Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 19 DÍSARFELL SEKKUR Verið að bjarga þeim síðustu úr áhöfn Dísarfells er Hegranes kom á vettvang Ekki liægt að ná mönnun- um af skipi Morgunblaðið/Helgi Bjamason SVERRIR Kjartansson skipsljóri í brúnni á Hegranesinu SK. HEGRANES SK kom á staðinn þar sem Dísarfellið sökk þegar áhöfnin á TF-LÍF átti eftir að hífa tvo skipbrotsmannanna úr sjónum og að sögn Sverris Kjartanssonar, skipstjóra á Hegranesinu, var stór- hættulegt að sigla um svæðið vegna braks úr Dísarfellinu. Hann segir að sennilega hefði reynst ógjörningur að ná áhöfn Dísarfellsins um borð í skip vegna hættunnar sem stafaði af gámum og öðru braki. Keyrðu í þijá tíma á móti brælunni „Við vorum um 30 sjómílur norðaustur af Dísarfellinu þegar þeir sendu út neyðarkall og þurft- um við að keyra á móti brælunni í þrjá tíma, en þá hafði þá rekið í átt að okkur. Þyrlan kom á stað- inn um hálftíma á undan okkur og þá var skipið komið á hvolf. Um 3-4 sjómílum áður en við komum á staðinn fórum við að koma að íjúkandi rusli, korkein- angrun úr gámunum og fleiru, en þetta var eins og skæðadrífa út um allt. Síðan komum við að gám- um marandi í kafi í sjónum og þá var orðið varhugavert að vera þarna,“ sagði Sverrir. Ekki inn í þetta nema af því að menn voru í sjónum Hann sagði að þegar Hegranes- ið hefði komið að þar sem áhöfnin á TF-LÍF var að hífa mennina upp hafi verið mikið af gámum í sjón- um og mjög erfitt að athafna sig á milli þeirra. „Þá voru þarna fiskikör og ýmislegt annað í sjónum. Maður var á nálum allan tímann með gámana allt í kringum sig, en þeir voru alveg í tætlum sumir og hliðarnar úr þeim fljótandi út um allt. Maður hefði ekki farið neitt inn í þetta nema af því að maður vissi að það voru menn þama enn- þá í sjónum. Þeir á þyrlunni hífðu þann síð- asta úr hópnum upp þegar við vorum komnir inn í þetta og svo vora þeir að lóna þarna yfir þeim látna sem varð eftir. Þeir þurftu svo að fara og við tókum þennan síðasta og voram við lengi að ná honum um borð innan um allt brakið en því var lokið rétt fyrir kl. 10,“ sagði Sverrir. Ólgandi sjór eftir stöðuga brælu Hegranesið er búið að vera á þessum slóðum í níu daga en það er að fiska fyrir siglingu og á að selja í Þýskalandi 19. mars. Sverr- ir sagði að veðrið hefði verið ág- ætt fyrstu fjóra dagana en síðan hefði verið suðvestan, sunnan og suðaustan 8-10 vindstig og sjórinn ólgandi eftir þessa stöðugu brælu. „Við höfum lítið getað verið að síðustu dagana og voram bara að lóna þarna þegar beiðnin um að- stoð barst. Þá var geysilega mikil ölduhæð en sem betur fer var að lægja og birta þegar þyrlan kom. Ég held að hún hafi alveg skipt sköpum því það hefði aldrei verið hægt að ná þessum mönnum upp úr sjónum á skipi innan um allt þetta brak nema setja skipið í stór- hættu. Hegranesið óskemmt Engar skemmdir urðu á Hegra- nesinu innan um allt brakið úr Dísarfellinu og þegar tekist hafði að ná síðasta skipveijanum um borð í togarann sigldi hann út af hættusvæðinu. Skipverjinn var svo fluttur um borð í varðskip Land- helgisgæslunnar sem komið var á vettvang, en það kannaði aðstæð- ur á slysstað í gærmorgun og ætlaði m.a. að reyna að ná björg- unarbátunum af Dísarfellinu. PHILIPS n Hljómar vel 2 x 40W 3ja diska RDS (Radio Data system) Incredible Sound 3way hátalarar ‘ 5 fl 23.650 kr. stgr. 2 x 20W Surround Sound Tveir aukahátalarar Tónjafnari m/rock, classic, jazz o.fl. L Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 569 15 OO http.//www.ht.is umboðsmenn um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.