Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI 43 millj. kr. minni hagnaður Granda GRANDI hf. og dótturfélag þess, Faxamjöl hf., skiluðu 180 milljóna króna hagnaði á árinu 1996 en árið 1995 var hagnaður félagsins 223 milljónir króna eða 43 milljón- um króna hærri. Rekstrartekjur félagsins námu 3.831 milljón króna og er það um 2% aukning frá árinu áður. Hagnaður var tæplega 5% af veltu en var tæplega 6% árið áður. Brynjólfur Bjarnason, fram- kvæmdastjóri Granda hf., sagði að minni veiði í Smugunni en gert hafí verið ráð fyrir og dýrt úthald skipa þar væru helstu skýringar á því að hagnaður fyrirtækisins varð minni en áætlanir gerðu ráð fyrir. „Við veiddum þó 2.500 ýonn sem er ríflega 10% af því sem íslending- ar veiddu þama, en við gerðum ráð fyrir því að ná í meira,“ sagði Brynjólfur Bjamason. Aðspurður um framtíðina sagði hann að það væra ýmsar breyting- ar á starfsumhverfi fyrirtækisins. Þannig hefði verið ákveðin afla- heimild á úthafskarfa og því væru minni möguleikar á sókn á úthaf- inu en hefðu verið á áram áður. Einn frystitogari fyrirtækisins hefði verið seldur til Þormóðs ramma/Sæbergs, hins nýstofnaða fyrirtækisins, og yrðu bara reknir þrír fyrstitogarar. Ef það yrðu ekki miklar breytingar á aflaheim- ildum á árinu þá væri útlitið ágætt. Á árinu 1996 öfluðu togarar Granda hf. 30.615 tonna en árið áður var aflinn 31.083 tonn. Eigið fé Granda hf. nam 2.613 milljónum króna í lok ársins 1996 og var eiginfjárhlutfallið 43%. Arð- semi eigin fjár var 9% samanborið við 13,8% árið áður. Hlutafé fé- lagsins nemur 1.345 milljónum króna og hefur hækkað um 150 milljónir króna vegna sölu nýrra hluta á árinu. Hluthafar vora 887 um síðustu áramót og hafði þeim fjölgað um 94 á milli ára. Gengi hlutabréfa var 3,79 í árslok 1996 en 2,35 í árslok 1995, segir í frétt frá félaginu. Á síðasta ári unnu 466 manns að meðaltali hjá Granda hf. og dótturfélaginu, þar af vora 442 ársverk hjá Granda hf. og 24 árs- verk hjá Faxamjöli hf. Aðalfundur Granda verður hald- inn föstudaginn 4. apríl næstkom- andi í matsal fyrirtækisins í Norð- urgarði. Þar verður ársskýrsla lögð fram og gerð grein fyrir rekstri félagsins á árinu 1996. GRANDIhi. Úr reikningum ársins 1996^^ Rekstrarreikningur Mmjónir króna 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur 3.831 3.772 +1,6% Rekstrargjöld 3.683 3.513 +4,8% Hreinn fjármagnskostnaður 10 64 ■84.4% Hagnaður af reglulegri starfsemi 138 195 ■29,2% Aðrar tekjur oq gjöld 42 28 +50.0% Hagnaður ársins 180 223 -19,3% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '96 31/12 '95 Breyting 1 Eianir: 1 Veltufjármunir 843 684 +23,3% Fastafjármunir 5.296 4.635 +14,3% Eígnir samtals 6.139 5.319 +15,4% 1 Skuldlr on eigiO fé: | Skammtímaskuldir 642 730 ■12,1% Langtímaskuidir 2.884 2.628 +9,7% Eigið fé 2.613 1.961 +33.3% Skuldir og eigið fé samtals 6.139 5.319 +15,4% Kennitölur 1996 1995 Eiginfjárhlutfall 43% 37% Veltufjárhlutfall 1,31 0,94 +39,4% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 459 575 -20,2% Samband ísl. tryggingafélaga mótmælir áformum um séreignadeildir lífeyrissjóða Hafna ber breytingum á reglugerðum sjóðanna Ætla að láta til sín taka á hinum frjálsa sparifjármarkaði Mosaic vill komastyfir Bolton London. Reuter. BREZKT íjárfestingarfyrirtæki, Mosaic Investments Plc, kveðst eiga í viðræðum við fyrstu deildar liðið Bolton Wanderers um kaup á félag- inu. Verð hlutabréfa í Mosaic hækk- aði um 5 1/2 pens í 51-1/2 pens áður en viðskiptum með þau var hætt að ósk fyrirtækisins. Blaðið Daily Express hefur sagt frá orðrómi um að David Williams, forstjóri Mosaics, hafi átt í viðræð- um við Bolton. Að sögn blaðsins er ein hug- myndin sú að Mosaic gefi út hluta- bréf handa hluthöfum Boltons þannig að verðmæti knattspyrnufé- lagsins verði um 25 milljónir punda. ----------».■»-■♦-- Kynning á hugbúnaði VERKFRÆÐISTOFAN Vista held- ur 5. kynningu sína á hugbúnaði fyrir skjámyndakerfi og sjálfvirk mælikerfi á Hótel Loftleiðum mið- vikudaginn 12. mars kl 15.30-17. Fjallað verður um LabVIEW hug- búnaðarkerfíð og sýnd dæmi um lausnir. Gestafyrirlesari verður Björn Björnsson, yfírmaður tæknideildar íslenskrar getspár. SAMBAND íslenskra tryggingafé- laga hefur lýst yfír andstöðu við áform nokkurra lífeyrissjóða um stofnun séreignadeilda sem reknar verði samhliða sameignardeildum sjóðanna. Bendir sambandið á að hér ætli lífeyrissjóðirnir sér greini- lega að láta til sín taka á hinum frjálsa sparifjármarkaði. Að mati SIT hlýtur fjármálaráð- herra að hafna því að staðfesta breytingar á reglugerðum sjóðanna í þessa vera, nema að samhlida verði lögum breytt á þann veg, að skylduaðild lífeyrissjóða verði af- numin og landsmönnum öllum gef- ist kostur á því að velja sér þann aðila, sem þeir vilja sækja lífeyris- vemdina til. Þetta kemur fram í frétt frá Sambandi íslenskra tryggingafé- laga (SÍT) í tilefni af aðalfundi sam- bandsins sem haldinn var á mið- vikudag. SÍT bendir á að á árinu 1995 hafí bókfærð framtryggingar- iðgjöld hér á landi numið rúmlega 13,5 milljörðum króna. Hlutur líf- trygginga í þeirri íjárhæð sé ein- ungis um 4%, en hlutur skaðatrygg- ingagreina um 96%. Frumtrygging- ariðgjöld íslensku félaganna sem eru 17 talsins nemi nokkuð innan við 0,04% af heildariðgjöldum fé- laga innan EES. í engu ríki á Evr- ópska efnahagssvæðinu sé mismun- urinn á tveimur höfuðflokkum vá- trygginga jafnmikill og hér á landi. Raunar sé það svo að í EES-ríkjun- um í heild sé hlutur líftrygginganna nokkra hærri en skaðatrygging- anna. „Ástæður þessa séríslenska ástands era flestum kunnar. í lög- um frá árinu 1980 um starfskjör launafólks og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda er öllum landsmönn- um skylt að eiga aðild að lífeyris- sjóði starfsstéttar sinnar, hvort sem menn vilja eða ekki. Líftryggingafélögum er nánast gert ókleift að iáta að sér kveða á þessu sviði, bæði vegna lögþving- aðrar aðildar manna að lífeyrissjóð- um og einnig vegna ýmissa ákvæða, t.d. í skattalöggjöf, sem skekkir samkeppnisstöðu vátryggingarfé- laganna gagnvart lífeyrissjóðunum. Samband íslenskra tryggingafélaga og aðildarfélög þess hafa bent á nauðsyn úrbóta, en því miður fyrir daufum eyram,“ segir ennfremur. Tekið verði mið af hags- munum vátryggingafélaga Þá vísar SÍT til þess að undanfar- ið hafí þó af hálfu stjórnvalda verið til þess vísað að þessi mál gætu komið til athugunar við setningu nýrrar og heildstæðrar löggjafar um tilhögum lífeyrismála lands- manna. „I stefnuyfírlýsingu núver- andi ríkisstjórnar kemur m.a. fram að tryggja þurfí aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða sam- keppni. Jafnframt beri að setja al- menn lög um starfsemi lífeyrissjóða og stöðu og hlutverk lífeyrisrétt- inda. SÍT hefur ítrekað komið þeirri sanngirniskröfu á framfæri að við endurskoðun á tilhögun lífeyrismála beiti stjórnvöld sér fyrir því að tek- ið verði mið af hagsmunum og eðli- legu hlutverki vátryggingarstarf- seminnar í þessu efni, en endur- skoðunarvinna taki ekki til starf- semi lífeyrissjóðanna einna.“ Þá er í frétt frá SÍT bent á að ekki hafi verið heildstæðum lögum til að dreifa um starfsemi og fjár- hagsgrundvöll lífeyrissjóða. Af- skipta- og eftirlitsréttur stjórnvalda af lífeyrissjóðum og rekstri þeirra sé einnig takmarkaður og dreifíst á hendur ýmissa stjórnvalda. Þá kemur fram að stjórn SIT hefur einróma samþykkt að af fullri alvöra beri að kanna kosti þess að hér á landi verði sett á laggir sjálf- stæð stofnun, Fjármálaeftirlit, sem á engan hátt falli undir Seðlabank- ann. Myndi hún leysa af hólmi bankaeftirlit Seðlabankans og Vá- tryggingaeftirlitið og hafa eftirlit með öllum fyrirtækjum á sviði fjár- málaþjónustu, þ.m.t. lífeyrissjóðum. Vísitala neysluverðs í marsi997 (178,4^) 0 Matvörur (16,3%) Maí 1988 = 100 01 Kjöt og kjötvörur (3,7%) 06 Kartöflur og vömr úr þeim (0,5%) 07 Sykur (0,2%) 08 Kaffi, te, kakó og súkkulaði (0,6%) 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,4%) 2 Föt og skófatnaður (5,7%) 21 Fatnaður (4,1 %) 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (17,8%) 31 Húsnæði (14,8%) 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,7%) 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,3%) 5 Heilsuvernd (3,0%) 6 Ferðir og flutningar (20,1 %) 61 Eigin flutningatæki (18,0%) 7 Tómstundaiðkun og menntun (12,0%) 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,1 %) 83 Veitingahúsa- og hótelþjónusta (3,6%) -0,1% @ -1'60/°LJ Breyting -2,o%cj * * fvrri •1,7% □ Ird,iyr;! / tfv mánuði □ +0,6% 0 +0,3% H +0,2% -0,4% D □ +0,5% □ +0,9% 0,0% | Tölurísvigum x -0,1 % | vísatilvægis i einstakra lioa. ,1 % | | 0,0% 1+0,2% □ +0,9% VISITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) l -0,1% Verðhjöðnun milli febrúar ogmars VÍSTITALA neysluverðs miðað við verðlag í marsbyijun 1997 reynd- ist vera 178,4 stig og lækkaði um 0,1% frá febrúarmánuði. Þessi vísi- tala gildir einnig til verðtrygging- ar. Lækkun á markaðsverði á hús- næði um 1,3% olli 0,11% vísitölu- lækkun. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,7% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 1,4%. Undanfarna þijá mánuði hefur vísitala neyslu- verðs hækkað um 0,3%, sem jafn- gildir 1,4% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í mars 1997, sem er 178,4 stig, gildir til verð- tryggingar í apríl 1997. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu er 3,523 stig fyrir apríl 1997. RÍKISKAUP og J. Ástvaldsson hf. gengu nýverið frá rammasamn- ingi til 2ja ára um kaup á rekstr- arvörum fyrir tölvur og prentara fyrir ríkisfyrirtæki og stofnanir. Rikiskaup leituðu tilboða i rekstarvörur sl. haust og þegar útboðsgögn voru opnuð í desem- ber lágu fyrir tilboð frá 11 aðil- um. í kjölfarið var ákveðið að ganga til samaninga við fjögur af þessum fyrirtækjum og var J. Ástvaldsson hf. eitt þeirra. Fyrir hönd J.Á. hf. undirrituðu þeir Óskar Jóhannesson, sölu- og markaðsstjóri og Jóhannes Ás- valdsson samninginn en af hálfu Rikiskaupa þeir Júlíus Ólafsson, forstjóri, og Ólafur Ástgeirsson, verkefnasljóri Ríkiskaupa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.