Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dælingu olíu úr Vikartindi frestað EKKI tókst að hefja dælingu olíu úr Vikartindi í gær eins og til stóð en veður var mjög slæmt á strandstað í gær og töldu þeir sem fóru um borð til að kanna aðstæður lífs- hættulegt að heimila björgun- armönnum að fara um borð og fulltrúum útgerðar og Siglingastofnunar að sækja vélardagbækur skipsins. Um hádegisbil í gær höfðu starfsmenn hollenska björgunarfélagsins, Wijsmull- er Salvage, lokið við að log- sjóða stiga upp í skipið en þegar tveir lögreglumenn og einn starfsmaður ríkistoll- stjóra höfðu kannað aðstæður um borð var ákveðið að fresta því að dæla olíu upp úr skip- inu þangað til í dag, en um 300 tonn af svartolíu og 50 tonn af dísilolíu eru í skipinu. Töluvert af olíunni er komið í lestar skipsins en ekki er vitað hvert ástand farmsins er. Morgunblaðið/Júlíus Leiguskip Eimskips við Færeyjar Gámar færðust til í lest skipsins FRYSTIGÁMAR í lest þýsks leigu- skips Eimskips, St. Pauli, skemmd- ust í veltingi skipsins á svipuðum slóðum og tíma og Dísarfellið fórst aðfaranótt sunnudags. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, segir að engum skipveija hafí orðið meint af. Skipið liggur nú í Þórshöfn í Færeyjum og tefst för þess til meginlands Evrópu um sólarhring, á meðan skipt er um gáma. St. Pauli hefur verið í hefð- bundnum áætlunarsiglingum fyrir Eimskip í fjórar til fimm vikur. í þessari ferð var ýmis vara um borð, þar á meðal fryst loðna í gámum í lest. „Þegar við fréttum af afdrifum Dísarfellsins höfðum við samband við öll skip í siglingum fyrir okk- ur og könnuðum stöðuna. Það reyndist allt í lagi, nema að hjá St. Pauli hafði einhver hreyfing komist á frystigáma í lest. Það er ekki óeðlilegt að einhveijar skemmdir verði í jafn bijáluðu veðri og var á þessum slóðum,“ sagði Hjörleifur. „Þetta voru rúm- lega 10 gámar og við eigum enn eftir að kanna til fulls hve miklár skemmdirnar eru. Sumir eru sjálf- sagt ónýtir, en aðrir aðeins lask- aðir. Það er þó ljóst að þetta óhapp tefur för skipsins um sólar- hring.“ Venus vélarvana FRYSTITOGARINN Venus frá Hafnarfírði fékk veiðarfæri í skrúf- una á Boðagrunni um 40 sjómílur frá Garðskaga um miðnætti í fyrri- nótt. Frystitogarinn Rán tók skipið í tog um kl. 9 í gærmorgun, en þá var þokkalegt veður á svæðinu. Veðrið versnaði hins vegar mikið þegar skipin voru á leið í land og um tíma gekk á með 9-10 vindstig- um, að sögn Gests Breiðdals Sig- urðssonar, skipstjóra á Rán. Þrátt fyrir vont veður gekk skip- unum ágætlega að komast í land. Skipin komu til Reykjavíkur um kl. 6 í gærdag. Óljóst er hvort skemmdir hafa orðið á vél Venus- ar. Framkvæmdastj óri Vinnuveitendasambandsins um kjarasamninga Lengr-a verður ekki hægt að ganga í samningum VINNUVEITENDUR telja að teflt sé á tæpasta vað í launahækkunum í nýgerðum samningum en áætlað er að launakostnaðarauki verði 13-15% á þriggja ára samningstíma, eða þriðj- ungi meiri en í samkeppnislöndunum. Hins veg- ar vegi öryggi og svigrúm til langtímaskipulagn- ingar sem af samningum leiðir þar á móti, að því er segir í ályktun sambandsstjórnar VSÍ sem kom saman í gær. „Við verðum líka að gera ráð fyrir einhveijum frekari launahækkunum en þama er samið um og því er efnahagskerfið að taka á sig miklar hækkanir," segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Hann segir að samningarnir séu á ýmsan hátt mismunandi en eigi það sameig- inlegt að hin skráðu lágmarkslaun hækki vem- lega. „Athuganir okkar gefa til kynna að raun- vemleg launahækkunaráhrif af því eigi að vera takmörkuð eða frá núlli og upp í 2% í fyrirtækj- um. Það er gengið frá afar nákvæmum reglum um hvemig álags- og aukagreiðslur eiga að falla niður. Við þykjumst líka sjá við Sleipnisdómnum með 4. grein samningsins, sem kveður á um að þeir sem ekki vilja sætta sig við að aukagreiðsl- ur og yfirborganir lækki á móti hækkun kaup- taxta, geti ákveðið að halda aukagreiðslunum." Þórarinn segir augljóst að með þessum samn- ingum sé mörkuð stefna í viðræðum við félög sem enn er ósamið við. „Við teljum okkur hafa farið það langt, að lengra sé með engu móti hægt að ganga,“ segir hann. Verðbólga gæti orðið 2'/2-3'/2% „Við settum okkur það mark í október að miða samningana við að verðbólga fari ekki umfram 2% á ári. Það mun ekki halda. Hún verður meiri. Verðbólgan verður þó innan þol- marka, kannski 2’/2—3‘/2% á fyrsta árinu," segir hann. Vinnuveitendur áttu viðræður við önnur landssambönd í gær. Þórarinn segir viðsemjend- ur hafa viljað kynna sér nýju samningana og að viðræður haldi áfram á næstu dögum. Rugga skútunni talsvert Jóngeir H. Hlinason, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins, segir ástæðu þess að vinnuveitendur féllust á gerð samninga, sem eru um margt ólíkir því tilboði sem vinnuveitend- ur lögðu fram í seinustu viku, hafa verið þá, að menn hafi viljað leggja kapp á að ná samn- ingum við félögin. Jóngeir segir að sú lína sem lögð er í kjara- samningunum hafi verið mörkuð yfir helgina. Aðspurður hvort atvinnulífið gæti staðið undir þessum launabreytingum sagði hann að hér væru ekki verðbólgusamningar á ferðinni en þeir gætu þó ruggað skútunni talsvert. „Fyrir- tækin verða að þola þetta en því er ekki að neita að þetta er í þyngri kantinum," sagði hann. Deila í mjölverk- smiðjum í Eyjum Samningar undirritaðir FORSVARSMENN Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja (VFV) og viðsemjendur þeirra undirrituðu nýjan kjarasamning seinnipart laugardags og nær hann til 40 verkamanna í báðum fiski- mjölsverksmiðjunum í Vest- mannaeyjum. Atkvæða- greiðsla fór fram um samn- inginn á sunnudag og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum nema einu, en 32 mættu á kjörstað. Að sögn Jóns Kjartansson- ar formanns VFV er samn- ingur þessi í anda þeirra samninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn í öðrum verksmiðjum landsins, með ýmsum lagfæringum þó. Töluvert bar í milli deiluaðila í upphafi sáttafundar á laug- ardag „en það var að nokkru leyti jafnað með samningn- um,“ sagði hann. Þeir fórust með Dísarfellinu SKIPVERJARNIR tveir sem fórust þegar Dísarfell sökk síðastlið- inn sunnudagsmorgun hétu Páll Andrésson, 38 ára, og Óskar Guð- jónsson, 59 ára. Páll Andrésson var 1. stýrimaður á Dísar- felli. Hann var fæddur 22. desember 1958 og lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn. Óskar Guðjónsson var matsveinn á Dísar- felli. Hann var fæddur 1. október 1937 0g læt- ur eftir sig eiginkonu Óskar Páll og tvö uppkomin börn. Guðjónsson Andrésson Jeppaleið- angur yfir hálendið FÉLAGSMENN í ferðaklúbbn- um Fjórir sinnum fjórir lögðu af stað í jeppaleiðangur síðast- liðinn föstudag, þar sem ekið var á 115 jeppum gömlu Sprengisandsleiðina. Jeppa- ferðin var farin frá Reykjavík og þaðan ekið að Sigöldu og siðan norður Sprengisand, nið- ur í Bárðardal og komið tií Akureyrar á laugardagskvöld, þar sem haldin var sýning á jeppunum á sunnudag. Ferðin var farin í tilefni af því að ferð þessi var fyrst reynd fyrir tíu árum en þá urðu jeppamenn að snúa við í Nýjadal. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aftakaveður var á hálendinu á föstudagsnótt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þurftu sumir jeppaeigendur að hreinsa snjó úr vélarrúmi að morgni laugardags. Þann dag var eilítið bjartara yfir, færðin betri þar sem rignt hafði og því auðveld- ara að marka för í snjónum en þó gekk á með éljum. Allir bíl- arnir komust á leiðarenda þrátt fyrir minni háttar óhöpp og voru menn almennt ánægðir með ferðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.