Morgunblaðið - 11.03.1997, Side 2

Morgunblaðið - 11.03.1997, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dælingu olíu úr Vikartindi frestað EKKI tókst að hefja dælingu olíu úr Vikartindi í gær eins og til stóð en veður var mjög slæmt á strandstað í gær og töldu þeir sem fóru um borð til að kanna aðstæður lífs- hættulegt að heimila björgun- armönnum að fara um borð og fulltrúum útgerðar og Siglingastofnunar að sækja vélardagbækur skipsins. Um hádegisbil í gær höfðu starfsmenn hollenska björgunarfélagsins, Wijsmull- er Salvage, lokið við að log- sjóða stiga upp í skipið en þegar tveir lögreglumenn og einn starfsmaður ríkistoll- stjóra höfðu kannað aðstæður um borð var ákveðið að fresta því að dæla olíu upp úr skip- inu þangað til í dag, en um 300 tonn af svartolíu og 50 tonn af dísilolíu eru í skipinu. Töluvert af olíunni er komið í lestar skipsins en ekki er vitað hvert ástand farmsins er. Morgunblaðið/Júlíus Leiguskip Eimskips við Færeyjar Gámar færðust til í lest skipsins FRYSTIGÁMAR í lest þýsks leigu- skips Eimskips, St. Pauli, skemmd- ust í veltingi skipsins á svipuðum slóðum og tíma og Dísarfellið fórst aðfaranótt sunnudags. Hjörleifur Jakobsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Eimskips, segir að engum skipveija hafí orðið meint af. Skipið liggur nú í Þórshöfn í Færeyjum og tefst för þess til meginlands Evrópu um sólarhring, á meðan skipt er um gáma. St. Pauli hefur verið í hefð- bundnum áætlunarsiglingum fyrir Eimskip í fjórar til fimm vikur. í þessari ferð var ýmis vara um borð, þar á meðal fryst loðna í gámum í lest. „Þegar við fréttum af afdrifum Dísarfellsins höfðum við samband við öll skip í siglingum fyrir okk- ur og könnuðum stöðuna. Það reyndist allt í lagi, nema að hjá St. Pauli hafði einhver hreyfing komist á frystigáma í lest. Það er ekki óeðlilegt að einhveijar skemmdir verði í jafn bijáluðu veðri og var á þessum slóðum,“ sagði Hjörleifur. „Þetta voru rúm- lega 10 gámar og við eigum enn eftir að kanna til fulls hve miklár skemmdirnar eru. Sumir eru sjálf- sagt ónýtir, en aðrir aðeins lask- aðir. Það er þó ljóst að þetta óhapp tefur för skipsins um sólar- hring.“ Venus vélarvana FRYSTITOGARINN Venus frá Hafnarfírði fékk veiðarfæri í skrúf- una á Boðagrunni um 40 sjómílur frá Garðskaga um miðnætti í fyrri- nótt. Frystitogarinn Rán tók skipið í tog um kl. 9 í gærmorgun, en þá var þokkalegt veður á svæðinu. Veðrið versnaði hins vegar mikið þegar skipin voru á leið í land og um tíma gekk á með 9-10 vindstig- um, að sögn Gests Breiðdals Sig- urðssonar, skipstjóra á Rán. Þrátt fyrir vont veður gekk skip- unum ágætlega að komast í land. Skipin komu til Reykjavíkur um kl. 6 í gærdag. Óljóst er hvort skemmdir hafa orðið á vél Venus- ar. Framkvæmdastj óri Vinnuveitendasambandsins um kjarasamninga Lengr-a verður ekki hægt að ganga í samningum VINNUVEITENDUR telja að teflt sé á tæpasta vað í launahækkunum í nýgerðum samningum en áætlað er að launakostnaðarauki verði 13-15% á þriggja ára samningstíma, eða þriðj- ungi meiri en í samkeppnislöndunum. Hins veg- ar vegi öryggi og svigrúm til langtímaskipulagn- ingar sem af samningum leiðir þar á móti, að því er segir í ályktun sambandsstjórnar VSÍ sem kom saman í gær. „Við verðum líka að gera ráð fyrir einhveijum frekari launahækkunum en þama er samið um og því er efnahagskerfið að taka á sig miklar hækkanir," segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ. Hann segir að samningarnir séu á ýmsan hátt mismunandi en eigi það sameig- inlegt að hin skráðu lágmarkslaun hækki vem- lega. „Athuganir okkar gefa til kynna að raun- vemleg launahækkunaráhrif af því eigi að vera takmörkuð eða frá núlli og upp í 2% í fyrirtækj- um. Það er gengið frá afar nákvæmum reglum um hvemig álags- og aukagreiðslur eiga að falla niður. Við þykjumst líka sjá við Sleipnisdómnum með 4. grein samningsins, sem kveður á um að þeir sem ekki vilja sætta sig við að aukagreiðsl- ur og yfirborganir lækki á móti hækkun kaup- taxta, geti ákveðið að halda aukagreiðslunum." Þórarinn segir augljóst að með þessum samn- ingum sé mörkuð stefna í viðræðum við félög sem enn er ósamið við. „Við teljum okkur hafa farið það langt, að lengra sé með engu móti hægt að ganga,“ segir hann. Verðbólga gæti orðið 2'/2-3'/2% „Við settum okkur það mark í október að miða samningana við að verðbólga fari ekki umfram 2% á ári. Það mun ekki halda. Hún verður meiri. Verðbólgan verður þó innan þol- marka, kannski 2’/2—3‘/2% á fyrsta árinu," segir hann. Vinnuveitendur áttu viðræður við önnur landssambönd í gær. Þórarinn segir viðsemjend- ur hafa viljað kynna sér nýju samningana og að viðræður haldi áfram á næstu dögum. Rugga skútunni talsvert Jóngeir H. Hlinason, framkvæmdastjóri Vinnumálasambandsins, segir ástæðu þess að vinnuveitendur féllust á gerð samninga, sem eru um margt ólíkir því tilboði sem vinnuveitend- ur lögðu fram í seinustu viku, hafa verið þá, að menn hafi viljað leggja kapp á að ná samn- ingum við félögin. Jóngeir segir að sú lína sem lögð er í kjara- samningunum hafi verið mörkuð yfir helgina. Aðspurður hvort atvinnulífið gæti staðið undir þessum launabreytingum sagði hann að hér væru ekki verðbólgusamningar á ferðinni en þeir gætu þó ruggað skútunni talsvert. „Fyrir- tækin verða að þola þetta en því er ekki að neita að þetta er í þyngri kantinum," sagði hann. Deila í mjölverk- smiðjum í Eyjum Samningar undirritaðir FORSVARSMENN Verka- lýðsfélags Vestmannaeyja (VFV) og viðsemjendur þeirra undirrituðu nýjan kjarasamning seinnipart laugardags og nær hann til 40 verkamanna í báðum fiski- mjölsverksmiðjunum í Vest- mannaeyjum. Atkvæða- greiðsla fór fram um samn- inginn á sunnudag og var hann samþykktur með öllum greiddum atkvæðum nema einu, en 32 mættu á kjörstað. Að sögn Jóns Kjartansson- ar formanns VFV er samn- ingur þessi í anda þeirra samninga sem gerðir hafa verið við starfsmenn í öðrum verksmiðjum landsins, með ýmsum lagfæringum þó. Töluvert bar í milli deiluaðila í upphafi sáttafundar á laug- ardag „en það var að nokkru leyti jafnað með samningn- um,“ sagði hann. Þeir fórust með Dísarfellinu SKIPVERJARNIR tveir sem fórust þegar Dísarfell sökk síðastlið- inn sunnudagsmorgun hétu Páll Andrésson, 38 ára, og Óskar Guð- jónsson, 59 ára. Páll Andrésson var 1. stýrimaður á Dísar- felli. Hann var fæddur 22. desember 1958 og lætur eftir sig eigin- konu og tvö börn. Óskar Guðjónsson var matsveinn á Dísar- felli. Hann var fæddur 1. október 1937 0g læt- ur eftir sig eiginkonu Óskar Páll og tvö uppkomin börn. Guðjónsson Andrésson Jeppaleið- angur yfir hálendið FÉLAGSMENN í ferðaklúbbn- um Fjórir sinnum fjórir lögðu af stað í jeppaleiðangur síðast- liðinn föstudag, þar sem ekið var á 115 jeppum gömlu Sprengisandsleiðina. Jeppa- ferðin var farin frá Reykjavík og þaðan ekið að Sigöldu og siðan norður Sprengisand, nið- ur í Bárðardal og komið tií Akureyrar á laugardagskvöld, þar sem haldin var sýning á jeppunum á sunnudag. Ferðin var farin í tilefni af því að ferð þessi var fyrst reynd fyrir tíu árum en þá urðu jeppamenn að snúa við í Nýjadal. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Aftakaveður var á hálendinu á föstudagsnótt og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd þurftu sumir jeppaeigendur að hreinsa snjó úr vélarrúmi að morgni laugardags. Þann dag var eilítið bjartara yfir, færðin betri þar sem rignt hafði og því auðveld- ara að marka för í snjónum en þó gekk á með éljum. Allir bíl- arnir komust á leiðarenda þrátt fyrir minni háttar óhöpp og voru menn almennt ánægðir með ferðina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.