Morgunblaðið - 11.03.1997, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 11. MARZ 1997 65
r
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
BÍÓIN í BORGINNI
Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson
BÍÓBORGIN
Að lifa Picasso + + +
Höfundar nokkurra bestu mynda
síðari ára skortir eldmóð í kvik-
myndagerð um meistara Picasso,
en Hopkins kemur til bjargar með
enn einum stórleik (á köflum).
Lausnargjaldið + + +
Gibson leikur auðkýfing sem lend-
ir í því að syni hans er rænt. Snýr
dæminu við og leggur lausnarféð
til höfuðs skálkunum. Gibsonmynd
í góðum gír.
Space Jam + +
Snillingurinn Michael Jordan og
Kalli kanína þjarga leikinni teikni-
mynd frá umtalsverðum leiðind-
um. Við hæfi ungbarna og forfall-
inna NBA aðdáenda.
SAMBÍÓIN,
ÁLFABAKKA
Innrásin frá Mars + +'A
Svört vísindaskáldleg gaman-
mynd, feiknavel gerð en að þessu
sinni er Burton bitlítill og grínið
á sömu nótunum.
Space Jam + +
Sjá Bíóborgina.
Þrumugnýr ++'/i
Flugvélatryllir með snarbrjáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Hringjarinn f Notre Dame
+ + +
Vönduð, falleg íjölskyldumynd
byggð á hinni sígildu sögu um til-
vistarkreppu kroppinbaksins í Frú-
arkirkju. Litlaus tónlist og fram-
vinda en snjöll, íslensk talsetning.
Sonur forsetans + +
Lumma um forsetasoninn og vin
hans í lífverðinum sem losar um
hann í einangrun Hvíta hússins.
Sinbad á einn hrós skilið og fellur
vel í kramið hjá smáfólkinu.
Ærsladraugar ++'/r
Þokkalegar brellur í kolsvartri
hrollvekju framleiddri af Zemeckis
sem skilur lítið eftir þrátt fyrir
nýstárlegan efnisþráð.
Dagsljós *+'h
Þegar sprenging verður í neðan-
sjávargöngum með hroðalegum
afleiðingum, mætir okkar maður,
Stallone, á staðinn. Og óþarft að
spyija að leikslokum.
Kona klerksins +
Sykúrsætt og vellulegt fjöl-
skyldudrama frá sápudeild
draumaverksmiðjunnar.
Djöflaeyjan + + +'/i
Friðrik Þór, Einar Kárason, óað-
flnnanlegur leikhópur og leik-
tjaldasmiður og reyndar allir sem
tengjast Djöfiaeyjmni leggjast á
eitt að gera hana að einni bestu
mynd ársins. Endursköpun
braggalífsins er f senn fyndið,
sorglegt og dramatískt.
HÁSKÓLABÍÓ
Fyrstu kynni + + +
Star Trek sagnabálkurinn lifir
góðu lífi undir stjórn nýs skip-
herra. Geislið mig í bíó!
Móri og Skuggi + +
Tveir ævintýramenn tengjast
tryggðaböndum á ljónaveiðum í
Afríku. William Goldman skrifar
handritið sem kemur kunnuglega
fýrir sjónir.
Regnboginn +
Fyrsta leikstjómarverkefni Bobs
Hoskins er vond samsuða um töfra
Regnbogans.
Undrið + + +'/i
Átakanleg saga um píanósnilling
sem brestur á hátindi frægðar
sinnar. Frábærlega kvikmynduð í
alla staði og Rush hlýtur að telj-
ast sigurstranglegur við Óskars-
verðlaunaafhendinguna í mars.
Meðeigandinn + +
Svolítið lunkin gamanmynd um
stöðu konunnar í fjármálaheimi
New York.
Leyndarmál og lygar ★ ★ ★ ★
Meistaraverk frá Mike Leigh um
mannleg samskipti, gleði og sorgir
og óvæntar uppákomur í lífi bresks
almúgafólks.
KRINGLUBÍÓ
Innrásin frá Mars ++'/i
Sjá Sambfóin
Þrumugnýr ++'/i
Sjá Sambíóin
Ævintýraflakkarinn +'/i
McCauley Culkin verður að teikni-
myndafígúru og kynnist klassísk-
um ævintýrum.
Kvennaklúbburinn + +'/i
Þijár góðar gamanleikkonur,
Hawn, Keaton og Midler, fara á
kostum sem konur sem hefna sín
á fyrrverandi eiginmönnum.
Space Jam * +
Sjá Bíóborgin.
Hringjarinn í Notre Dame
+ + +
Sjá Sambíóin, Álfabakka.
LAUGARÁSBÍÓ
Borg Englanna +'/i
Óttalega óspennandi og lítilsiglt
nátthrafnaævintýri. Mun síðra en
fyrri myndin.
Koss dauðans + + +'/i
Geena Davis og Samuel L. Jackson
fara á kostum í frábærri hasar-
mynd frá Renny Harlin.
Samantekin ráð + +
Stelpumar í hverfinu taka upp á
að ræna banka og haga sér ná-
kvæmlega eins og strákamir.
REGNBOGINN
Rómeo og Júlía + + +
Skemmtilega skrautleg nútfmaút-
gáfa á sígildu verki Shakespeares.
Luhrman er leikstjóri sem vert er
að fylgjast með.
Englendingurinn * + +Vi
Epísk ástarsaga. Meistaralega
framsett og frábærlega vel leikin.
Mynd um sanna ást. Óskarsstykk-
ið í ár!
Múgsefjun + + +
Ágætlega heppnuð kvikmynda-_
gerð á leikriti Arthurs Miller, /
deiglunni þar sem leikarar á borð
við Daniel Day Lewis og Joan
Allen fara á kostum.
Sú eina rétta + + +
Dálagleg, rómantísk gamanmynd
um bræður og kvennamál.
STJÖRNUBÍÓ
Gullbrá og birnirnir þrír +/i
Sagan um Gullbrá og bimina þijá
fær slaka meðferð í Hollywood.
Málaferlin gegn Larry Flynt
+ + +'/i
Milos Forman er aftur kominn á
fljúgandi skrið með hræsnina að
leiðarljósi og afbragðs leikhóp.
Þrumugnýr ++'/i
Flugvélatryllir með snarbijáluðum
Ray Liotta sem gerir hvað hann
getur til að stúta farþegaflugvél.
Tvö andlit spegils + +'/i
Það stormar af Streisand í róm-
antískri gamanmynd sem tekur sig
fullalvarlega þegar líða tekur á.
Jeff á í engum vandræðum með
mjúka manninn.
BIODROGA
snyrtivörur
MYNDBÖND
SÍÐUSTU VIKU
Dauðí og djöfull
(Diaboiique) +
Barnsgritur
(The CryingChild) +
Riddarinn á þakinu
(Horseman on the Roof)
+ + +
Nær og nær
(Closer and Closer) + +'h
Til síðasta manns
(Last Man Standing) ++'/2
Geimtrukkarnir
(Space Truckers) + +
Börnin á akrinum
(Children ofthe Corn) +
Powder
(Powder) ++'/2
Innrásin
(TheArrivai) + +
Umsátrið
á Rubyhryggnum
(The Siege at Ruby Ridge)
+ +
Draumur sörhverrar
konu
(Every Woman’s Dream)
+ +'/2
Rikharður þriöjl
(Richardlll) + + +'/2
Blelka húsiö
(La Casa Rosa) + +
Sunset liöiö
(SunsetPark) +'/2
í móðurieK
(Flirting with Disaster)
+ + +
Banvænar hetjur
(Deadly Heroes)
Dauður
(DeadMan) +
Frú Wlnterbourne
(Mrs. Winterboume) ++'/2
Frankle stjörnuglit
(Frankie Starlight) + +'/2
MYNDBÖND
Stefnulaus mynd
Dagbók moröingja
(Killer: A Joumal ofMurder_______
D r a m a
Vi
Framleiðandi: Ixtlan. Leikstjóri og
handritshöfundur: Tim Metcalfe
eftir sannsögulegri bók Thomas E.
Gaddis og James O. Long. Kvik-
myndataka: Ken Kelsch. Tónlist:
Graeme Revell. Aðalhlutverk: Jam-
es Woods og Robert Sean Leonard.
106 mfn. Bandarikin. Spelling Films
International/Skífan 1997. UtgAfu-
dagur: 3. mars.
Henry er ungur uppreisnargjam
maður sem fær vinnu sem fangels-
isvörður. Þar kynnist hann forhertum
glæpamanni og margföldum morð-
ingja, en milli þeirra myndast trúnað-
artraust. Morðinginn fær Henry til
að smygla blýanti og blaði til sín á
næturvöktum og skrifar hann Henry
blóði drifna sögu sína. Því miður er
þessari mynd mjög ábótavant og eru
það vissuleg vonbrigði, þar sem
ágætis fólk stendur að henni. í fyrsta
lagi virkar sagan ekki. Eitthvað hef-
ur farið úrskeiðis við vinnslu hand-
ritsins upp úr bókinni, þvi við kom-
umst ekki að líð-
an aðalsöguhetj-
unnar, hvað gerði
hann að þeirri bi-
tru sál sem hann
er, eða hvað leik-
stjórinn er að
reyna að segja
áhorfendum sín-
um. Sagan er
stefnulaus og
vekur engar spurningar, hvorki til-
vistariegar né siðferðilegar. Hand-
ritshöfundur hefði þurft að gefa sér
einhvem útgangspunkt í stað þess
að gera útdrátt úr bókinni. Mynda-
takan er litlaus og gerir enga tilraun
til að túlka eitt né neitt, hvað þá að
leyfa okkur að nálgast persónurnar
á einhvern hátt betur. Leikstjómin
er mjög óhnitmiðuð. Leonard kemst
ágætlega frá sínu, en þetta hlutverk
á eftir að setja strik í reikninginn
fyrir hinn annars mjög fína leikara
Woods. Tök hans á persónunni em
ósannfærandi og flökta úr einu í
annað. Hér hafa mistök verið gerð
á þremur mikilvægustu sviðum í
kvikmyndagerð og er því ekki vert
að ræða myndina nánar.
Hildur Loftsdóttir.
Nýkomin sending af glæsilegum og vönduðum skóm frú Lloyd
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Domus Medica og Krjnglunni
Tegund: Dublin
Tegund: Sheppard
liliOYII
SKÓR FYRIR KARLMENN!
*