Einnig á sérhæfingin við þau
svæði sem sveitirnar búa á. Við
erum til dæmis með menn sem
geta hlaupið upp Esjuna hvenær
sem er, hvernig sem aðstæður
eru.“
- Hver er kostnaðurinn við æf-
inguna?
„Kostnaðurinn er mjög mikill
en hver sveit sér um að greiða
útlagðan kostnað við mannskap
og tæki. Þess má geta að svona
æfing kostar um 30 til 40 þúsund
á hvem snjóbíl."
- / margbreytilegu starfi björg-
unarsveitanna, er þetta ekki nema
brot af því, ekki satt?
„Það er rétt, þetta er ekki nema
lítill hluti af því starfi sem fram
fer hjá sveitunum til
þess að vera í sem
bestri æfingu þegar
beiðni um aðstoð berst,
en við emm ævinlega
reiðbúnir að fara til
leitar. Þá verða öll tæki að vera
í lagi og kunnátta fyrir hendi að
nota þau. Það tekur mikinn tíma
að halda öllum tækjum í lagi fyrir
utan annað starf.“
- Reka ekki margar sveitir
öflugt unglingastarf?
„Með öflugu unglingastarfi
skjótum við styrkari stoðum undir
framtíð sveitanna. Nú eru þijátíu
og sjö unglingadeildir um allt land
og þær eru með æfingum búnar
undir björgunar- og slysavarna-
starf. Þarna læra unglingarnir
undirstöðuatriði svo sem notkun
áttavita, skyndihjálp, ferða-
mennsku svo fátt eitt sé nefnd. Á
þessari æfingu um helgina kemur
nokkur hópur unglinga til með að
leika „sjúklinga". Um leið kynnast
þau hvernig það er að starfa í
björgunarsveit."
Ævinlega
reiðubúnir að
fara til leitar