Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 56$ 1181,
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Þorsteinn GK fékk í skrúfuna skammt undan Krísuvíkurbergi og rak upp í kletta
ÁSGEIR Magnússon, skipsljóri á Þorsteini GK, og Helgi Hrafnsson vélavörður hífðir upp í Gæsluþyrluna á meðan skipið rekur í áttina að Krísuvíkurbergi. Á mynd Ragn-
ars Axelssonar sést Hjálmar Jónsson sigmaður standa einn á skut skipsins. Þorstein rak upp í klettana og valt á hliðina eins og sést á mynd Kristins Benediktssonar hér að neðan.
Tíu manna áhöfn
bjargað með þyrlu
ÁHÖFN björgunarþyrlu Landhelg-
isgæslunnar bjargaði tíu manna
áhöfn netabátsins Þorsteins GK
áður en skipið strandaði, fylltist
af sjó og valt á hliðina undir Krísu-
víkurbergi í slæmu veðri um miðjan
dag í gær. Fyrstu skip komu á
staðinn um það bil sem síðustu
mennirnir voru hífðir frá borði og
horfðu áhafnir þeirra á skipið reka
upp í klettana.
Þorsteinn GK-16, 179 brúttó-
lesta stálbátur frá Grindavík, var
á netaveiðum 0,8 sjómílur undan
Krísuvíkurbergi þegar hann fékk
net í skrúfuna. Rak hann skáhallt
í áttina að berginu. Ásgeir Magn-
ússon skipstjóri segir að ekki hafi
Báturinn tal-
inn ónýtur
tekist að koma vélinni aftur í gang.
Rekið stöðvaðist þegar akkerin
voru sett út en þau slitnuðu frá
þegar hvessti.
Þyrluáhöfnin í gallana
„Ég ákvað í ljósi atburða síðustu
daga að öll áhöfnin færi í galla, við
gerðum okkur klára og færum út
í vél. Við vorum varla komnir í
gallana þegar við vorum beðnir að
fara af stað,“ segir Páll Halldórs-
son, flugstjóri þyrlunnar. Þyrlan var
komin á staðinn þegar akkerisfest-
arnar byijuðu að losna og voru sex
skipveijar þá hífðir frá borði og
síðan þeir fjórir sem eftir voru þeg-
ar akkerisfestarnar losnuðu alveg
og skipið tók að reka hratt að landi.
Hjálmar Jónsson sigmaður segir að
erfitt hafi verið að athafna sig í
lokin vegna þess hvað skipið lét illa.
Skipstjórinn vildi verða eftir til
að reyna að bjarga skipinu en ákvað
svo að yfirgefa það. „Skipið rak
mjög hratt og þetta mátti engu
muna,“ sagði hann eftir á.
■ Nokkrar bátslengdir/6
■ Mannbjörg/34-35
Sljóniin boðar skattalækkun
Boðaðar aðgerðir ríkisstj órnarinnar
kosta ríkissjóð um 4,5 milljarða króna
TEKJUSKATTUR lækkar á næstu fjórum
árum um 4% samkvæmt ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar og dregið verður úr jaðar-
áhrifum barnabóta og vaxtabóta. Þessar
ráðstafanir voru kynntar í gær eftir að
Verslunarmannafélag Reykjavíkur, Iðja og
Rafiðnaðarsambandið gengu frá kjara-
samningi við vinnuveitendur í gærmorgun.
Skattprósenta í staðgreiðslu lækkar í
áföngum úr 41,98% í 37,98% frá 1. janúar
sl. til 1. janúar 2000. Þá hækka skattleysis-
mörk um 2,5% á ári, í samræmi við verð-
bólguforsendur sem samningsaðilar gáfu
sér í samningunum í gærmorgun. Þá verða
gerðar breytingar á barnabótum og vaxta-
bótum sem eiga að koma fólki með meðal-
tekjur og lægri til góða. Að auki verður
hátekjuskattur hækkaður úr 5% í 7% en
tekjumörk hans jafnframt hækkuð.
Á ystu nöf
Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð um 4,5
milljarða þegar þær verða að fuilu komnar
til framkvæmda. Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra sagði ríkisstjórnina telja þessa
ákvörðun á ystu nöf og reyna á þanþol
ríkisbúskaparins. Hins vegar treystu menn
því að þær forsendur sem gengið væri út
frá í nýju kjarasamningunum yrðu lagðar
til grundvallar frekari samningum.
Samið um 12-14% hækkun launa
Kjarasamningarnir sem samkomulag
náðist um í fyrrinótt og í gærmorgun fela
að jafnaði í sér rúmlega 12-14% almenna
hækkun launa á samningstímanum, ásamt
sérstökum krónutöluhækkunum lægstu
taxta, auk áherslu sem lögð er á að færa
launataxta nær greiddu kaupi. Sú breyting
á þó ekki að leiða til hækkunar á launum
sem eru hærri en nýju taxtarnir. Álags-
og yfirgreiðslur vega þannig minna í heild-
arlaunum en áður. Samningstíminn er
rúmlega tvö og hálft til þrjú ár. Að mati
samningsaðila er heildarkostnaður samn-
inganna 13-15% á samningstímanum.
■ Kjarasamningar/2, 4, 10, 11